Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
GLEÐILEGT
SUMAR
Lokað í dag sumardaginn fyrsta í verslun okkar
Opið í vefverslun okkarmisty.is
20%
afsláttur
afÖLLUM sundfatnaði
hjámisty.ismeð
kóðanum „SUMAR“
AÐEINS Í DAG
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur var lagt fram minnis-
blað Teiknistofunnar Stiku dagsett
13. janúar 2021 varðandi staðsetn-
ingu þyrlustarfsemi Landhelgis-
gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Fyrir liggur bréf frá dómsmála-
ráðuneytinu dags. 10. júlí 2018 þar
sem þess er farið á leit að skipu-
lagsyfirvöld í Reykjavík móti til-
lögur um staðsetningu þyrlusveitar
Landhelgisgæslunnar á flugvallar-
svæðinu til framtíðar.
Fram kemur í minnisblaði Stiku
að í dag sé flugskýli Landhelgis-
gæslunnar staðsett við Nauthóls-
veg 68. Flugskýlið hýsir flugvél og
þyrlur Gæslunnar, ásamt stoðrým-
um (skrifstofum o.fl.) í smærri við-
byggingum.
Ef gert er ráð fyrir því að flug-
völlurinn og aðstaða honum tengd
færist á annan stað megi gera ráð
fyrir því að flugskýli Landhelgis-
gæslunnar geri það líka. Þá myndi
Landhelgisgæslan flytja alla sína
starfsemi á þennan nýja stað.
„Í minnisblaði þessu er mögu-
leikinn á að halda lendingarpalli
fyrir Landhelgisgæsluna á flugvell-
inum skoðaður en ekki fjallað um
hugsanlega staðsetningu flugvall-
arins sjálfs,“ segir Stika.
Syðst á norður-suðurbraut
Fram kemur í minnisblaði Stiku
að starfsmenn hennar hafi átt fundi
með fulltrúum frá Landhelgisgæsl-
unni, Samgöngustofu og Isavia.
Það varð niðurstaða Stiku að
heppilegt væri að staðsetja þyrlu-
pall sunnarlega á norður-suður-
flugbrautinni, við Skerjafjörðinn,
og minnka þannig hættuna við lág-
flug yfir byggð. Þessi staður er
skammt frá flugskýli Landhelgis-
gæslunnar. Einnig væri hægt með
þessari staðsetningu að tryggja
góða tengingu við forgangsakrein
almenningssamgangna, sem er
mikilvægt sjúkraflutningum. Há-
vaðamengun við íbúðabyggð yrði í
minnsta lagi þar sem staðsetningin
er í um 170 metra fjarlægð frá ystu
mörkum fyrirhugaðrar byggðar í
Skerjafirði.
Stika tekur fram að þessi kostur
sé háður áframhaldandi þróun gps-
aðflugstækninnar. Svokallað gps-
aðflug er í hraðri þróun, en þá eru
notaðir gps-punktar í slæmu
skyggni til staðsetningar, svo hægt
sé að komast nógu lágt niður til að
lenda. Þá þurfi ekki að nota hefð-
bundinn og plássfrekan aðflugs-
búnað, sem nú er notaður á Reykja-
víkurflugvelli.
„Til að komast undir skýin (cloud
break procedure) er ekki heppilegt
að vera í mikilli byggð, það þarf að
fljúga lágt og „skríða“ á áfanga-
stað,“ segir í minnisblaðinu. Best
væri að notast við staðsetningu sem
er næst sjónum því þá þurfi ekki að
fljúga lágt yfir byggð.
Á nýjum Landspítala er gert ráð
fyrir þyrlupalli en einungis verði
lent á honum í um 20% tilfella til
þess að lágmarka hávaðamengun. Í
80% tilfella er gert ráð fyrir að
lenda á Reykjavíkurflugvelli og að
sjúklingar verði fluttir þaðan með
sjúkrabíl á spítala.
Skipulagsfulltrúi vísaði málinu
áfram til meðferðar deildarstjóra
aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg.
Skoða heppilegan
stað fyrir þyrlurnar
- Skoði staðsetningu þyrlusveitar Gæslunnar til framtíðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norður-suðurbrautin Heppileg staðsetning þyrlupalls er sunnarlega á
brautinni, neðst til hægri á þessari mynd. Skýli Gæslunnar er skammt frá.
Íslandsmótið í skák 2021 hefst í dag.
Mótið fer fram í Kársnesinu í Kópa-
vogi (húsnæði Siglingafélagsins Ým-
is) og stendur yfir dagana 22.-30.
apríl. Teflt hefur verið um titilinn
Skákmeistari Íslands síðan 1913.
