Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 32
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Tilkynnt var í gær að tón- listarmaðurinn Friðrik Dór hefði verið valinn bæjar- listamaður Hafnarfjarðar 2021. Við athöfn í Bæj- arbíói í gær, þar sem til- kynnt var um valið, sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæj- arstjóri að Friðrik Dór Jónsson hefði sungið sig inn í hjörtu landsmanna og auðgað menningarlíf bæj- arins með viðburðum sín- um. „Fjölbreyttur ferill Friðriks Dórs spannar ekki bara fjölbreytt verkefni í tónlist sem frábær söngvari, hugljúfur lagahöfundur og snjall textasmiður á íslensku – með tilheyrandi stuðn- ingi við íslenska tungu – heldur hefur listsköpun hans svo sannarlega haft áhrif og mótað umhverfi hans og samtíma,“ sagði Rósa. www.rafkaup.is FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Íslandi jafntefli, 21:21, í síðari umspilsleiknum gegn Slóveníu á Ásvöllum í gær- kvöld þegar hún jafnaði úr vítakasti eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Jafnteflið dugði þó skammt, Slóvenar unnu samanlagt með tíu mörkum og fara á HM á Spáni í lok ársins, en allt annað var að sjá til ís- lenska liðsins en í fyrri leik liðanna í Ljubljana. »27 Ragnheiður tryggði jafntefli í lokin ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hópurinn Seiglurnar býður konum upp á hásetapláss í kvennasiglingu á skútunni Esju umhverfis landið í sumar. Siglingin hefst í Reykjavík og verður stoppað á sjö stöðum, en konur geta sótt um pláss á einum eða fleiri leggjum. Leiðangursstjóri er Helena W. Óladóttir umhverfisfræðingur. Fyrir réttu ári var hún valin í hóp 300 kvenna víðs vegar úr heim- inum til þess að sigla í kringum hnöttinn og rannsaka plast í haf- inu. Vegna kórónuveirufaraldurs- ins var siglingunni frestað en ísinn var brotinn og Helena ákvað að kynna sér skútusiglingar hér- lendis. „Hafið hefur alltaf togað í mig og mér var tekið tveim hönd- um í heimi siglinganna,“ segir hún. Samt hafi það slegið sig hvað fáar konur hafi verið sýnilegar í grein- inni. Hún hafi grennslast fyrir um ástæðuna og komist að því að margar konur væru með skemmti- bátapróf, hefðu unnið á sjónum og ættu góð tengsl við sjófarendur og hafið, en engu að síður væri þetta karlaheimur. „Hugmyndin um kvennasiglinguna kom upp í sam- ræðum við nokkrar konur í vetur og við vildum fyrst og fremst vekja athygli á því að hafið er okkar stærsti bakgarður, sem við þurfum að hugsa um ekki síður en landið sem við gætum, og okkur langar til þess að hvetja konur til þess að taka sér pláss í þessu umhverfi.“ Þriggja vikna ferð Eins og fram kemur á heimasíðu Seiglanna (kvennasigling.is) er stefnt að því að ferðin standi yfir frá 13. júní til 6. júlí. Allir hásetar taka þátt í undirbúningnum, sem hefst 20. maí og verður síðan fram- haldið helgina 28.-30. maí. Sérstök dagskrá, sem fellur að markmiðum ferðarinnar, verður á hverjum áfangastað í samvinnu við heima- menn, siglingaklúbba á viðkomandi stað og aðra. Nafn hópsins vísar til umhverfis- mála, verkefnisins og þátttakenda. „Það þarf seiglu til þess að takast á við umhverfismál framtíðar og það þarf svo sannarlega seiglu til þess að sigla umhverfis Ísland,“ segir Helena um væntanlega áhöfn, en fimm tveggja manna klefar eru í skútunni og því geta fimm hásetar verið með skipu- leggjendunum fimm á hverjum legg. „Við þurfum gott lið til þess að stýra skútunni og takast á við vindinn og öldurnar.“ Forsprakkar verkefnisins eru Helena, Sigríður Ólafsdóttir skip- stjóri, Anna Karen Jörgensdóttir, Bryndís Skúladóttir og Tara Ósk Markúsdóttir. „Við erum vanar siglingakonur, kunnum handtökin, og okkur langar til þess að bjóða með okkur konum sem hafa ekki fengið tækifæri til þess að fara í svona siglingu hingað til.“ Verkefnið kallast „Hafið er okk- ar umhverfi – Kvennasigling 2021“ og styrkja fyrirtæki og stofnanir Seiglurnar. „Faxaflóahafnir, Tækniskólinn og Brim eru kjöl- festustyrkveitendur, gera góða hluti í umhverfismálum og því bjóðum við þeim að senda sinn fulltrúa í siglinguna, en annars hefur umsóknum áhugasamra kvenna rignt yfir okkur,“ segir Helena. Umsóknir þurfa að berast á kvennasigling@gmail.com fyrir 1. maí. „Vonandi fjölgum við þeim konum sem taka pláss á hafinu.“ Vantar háseta á bát - Seiglurnar bjóða upp á kvennasiglingu umhverfis landið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Seiglurnar Á æfingu í fyrradag. Frá vinstri eru Helena W. Óladóttir leið- angursstjóri, Anna Karen Jörgensdóttir, Bryndís Skúladóttir, Tara Ósk Markúsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir skipstjóri. Fleiri kvenna er nú leitað. Á ferðinni Bryndís Skúladóttir hefur mikla reynslu af siglingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.