Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 112

Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 112
B ra n d e n b u rg | s ía ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR 62 Lífið 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Sænska stórstjarnan Noomi Rapace fann sálufélaga í leik- stjóranum Valdimar Jóhanns- syni og gat ekki annað en þegið aðalhlutverkið í frum- raun hans, þótt Dýrið sé mun smærra í sniðum en hún á að venjast, enda fékk hún kærkomið tækifæri til þess að styrkja djúpstæð tengsl sín við Ísland. toti@frettabladid.is „Þetta er ég. Þetta er ég að finna rætur mínar aftur. Þannig að mér fannst næstum eins og ég hefði ekkert val. Þegar ég las handritið þá fannst mér ég vera búin að vera að bíða eftir einmitt þessu lengur en ég get munað og mér finnst Sjón og Valdimar hafa boðið mér í ferðalag,“ segir sænska kvikmyndastjarnan Noomi Rapace um kvikmyndina Dýrið og ekki síst aðalpersónu hennar, sauðfjárbóndann Maríu. Dýrið, sem var frumsýnd á Íslandi í gær, er frumraun leik- stjórans Valdimars Jóhannssonar, gerð eftir grunnhugmynd hans og handriti eftir Sjón. Myndin gerði stormandi lukku á kvikmynda- hátíðinni í Cann es, gagnrýnendur víða um heim hafa ausið hana lofi og hún hefur verið nefnd sem líkleg til stórræða á næstu Óskarsverð- launahátíð. Eitthvað sem kemur Noomi ekki á óvart, þótt bandaríska teymið hennar hafi rekið upp stór augu þegar hún sagði þeim að hún „ætl- aði að fara til Íslands að gera litla, íslenska mynd sem heitir Lamb, sem væri lítil framleiðsla og engir pen- ingar í þessu,“ segir Noomi þegar Fréttablaðið truflar hana við tökur á vestraþáttunum Django í Rúmeníu. Falleg skepna fæðist „Nei, ég meina, ég vissi alltaf að við hefðum gert eitthvað of boðslega djúpstætt, frumlegt, persónulegt og einkennilega óhugnanlega fag- urt,“ segir Noomi og hlær. „Þannig að ég vissi alltaf að við hefðum fætt skepnu, fallega skepnu,“ heldur leik- konan áfram og hláturinn verður enn innilegri. „Þetta kemur mér því ekki á óvart en ég er kannski svolítið undarandi á hversu margir virðist umfaðma myndina, en mér finnst það hins vegar hafa verið yfirþyrmandi hversu breiður hópurinn er sem hefur tekið myndinni okkar fagn- andi og ég er mjög þakklát og hissa,“ segir Noomi og bætir við að viðtök- urnar fylli hana auðmýkt. „Ég kom til bara til Íslands til þess að fæða Maríu og stíga inn í heim Valdimars og Sjóns. Og ég lít bara á allt sem hefur komið í kjölfarið sem stóra gjöf til mín. Upplifunin ein og sér var nóg var nóg fyrir mig, þannig að ég er mjög þakklát og vil ekki einu sinni hugsa út í hversu stór þessi mynd gæti orðið. Allt er bara plús núna og mér finnst við vera í klikkaðri og fallegri vegferð saman.“ Íslenskur happafengur Valdimar hefur áður upplýst í við- tali við Fréttablaðið að hann hafi séð Noomi fyrir sér sem Maríu snemma í framleiðsluferlinu, en hafi vitaskuld haft áhyggjur af því að hún hefði hvorki tíma né áhuga á þessu litla verkefni á Íslandi. „Nei, ég er svo auðveld,“ segir Noomi og skellihlær áður en hún heldur áfram á alvarlegri nótum. „En það er fyndið og gerist stund- um, mjög sjaldan, að þú finnur hvernig allt í líkama þínum segir þér að eitthvað sé rétt. Ég tengdi svo sterkt við Maríu, sorg hennar, missi og þrár, þannig að hún yfirtók Nomi gersamlega heilt sumar,“ segir leikkonan, sem rann saman við per- sónuna þegar á hólminn var komið á Íslandi. „Við Valdimar gengum síðan saman með Maríu. Þetta var svo mikil samvinna og á hverjum degi fannst mér að við værum að upp- götva nýjan sannleika saman. Mig langar gjarnan að vinna aftur með Valdimar og við höfum verið að ræða dálítið saman um hvað við getum gert. Mér finnst hann vera fjölskyldan mín. Hann er bróðir minn. Hann er systir mín,“ segir Noomi og hlær. „Og ég og Sjón erum að vinna saman að verk- efni þannig að ég er mjög, mjög þakklát og finnst ég hafa kynnst tveimur mönnum sem ég mun halda áfram að starfa með.“ Dýrsleg tenging Noomi tók hlut- verkinu í Dýrinu ekki síst fagnandi þar sem römm er u þau stjúp- tengsl sem tengja ha na Ísla nd i. „Ég bara elska Ísland. Ísland er hjartað mitt. Mér fannst ég alltaf tengdari Íslandi en Svíþjóð, eins undarlega og það hljómar,“ segir Noomi sem bjó hérna þegar hún var fimm til átta ára. Eftir að fjölskyldan flutti aftur til Svíþjóðar eyddi hún öllum sumrum á Íslandi þangað til hún varð fjór- tán ára. „Mér finnst ég hafa fundið hjarta mitt og sál á Íslandi sem barn. Mig langar að koma oftar til Íslands og mig langar að byggja mér hús á Íslandi. Þannig að Dýrið var ekki aðeins bíómynd fyrir mér heldur ég að tengjast aftur hluta af sjálfri mér sem ég vil hafa meira í lífi mínu.“ Ólíkar persónur í einni konu Hilmir Snær Guðnason leikur eiginmann Maríu og Björn Hlynur Haraldsson kemur síðan einnig að málum sem mágur hennar, en Dýrið hverfist um afdrifaríkar afleiðingar þess að hjónin ákveða að ættleiða lamb, ef svo má að orði komast. „Þeir voru magnaðir. Við vorum eins og fjölskylda og ég hálf partinn gleymdi að við vorum að leika per- sónur,“ segir Noomi um íslensku mótleikarana. „Þetta var eitt af þessum himnesku verkefnum þar sem persóna og manneskja runnu saman í eitt. Mér fannst þetta svo auðvelt þannig að þetta varð aldr- ei þvingað. Þetta var eins og við værum að dansa saman. Þetta var svo flæðandi og mikil leikgleði.“ Noomi braust til heimsfrægðar í krafti persónu Lisbeth Salander sem hún gerði ógleymanleg skil í þríleiknum kenndum við Karla sem hata konur og aðspurð segir hún stúlkuna með dreka- tattúið enn dvelja með sér. „Málið er að allar persónur sem ég hef leikið lifa enn innra með mér. Vegna þess að þær eru allar mismunandi útgáfur af mér. Þannig að Lisbeth er klár- lega enn með mér vegna þess að hún var alltaf ég.“ ■ Noomi Rapace fæddi fallega skepnu á Íslandi Noomi Rapace fann það strax í hverri taug líkama síns að Dýrið væri mynd sem hún einfadlega yrði að leika í. MYND/SÆRÚN NORÉN Noomi tengdi svo sterk við Maríu að persóna og leikkona runnu saman og voru sem eitt á meðan á tökum Dýrsins stóð. MYND/AÐSEND Noomi sló hressilega í gegn sem Lis- beth Salander.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.