Morgunblaðið - 23.04.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.04.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Indverjar eignuðust heimsmet í ný- smitun af völdum kórónuveirunnar um árstíðaskiptin í gær er 314.835 einstaklingar greindust. Sjúkrahús í Nýju Delhí sendu út neyðarkall og vöruðu við dauðsföllum vegna skorts á súrefni. Hið fjárvana heilbrigðis- kerfi landsins er komið að fótum fram vegna álags af nýrri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nýtt „tvístökkbreytt“ afbrigði veirunnar og fjölmennar trúarsamkomur hafa kynt undir. Að sögn heilbrigðisyfirvalda á Indlandi hafa 15,9 milljónir Indverja smitast af kórónuveirunni frá því í ársbyrjun í fyrra er hún kom til skjalanna. Í gær dró veiran 2.074 menn til dauða en dauðsföllin frá upphafi eru komin í tæplega 185.000. Þrátt fyrir þetta eru dauðs- föllin á Indlandi mun færri miðað við íbúafjölda margra landa og því er óttast að ástandið eigi enn eftir að versna til muna. Bæði einkarekin sjúkrahús og ríkisrekin í Nýju Delhí hafa ákallað ríkisstjórn landsins og farið þess á leit að spítölunum verði séð fyrir auknum birgðum af súrefni og önd- unarvélum fyrir mörg hundruð fár- veika sjúklinga. Ellegar sögðu þau dauðsföllum geta fjölgað stórum. Í fyrradag var dreift um 500 tonnum súrefnis til borgarinnar, sem ekki nægir, því til að halda í horfinu var þörf fyrir súrefni áætluð 700 tonn á dag. Stjórnmál hafa flækt stöðuna því Delhí stjórnar annar flokkur en flokkur Narendra Modi forsætisráð- herra sem sakað hefur grannríkin á Indlandi um að halda aftur af súr- efnisbirgðum. Í fyrrakvöld fyrirskipaði Hæsti- réttur Delhí ríkisstjórninni að tryggja greiða flutninga súrefnis frá verksmiðjum til sjúkrahúsa um land allt. „Þið betlið, fáið að láni og stelið en verðið að skaffa,“ sögðu dómar- arnir sem spurðu hvers vegna rík- isstjórnin virtist ekki gera sér grein fyrir vandanum alvarlega. „Síðustu daga hefur verið háð brjáluð barátta um súrefni. Spítöl- unum er að blæða út vegna skorts- ins,“ sagði Arvind Kejriwal for- sætisráðherra Indlands í gær. „Nú er súrefni tekið að berast [...] við reynum að tryggja að hver vörubíll með birgðir komist til spítalanna,“ bætti hann við. Þá kvaðst ráð- herrann hafa gefið fyrirmæli um að súrefni skyldi sent loftleiðis með þyrlum til ríkisins Odisha í austur- hluta landsins. Með allt niður um sig Á undanförnum vikum og mán- uðum hefur mikið verið um fjölda- samkomur á Indlandi. Þar á meðal hafa milljónir sótt trúarsamkomuna Kumbh Mela, pólitíska útifundi, bruðlunarsöm fjöldabrúðkaup og krikketleiki fyrir fullum stúkum áhorfenda. „Ríkisstjórnin hefur ver- ið gripin með allt niður um sig,“ sagði framkvæmdastjóri símafyrir- tækis við AFP um ástandið. Hafa mörg indversku ríkjanna gripið til ýmissa takmarkana til að vinna á veirufaraldrinum. Þannig er út- göngubann í gildi í Delhí til einnar viku, öllum verslunum með vörur aðrar en matvæli og brýnustu nauð- synjar hefur verið lokað í Maharas- htra og Uttar Pradesh. Modi hvatti eftir sem áður kjós- endur til að fara á kjörstað í kosn- ingum í Vestur-Bengal um helgina þótt heilbrigðiskerfið riði þar til falls vegna alvarlegs skorts á sjúkrarými. Hægst hefur á framleiðslu lyfja og bóluefnis gegn kórónuveirunni á Indlandi og neyðast örvinglaðir ætt- ingjar til að kaupa lyf og súrefni óhóflegu verði og WhatsApp-hópar fullir örvæntingar kalla úrkula von- ar eftir hjálp. Vegna ástandsins á Indlandi er bandarískum þegnum ráðið að leggjast þangað ekki í ferðir, ekki einu sinni þeir sem eru bólusettir að fullu. Í Bretlandi er Indland komið á rauðan lista og Hong Kong og Nýja- Sjáland hafa bannað flug til og frá Indlandi. Ástralar settu í gær strangari takmarkanir við komum frá Indlandi. Sagði Scott Morrison forsætisráðherra að fólk sem sneri þaðan fyllti um 40% þess hóps er greinst hefði í sóttkví. Bólusetningarherferð indverskra yfirvalda hefur þurft að yfirstíga birgðahindranir en nú hafa verið reistar skorður við útflutningi Ast- raZeneca-bóluefnisins sem framleitt er í landinu af Serum-lyfjaverk- smiðjunni. Hafa 130 milljónir Ind- verja verið sprautaðir og frá og með 1. maí fá allir íbúar landsins rétt til að verða bólusettir. Ríkisstjórnin hafi brugðist „Ég á bara eitt orð yfir ástandið sem er ógnþrungið,“ sagði 22 ára námsmaður, Ananya Bhatt, við AFP. „Allt þetta er um að kenna skelfilegri óstjórn af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Hvers konar land er það sem lætur borgara kafna og deyja með þessum hætti?