Morgunblaðið - 22.04.2021, Page 26

Morgunblaðið - 22.04.2021, Page 26
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valskonur náðu í gærkvöld tveggja stiga forskoti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar þær unnu yfirburðasigur á KR á Hlíðarenda, 106:52. Á meðan tapaði Keflavík óvænt fyrir Skallagrími í Borgarnesi, 76:64. Haukar unnu allöruggan sig- ur á Snæfelli í Stykkishólmi, 92:72, og Fjölnir vann Breiðablik í Kópa- vogi, 79:69. Þrátt fyrir sigur Skallagríms er orðið nokkuð ljóst að Valur, Kefla- vík, Haukar og Fjölnir leika til úr- slita um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Borgnesingar eru átta stigum á eftir Fjölni þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Baráttan um sigur í deildinni getur hinsvegar orðið hörkuspennandi og mögulegt að hún ráðist í lokaumferðinni þeg- ar Keflavík fær Val í heimsókn. KR og Snæfell heyja hinsvegar einvígi um að halda sér í deildinni og þar gæti viðureign liðanna í Stykkishólmi næsta miðvikudag farið langt með að ráða úrslitum. _ Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 20 stig fyrir Val, Hallveig Jónsdóttir 16 og Helena Sverris- dóttir 14 en Annika Holopainen skoraði 23 stig fyrir KR. _ Nikita Telesford skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15 en Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Daniela Wallen var með 20 stig og 20 fráköst. _ Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 20 stig fyrir Hauka og Alyesha Lo- vett 17 en Emese Vida skoraði 20 stig fyrir Snæfell. _ Ariel Hearn var með 25 stig og 18 fráköst fyrir Fjölni og Lina Pik- ciuté skoraði 21 en Jessica Kay Lo- rea skoraði 19 stig fyrir Breiðablik og Iva Georgeva 17. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Smárinn Blikarnir Sóllilja Bjarnadóttir og Jessica Kay Loera reyna að stöðva Ariel Hearn úr Fjölni í viðureign liðanna í gærkvöld. Ljóst hvaða lið fara í úrslitin - Einvígi KR og Snæfells á botninum 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 England Tottenham – Southampton...................... 2:1 Aston Villa – Manchester City................ 1:2 Staða efstu liða: Manch. City 33 24 5 4 69:24 77 Manch. United 32 19 9 4 64:35 66 Leicester 31 17 5 9 55:37 56 Chelsea 32 15 10 7 50:31 55 West Ham 32 16 7 9 53:42 55 Tottenham 33 15 8 10 56:38 53 Liverpool 32 15 8 9 54:38 53 Everton 31 14 7 10 43:40 49 Arsenal 32 13 7 12 44:36 46 Leeds 32 14 4 14 50:50 46 Aston Villa 31 13 5 13 44:35 44 B-deild: Millwall – Bournemouth......................... 1:4 - Jón Daði Böðvarsson var varamaður hjá Millwall og kom ekki við sögu. Rotherham – Middlesbrough.................. 1:2 Stoke – Coventry...................................... 2:3 Wycombe – Bristol City........................... 2.1 Birmingham – Nottingham Forest ........ 1:1 Huddersfield – Barnsley ......................... 0:1 Luton – Reading....................................... 0:0 Staða efstu liða: Norwich 43 27 9 7 66:32 90 Watford 43 25 10 8 60:28 85 Bournemouth 43 22 11 10 73:42 77 Swansea 43 22 10 11 52:34 76 Brentford 42 20 15 7 72:41 75 Barnsley 43 22 8 13 55:46 74 Reading 43 19 11 13 57:46 68 QPR 43 17 11 15 51:51 62 Þýskaland Potsdam – Bayern München .................. 2:3 - Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á hjá Bayern á 80. mínútu. Ítalía Bologna – Torino..................................... 1:1 - Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá Bologna strax á 9. mínútu. Grikkland Aris – PAOK............................................. 0:1 - Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik- mannahópi PAOK. Olympiacos – Asteras Tripolis............... 1:0 - Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiacos í leiknum. Rússland Bikarkeppnin, undanúrslit: Lokomotiv Moskva – CSKA Moskva ..... 