Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 110
Gríman er loks fallin og fræga fólkið er farið
að sýna sig og sjá aðra úti í hinum stóra heimi.
Þótt kosningar séu hér á Íslandi eru súper-
stjörnur þessa heims að hugsa um eitthvað allt
annað. Hvort sem það er tíska, góðgerðarmál,
upptökur eða einfaldlega að koma saman og
rifja upp gamla takta.
benediktboas@frettabladid.is
Frægir á
ferð og flugi
Grímulaus hertogaynja
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, og eiginmaður hennar Harry
Bretaprins kíktu á miðbæjarrölt í New York eftir fund. Þetta var í fyrsta
sinn sem þau sáust saman síðan Lilibet Díana kom í heiminn í júní. Þau
kíktu meðal annars á Ground Zero, þar sem World Trade Center stóð eitt
sinn og minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar .
Án orða
Katrín hertogaynja af Cambridge fór í bátsferð um
Lake Windermere.
Te í
Skotlandi
Karl Breta-
prins var við
opnun gallerís
í Aberdeen í
Skotlandi og
að sjálfsögðu
í skotapilsi.
Hann fékk sér
te og tölti upp
stigann með
Camillu á eftir
sér.
Stuðpinnar
Vilhjálmur
Bretaprins í
slagtogi með
Peter Crouch,
að skoða verk-
efni sem kallast
Fan Led Review
í London. Það
hefur pottþétt
verið gaman hjá
þeim félögum,
enda Crouch
einn fyndnasti
maður fót-
boltans.
Piparsveinn í Crocks
Piparsveinninn Matt James er að taka þátt í Dancing with the Stars og
gekk með æfingafélaga sínum, Lindsey Arnold, um stræti Los Angeles í
Crocks-skóm. Sumir elska þessa skó en öðrum finnst þeir voðalega ljótir.
Alvöru dívur
Systurnar Paris og Nicky Hilton komu saman á góð-
gerðarkvöld í Los Angeles til að hefja jólavertíðina.
Markmiðið er að safna leikföngum og öðru fyrir börn
sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi.
Kóngurinn í tökum
Leikarinn frábæri, Adam Sandler, sést hér í tökum fyrir
Netflix-myndina Hustle, í Fíladelfíu. Trúlega er þarna
enn eitt meistaraverkið á leiðinni beint heim í stofu,
en Sandler er einkar lagið að fá heimsbyggðina til að
brosa. Með undantekningum þó.
60 Lífið 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR