Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
GLEÐILEGT SUMAR!
Bobs Plush
Verð: 6.995.-
Stærðir: 36 - 40
Flexpadrille 3.0
Verð: 9.995.-
Stærðir: 36 - 41/ 2 litir
On the Go Dreamy
Verð: 11.995.-
Stærðir: 36 - 41
Cleo Bewitch
Verð: 8.995.-
Stærðir: 36 - 41
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS
SKECHERS
withMemory
Foam
withMemory
Foam
with Goga
Mat
withMemory
Foam
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vonast er til að ný göngu- og reiðbrú,
sem Landsvirkjun er að gera í sam-
vinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp
og Rangárþing ytra, yfir farveg
Þjórsár skammt ofan við Þjófafoss,
verði tilbúin til notkunar seinni hluta
júnímánaðar. Við það tengjast saman
göngu- og reiðleiðir beggja vegna ár-
innar og betra aðgengi fæst að Búr-
fellsskógi. Brúin verður lokuð fyrir
umferð ökutækja en er hönnuð þann-
ig að björgunarsveitir eða aðrir við-
bragðsaðilar geta nýtt hana í neyð-
artilvikum.
Undirstöður brúarinnar voru
steyptar í haust og nú er búið að setja
upp stálbitana sem bera brúna. Er
verið að herða samsetningar á stálinu
og ganga frá því. Jafnframt er verið
að hefjast handa við að skrúfa saman
límtrésbitana sem bera uppi brúar-
gólf og handriðspósta. Það er gert í
einingum og verða þær settar upp á
stálbitana jafnóðum og þær verða til-
búnar. Ístak er aðalverktaki við fram-
kvæmdina.
Handrið sett saman
Björn Halldórsson, verkefnisstjóri
hjá Landsvirkjun, segir að smíði brú-
arinnar hafi gengið samkvæmt áætl-
un, eftir að framkvæmdir hófust í
haust. Veturinn hefur verið mildur en
framkvæmdir lágu niðri frá áramót-
um til páska, á meðan stálbitarnir
voru smíðaðir úti í Póllandi.
Vonast Björn til að hægt verði að
taka brúna í notkun seinni hluta júní-
mánaðar en tekur fram að það ráðist
þó af tíðarfari og vorflóðum. Ef
hleypa þarf vatni á farveginn sé ekki
hægt að vera með tæki undir brúnni á
meðan vatnið flæðir.
Þegar lokið verður við að setja
handriðið upp og klæða brúargólfið
með tvöfaldri timburklæðningu tekur
við lokafrágangur sem felur meðal
annars í sér frágang hestagerðis og
tenginga við göngu- og reiðleiðir
beggja vegna Þjórsár.
Íslenskt timbur notað
Leitast hefur verið við að nota sem
mest íslenskt timbur í brúna. Skóg-
rækt ríkisins útvegaði timbrið og
Límtré-Vírnet vann efnið, meðal ann-
ars þverbitana sem eru úr sitkagreni
úr Haukadalsskógi. Er það í fyrsta
skipti sem framleiddir eru CE-
vottaðir límtrésbitar úr íslensku
timbri. Brúargólfið verður einnig úr
íslensku greni. Þá verður gerð tilraun
til að nota innlendan við í hluta af
handlista á handriði brúarinnar en
megnið af þeim verður úr erlendum
harðviði.
Brúin er um 102 metrar að lengd.
Hún er liður í mótvægisaðgerðum
vegna framkvæmda Landsvirkjunar
við Búrfellsstöð 2 sem gangsett var á
árinu 2018. Tilgangur verkefnisins er
að bæta aðgengi að Búrfellsskógi en
hann hefur einangrast nokkuð eftir
framkvæmdirnar við stækkun Búr-
fellsvirkjunar. Aðgengi að skóginum
verður þá að austan, um þessa brú.
Þá mun brúin tengja saman kerfi
reiðleiða og göngustíga sem er
beggja vegna Þjórsár, í sveitarfélög-
unum Rangárþingi ytra og Skeiða- og
Gnúpverjahreppi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Brúargerð Göngu- og reiðbrúin á Þjórsá ofan við Þjófafoss er veglegt mannvirki, 102 metrar að lengd.
Göngu- og reiðbrú á
Þjórsá í gagnið í júní
- Þjórsá brúuð við Þjófafoss - Hægt að aka yfir í neyð
Stál Stálbitarnir eru komnir upp og
er unnið að samsetningu á handriði.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins og meðeigandi í LOB ehf.,
sem framleiddi forsteyptar einingar,
segist vona að dómur í máli fyrirtækis-
ins gegn eiganda
SA Verks geti
reynst fordæmis-
gefandi þegar tek-
ist er á um van-
efndir og
kennitöluflakk.
