Morgunblaðið - 23.04.2021, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 ✝ Reynir Ásberg Níelsson var fæddur í Borgarnesi 26. apríl 1931. Hann lést 12. apríl 2021 í Brákarhlíð Borg- arnesi. Hann var sonur Níelsar Guðnasonar frá Valshamri og Ólafíu Sigurðardóttur frá Urriðaá. Á öðru ári fór hann í fóstur til hjónanna á Hreðavatni, þeirra Kristjáns Gestssonar og Sig- urlaugar Daníelsdóttur og ólst þar upp. Albróðir Reynis var Odd- freyr Ásberg (látinn). Systkini Reynis föðurmegin; Indriði, Guðný Kristrún, Sigríður Ingi- björg, Guðríður Elísabet, Sesselja Soffía og Magnús Sveinsson (fóst- urbróðir). Þau eru öll látin. Systk- ini Reynis móðurmegin; Þórður, Sigþór (látinn) og Guðríður. Upp- eldisbræður Reynis voru; Daníel, Gestur, Ingimundur, Haukur, Magnús og Þórður. Þeir eru allir látnir. Sara Fanney. 4) Heiðar, unnusta Snædís Arnardóttir. Sigurlaug, f. 1964 (d. 2008), giftist Sturlu Gunn- ari Eðvarðssyni. Þeirra börn eru; 1) Erla María, maki Jónas Guðni Sæv- arsson, börn: Sigurlaug Eva, Stein- unn Kara og Jónas Adrian. 2) Svava Rún í sambúð með Jóhanni S. Traustasyni, sonur þeirra er Dagur Sturla. Þorleifur J. Ásberg, f. 1971, í sambúð með Guðbjörgu Hjaltadóttur börn þeirra eru 1) Hjalti Ásberg,í sambúð með Söndru Liv Sigurðardóttur, og 2) Elín Rut. Karl L. Ásberg, f. 1975, kvæntur Ainu R Ásberg. Dætur þeirra 1) Lydía Alexandra og 2) Karoline Othelie. Árið 2000 hóf Reynir sambúð með Fríði Pétursdóttur, d. 2020. Fríður átti 6 börn og fjölda barna- barna. Þau áttu 20 mjög góð ár saman. Reynir Ásberg hóf nám í raf- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði samhliða námi hjá meisturum sínum þeim Johan Rönning og Haraldi Á. Bjarnasyni. Reynir lauk sveinsprófi 1954, eftir sveinspróf stundaði hann nám í vél- fræði í rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík. Hann öðlaðist meist- araréttindi í rafvirkjun og fékk lög- gildingu 1955. Reynir starfaði hjá Rafmagnsverkstæði SÍS 1954-1956. Árið 1956 hóf hann rekstur eigin fyrirtækis, Rafblik í Borgarnesi, til 2001. Árin 1969-1970 kenndi hann jafnframt við Iðnskólann í Borgarnesi og Vélskóla Íslands. Árið 1976 kenndi hann við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Hann var í stjórn Iðnaðarmannafélags Borgarness 1957-1960. Var í stjórn Landssambands íslenskra rafverktaka 1969-1976. Reynir Ásberg kom að stofnun Samtaka rafverktaka á Vest- urlandi 1970 og gegndi þar m.a. formennsku. Hann var í stjórn LÍR (Landssambands íslenskra rafverktaka) í fjölda ára. Hann tók þátt í rafvæðingu sveita og íbúðahúsa bæði í Mýra- og Borgarfjarðasýslu og eins þeg- ar hann starfaði hjá SÍS og Jó- hanni Rönning var hann sendur á Suðurland allt til Víkur í Mýrdal og norður til Skagafjarðar. Útför Reynis Ásberg fer fram frá Borgarneskirkju 23. apríl 2021 kl. 13 að viðstaddri nánustu fjölskyldu. Vegna aðstæðna í sam- félaginu verða takmarkanir í at- höfnina en henni verður streymt á slóðinni: https://www.youtube.com/ watch?v=B0VLKx_GY-Y Stytt slóð: https://tinyurl.com/k8243c5k Steymishlekk má líka finna á: https://www.mbl.is/andlat Reynir kvæntist Karólínu Rut Valdi- marsdóttur frá Skjaldartröð, þau skildu. Börn þeirra eru; Kristján Ás- berg, f. 1955, kvænt- ist Sigríði Júlíus- dóttur (látin), seinni kona Jakobina Reynisson. Þórdís Mjöll, f. 1960, fyrri sambýlismaður var Jónmundur Ólason, þeirra börn eru 1) Margrét, hennar synir eru; Oddfreyr Ágúst, Jón Guðni og Ás- berg Júl. 2) Reynir Ásberg, maki Eygló Gunnlaugsdóttir, þeirra börn eru Sigrún Sunna og Arnór Níels. 