Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Merrick Garland, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær
að ráðuneytið hefði hafið formlega
rannsókn á lögreglunni í Minneapol-
is, daginn eftir að Derek Chauvin,
fyrrverandi lögregluþjónn í borg-
inni, var fundinn sekur um að hafa
myrt blökkumanninn George Floyd
síðasta vor.
Sagði Garland tilgang rannsókn-
arinnar að kanna hvort lögreglulið
borgarinnar sinnti störfum sínum í
trássi við stjórnarskrá og ríkjandi
lög. Þá yrði sérstaklega kannað
hvort lögreglumenn borgarinnar
beittu kerfisbundið of miklu valdi við
skyldustörf sín, þar á meðal þegar
kæmi að því að vakta lögleg mót-
mæli.
„Dómsmálaráðuneytið mun ekki
skirrast við að framfylgja jafnrétti
fólks gagnvart lögunum,“ sagði Gar-
land, en niðurstöður rannsóknarinn-
ar kunna að leiða af sér skaðabóta-
mál sem myndi neyða
Minneapolis-borg til að endurskipu-
leggja lögreglu sína.
Sekur um öll ákæruatriði
Kviðdómur í máli Chauvins tók
sér um ellefu klukkustundir til að
vega og meta sönnunargögn og vitn-
isburði í málinu gegn honum, en þar
á meðal var myndbandsupptaka sem
sýndi hann krjúpa með hné sitt á
hálsi Floyd í um níu og hálfa mínútu,
á sama tíma og Floyd kvartaði undan
andnauð.
Var Chauvin fundinn sekur um
morð af annarri og þriðju gráðu auk
þess að hafa verið valdur að mann-
drápi, en venja er í manndrápsmál-
um að ákæra fyrir nokkrar mögu-
legar niðurstöður, en Chauvin
verður einungis gerð refsing fyrir al-
varlegustu ákæruna. Bíður hans allt
að 40 ára fangelsi fyrir brot sitt, en
líklegt þykir að hann muni áfrýja
dómnum.
Þegar ljóst var að kviðdómurinn
hefði sakfellt Chauvin samhljóða fyr-
ir öll ákæruatriði, braust út mikill
fögnuður í flestum stórborgum
Bandaríkjanna, en málið vakti upp
mikla mótmælaöldu í fyrra vegna
fjölda tilfella ofbeldis lögreglumanna
gegn fólki sem tilheyrir minnihluta-
hópum. Talið var að sýknudómur yf-
ir Chauvin hefði getað vakið upp
nýja reiðiöldu, og höfðu sumar borg-
ir búið sig undir óeirðir í því tilfelli.
Segja dóminn marka tímamót
Joe Biden Bandaríkjaforseti
ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi eftir að
niðurstaðan lá fyrir. Sagði hann
kerfisbundna kynþáttahyggju vera
„blett á þjóðarsál okkar“ og kallaði
Biden eftir lagasetningu sem myndi
taka á þeim mun sem ólíkir kynþætt-
ir byggju við þegar kæmi að lög-
gæslu og réttarfari Bandaríkjanna.
Kamala Harris varaforseti lýsti því
yfir að hún og Biden myndu hvetja
öldungadeild Bandaríkjaþings til
þess að samþykkja frumvarp þar
sem ábyrgð lögreglumanna á eigin
gjörðum yrði aukin. Sagði Harris að
óréttlæti í kynþáttamálum varðaði
ekki bara svarta Bandaríkjamenn
eða aðra minnihlutahópa, heldur
væri það vandamál fyrir alla Banda-
ríkjamenn.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, fagnaði einnig niðurstöðu
kviðdómsins, sem og Lewis Hamil-
ton, ökuþór í formúlu 1-kappakstri.
Þá sagði Michelle Bachelet, mann-
réttindafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna, dóminn marka tímamót. „Eins
og kviðdómurinn sá, voru sönnunar-
gögnin í þessu máli kristaltær. Hver
önnur niðurstaða hefði verið dóms-
morð,“ sagði Bachelet.
Sagði hún að enn væri langt í land
í réttindabaráttu blökkumanna í
Bandaríkjunum og víðar, og að grípa
þyrfti til aðgerða til þess að koma í
veg fyrir frekari manndráp lögreglu
af litlu sem engu tilefni.
Skutu stúlku til bana
Um líkt leyti og greint var frá nið-
urstöðu kviðdómsins bárust þær
fregnir frá Columbus-borg í Ohio, að
sextán ára stúlka hefði verið skotin
til bana af lögreglumanni, en sagt
var að hún hefði skömmu áður ógnað
annarri stúlku með hníf.
Ben Crump, lögmaður fjölskyldu
George Floyd, fordæmdi manndráp-
ið á Twitter-síðu sinni og sagði að á
sömu stund og fólk hefði varpað önd-
inni léttar vegna dómsins hefði enn
eitt barn týnt lífi.