3:0 - Arnór Sigurðsson kom inn á hjá CSKA á 58. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. Rúmenía Sepsi Gheorghe – CFR Cluj.................... 0:1 - Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá CFR á 80. mínútu. Portúgal SL Benfica – Braga ................................. 4:0 - Cloé Lacasse skoraði eitt marka Benfica sem er með tveggja stiga forystu. Skotland Hibernian – Glasgow City ...................... 1:2 - Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn með Glasgow City. Danmörk Meistarakeppnin: Nordsjælland – Bröndby ........................ 0:3 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Fallkeppnin: AaB – OB .................................................. 3:2 - Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli hjá OB á 17. mínútu en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hópnum. 50$99(/:+0$ Undankeppni HM kvenna Umspil, seinni leikir: Ísland – Slóvenía .................................. 21:21 _ Slóvenía áfram, 45:35 samanlagt. N-Makedónía – Rúmenía..................... 20:35 _ Rúmenía áfram, 68:42 samanlagt. Svíþjóð – Úkraína................................. 22:26 _ Svíþjóð áfram, 50:40 samanlagt. Serbía – Slóvakía ................................. 32:25 _ Serbía áfram, 58:44 samanlagt. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Kolding – SönderjyskE....................... 32:29 - Ágúst Elí Björgvinsson varði ekki skot í marki Kolding. - Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE. _ GOG 6, Bjerringbro/Silkeborg 3, SönderjyskE 22, Kolding 2. Úrslitakeppnin, 2. riðill: Tvis Holstebro – Aalborg ................... 26:30 - Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir Tvis Holstebro. - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. _ Aalborg 6, Tvis Holstebro 5, Skander- borg 2, Skjern 0. Þýskaland B-deild: Gummersbach – Rimpar .................... 33:23 - Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið sem er í þriðja sæti. .$0-!)49, HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson var á dögunum valinn í landsliðshóp- inn sem leikur á næstunni þrjá leiki í undankeppni EM í handknattleik. Elvar er eini leikmaðurinn í hópnum sem ekki á að baki A-landsleik. „Ég er bara spenntur. Ég fékk að heyra þetta á sunnudaginn. Ég er fullur eftirvæntingar en um leið mjög stoltur. Það verður skemmti- legt að spila fyrsta landsleikinn þeg- ar að því kemur,“ sagði Elvar þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum. „Ég var lítið að pæla í þessu og þetta kom mér þokkalega á óvart. Ef við skoðum meiðslin hjá leik- mönnum sem spila fyrir utan, þá er töluvert um þau. Þar eru góðir leik- menn frá vegna meiðsla.“ Elvar leikur með Nancy í Frakk- landi og hefur stimplað sig hratt og vel inn í liðið. Leikur hann ýmist sem skytta eða leikstjórnandi. „Mér líkar mjög vel að vera hjá Nancy. Fyrst og fremst er mjög gaman að vera í lykilhlutverki í sókn. Ég fæ svolítið að stjórna sókn- inni og finn fyrir trausti frá þjálf- aranum. Ég hef heilmikið að segja um hvernig við spilum í sókn. Liðinu hefur hefur gengið vel og það hefur hjálpað til. Mér finnst mjög vel stað- ið að öllum málum hjá félaginu. Ég hef reyndar bara samanburðinn við Þýskaland en hér er alla vega öll umgjörð til fyrirmyndar. Ég er með samning út 2022 og get þá fram- lengt,“ sagði Elvar en hann hafði svipast um eftir öðru liði í vetur þar sem honum fannst hann ekki fá næg tækifæri hjá Stuttgart í efstu deild Þýskalands. Þar lék hann á síðasta tímabili og fyrri hluta þessa tímabils eftir að hafa hleypt heimdraganum og yfirgefið Aftureldingu. „Ég var orðinn óánægður með mitt hlutverk hjá Stuttgart. Ef eitt- hvað gott myndi gerast í