3) Laufey Oddný, hennar synir eru Jómundur Atli og Óðinn Þór. Þórdís, í sambúð með Gísla J. Jósepssyni. Kristín G. Björk, f. 1962, gift Kristóbert Óla Heið- arssyni, þeirra börn eru 1) Víví, 2) Tanja, maki Egill Gunnarsson, þeirra sonur er Elías Egill, 3) Telma, maki Jón Ísak Jóhann- esson, dætur: Halldóra Líf og Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Það eru forréttindi að hafa átt þig að í öll þessi ár, alltaf til staðar, tilbúinn að hlusta og spjalla og hjálpa til ef aðstoðar var þörf. Það vantaði bara 14 daga í 90 ára afmælið þitt en lífið er stund- um skrítið því þú kvaddir okkur 12. apríl, á dánardegi Sigurlaugar systur. Við fjölskyldan höfum ver- ið að rifja upp margar góðar minn- ingar um þig, þá sérstaklega eftir að þú fluttir í Laugarás til Fríðar. Margar eru þær frá því þið komuð í bústaðinn til okkar. Þær minn- ingar verða vel varðveittar. Margt kemur upp í hugann; hann Heiðar minn segir alltaf „hann afi er snill- ingur“, það segir allt sem segja þarf. Við fjölskyldan óskum þér góðr- ar ferðar í sumarlandið, þar verða nú fagnaðarfundir. Elska þig ávallt pabbi minn. Þín dóttir, Kristín og fjölskylda. Ekki grunaði mig það þegar við Rut heimsóttum þig í byrjun febr- úar síðastliðins að það yrði okkar síðasta spjall, en enginn veit sína ævi þó svo ljóst væri að komið væri fram í síðari hálfleik af þinni ævi. Við hittumst fyrst fyrir liðlega 20 árum þegar þú fluttir í Laug- argerðið til hennar móður minn- ar, búskapur sem entist meðan bæði lifðu. Það var ekki asanum eða óþolinmæðinni fyrir að fara hjá þér, rólyndur og lá lágt rómur en fastur fyrir þegar því var að skipta og fylginn þér. Saman átt- uð þið góð ár, fyrst í Laugargerði þar sem þú komst þér upp að- stöðu til að sinna hugðarefnum þínum, rafvirkjun, sögugrúski og myndasmíði svo fátt eitt sé nefnt af því sem lá vel fyrir þér og þú stundaðir meðan heilsa leyfði. Síðustu árin í Sóltúni 29 á Selfossi og enn með hugann við hugðar- efni þín þótt heilsan væri farin að bila nokkuð. Mikið naut ég þess að heyra þig rifja upp liðna tíma, segja sögur eða rifja upp atvik frá starfsferli þínum, námsárum í Reykjavík og hvernig æxlaðist að þú settist að í Borgarnesi, fórst að vinna fyrir Kaupfélagið, sinntir uppsveitum og sífellt stækkandi sumarhúsabyggð, annaðist út- sendingu frá kirkjulegum athöfn- um og lagðir m.a. rafmagn í þá kirkju sem í dag hýsir útför þína. Minni þitt var stórkostlegt og öll smáatriði tínd fram til að fylla í sögustundina. Saman ferðuðust þið mikið meðan heilsan leyfði, þú ókst þínum húsbíl þvers og kruss um landið og varst vel heima á flestum þeim stöðum sem komuð þið á. Einnig erlendis en nokkrar ferðir fóruð þið saman, og gaman að heyra þig rifja þær upp. Nú að leiðarlokum veit ég að ég tala fyr- ir munn allra systkina minna þeg- ar við þökkum þér fyrir allt það sem þú gerðir og gafst okkur. Tryggð þína við