Morgunblaðið - 22.04.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
✝
Magnús Ragn-
arsson fæddist
í Hafnarfirði 2.
ágúst 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 29.
mars 2021.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Ragnar Magnússon
og Guðný Ingi-
björg Jósepsdóttir,
bæði látin. Systur
Magnúsar eru Margrét, El-
ínborg og Hjördís.
Magnús kvæntist Ingibjörgu
Grétarsdóttir. Börn þeirrar eru
Grétar Þór, Svava Rún og Sig-
urpáll.
Dætur Erlu frá fyrra hjóna-
bandi eru: a) Margrét Erludótt-
ir Einarsdóttir, f. 7. mars 1973.
Sonur hennar er Aron Freyr
Tómasson. b) Gyða Erludóttir
Einarsdóttir, f. 16. september
1974. Eiginmaður hennar er
Einar Tryggvason.
Dætur þeirra eru Maren Erla
og Maídís Eva. Dóttir Marenar
Erlu er Máney Erla.
Magnús ólst upp í Hafn-
arfirði og gekk þar í skóla. Að
loknu skyldunámi fór hann út á
vinnumarkaðinn. Hann tók síð-
ar meirapróf og vann marg-
vísleg vélavinnu- og verka-
mannastörf í um hálfa öld.
Útförin hefur farið fram, í
kyrrþey að ósk hins látna.
Erlu Ásgeirs-
dóttur, f. 2. apríl
1954, hinn 5. jan-
úar 1978. For-
eldrar hennar eru
Gyða Ásbjarn-
ardóttir og Ásgeir
Pétursson (látinn).
Sonur Magnúsar
og Erlu er Ásgeir
Ragnar, f. 12. des-
ember 1978. Sonur
Magnúsar og Sig-
nýjar Eggertsdóttur (látin) er
Sigurður Ragnar, f. 18. febrúar
1969. Kona hans er Magnea
Á kyrrlátu vorkvöldi þegar sól-
in var í óðaönn að mála himininn
rauðan lagði Maggi af stað í sína
hinstu för. Kyrrðin var táknræn
fyrir þennan hægláta mann sem
kvaddi sáttur. Honum fannst
hann hafa lifað góðu lífi en kraft-
arnir voru á þrotum og hann tilbú-
inn að fara.
Ég kynntist Magga fyrir 45 ár-
um þegar hann var að eltast við
Erlu systur. Hún var þá fráskilin
með tvær ungar dætur og var
ekki viss hvort hún vildi annað
samband. En Maggi hafði hitt
draumadísina og henni ætlaði
hann ekki að sleppa. Honum tókst
ætlunarverk sitt og Erla var alltaf
stóra ástin í lífi hans. Þegar þau
kynntust hafði Maggi safnað sér
fyrir ferð til Asíu, en stuttu síðar
lentum við Erla í bílslysi á bíl hans
og varð altjón á bílnum og ekkert
fékk Maggi úr tryggingum. Hann
tók því af æðruleysi að Asíuferðin
væri fyrir bí og var þakklátur fyr-
ir að Erla hans hefði ekki slasast
alvarlega.
Maggi var alúðlegur í viðmóti
og hafði góða nærværu, hann var
brosmildur með blik í augum.
Ekki var hann margorður maður,
en hafði sterkar skoðanir á ýms-
um málum, það var alltaf gaman
að hitta hann. Vinnan var honum
afar mikils virði og hann hlífði sér
hvergi og var eftirsóttur starfs-
kraftur. Hann tilheyrði þeirri
kynslóð sem metur vinnusemi og
dugnað framar öðru. Varla missti
hann dag úr vinnu og honum
fannst fátt geta afsakað fjarveru
frá vinnu. Þrátt fyrir að vinna erf-
iðisvinnu í hálfa öld var Maggi
alltaf unglegur, það var eins og
hann eltist ekki, ljósa hárið
dökknaði bara með árunum og
gráu hárin létu ekki sjá sig.
Fyrir um 10 árum slasaðist
Maggi alvarlega þegar hann féll
niður nokkra metra á vinnustað
sínum. Það var mikið áfall fyrir
hann og fjölskyldu hans og árin á
eftir fór heilsu hans hrakandi.
Fyrir rúmum fjórum árum
greindist hann með krabbamein,
og í sömu viku greindist Erla með
krabbamein í annað sinn. Síðustu
árin voru mikil þrautaganga fyrir
Magga, Erlu og börn þeirra.
Maggi þurfti mun meiri aðstoð en
Erla gat veitt vegna eigin veik-
inda og því miður var ekki nægi-
legan samfélagslegan stuðning að
fá. Þessi tími var fjölskyldunni af-
ar erfiður.
Ég minnist Magga með hlýju í
hjarta og þakka honum samfylgd-
ina í gegnum árin. Erlu, börnum
þeirra og barnabörnum votta ég
mína dýpstu samúð.
Petrína Ásgeirsdóttir.
