Morgunblaðið - 23.04.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Starfsmanna-
myndatökur
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
fyrir fyrirtæki og stofnanir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
samþykkt að breyta aðalskipulagi á
tveimur stöðum í sveitarfélaginu með
það fyrir augum
að þar megi setja
upp vindorkuver.
Breytingin nær til
Hróðnýjarstaða,
neðst og fremst í
Laxárdal, og Sól-
heima sem er
efsti bærinn í
dalnum. Ríkjandi
vindáttir ráða því
að hagstætt gæti
verið að setja upp vindorkuver á um-
ræddum jörðum, enda óskuðu eig-
endur þeirra eftir því að sveitar-
stjórnin breytti aðalskipulagi með
það fyrir augum. Breytingin gekk í
gegn með samþykkt á fundi sveitar-
stjórnar í sl. viku og bíður nú stað-
festingar Skipulagsstofnunar.
„Að ná þessari breytingu á aðal-
skipulagi í gegn hefur verið fjögurra
ára ferli. Þetta er þó aðeins einn
áfangi á langri vegferð,“ segir Eyjólf-
ur Ingvi Bjarnason, oddviti Dala-
byggðar, við Morgunblaðið. Hann
bendir á að í upphafi árs hafi verið
gerð skoðanakönnun meðal íbúa
Dalabyggðar um afstöðu þeirra til
vindorkuvera. Þar kom fram að rúm
50% eru hlynnt eða mjög hlynnt
vindorkuverum. Í ljósi þess m.a. var
haldið áfram með málið.
Áður en kemur til útgáfu fram-
kvæmdaleyfis á bæði eftir að vinna
deiliskipulag og meta umhverfis-
áhrif. Eins á eftir að koma í ljós hvort
og hvernig rammaáætlun mun hafa
áhrif á ferlið. Ýmis sjónarmið hafa þó
verið uppi um vindorkuver á þessum
slóðum og margir hafa staðnæmst
við hugsanleg áhrif á fuglalíf, segir
Eyjólfur.
Tillaga um breytingar á skipulagi,
sem nú hefur verið samþykkt, var
auglýst í nóvember 2020 og bárust
umsagnir og athugasemdir víða frá.
„Athugasemdirnar kölluðu ekki á
efnislegar breytingar á aðalskipulag-
inu,“ segir í bókun sveitarstjórnar
Dalabyggðar.
Í aðalskipulagi Dalabyggðar verða
fyrirhuguð vindorkuver skilgreind
sem iðnaðarsvæði. Áætlað er að upp-
sett afl verði allt að 280 MW til sam-
ans á báðum jörðum. Hæð vindmylla
verður allt að 120 m í miðju hverfils
og spaðar munu ná í allt að 200 m
hæð. Myllurnar gætu þá orðið allt að
þrjátíu í Sólheimum en allt að 40 á
Hróðnýjarstöðum. Þá þarf hugsan-
lega að gera ráð fyrir ljósabúnaði efst
á myllum, til aðvörunar fyrir flugum-
ferð.
Eflir atvinnu og byggð
„Með tilliti til sjálfbærni, atvinnu-
mála og eflingar byggðar hér í Döl-
um er ég áfram um að þessi upp-
bygging verði að veruleika. Slíkt
myndi skapa störf og renna sterkari
stoðum undir byggðina hér. Þetta
gerist hins vegar ekki á einni nóttu,
en við erum komin aðeins fram fyrir
byrjunarreit í löngu ferli,“ segir Eyj-
ólfur Ingvi.
Vindorkuver komin á aðalskipulag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afl Vindmyllurnar í Laxárdal í Dalabyggð gætu orðið allt að 200 m á hæð.
- Sveitarstjórn samþykkir breytingu - Fremst og efst í Laxárdalnum - Ríkjandi vindáttir skapa
góðar aðstæður - Áfangi á langri vegferð - Meta þarf umhverfisáhrif - Komin frá byrjunarreitnum
Eyjólfur Ingvi
Bjarnason
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Vegfarendur við Austurvöll hafa eflaust tekið eftir
því að hlaðnir veggir við torgið hafa verið teknir
niður. Í stað þeirra verður hellulagt og blómabeð-
um komið fyrir. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi
Viðreisnar og staðgengill formanns skipulags- og
samgönguráðs, segir að hugmyndin um að opna
betur inn á torgið hafi reglulega komið upp og nú
hafi hún loksins orðið að veruleika.
Hann segir að upprunalega hafi veggirnir verið
hlaðnir til að skýla Austurvelli fyrir umferð bíla í
gegnum Vallarstræti. Lokað hefur verið fyrir um-
ferð í gegnum Vallarstræti í áratugi og ekki er
stefnt að því að opna fyrir hana aftur. Veggirnir
hafa því staðið í ákveðnu tilgangsleysi við torgið
lengi.
„Þegar þetta var skoðað fyrir ári síðan komust
menn að því að veggurinn var dálítið illa farinn.
