Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Líkt og Morgunblaðið fjallaði um í
mars hafa bæði Google og Apple
gert breytingar á vöfrum sínum og
stýrikerfum til að gera auglýsendum
erfiðara fyrir að vakta netnotkun
fólks með vafrakökum. Fram til
þessa hafa auglýsendur notað vafra-
kökur til að afla alls kyns upplýsinga
um netnotendur og þannig getað
sniðið markaðsefni sitt betur að hin-
um ýmsu markhópum.
Financial Times greindi frá því á
fimmtudag að Apple muni ekki láta
þar við sitja heldur hyggist fyrir-
tækið auka umsvif sín á auglýsinga-
markaði. Vitnar FT í tvo ónafn-
greinda heimildarmenn sem þekkja
til áætlana Apple.
Markaðurinn fyrir stafrænar aug-
lýsingar veltir nú nærri 380 millj-
örðum dala árlega og hafa Facebook
og Google þar afgerandi forystu.
Þrátt fyrir stærð sína hefur Apple
gengið erfiðlega að ná fótfestu á
þessum markaði.
Misheppnuð innreið iAd
Apple reyndi að gera sig gildandi í
netauglýsingaheiminum árið 2010
með kaupum á farsímaauglýsinga-
fyrirtækinu Quattro Wireless fyrir
275 milljónir dala eftir að hafa misst
af möguleikanum á að kaupa AdMob
sem Google hrifsaði til sín síðla árs
2009 fyrir 750 milljónir dala. Eftir
kaupin á Quattro Wireless kynnti
Apple til sögunnar auglýsingaþjón-
ustuna iAd sem í fyrstu tók aðeins
að sér auglýsingaherferðir fyrir að
lágmarki eina milljón dala. Var lág-
markið fljótlega lækkað niður í hálfa
milljón, og tveimur árum síðar niður
í 50 dali. Var iAd sett á ís 2016 og
ófarir verkefnisins m.a. raktar til
þess að Apple vildi helst ekki deila
notendaupplýsingum með auglýs-
endum og að Apple reyndi að hafa
áhrif á innihald og ásýnd auglýs-
inga.
Í dag selur Apple auglýsingar í
snjallforritabúð sinni, App Store,
þar sem framleiðendur geta látið
forrit sín birtast ofar í leitarniður-
stöðum. Nema tekjur Apple af þess-
ari auglýsingasölu um 2 milljörðum
dala árlega en í snjallforritaheim-
inum getur sýnileiki í niðurstöðum
App Store skilið á milli feigs og
ófeigs. Að auki selur Apple auglýs-
ingapláss í eigin verðbréfa- og
frétta-snjallforritum.
Ekki er ljóst hversu langt Apple
mun ganga í sókn sinni inn á auglýs-
ingamarkaðinn en FT hefur þó feng-
ið staðfest að nýju auglýsingaplássi
verði bætt við í App Store. Sumir
markaðsgreinendur hafa spáð því að
eftir að hafa sett vafrakökum stólinn
fyrir dyrnar muni Google og Apple í
staðinn safna notendaupplýsingum í
eigin gagnagrunn og síðan selja aug-
lýsendum aðgang að þessum upplýs-
ingum. Þannig geti auglýsendur
klæðskerasniðið auglýsingaefni sitt
og birtingar án þess að lúra sjálfir á
upplýsingum um netnotendur.
Apple vill stærri bita af
auglýsingamarkaðinum
AFP
Sóknarfæri Fólk á vappi um Apple-verslun. Fram til þessa hefur Apple
aðeins náð að krækja í agnarsmáa sneið af netauglýsingamarkaðinum.
- Fjölga auglýsingum í App Store - Meira gæti verið í vændum
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
O
P
N A
R
LAUGARNAR
ERU
S ý num hve r t öð ru t illi t s s e mi og
virðum 2 me t ra f ja rlægða rm ö rk in
23. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.43
Sterlingspund 174.61
Kanadadalur 99.47
Dönsk króna 20.252
Norsk króna 14.994
Sænsk króna 14.836
Svissn. franki 136.59
Japanskt jen 1.1604
SDR 179.76
Evra 150.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1096
Hrávöruverð
Gull 1781.05 ($/únsa)
Ál 2344.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.2 ($/fatið) Brent
Bandaríski netverslunarrisinn mun í
næstu viku opna nýja hárgreiðslu-
stofu á besta stað í London. Þar
verður gerð tilraun með nýja tækni
sem gæti gjörbreytt rekstri hár-
greiðslustofa.