móður okkar sem var einstök og þakkarverð, en við litum alltaf svo á að þú værir einn af okkar fjölskyldu, trúr og heill. Fjölskyldu þinni allri sendum við samúðarkveðjur. Pétur Hjaltason. Jæja elsku afi. Lánsöm var ég að eiga þig í 35 ár. Við áttum okkar stundir, sam- ræður og deildum aprílmánuði saman. Alla tíð hefur mér þótt mjög vænt um það. Dagavalið var ekkert skrítið þegar þú kvaddir eftir skilaboðin sem ég sendi þér á afmælisdaginn minn. Og hvað gerðir þú prakk- arinn þinn? Þér líkt. Og kvöldið sem þú fórst. Við erum sönnun þess að það þarf ekki síma eða hitting til þess að tala saman. Bestu æskuminningarnar þeg- ar þú mættir síðastur allra í af- mælisafganga eftir vinnu uppi í sveit. Faðmurinn þinn mýkri og hlýrri fyrir vikið og gjafirnar framandi. Ég var svo lánsöm að eiga ann- að heimili hjá þér á grunnskóla- árunum. Dýrmætar stundir. Þú kenndir mér að svara með vel völdum orðum frá þér í símann þegar símamaður bæjarins sem hringdi alltaf á sama tíma hringdi. Það fannst mér sniðugt og hafði mikið gaman af að slá hann út af laginu. Við gátum nú skemmt okkur yfir því ég, þú og Karl. Ekki rakstu mig úr bílskúrnum í ofnagerðinni. Forvitna ég vissi ekkert meira spennandi en kjall- arann og bílskúrinn þegar ég sat ekki í gluggakistunni eða tröpp- unum að læra. Ég sett inn í málin og fulla vinnu. Þarna fékk ég sam- veru og lífskennslu kauplaust, handviss um að þú malaðir gull fyrir vikið. Þú varst svo frábær kennari enda lá það beinast við fyrir þér eftir að hafa starfað sem slíkur. Jarðfræði- og geimvísinda- áhugann hef ég líka eftir fróð- leiksstundir yfir kaffibollanum í eldhúsinu á K4. Við tvö ein að spjalla. Þú kennarinn, ég nem- andinn. Ég hló tröllahlátri þegar eld- gosið í Geldingadölum byrjaði. Vinsælasta sagan af mér gerðist nefnilega á K4 þegar ég byrjaði að lesa. Gat engan veginn lært hæglestur og sjónin bætti stund- um við stöfum í byrjun orða. Eitt skiptið gaf ég mig ekki þegar orð- ið eldgos bar upp og ég las upp- hátt geldgos. Frábært nýyrði. Vissi að það var ekki til, og þú afi minn myndir líklega ekki sam- þykkja það enda mikið í mun að tala og rita rétt mál. En mér fannst ég vera að finna upp eitt- hvað stórmerkilegt. Fannst því ekkert gaman þegar allir hlógu bara, hvað þá þegar ég átti að leið- rétta það. Við systkinin og mamma höfum oft skemmt okkur yfir þessu og nú strákarnir mínir við mikla kátínu. Eitthvað hafði ég fyrir mér greinilega. Nú muntu heyra til mín að handan tuða sömu rulluna og þú þegar há- skólagengið fólk í íslensku getur ekki farið með rétt mál. Ég hugsa alltaf til þín í þeim aðstæðum og mun gera áfram. Þú varst svo hreinn og beinn. Maður fárra vel valdra orða. Stóru orðin í þögninni og svip- brigðunum, áherslan í því þegar þú siðaðir mig til. Ég fékk að vita það ef ég var að gera vitleysu og kann mest að meta það í fari fólks. Þetta vissir þú. Samt hljóp ég á alla veggina fyrst bara af því ég varð að staðfesta sannleikann í visku þinni fyrir sjálfa mig. Ég missti svo mikið þegar þið feðgar fóruð úr Borgarnesi. Eng- inn að hrista mig til þegar ég tók snögga hliðarbeygju í vinavali eða lífinu. Það var því virkilega góð stund sem við áttum í síðasta sinn. Ég og þú, gamla K4-teymið. Takk fyrir allt afi. Ég er full þakklætis fyrir okkar tíma saman. Þín Laufey Oddný. Reynir Ásberg Níelsson - Fleiri minningargreinar um Reyni Ásberg Níels- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Árný Sigurlína Ragnarsdóttir var fædd á Hvammsbrekku í Staðarhreppi 13. október 1933. