Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Frumvarp sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í nafni heilbrigðisráðherra, um breytingar á sóttvarnalögum, var enn til afgreiðslu í velferðarnefnd þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. Vegna þessa var þingfundi frestað til miðnættis en samkvæmt heimildum blaðsins var ekki víst hvort samstaða næðist innan nefnd- arinnar um breytingar á frumvarp- inu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hafði sagt að hún byggist við meirihlutastuðningi þingsins við frumvarp ríkisstjórnarinnar, enda hefði þingið verið samstiga í sótt- varnaaðgerðum til þessa. Stjórnarandstaðan hefur hins veg- ar gagnrýnt frumvarpið og talið það ekki veita næga lagastoð fyrir harðari aðgerðum. Til að mynda lagði þing- flokkur Flokks fólksins í gær fram breytingartillögur á frumvarpi ríkis- stjórnarinnar þess efnis að ferða- menn skyldu dvelja í sóttvarnahúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til landsins. Þá hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks sett fyrirvara við afgreiðslu frumvarpsins. Í umræðum um frumvarpið sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að fá rök væru fyr- ir hörðum sóttvarnaaðgerðum vegna þess hve vel gengur að bólusetja við veirunni hér á landi og að nýgengi smita á landamærunum væri lágt. Ríkisstjórnin leggur til að aðgerðir á landamærunum verði hertar hjá þeim löndum þar sem nýgengi smita er meira en 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa en þar sem nýgengið er meira en 750 smit á hverja 100 þúsund íbúa verður almenna reglan að ferðamenn fari í sóttvarnahús. Þó verður hægt að sækja um undanþágu frá reglunni. Afgreiðsla dróst á langinn - Sóttvarnalög rædd fram á nótt á þingi - Hertar aðgerðir Morgunblaðið/Eggert Sóttvarnalög Afgreiðsla frum- varpsins dróst á langinn í gærkvöld. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lögðu í gær hornstein að Húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík. Þetta var einn þeirra atburða sem efnt var til í gær, 21. apríl, síðasta vetr- ardag, í tilefni af því að liðin voru 50 ár frá því að Íslendingar endur- heimtu handrit sín frá Dönum. Hús íslenskunnar verður tilbúið á næsta ári. Þar verður aðstaða fyrir fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og Háskóla Ís- lands á sviði íslenskra fræða. Í önd- vegi verður sýning á handritunum góðu og svo aðstaða fyrir rann- sóknir og kennslu. Í ræðu sinni vék menntamála- ráðherra m.a. að eddukvæðunum sem væru uppspretta hugmynda og ímyndunar, eiginleika sem hefðu aldrei verið mikilvægari en nú. „Framtíðarhagkerfið mun ráðast að miklu leyti af þessum þáttum og það er stórkostlegt að menningar- arfur þjóðarinnar rími eins og vel og raun ber vitni við framtíðina,“ sagði Lilja. sbs@mbl.is »14 Þess var víða minnst í gær að hálf öld er liðin frá heimkomu handritanna Hornsteinn að Húsi ís- lenskunnar Morgunblaðið/Eggert Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Tveir úr stjórn Íslandspósts töldu brýnt að gjaldskrárlækkun sem gripið var til í janúar 2020 yrði dreg- in til baka og lögð fram að nýju fyrir stjórn, þar sem hún hefði verið and- stæð lögum um póstþjónustu. Meiri- hluti stjórnar bókaði þvert á móti að með gjaldskrárlækkuninni hefði ver- ið brugðist við lögbundinni kröfu um sömu gjaldskrá innan alþjónustu um allt land. Var bókun þessa efnis lögð fram á stjórnarfundi Póstsins sem haldinn var 18. desember 2020. Í fundar- gerðinni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að Eirík- ur H. Hauksson og Thomas Möller telji að gjaldskrárlækkun sem ráðist var í um áramótin 2019/2020 hafi verið niðurgreidd ríkisstarfsemi og aðför að starfsemi þeirra fyrirtækja á landsbyggðinni sem boðið hafa upp á sambærilega þjónustu árum sam- an í flutningum og verslun. Í bókun Eiríks og Thomasar segir meðal annars: „Það liggur fyrir að umtalsverð gjaldskrárlækkun á pakkasending- um innanlands sem tók gildi í byrjun janúar 2020 var ákveðin án umfjöll- unar í stjórn og án heimildar stjórn- ar Íslandspósts eins og kveðið er á um í samþykktum félagsins. Ofan- greind gjaldskrárlækkun frá janúar 2020 hefur leitt til mjög mikils tekju- taps hjá Íslandspósti á árinu 2020 og valdið röskun á samkeppnisstöðu einkarekinna fyrirtækja í innan- landsflutningum og smávöruverslun á landsbyggðinni.“ Ekki kvað við sama tón hjá meiri- hluta stjórnar, þar á meðal formanni, sem taldi að með gjaldskrárbreyt- ingunni hefði á lögmætan hátt verið brugðist við kröfu 2. mgr. 17. gr. póstlaga um að sama gjaldskrá gilti innan alþjónustu um allt land. Kom sú bókun frá Bjarna Jónssyni, for- manni stjórnar, Auði Björk Guð- mundsdóttur og Jónínu Björk Ósk- arsdóttur. Í janúar 2020 hóf Íslandspóstur að miða við eitt gjaldsvæði í stað fjög- urra í innlendum pakkasendingum upp að 10 kg, sem hafði í för með sér að verð lækkaði mikið. Birgir Jónsson var framkvæmda- stjóri Póstsins þegar breytingarnar voru gerðar og hefur stjórn félagsins gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki borið lækkunina undir stjórn. Í stjórnarfundargerð Íslandspósts frá nóvember 2019 kom fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefði fallist á að ríkissjóður bætti fyrirtækinu alþjónustubyrði vegna ársins 2020 að fjárhæð 490 milljónir króna. Var það tilkomið vegna ákvæðis í nýjum lögum um póstþjónustu sem kveður á um að sama verð skuli vera á alþjónustu um allt land en verð víða á landsbyggðinni var þá lækkað niður í verð sem gilti á höfuðborgar- svæðinu. Minnihlutinn á móti gjaldskrárlækkun - Tveir stjórnarmenn Íslandspósts lögðust gegn gjaldskrárlækkun á stjórnarfundi í desember - Sögðu að gjaldskrárlækkun væri niðurgreidd ríkisstarfsemi og andstæð lögum - Meirihluti ekki á sama máli Morgunblaðið/Hari Pósturinn Gjaldskrárlækkanir sem tóku gildi í janúar 2020 voru gagn- rýndar harðlega af tveimur stjórnarmönnum Póstsins á stjórnarfundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.