Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 2. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 93. tölublað . 109. árgangur . KOM Á ÓVART AÐ VERA VALINN Í LANDSLIÐIÐ HRAUNÁIN Á FULLRI FERÐ FYRSTA OG SÍÐASTA PLATA DODDA EKKI DREGUR ÚR FLÆÐI 4 ǼSKUDRAUMUR 28ELVAR ÁSGEIRSSON 26 Þörf er á fleiri golfvöllum á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum til að anna eftirspurn. Agnar Már Jóns- son, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, áætlar að nýjan 18 holu golfvöll þurfi á sjö ára fresti til að anna eftir- spurn. Agnar segir brýnt að golf- klúbbar og sveitarfélög hugi að frekari mannvirkjagerð og hefjast verði handa sem allra fyrst, annars stefni í óefni og nýliðun í íþróttinni verði þrautin þyngri. Hann áætlar að um þúsund manns séu nú á bið- listum eftir aðild að golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu árum hefur gróska verið í golfinu og iðkendum fjölgað hratt, en eftir að kórónufarald- urinn skall á fyrir rúmu ári hefur orðið sprenging í íþróttinni, að sögn Agnars. Skýringarnar segir hann m.a. öflugt unglingastarf, rúman tíma fólks í faraldrinum og að færri leiki golf í útlöndum þessa mánuðina. Hann segir að golf sé á margan hátt sniðið að sóttvörnum þar sem aðgangi að útiveru sé stýrt, aldrei séu fleiri en fjórir í hópi og auðvelt að halda nauðsyn- legri fjarlægð. »10 18 holu golfvöll þarf á sjö ára fresti - Biðlistar eftir aðild að golfklúbbum Morgunblaðið/Hari Sumar Leikið á golfvelli GKG, fugl- ar eru vinsælir meðal kylfinga. Vetur samkomutakmarkana, veirufregna og fjarfunda er liðinn og við tekur sumar sem landsmenn vona flestir að muni einkennast af frelsi og samveru. Þessar mæðgur tóku þó forskot á sæluna á dögunum, þegar enn var tæknilega vetur, og settust saman fyrir utan daga enda verið skaplegt þó enn verði vart við stöku él. Ekki er víst að sólin láti sjá sig í dag, spáð er þungbúnu veðri um land allt. hið sögufræga Mokka-kaffi í miðbænum, drukku kakó og gæddu sér á vöfflum. Á höf- uðborgarsvæðinu hefur veðrið undanfarna Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt sumar! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélagið Árborg fékk 8.895 umsóknir um 52 lóðir sem auglýstar voru í öðrum áfanga nýs hverfis, Björkurstykkis, á Selfossi. Um 120 íbúðir verða á þessum lóðum. Ásókn í lóðir á Selfossi er meiri en nokkru sinni og útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa. Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í Árborg, segir að einstakling- ar og fyrirtæki sæki um lóðirnar. Hann telur að einhver byggingarfyr- irtæki hafi sótt um allar lóðirnar á nokkrum kennitölum en tekur fram að það breyti ekki heildarmyndinni. Eftirspurnin sé mikil. „Sem betur fer höfum við byggt upp rafrænt ferli fyrir umsóknir og útdrátt,“ segir Gísli Halldór og bendir á að það auðveldi mjög úr- vinnsluna. Í byrjun maí verður varp- að hlutkesti um það hvaða umsækj- endur fái þessar eftirsóttu lóðir. Það er gert í excelskjali og hefur fulltrúi sýslumanns eftirlit með því. Spurður hvort eftirspurnin verði ekki til þess að framboð á lóðum verði aukið, segir Gísli Halldór að skipulagt hafi verið stórt hverfi í framhaldi af þeim hluta sem nú var auglýstur. Þar geti risið um þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Hins vegar stilli bærinn undirbúningi og gatna- gerð við eftirspurn, bæði hjá bænum og einkaaðilum sem séu að undirbúa íbúðahverfi með um 2.500 íbúðum á nokkrum stöðum á Selfossi. Flóðgáttir opnast „Það er eins og allar flóðgáttir hafi opnast. Við sjáum fram á að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári en um 10- 11% á ári á næstu árum,“ segir Gísli. Kennsla hefst í nýjum skóla í Björkurstykki í haust, í bráðabirgða- húsnæði, og bygging varanlegs hús- næðis hefst á næsta ári. Segir Gísli að nú þurfi að huga að staðsetningu og byggingu næsta skóla sem verði tilbúinn eftir fjögur ár. Nærri níu þúsund sóttu um 52 lóðir á Selfossi - Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa í Árborg á næstunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Selfoss Húsin þjóta upp á Selfossi og fólkið kemur í kjölfarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.