“ „Þjáist þeir ríku og komist ekki í rúm og súrefni á spítala hvað í ósköpunum eigum við að gera veikjumst við?“ spurði 43 ára grænmetissali, Mukh- tar. „Fólk deyr vegna þess að fólk fær ekki súrefni á sjúkrahúsunum. Hver ber ábyrgð á dauða þess? Rík- isstjórnin gerir það, hún hefur brugðist okkur.“ Gert er ráð fyrir að bólusetning verði opin öllum fullorðnum og að- gengileg í Þýskalandi frá og með júní, að sögn heilbrigðisráðherrans Jens Spahn. Sagðist hann vona að þá verði hægt að aflétta öllum for- gangi í bólusetningu, og jafnvel fyrr. Í gær höfðu 21,6% Þjóðverja fengið fyrri skammt bóluefnis gegn kórónuveirunni. Þeir hafa til þessa verið bundnir ströngu kerfi for- gangshópa, sem aðallega hafa verið skilgreindir eftir aldri. Þrátt fyrir harðar gagnaðgerðir hefur kórónuveiran verið harðsnúin Þjóðverjum og sýkingar af hennar völdum miklar mánuðum saman. Í gær greindust 29.518 nýsmit sem er með því versta frá upphafi. AFP Óvissa Fólk í löngum röðum bíður eftir bólusetningu í Mumbai á Indlandi þar sem kórónuveira hefur valdið usla. Óánægju gætir meðal almennings. Ógn vegna súrefnisskorts - Óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna til muna á Indlandi - Sjúkrahúsin kalla eftir súrefni - Hafa farið fullgeyst um gleðinnar dyr - Álasa stjórnvöldum „Kostnaður vegna aðgerðaleysis hækkar og hækkar. Bandaríkin bíða ekki lengur. Við einsetjum okkur að taka í taumana,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti er hann setti leið- togafund um loftslagsmál sem fram fór sem fjarfundur á netinu. Um 40 leiðtogar munu koma við sögu en samkvæmt áætlunum sem Biden kynnti munu Bandaríkjamenn tæplega helminga losun skaðlegra lofttegunda fram til 2030. Biden sagði að glíman við lofts- lagsbreytingar væri mikilvægt tæki- færi til að skapa ný störf og draga þar með úr atvinnuleysi. „Með því að finna þessu fólki atvinnu er það markmið Bandaríkjanna að minnka gróðurhúsaloft um helming fyrir lok áratugarins,“ sagði Biden. Markmið hans er að gera Banda- ríkin að nýju forysturíki í loftslags- málum að loknum valdatíma Don- alds Trumps sem forseta en hann dró Bandaríkin út úr loftslagssamn- ingunum 2015 sem kenndir eru við París. Var það fyrsta embættisverk Bidens að fá aðild að því aftur. „Þessi áratugur er afgerandi. Þau skref sem við stígum nú og í Glasgow munu skila jörðinni árangri. Tæki- færið er alveg sérstakt,“ sagði Bi- den. Næsti loftslagsfundur SÞ fer fram í Glasgow í Skotlandi síðar í ár. Leiðtogar hvattir áfram Fyrir leiðtogafundinn höfðu leið- togar heims verið hvattir til að sýna meiri metnað, ekki síst ríki sem þótt hafa drollað í loftslagsmálunum. Meðal fundarmanna á hinum tveggja daga netfundi eru leiðtogar Kína, Bretlands, Indlands, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Suður-Afr- íku, Bangladesh, Indónesíu og Rúss- lands. agas@mbl.is „Verðum að gera betur“ - Leiðtogar funda um loftslagsmál AFP Loftslagsmál Frá leiðtogafund- inum sem um 40 manns tóku þátt í. Lítið rannsókn- artæki á stærð við brauðrist sem er hluti af til- raunatækjum Marsfarsins Þrautseigju hef- ur breytt koltví- ildi í lofthjúpi reikistjörnunnar í súrefni. Tækið, sem kallað er Moxie, skilaði 5 grömmum súrefnis í fyrstu tilraun en það magn dugar geimfara á mars í um 10 mínútur. Afköst tækisins munu vera 10 grömm á klukkustund. Hugmynd bandarísku geimferðastofnunar- innar NASA er að í framtíðinni taki geimfarar stærri útgáfu Moxie með sér til mars fremur en að geimför færi þeim allt súrefni sem þeir þyrftu til dvalar á plánetunni rauðu. Koltvíildi er ríkjandi í loft- hjúpi Mars eða 96%. Súrefni mælist aðeins 0,13% hjúpsins. GEIMFERÐIR Nýtt tæki framleiðir súrefni á Mars Ný tækni Moxie skilar sínu á Mars. Eftir nokkurra vikna spennu vegna aukins samdráttar rúss- neskra hersveita í nágrenni landa- mæra Úkraínu tilkynnti varn- armálaráðherr- ann Sergej Shoígu að hann hefði fyrirskipað nokkrum fylkjum að hverfa aftur til búða sinna. Evrópusambandið hafði áætlað að yfir 100.000 rússneskir hermenn hefðu safnast saman við landamæri Úkraínu og á Krímskaga sem Rúss- ar innlimuðu í ríki sitt 2014. Shoigu talaði frá Krím og sagði markmið „skyndiskoðunarinnar“ hafa náðst. Forseti Úkraínu, Vo- lodymyr Zelensky, fagnaði að Rúss- ar skyldu draga úr spennunni við landamærin, en áður hafði hann skorað á Pútín forseta að mæta sér á fundi á umdeildu svæði við Krím. LANDAMÆRADEILUR Rússar munu draga sig frá Úkraínu Deila Hermenn á landamærunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.