Magnús
Ragnarsson
Einar frændi,
móðurbróðir minn,
er látinn. Einar
frændi fæddist á
Siglunesi við Siglu-
fjörð og var yngstur fimm systk-
ina en þau voru Ásgeir, f. 1917,
Guðný, f. 1919, Anna, f. 1921,
Jón, f. 1922, og að lokum Einar,
f. 1932, sem hefur nú lokið
langri ævi síðastur af þeim
systkinunum. Einar var ekki
eingöngu sá síðasti til að kveðja
þetta jarðneska líf því hann tald-
ist til þeirra sárafáu sem geta
með réttu titlað sig sem hrein-
ræktaðir Nesmenn þar sem Ein-
ar vildi aldrei láta kenna sig við
Siglufjörð enda borinn og barn-
fæddur á Siglunesi, því forn-
fræga bóli sem nú er komið í
eyði fyrir margt löngu. Einar
hafði mikið dálæti á að segja
sögur frá sínu heittelskaða
Siglunesi og þá sérstaklega var
honum minnisstætt þegar bresk-
ir hermenn gerðu sig heima-
komna á Siglunesi í seinna stríði
og gaukuðu að honum nammi og
öðru góðgæti sem var sjaldséður
Einar Sigurður
Björnsson
✝
Einar Sigurður
Björnsson
fæddist 29. sept-
ember 1932. Hann
lést 9. apríl 2021.
Útför hans fór fram
21. apríl 2021.
munaður á Siglu-
nesi á þeim tíma.
Einar var einkar
laghentur og vand-
virkur enda húsa-
smíðameistari að
mennt og starfaði
sem slíkur fram að
eftirlaunaaldri. Ein-
ari var ekki ein-
göngu tamt að
smíða allt sem
nöfnum tjáir að
nefna, heldur var Einar frændi
minn listfengur mjög á allt
handverk og þau eru ófá lista-
verkin sem hann hefur ýmist
málað eða smíðað með einhverj-
um hætti sem prýða heimili
hans og Jóhönnu sem og ann-
arra ástvina. Einar var iðulega
nefndur í sömu andrá og eig-
inkona hans Jóhanna og stóð
hjónaband þeirra í hartnær 64
ár. Einar og Jóhanna voru ein-
staklega samhent hjón og báru
öllu heimilin sem þau héldu í
gegnum tíðna þess glögglega
vitni og allir sem til þeirra hjóna
þekktu voru ávallt aufúsugestir
á heimili þeirra. Undir það síð-
asta var Einar kominn á hjúkr-
unarheimili í Boðaþingi og undi
hag sínum vel þar. Minningar
mínar um Einar eru allar á þann
veg að ég minnist glaðværs, hlýs
og harðduglegs manns sem
ávallt var stutt í brosið hjá og
átti það til að stríða manni ef
svo bar undir en aldrei með
neinni meinsemd. Ég gæti ef-
laust þulið ótal fleiri minningar
um Einar frænda minn, glaðar
minningar sem aldrei mun fenna
yfir.
Ég vil senda mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til þín,
elsku Jóhanna mín, þinn missir
er búinn að vera mikill og sár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Í Jesú nafni amen.
Sigrún G. Ólafsdóttir.
„Komdu nú sæll og blessað-
ur“ voru þín fyrstu orð til mín er
við hittumst fyrst. Nú þegar við
kveðjum ástsælan vin og mikinn
félaga langar mig að minnast
allra ógleymanlegu samveru-
stundanna, allra ferðalaganna
sem við fórum í bæði utanlands
og innan. Síðan ég kom inn í líf
þitt fyrir rúmum fjörutíu árum
og varð seinna tengdasonur þinn
hefur væntumþykja okkar og
nána samband æ verið til staðar.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Margs er að minnast; allar
sögurnar frá Siglunesi. Sögurn-
ar frá því þú vannst hjá Síld-
arverksmiðjunum og ferðalögin
um land allt til að lagfæra og
byggja nýtt.
Góða skapið og hjálpsemin
gleymist aldrei, alltaf var stutt í
hláturinn og hvað þú varst góð-
ur við okkur Sigrúnu og börnin
okkar. Það var mikið áfall að
þú skyldir lifa bæði börnin þín;
Ragnar, sem fór alltof fljótt,
1986, og Sigrúnu mína, sem
kvaddi í september 2020.
Trésmiður varst þú mjög
vandvirkur og duglegur og
minnist ég þess er við vorum að
byggja okkur sumarhús í landi
Trésmiðafélagsins að félagar
þínir mættu til að dásama hvað
allt var vel og traustlega gert.
Það var alltaf jafn gaman að
fá ykkur í heimsókn er við
bjuggum í Ólafsfirði og gátum
ferðast þar um.
Þegar við fluttum til Reykja-
víkur varð enn meiri samvera.
Einar og Jóhanna voru ákaf-
lega samrýnd og góð hjón, ást-
in geislaði úr andlitum þeirra
alla daga, væntumþykjan var
auðséð.
Ást þín á barnabörnunum
skein í gegn og þau elskuðu afa
sinn mjög mikið.
Ljúfi Jesús, láttu mig
lífs míns alla daga
lifa þér og lofa þig
ljúft í kærleiks aga.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson)
Eftir erfið veikindi lést Ein-
ar föstudaginn 9. apríl síðastlið-
inn. Síðustu orð hans til mín
voru: „Vertu nú sæll og bless-
aður.“
Guð gefi Jóhönnu styrk.