janúar þá sagðist þjálfarinn ekki ætla að standa í vegi fyrir því að ég færi annað. Það varð niðurstaðan. Fyrst þegar ég heyrði af áhuga Nancy var ég reyndar ekkert of spenntur vegna þess að liðið er ekki í efstu deild. En mér leist betur á eftir við- ræður við Frakkana og heyrði hug- myndir þeirra varðandi liðið. Þeir vilja komast upp í efstu deild og ég vona innilega að það gerist í ár. Ef það gerist þá mætti segja að ég sé bara að taka eitt skref til hliðar og annað fram á mínum ferli. Það kom mér dálítið á óvart hversu sterk bestu liðin í frönsku b-deildinni eru og þar á meðal okkar lið,“ útskýrði Elvar. Möguleikarnir fyrir hendi Nancy er í 3. sæti með 32 stig og er þremur stigum á eftir toppliðinu Saran þegar fjórir leikir eru eftir af deildakeppninni. Efsta liðið fer beint upp en næstu sex berjast um eitt sæti í efstu deild að ári. Hvernig metur Elvar möguleikana á því að fara upp um deild? „Þetta er undir okkur komið. Við erum komnir í úrslitakeppni sem er frekar skrítin. Sex lið berjast um eitt laust sæti og verður úrslitakeppnin afgreidd frekar hratt. Stefnt er að því að ljúka úrslitakeppninni um miðjan maí. Við eigum fjóra leiki eft- ir í deildakeppninni. Einn fyrir landsleikjahléið og eftir hléið verða þrír síðustu leikirnir í deildinni á frekar skömmum tíma. Við eigum hörkumöguleika á að komast upp,“ sagði Elvar Ásgeirsson. Var lítið að velta fyrir sér landsliðssæti - Elvar kann vel við sig hjá Nancy - Barátta um sæti í efstu deild Ljósmynd/Grand Nancy Métropole Sigursælir Elvar Ásgeirsson fagnar sigri ásamt samherjum sínum í Nancy en liðið er í harðri baráttu um sæti í efstu deild í Frakklandi. _ Skautafélag Akureyrar vann Fjölni 13:1 í fyrsta úrslitaleik liðanna um Ís- landsmeistaratitil kvenna í íshokkí á Akureyri í fyrrakvöld. Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun um kvöldið. Sunna Björgvinsdóttir skor- aði þrjú mörk, Saga Sigurðardóttir tvö, Hilma Bergsdóttir tvö og þær Jónína Guðbjartsdóttir, María Eiríks- dóttir, Kolbrún Garðarsdóttir, Berg- lind Leifsdóttir, Ragnhildur Kjart- ansdóttir og Teresa Snorradóttir eitt hver. Liðin mætast öðru sinni í Egils- höllinni í kvöld og þar getur SA tryggt sér Íslands- meistaratitilinn. _ Áætlanir um evrópsku ofur- deildina í fótbolta voru endanlega skotnar í kaf í gær. Manchester United, Liverpool, Arsenal og Tottenham hættu öll við þátttöku í deildinni seint í fyrrakvöld, á eftir Chelsea og Manchester City, og í gær bættust Atlético Madrid, Inter Mílanó og AC Milan í þann hóp. Þar með standa aðeins Real Madrid, Barcelona og Juventus eftir af þeim tólf félögum sem boðuðu stofnun deildarinnar á sunnudaginn. _ Sebastian Alexandersson og Guð- finnur Kristmannsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs HK í hand- knattleik til þriggja ára, með óupp- segjanlegum samningi, frá og með komandi sumri. Þeir stýra karlaliði Fram til loka yfirstandandi tímabils en taka síðan við Kópavogsliðinu af Elíasi Má Halldórssyni sem fer til Noregs þar sem hann tekur við þjálfun kvennaliðs Fredrikstad. HK er efst í 1. deild karla, Grill 66-deildinni, þegar fimm umferðum er ólokið, og er þar í hörðum slag við Víking um sigur í deildinni og öruggt úrvalsdeildarsæti á næsta tímabili. _ Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Evrópu- og Frakklands- meistara Lyon og íþróttamaður árs- ins 2020, er komin í barneignarfrí. Sara staðfesti þetta á Instagram í gær ásamt unnusta sínum, knattspyrnu- manninum Árna Vilhjálmssyni. Barnið á að fæðast í nóvember og því liggur fyrir að Sara mun ekki leika með landsliðinu í fyrri hluta undankeppni HM 2023 sem hefst í haust. Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 136 A-landsleiki. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.