Um er að ræða eitt allra sterkasta
Íslandsmót sögunnar en sex stór-
meistarar taka þátt í landsliðsflokki,
að því er fram kemur í frétt frá
Skáksambandi Íslands. Mótshaldið
er samvinnuverkefni Skáksam-
bandsins og Skákdeildar Breiða-
bliks.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, setur mótið og leikur
fyrsta leik þess. Teflt er daglega og
hefst taflmennskan ávallt kl. 15.
Meðal keppenda eru Hjörvar
Steinn Grétarsson sem nýlega vann
sigur í Íslandsbikarnum og ávann
sér keppnisrétt í Heimsbikarmótinu
í skák, Guðmundur Kjartansson,
sem fyrir skemmstu varð fimmtándi
stórmeistari Íslendinga, Hannes
Hlífar Stefánsson, þrettánfaldur Ís-
landsmeistari í skák, og Jóhann
Hjartarson, einnig margfaldur Ís-
landsmeistari. Helgi Áss Grétars-
son, Íslandsmeistarinn frá 2018, og
Bragi Þorfinnsson fylla svo flokk
stórmeistaranna.
Aðrir þátttakendur eru Björn
Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari,
Sigurbjörn Björnsson FIDE-
meistari, Vignir Vatnar Stefánsson
FIDE-meistari og Alexander Oliver
Mai. Núverandi Íslandsmeistari er
Guðmundur Kjartansson.
Vegna sóttvarnareglna geta
áhorfendur ekki mætt á skákstað.
Skáksambandið býður upp á beinar
útsendingar. Upplýsingar um þær
má finna á skak.is. sisi@mbl.is
Sex stórmeistarar
tefla um titilinn
- Íslandsmótið í
skák hefst í dag
- 10 þátttakendur
Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Meistarinn 2020 Guðmundur
Kjartansson hefur titil að verja.
Héraðsdómur hefur fallist á fram-
lengingu á greiðsluskjóli eignar-
halds- og rekstrarfélaga Hótel
Sögu, það er að segja Bændahall-
arinnar ehf. og Hótel Sögu ehf.
Fulltrúar fyrirtækjanna og Bænda-
samtaka Íslands eru í viðræðum við
ríkið og Háskóla Íslands um kaup á
húsinu fyrir starfsemi háskólans.
Greiðsluskjólið er til 7. júlí næst-
komandi. Þá verður liðið eitt ár frá
því það fyrst fékkst og ekki eru
möguleikar á frekari framlengingu,
samkvæmt þeim lögum sem nú
gilda um þetta úrræði.
Sigurður Kári Kristjánsson, lög-
maður og umsjónarmaður með
fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækjanna, segir að viðræður
við ríkið og Háskóla Íslands gangi
ágætlega og kveðst hann vongóður
um að þær skili árangri.
Spurður um aðra möguleika seg-
ir hann að fjárfestar í ferðaþjón-
ustu og heilbrigðisþjónustu hafi
eignina einnig til athugunar. Kór-
ónuveirufaraldurinn og takmarkað-
ir möguleikar fólks á að ferðast
hefur dregið úr áhuga á stærri fjár-
festingum í ferðaþjónustu. Segir
Sigurður Kári að óvissan eigi stór-
an þátt í því að ekki hafi tekist að
ljúka viðræðum um sölu eignarinn-
ar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Saga Lokatilraun er nú gerð til að endurskipuleggja fjárhag Hótel
Sögu. Hótelinu var lokað í október vegna rekstrarerfiðleika í faraldrinum.
Greiðsluskjól Hótel
Sögu framlengt
- Viðræður við ríki og Háskóla Íslands
Vegtengingarnar að nýju Odda-
brúnni yfir Þverá á Rangárvöllum
verða malbikaðar í sumar. Brúin
sem hefur verið í notkun í ár verður
vígð við formlega athöfn 3. júlí, í
tengslum við Oddahátíð.
Rangárþing ytra annaðist brúar-
gerðina og tilheyrandi vegagerð
með stuðningi Vegagerðarinnar.
Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að
afhenda Vegagerðinni mannvirkið í
samræmi við upphaflegan samning.
Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
segir að eftir sé að malbika vegina
að brúnni. Það muni Vegagerðin
gera í sumar.
Bakkabæirnir svokölluðu hafa
verið úr tengslum við sveitarfélagið
að nokkru leyti en brúin tengir þá á
ný við sitt gamla höfuðból, Odda á
Rangárvöllum.
helgi@mbl.is
Malbikað að Oddabrú á Þverá í sumar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Oddabrú Ekið hefur verið yfir nýju brúna í
rúmt ár. Ný tenging innan sveitar varð til.