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðár- króki þann 5. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Gísli Ragn- ar Magnússon, f. 30.5. 1896, d. 02.12. 1974, og Sigurlína Jó- hanna Sigurðardóttir, f. 25.10. 1902, d. 31.12. 1993. Systkini Árnýjar voru Ragn- heiður María, Magnús, Sigurður Magnús og Klara Elísabet, öll látin. Þann 28. desember 1954 gift- ist Árný eiginmanni sínum, Ás- grími Ásgrímssyni, f. 22.06. 1932, d. 18.04. 2019. Foreldrar hans voru Ásgrímur Árnason, f. 30.09. 1896, d. 18.01. 1933, og Sigríður Sigurlína Árnadóttir, f. 07.04. 1905, d. 21.05. 1985. Fóst- urfaðir hans var Leó Jónasson, f. 28.03. 1904, d. 05.01. 1998. Börn Árnýjar og Ásgríms eru fjögur: 1) Sigurður Leó, f. 11.11. maki Guðmundur Örn Jensson, f. 28.05. 1966. Börn þeirra eru a) Páll Árni, f. 1986. b) Íris Erna, f. 1992. c) Jens Berg, f. 1997. Barnabörnin eru fjögur. Árný var fædd á Hvamms- brekku í Staðarhreppi. Á ung- lingsárum flutti hún með for- eldrum sínum og systkinum að Bergstöðum í Skarðshreppi. Átján ára fór Árný til Keflavíkur til móðurbróður síns, aðstoðaði þar við heimilið og passaði frænku sína, Sigrúnu. Flutti Sig- rún með Árnýju að Bergstöðum og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Árný flutti síðar með eiginmanni sínum á Malland á Skaga, hófu þau búskap og eignuðust fjögur börn. Byggðu upp myndarlegt sauðfjárbú og gekk Árný í öll bú- störf með manni sínum. Hún tók á móti veiðifólki í mörg ár. Árný gekk í kvenfélag Skefilsstaðar- hrepps, var formaður þess um tíma. Kvenfélagið kom að bygg- ingu félagsheimilisins Skagasels og var hún þar húsvörður. Árný var virk í félagslífi, var í hjóna- og paraklúbbi Skagafjarðar. Árný og Ásgrímur voru í Rökk- urkórnum um árabil. Seinni ár var Árný í sönghópi Félags eldri borgara í Skagafirði. Þegar þau hjónin hættu búskap fluttu þau á Sauðárkrók, þar eyddi Árný síð- ustu árum sínum. Árný verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 23. apríl 2021, klukkan 14. 1954, maki Kristín Guðbjörg Snæland, f. 18.04. 1969. Barn þeirra er a) Alma Karen, f. 2002. Börn Sigurðar Leós frá fyrri sambönd- um eru a) Þórdís Eva, f. 1975. b) Brynja, f. 1980. c) Sigurbjörg, f. 1981. d) Sigþór Smári, f. 1983. e) Guðrún Sigurlína, f. 1986. Barnabörnin eru tíu og eitt barnabarnabarn. 2) Ásgrímur Gísli, f. 17.03. 1958, maki Gerður Guðjónsdóttir, f. 06.11. 1970. Börn þeirra eru a) Ásgerður, f. 1997. b) Friðmey, f. 2004. Börn Gerðar frá fyrra sambandi eru a) Amanda Ösp Kolbeindóttir, f. 1992. b) Kol- brún Ósk Kolbeinsdóttir, f. 1995. Eiga þau eitt barnabarn. 3) Helga Baldvina, f. 22.06. 1961, maki Sigtryggur Snævar Sig- tryggsson, f. 28.07. 1956. Börn þeirra eru a) Árný, f. 1981. b) Snævar Freyr, f. 1985. c) Arndís Lára, f. 1994. Dóttir Sigtryggs frá fyrra sambandi er a) Díanna Rut, f. 1976. Barnabörnin eru tíu. 4) Anna María, f. 24.07. 