AFP
Dómi fagnað Mótmælendur í Atlanta-borg lyftu hnefa til að sýna samstöðu með George Floyd þegar dómur lá fyrir.
Rannsaka lögregluna
- Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd í öllum ákæruatriðum
- Dóminum fagnað í helstu borgum Bandaríkjanna - Reiði í Columbus-borg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti var-
aði í stefnuræðu sinni í gær önnur ríki
við því að fara yfir „rautt strik“ Rúss-
lands í varnar- og öryggismálum.
„Þeir sem ógna grundvallarhagsmun-
um öryggis okkar munu sjá eftir
gjörðum sínum meira en þeir hafa séð
eftir öðru um langan aldur,“ sagði
Pútín í ávarpi sínu, sem flutt var í
áheyrn þingmanna og helstu embætt-
ismanna í ríkisstjórn hans.
Pútín sagði það nú vera nýja þjóð-
aríþrótt í sumum ríkjum að kenna
Rússum um allt sem aflaga færi.
Sagði hann að Rússland vildi góð
samskipti við öll ríki, en að Rússar
myndu bregðast bæði skjótt og hart
við ef einhver reyndi að gera á hlut
þeirra.
Fordæmdi meint „valdarán“
Þá lýsti Pútín yfir stuðningi sínum
við Alexander Lúkasjenkó, forseta
Hvíta-Rússlands, sem haldið hefur
því fram að Bandaríkjastjórn hafi
reynt að myrða sig. Fordæmdi Pútín
hina meintu „valdaránstilraun“ í ná-
grannaríki sínu og sakaði vesturveld-
in um að láta eins og ekkert hefði
gerst í Hvíta-Rússlandi.
Pútín mun funda með Lúkasjenkó í
dag í Moskvu, en hann hefur glímt við
mótmæli og óánægju í heimalandi
sínu eftir að hvítrússneska stjórnar-
andstaðan sakaði hann um kosninga-
svik á síðasta ári.
Andstæðingar Pútíns heima fyrir
boðuðu til mótmæla meðan stefnu-
ræða hans færi fram, og voru tæplega
200 manns handteknir vítt og breitt
um Rússland. Voru mótmælin meðal
annars að undirlagi stuðningsmanna
Alexeis Navalnís, en þeir segja hann
nú í bráðri lífshættu á fangelsis-
sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur.
Pútín vék í engu að máli Navalnís í
ræðu sinni, en það hefur orðið að bit-
beini milli Rússa og vesturveldanna.
Varar við „rauðu
striki“ Rússlands
- Pútín beindi ávarpi sínu til vesturs
AFP
Stefnuræða Pútín aðvaraði vestur-
veldin í stefnuræðu sinni í gær.
Tilkynnt var um 2.023 dauðsföll á
Indlandi á undangengnum sólar-
hring í gær vegna kórónuveiru-
faraldursins, og hafa þau ekki verið
fleiri í landinu til þessa. Sendu
sjúkrahús í höfuðborginni Nýju-
Delí frá sér viðvörun um að þau
glímdu nú við súrefnisskort vegna
faraldursins.
Um þrjár og hálf milljón nýrra
tilfella hafa verið greind á Indlandi
í aprílmánuði, og er faraldurs-
bylgjan nú rakin til nýs indversks
afbrigðis sem þykir illvígara en þau
fyrri. Hong Kong og Ástralía hafa
bannað allt farþegaflug til og frá
Indlandi og landið var sett á „rauð-
an lista“ stjórnvalda í Bretlandi í
síðustu viku.
Hvatti Narendra Modi forsætis-
ráðherra samlanda sína í fyrrinótt
til þess að herða sig í sóttvörnum, í
þeirri von að takast mætti aftur að
koma böndum á faraldurinn.
INDLAND
AFP
Indland Starfsmenn súrefnisverk-
smiðju sjást hér fylla á kúta.
Met í dauðsföllum
vegna súrefnisskorts
Stjórnvöld í Ástralíu tilkynntu í gær
að þau hygðust slíta samkomulagi
Viktoríu-fylkis við Kínverja um þátt-
töku í svonefndu „Belti og braut“-
verkefni. Marise Payne utanríkis-
ráðherra sagði þátttöku fylkisins í
verkefninu ekki vera í samræmi við
utanríkisstefnu landsins, en ríkin tvö
hafa elt grátt silfur undanfarna
mánuði.
Aðgerð stjórnvalda byggist á lög-
um sem samþykkt voru á síðasta ári,
sem heimila ríkisstjórninni að slíta
öllu samkomulagi sem fylkin gera
við önnur ríki sem talið er geta ógn-
að þjóðaröryggi.
Kínverska sendiráðið brást illa við
tíðindunum og sagði aðgerð Payne
bæði ósanngjarna og ögrandi.
ÁSTRALÍA
Hætta við „Belti og
braut“-verkefnið