Minning um besta tengdaföð-
urinn mun ætíð lifa.
Kristinn Jónsson.
Kynni mín af
Daníel voru ofboðs-
lega hlý og kær-
komin. Við vorum
báðir 11 ára gamlir
þegar ég flutti til Íslands. Ég
kunni enga íslensku og litla
ensku en Daníel var alltaf svo
vinalegur í minn garð og tók
mig inn þegar ég átti enga vini.
Í gegnum árin höfum við gengið
í gegnum margt saman, bæði
góða tíma og slæma. Daníel var
alltaf til staðar fyrir þá sem
stóðu honum nærri. Ef einhver
Daníel Eiríksson
✝
Daníel Eiríks-
son fæddist 19.
október árið 1990.
Hann lést 3. apríl
2021.
Útför Daníels fór
fram 20. apríl 2021.
var í vandræðum
eða leið illa var
Danni mættur til
að hjálpa eins og
hann gat. Hann
vildi alltaf vera rík-
ur kall en í mínum
augum var hann
alltaf ríkur; ríkur
af vináttu og kær-
leik. Vinátta Daní-
els var einstök og
ógleymanleg. Ég
þakka þér Daníel fyrir allan
þann tíma sem þú gafst mér.
Þín verður sárt saknað elsku
vinur. Hvíldu í friði.
Vilius Petrikas.
Ég kynntist Daníel þegar ég
flutti í Mosfellsbæ árið 2003, við
vorum þá saman í bekk í grunn-
skóla og urðum um leið bestu
vinir. Ég á óteljandi góðar
minningar um Daníel, alveg frá
því að við vorum litlir strákar
að spila tölvuleiki, horfa á bíó-
myndir og leika okkur úti sam-
an þar til núna þegar hann fór
frá okkur.
Daníel átti mörg áhugamál,
þar var vaxtarræktin alltaf á
toppnum, það var alltaf gaman
að fara með honum í ræktina
því hann kunni svo mikið af alls
konar æfingum. Daníel var líka
mikill matarkarl; yfirleitt þegar
ég kom heim til hans, þótt það
væri um miðjan dag, var hann
að elda sér nautasteik.
Síðustu daga er ég búinn að
vera að skoða myndir og hugsa
um tímann okkar saman og mér
finnst bestu minningarnar vera
þær þegar við vorum ungir
strákar að gera dyraat og leika
okkur úti, áður en við eltumst
og þurftum að takast á við al-
vöru lífsins. Við Daníel gengum
í gegnum margt saman og oftar
en ekki skemmtum við okkur
konunglega. Það sem stendur
helst upp úr í vináttu okkar
Daníels er hvað hann var
traustur vinur sem stóð alltaf
við bakið á manni, sama hvað
var. Það eru forréttindi að hafa
átt svona góðan vin eins og
Daníel var, mann sem var tek-
inn frá okkur allt of snemma.
Andri Már Ingason.
Daníel var besti vinur minn
frá því í æsku, hann var einn
góðhjartaðasti maður sem ég
hef kynnst, hann var traustur
og hafði góða nærveru. Hann
lagði sig alltaf allan fram í að
hjálpa öðrum og vera til staðar.
Ég er þakklátur fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum sam-
an. Hvíldu í friði elsku vinur
minn.
Þinn vinur,
Bjarki Þór.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR STEINGRÍMSSON
rafvirkjameistari,
lést á Droplaugarstöðum 9. apríl.
Útförin hefur þegar farið fram.
Innilegar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir góða
umönnun.
Þórdís G. Jóhannesdóttir
Ingibjörg Bryndís Hilmarsd. Gylfi Jón Gylfason
Heiða Margrét Hilmarsdóttir Ásgeir Helgi Erlingsson
Guðbjörg Hilmarsdóttir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkæra og elskulega sambýliskona, systir
okkar, mágkona og frænka,
INGIBJÖRG ÞÓREY
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu
þriðjudaginn 30. mars.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu
og hlýhug.
Guðmundur Bjarni Jóhannsson
Árni Sveinbjörnsson Marianne Sveinbjörnsson
Sveindís M. Sveinbjörnsd. Óskar Sigurbjörnsson
Sigrún I. Petersen Ingolf J. Petersen
Díana S. Sveinbjörnsdóttir
Kolbrún L. Sveinbjörnsdóttir Stefán Halldórsson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR M.B. CARLSSON,
Hlíðarhúsum 7,
áður til heimilis í Espigerði 4,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 4. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ragnar Guðmundsson Sigríður Þóroddsdóttir
Sigurður Guðmundsson Ester Kristjánsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir Björgvin G. Ingibergsson
Herbert Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
stjúpmóðir, systir og mágkona,
SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR
píanókennari,
Espigerði 4,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 18. apríl.
Kristín Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir Jón Pétur Jónsson
Helga Guðmundsdóttir Arnþór Sigurðsson
Helga Sveinsdóttir Valdimar Guðnason
Jón R. Sveinsson Guðrún Óskarsdóttir
og barnabörn