Þökk sé gagnvirkum veruleika
geta viðskitpavinir fengið að sjá á
skjá hvernig nýr hárlitur eða tiltekin
klipping fer þeim áður en hársker-
inn svo mikið sem mundar skærin.
Á meðan þeir sitja í rakara-
stólnum hafa viðskiptavinir spjald-
tölvu til afnota til að stytta sér
stundir á meðan hárskerinn athafn-
ar sig. Að klippingu og litun lokinni
geta viðskiptavinir síðan tekið
myndir af sjálfum sér í sérstökum
krók á hárgreiðslustofunni.
Þá verður nýja hárgreiðslustofan
líka notuð til að prófa vörukynning-
arlausn þar sem viðskiptavinir ein-
faldlega benda með fingri á vöru
sem stillt hefur verið upp í hillu og
birtast þá á skjá ýmsar upplýsingar
um vöruna sem viðskiptavinurinn
getur síðan pantað heim að dyrum í
gegnum netverslun Amazon.
Til að byrja með mun aðeins
starfsfólk Amazon geta nýtt sér
þjónustu hárgreiðslustofunnar en á
komandi vikum verður almenningi
gefinn kostur á að panta þar tíma.
ai@mbl.is
Amazon opnar
hárgreiðslustofu
- Með gagnvirkum veruleika geta við-
skiptavinir „mátað“ klippingar og liti
Ljósmynd/Amazon
Öryggi Viðskiptavinur skoðar lita-
möguleikana á spjaldtölvuskjá.
Sala á lúxusvarningi virðist ganga
vel og útlit fyrir að greinin verði
fljót að hrista af sér niðursveifluna
sem varð í kórónuveirufaraldrinum.
Þannig birti Hermès nýjar rekstr-
artölur á fimmtudag sem sýndu að
salan á fyrsta ársfjórðungi gekk
mun betur en markaðsgreinendur
höfðu spáð. Námu sölutekjur félags-
ins um 2 milljörðum evra sem er
33% meira en á sama tímabili árið
2019.
Einnig bárust sterkar tölur frá
lúxusvörurisanum LVMH en þar
voru sölutekjur á fyrsta ársfjórð-
ungi 8% hærri en á fyrsta ársfjórð-
ungi 2019, að því er FT greinir frá.
Hjá Kering, sem m.a. rekur versl-
anir Gucci, Saint Laurent og Balen-
ciaga, mældist vöxturinn 5,5% mið-
að við árið 2019.
Vænta markaðsgreinendur þess
að tekjur félaganna á þessu ári
verði jafnháar eða hærri en árið
2019 og ætti hagnaður LVMH og
Hermés að vera meiri en í hitteð-
fyrra.
Fækkun ferðamanna
kom ekki að sök
Í upphafi kórónuveirufaraldursins
höfðu margir óttast að fram undan
væri djúp lægð á lúxusvörumarkaði,
m.a. vegna þess hve mikið geirinn
reiðir sig á viðskipti ferðamanna
sem þræða búðirnar þegar þeir
heimsækja höfuðborgir tískuheims-
ins í Evrópu. En strax um mitt síð-
asta ár mátti greina vöxt í sölu.
Örvunaraðgerðir stjórnvalda
höfðu m.a. þau áhrif að hlutabréfa-
verð leitaði upp á við sem kom sér
vel fyrir marga fjársterka neyt-
endur sem fyrir vikið voru viljugri
til að eyða peningum sínum í lúxus-
varning.
Þá má ætla að ákveðinn hópur
neytenda hafi haft meira eyðslufé
milli handanna vegna lokana veit-
ingastaða og takmarkana á flugi á
milli landa, og því keypt sér lúxus-
varning fyrst ekki var í boði að
ferðast á fjarlægar slóðir eða gera
vel við sig í mat og drykk á veitinga-
stöðunum. ai@mbl.is
AFP
Gæði Skósmiður LVMH að störfum.
Viðsnúningur í
lúxusvörugeira
- Meiri sala á
fyrsta ársfjórð-
ungi 2021 en 2019