Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrír einstaklingar hafa áhuga á að byggja efri hluta Eystri-Rangár upp sem laxveiðiá og jafnframt þjónustu við veiðimenn. Hafa þeir óskað eftir viðræðum við Rangár- þing ytra sem á stóran hluta lands að ánni á þessum kafla og ýmsa aðra hagsmunaaðila. „Okkur líst vel á þetta, þeir eru með spennandi áform,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rang- árþings ytra, um viðbrögð sveitar- stjórnar. Er á byrjunarstigi Beiðni Lýðs Skúlasonar, Guð- mundar Inga Hjartarsonar og Finns Björns Harðarsonar, um viðræður við sveitarfélagið um langtímaleigu eða eftir atvikum kaup á landi sem liggur að efri hluta Eystri-Rangár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra fyrir skömmu. Sveitarfélagið á jarðirnar Árbæ og Foss sem eru vestan megin ár og hlut í jörðum sem eru austan megin. Lýður segir áformin á byrjunar- stigi og verkefnið ekki komið á það stig að hægt sé að segja nánar frá því. Eystri-Rangá er laxgeng upp að Tungufossi og eru veiðifélög um veiðihlunnindin þaðan og til sjávar. Grundvallast veiðin á sleppingum gönguseiða sem skila sér síðan að hluta aftur í ána úr hafbeit. Eystri- Rangá er langaflahæsta laxveiðiá landsins. Þar veiddust yfir níu þús- und laxar á síðasta ári. Jákvæð áhrif á alla veiði Þremenningarnir hafa áform um að gera Tungufoss laxgengan og hefja ræktun á laxastofni og sleppa gönguseiðum þar ofan við. Ágúst segir að sveitarfélagið myndi leigja þeim aðgang að ánni í ákveðinn tíma, á meðan starfsemin væri byggð upp, og einnig lóðir undir nauðsynlega uppbyggingu, svo sem veiðihótel. Tekur hann fram að mikil vinna sé eftir hjá einstaklingunum sem ætli að ráðast í þetta verk, til dæmis að fá leyfi til nauðsynlegra fram- kvæmda. Segir sveitarstjórinn að ræktun í efri hluta árinnar muni að sögn fróðra manna hafa jákvæð áhrif á veiði í allri ánni. Morgunblaðið/Einar Falur Enn einn laxinn Eystri-Rangá er langaflahæsta laxveiðiá landsins og þar var sett nýtt met á síðasta ári. Vilja rækta upp efri hluta Eystri-Rangár til laxveiða - Sveitarfélagið er jákvætt gagnvart áformum áhugafólks Engar umsóknir bárust frá útgerðum íslenskra skipa um leyfi til að veiða Austur-Atlantshafs-bláuggatúnfisk á þessu ári, en umsóknarfrestur rann út 15. apríl. Heimildir íslenskra skipa til veiða á túnfiski hafa aukist síðustu ár og er kvóti Íslendinga í ár 225 tonn, en til samanburðar var hann tæplega 44 tonn 2016, samkvæmt upplýsing- um frá sjávarútvegsráðuneytinu. Íslensk skip hafa ekki stundað beinar veiðar á túnfiski síðustu ár, en árin 2014-2016 sótti Jóhanna Gísla- dóttir GK, skip Vísis hf. í Grindavík, á túnfiskmið djúpt suður af landinu. 2014 veiddi skipið 122 fiska eða 22,2 tonn úr sjó, 2015 veiddust 155 fiskar eða 27 tonn og 2016 veiddust 17 fiskar eða 3,1 tonn. Nokkrir túnfiskar komu sem meðafli á makrílveiðum í fyrra og heldur fleiri árin 2015-2017. áij@mbl.is Ekki áhugi á túnfiskveiðum - Beinar veiðar síðast stundaðar 2016 Morgunblaðið/Golli Túnfiskur Landað úr japönsku skipi í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hraun var í gær á fleygiferð suður ónefndan dal austur af þar sem fyrstu gígarnir opnuðust í Geld- ingadölum. Það stefndi í átt að Nátt- haga en átti eftir langan spotta og töluverðan þröskuld fram á dal- brúnina. Dr. Þorvaldur Þórðarson, prófess- or í eldfjallafræði við HÍ, var við gosstöðvarnar síðdegis í gær. Hann sagði að hrauntotan sem rann í átt- ina að Meradölum hefði náð niður í gilskorninginn en stöðvast þar. „Það er heilmikil ferð á hraunánni úr gígunum sem mynduðust 13. apríl og inn í þennan ónefnda dal. Hallinn er til suðurs og landið stendur lægra þarna fyrir sunnan. Þegar hraun- flæðið beinist í suður hættir flæðið í átt að Meradölum. Það hraun hefur kólnað og er frekar orðið fyrirstaða og beinir hraunstraumnum í suður í augnablikinu,“ sagði Þorvaldur. Hann telur að það breytist ekki fyrr en dalverpið sunnan við fyllist. Hraunið mun líklega fylla dalverpið í áttina að Stóra-Hrúti. Kólnar mun hægar í rásinni „Það er ákveðin breyting núna. Skorpa er að myndast á hraunánni og hún smátt og smátt að lokast. Þá breytist hitabúskapurinn í flutnings- kerfinu. Nú kólnar hraunið um 100- 200 gráður á hvern kílómetra og myndar úfið hraunið eins og í þess- um nafnlausa dal. Renni hraunið í lokaðri rás kólnar það um minna en 0,1 gráðu á hvern kílómetra og getur farið mjög langt. Hraun í lokaðri rás flæðir betur og lengra. Lengstu hraun á jörðinni einkennast af svona vel einangruðum hraunrásum,“ sagði Þorvaldur. Hann minnti á að Þjórsárhraunið, lengsta hraun á Ís- landi, væri um 140 km langt. Þorvaldur sagði að hraunið þyrfti að hækka sig töluvert til að ná fram af brúninni niður í Nátthaga. Það var í gær 5-6 metra þykkt og þarf líklega að hækka sig um annað eins. Engu að síður var hraunið farið að klifra upp hallann og komið töluvert upp í hlíðina. Þorvaldi sýndist ekk- ert draga úr hraunflæðinu. Það var eins og flæðið úr næstsyðstu gíg- unum væri að aukast fremur en hitt. „Síðan við komum í dag hefur hraunflæðið úr þeim aukist töluvert og eins sprengivirknin. Hraunslett- urnar fara töluvert hærra upp í loft- ið en þær gerðu,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að hraun flæddi líka inn í Geldingadali. Þótt ytra byrði hraunsins þar hafi kólnað þá sé það allt glóandi hið innra og á hægri hreyfingu. Hraunáin virðist geta verið að breytast í lokaða rás - Lengstu hraun á jörðinni einkennast af lokuðum rásum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Hraunið er farið að teygja sig suður eftir nafnlausa dalnum. Dökka línan í hlíðinni til hægri er gönguleið A. Nýleg eldgos á Íslandi Eyjafjalla- jökull 2010 Fimmvörðuháls 2010 Fagradalsfjall 18. apríl 2021 Hekla 2000 Holuhraun 2014-2015 Ár Lengd eldgoss Flatarmál og rúmmál hrauns Hekla 2000 12 dagar 15 km2 0,095 km3 Fimmvörðuháls 2010 23 dagar 1,3 km2 0,02 km3 Eyjafjallajökull 2010 Um 20 dagar 0,5 km2 0,023 km3 Holuhraun 2014-2015 180 dagar 84 km2 1,5 km3 Fagradalsfjall 2021 30 dagar 0,9 km2 0,014 km3 Heimild: Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2 km GRINDAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.