Fjallað var um
dóminn í Morgun-
blaðinu í gær. Í
stuttu máli var
Sigurður Andrés-
son, eigandi SA
Verks, dæmdur til að greiða eigendum
LOB ehf. á annað hundrað milljónir
vegna vanefnda vegna hótelbyggingar
á Hverfisgötu 103. Ágreiningur milli
aðila reis sumarið 2015 en verkkaupi,
SA Verk, seldi hótelbygginguna og
fjárfesti félag hans, H96 ehf., svo í lóð
handan við götuna (sjá rammagrein).
Viðskipti milli tengdra aðila
Nánar tiltekið í Laugavegi 77 og
tengdri lóð sem fékk númerið Hverfis-
gata 94-96. H96 ehf. framseldi lóðina til
SA Bygginga sem byggðu þar 38 íbúð-
ir en skv. dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur var félagið í eigu sama aðila og
SA Verk sem rann saman við H96 ehf.
Við þessi viðskipti stóð sameinað fé-
lag í eigu sama aðila, H96 ehf., eftir
eignalaust og var loks úrskurðað gjald-
þrota í ársbyrjun 2020. Var það nið-
urstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að
umrædd lóð hefði verið seld á undir-
verði. Hefði hún verið seld á sannvirði
hefði H96 ehf. getað gert upp skuldir
við kröfuhafa, þ.m.t. LOB ehf.
Þáttur bankans sé skoðaður
Hinn 27. júlí 2015 féllst sýslumað-
urinn í Reykjavík á beiðni LOB ehf.
um kyrrsetningu á réttindum SA
Verks yfir Hverfisgötu 103 og sömu-
leiðis í hlutabréfum SA Verks í einka-
hlutafélaginu H96 ehf.
Bergþór gagnrýnir þátt Lands-
bankans í að ónýta kyrrsett réttindi
LOB ehf. sem kröfuhafa. Þá sé um-
hugsunarefni hvað mál sem þessi taki
langan tíma í kerfinu.
„Það er áhyggjuefni og athyglisvert
ef banki spilar með skuldara til að
ónýta slík réttindi. Það hlýtur að koma
til skoðunar,“ segir Bergþór.
Fram kemur í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur að Sigurður Andrésson
mótmælti „öllu er varðar ætlað „sam-
særi“ á milli hans og Landsbankans“.
Bankinn hafi „leitast við að gæta
réttar síns með endurupptöku kyrr-
setningargerðarinnar og loks með fjár-
námi í hinum kyrrsettu fjármunum“.
Þessi andstæðu sjónarmið eru reifuð í
dómnum sem er 30 síður.
Dómurinn hafi
fordæmisgildi
- Þingmaður bendir á kennitöluflakk
- Gagnrýnir þátt Landsbankans
Bergþór
Ólason
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hverfigata 94-6 Landsbankareitur
var sagður seldur á undirverði.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli LOB ehf. gegn Sigurði Andréssyni
kemur fram að 2. október 2015 hafi H96 ehf. selt fasteignina Laugaveg 77,
ásamt byggingarrétti, til annars félags í eigu hins stefnda, SA Bygginga
ehf., fyrir 565 milljónir sem síðar hækkaði í 603,4 milljónir vegna stækk-
unar eignarinnar. Við samruna H96 ehf. við SA Verk hinn 1. nóvember 2015
hafi fjárhagsleg staða H96 ehf. versnað umtalsvert og skuldir virst aukast
meira en eignir. Þá hafi helsta eign H96 verið framseld til annars félags í
eigu stefnda, SA Bygginga.
„Með ráðstöfun nefndrar fasteignar var ljóst að H96 ehf., og um leið
kröfuhafar þess félags, eftir atvikum kröfuhafar sameinaðs félags SA Verks
og H96 ehf., myndu ekki njóta góðs af því ef hagnaður yrði síðar meir af
sölu hins svonefnda Landsbankareits, eða þeirrar eignar sem á honum yrði
byggð,“ sagði í dómnum.
Nðurstaða dómkvadds matsmanns var að verðmæti lóðarinnar hefði ver-
ið 746 milljónir en skv. dómnum var hún því seld á undirverði. Þá var það
mat dómsins að þessar ákvarðanir stefnda hafi rýrt verðmæti hlutafjár í
H96 ehf. og teflt í hættu hagsmunum kröfuhafa.
Hinn 13. maí 2016 seldu SA Byggingar íbúðir og atvinnuhúsnæði á um-
ræddri lóð fyrir rúma 2,5 milljarða króna til Hverfisstígs ehf.
Framseldi helstu eignina
VIÐSKIPTI MEÐ LANDSBANKAREITINN