Þannig að niðurstaðan varð að taka hann einfald-
lega niður og opna þannig betur inn á torgið. Þá
geta veitingastaðir nýtt þetta svæði til að setja
borð og stóla út. Síðan munum við setja bekki og
blómabeð,“ segir Pawel. Veitingahús hafa und-
anfarið nýtt götuplássið á Vallarstræti til að setja
fram borð og stóla og á sólríkum sumardögum
myndast góð stemning. Í sumar munu því veit-
ingamenn hafa pláss fyrir enn fleiri borð og meira
flæði verður inn á Austurvöll.
„Við ákváðum að drífa í þessu snemma árs
þannig að þegar sumarið birtist í allri sinni dýrð
þá verður þetta klárt,“ segir Pawel.
Austurvöllur fær nýja ásýnd
- Gamlir veggir barn síns tíma - Rýmra svæði fyrir borð og stóla veitingahúsa
Morgunblaðið/Eggert
Horfinn Veggurinn við Austurstræti víkur fyrir mannlífinu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þéttsetið Veitingastaðir munu hafa rýmra pláss eftir breytingarnar.
Stjórn Læknafélags Íslands telur
ekki lagastoð fyrir nýjum skil-
yrðum sem heilbrigðisráðherra
hyggst setja fyrir því að Sjúkra-
tryggingar Íslands (SÍ) greiði
vegna þjónustu sjúkratryggðra hjá
sérgreinalæknum. Leggst stjórnin
eindregið gegn því að ráðherra
staðfesti þau drög að reglugerð
sem kynnt hafa verið um leið og
hún er hvött til að gefa SÍ fyrirmæli
um það að ganga sem fyrst til
samninga við sérgreinalækna um
þá þjónustu sem þeir veita sjúkra-
tryggðum. Telur félagið ábyrgðina
á því að samningar hafa ekki náðst
liggja aðallega hjá Sjúkratrygg-
ingum og heilbrigðisráðherra.
Læknafélagið leggst
gegn nýrri reglugerð
Viðskiptavinir Samkaupa geta
sparað allt að 50 þúsund krónur á
ári með því að nota nýtt smáforrit
sem fyrirtækið kynnir til leiks í
dag. Með því að nota forritið fá
viðskiptavinir 2% afslátt í formi
inneignar í hvert skipti sem þeir
versla. Séu viðskiptavinir duglegir
að nota forritið geta þeir því spar-
að ágætisupphæð á ári hverju.
„Appið er bylting á matvöru-
markaði en við erum að fylgja nýj-
ustu tækni og færa matvöruversl-
unina nær viðskiptavinum okkar.
Við hófum innleiðingu á appinu
um síðustu jól þegar starfsfólk
Samkaupa fékk aðgang en nú eru
um 10 þúsund ánægðir viðskipta-
vinir komnir með það,“ segir
Gunnar Egill Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam-
kaupa.
Inneignina geta notendur nýtt
hvenær sem þeir vilja, í næstu
búðarferð eða geymt hana og not-
að fyrir stórhátíðir eða veisluhöld.
Auk hins reglubundna 2% af-
sláttar stendur notendum reglu-
lega til boða að nýta sér sér-
afslætti að sögn Gunnars. Um
páskana gátu notendur til dæmis
nýtt sér 10-25% afslátt af páska-
eggjum og 10% afslátt af ávöxtum.
Forritið virkar í öllum verslun-
um Samkaupa sem rekur rúmlega
60 verslanir víðs vegar um landið
undir vörumerkjum Nettó, Kram-
búðarinnar, Kjörbúðarinnar, Ice-
land og Samkaup Strax. Í forrit-
inu er hægt að hafa yfirsýn yfir
innkaupin því rafræn kvittun birt-
ist þar. Það er hannað að erlendri
fyrirmynd en slík forrit eru vel
þekkt á Norðurlöndunum sem og
víðar um heim, segir Gunnar.
Coop í Danmörku hannaði forrit
Samkaupa en forritið er eitt það
vinsælasta þar í landi að hans
sögn. sonja@mbl.is
Geti sparað 50 þúsund á ári
- Smáforrit að
danskri fyrirmynd
„bylting á markaði“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nettó Nýtt app sem kynnt verður í
dag veitir viðskiptavinum afslátt.
Smávægilegar breytingar voru
gerðar á gildandi reglugerð heil-
brigðisráðherra á þriðjudag. Breyt-
ingin nær meðal annars til veitinga-
húsa og skemmtistaða sem mega
taka á móti 30 manns í stað 20 áður.
Afgreiðslutímar haldast óbreyttir.
Rekstraraðilar tjaldsvæða mega
taka á móti helmingi leyfilegra
gesta hvers svæðis og það sama
gildir um söfn. Breytingarnar ná
einnig til líkamsræktarstöðva en
enn þarf að sótthreinsa búnað og
snertifleti á milli hóptíma.
Vægar tilslakanir
hafa tekið gildi