1965, Ég er ekki alveg að trúa því að ég eigi ekki eftir að heyra í þér aftur en við vorum vanar að heyra í hvor annarri á laugar- dögum og það var spjallað um heim og geim og oftar en ekki heyrði ég í þér nokkrum sinnum í viku en svona er nú lífið, við vitum aldrei hvenær okkar tími kemur en þinn tími kom og þú fórst í draumalandið til pabba sem beið eftir þér og nú eru þið saman á ný. Það er svo margt sem mig langar að segja en við vorum alla tíð mjög nánar, átt- um mjög lík áhugamál, hand- vinnu, bakstur og tala nú ekki um sönginn en það var eitt af því sem þú hafðir dálæti af. Það var mjög margt sem þú kenndir mér eins og til dæmis að sauma og prjóna, enda kom það sér vel þegar ég fór að búa og eignaðist börnin mín að ég gat saumað og prjónað á þau föt. Þegar kom að bakstri hringdi ég í mömmu og fékk uppskrift hjá þér og en þann dag í dag eru bakaðar smákökurnar hennar mömmu fyrir jólin og uppskriftarbókin mín er full af uppskriftum frá þér. Margar mínar hefðir eru komnar frá þér enda hef ég oft sagt að þetta og hitt þarf að vera svona vegna þess að þetta var svona hjá mömmu. Mikið sem ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég á eftir að sakna þín, elsku mamma mín. Minningar lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Anna María. Amma. Elsku besta amma mín, besta vinkona mín. Við viss- um alltaf að þessi dagur kæmi. En sama hvenær hann kæmi vissi ég líka að ég yrði ekki tilbúin. En þú varst komin vel á 88. aldursár og ég að verða fer- tug. Að hafa ömmu sína í lífi sínu í tæp 40 ár, það eru forrétt- indi. Ég man eftir því frá því ég var lítil stelpa, að kvíða þessum degi, lífið án ömmu var óhugs- andi, óbærilega sár hugsun. Hún er það enn. Í dag er ég eldri og þroskaðri, kann að vera þakklát fyrir að hafa haft þig í 40 ár. Óendanlega þakklát fyrir okkar fallega og sterka samband. Þakklát fyrir allar minningarn- ar. Þakklát fyrir að börnin mín fengu að kynnast langömmu sinni svona vel. Þakklát fyrir hvað þú varst alltaf hress. Þakk- lát fyrir að þú kvaddir þetta líf með reisn. Þakklát. Það hafa verið gerðar fjöl- margar rannsóknir á tengsla- myndun ungbarna, hún er víst mikilvæg. Það má með sanni segja að samband okkar var lif- andi sönnun þess að sú tengsla- myndun er mikilvæg. Ég var hjá ykkur afa mína fyrstu mánuði og ár, og alla tíð áttum við ein- staklega náið, sterkt, traust og gott samband. Ég vildi helst allt- af vera hjá ykkur, en þið bjugg- uð langt frá mínu heimili. Sumr- unum eyddi ég hjá ykkur í sveitinni og eru þau mínar dýr- mætustu æskuminningar. Síð- ustu ár, þá enn langt á milli okk- ar landfræðilega, heyrðumst við í síma oft í viku. Spjallað var vel og lengi. Helst vildi ég kíkja í heimsókn sem oftast, en það voru færri heimsóknirnar þetta síðasta ár, skiljanlega. Ég fór þó dagsferð til þín, bara ég ein, núna í febrúar. Sátum í stofunni þinni í nokkra klukkutíma og spjölluðum. Við gátum alltaf spjallað meira, þrátt fyrir að hafa kannski átt klukkutíma- spjall í símann daginn áður. Ég hitti þig svo einn dag í mars, þá þú orðin lasin. Þú varst samt þú og gátum við vel spjallað, þú varst með allt á hreinu. En þú gast ekki gert allt sjálf. Ég vissi að þú myndir ekki vilja vera þannig lengi. Mig grunaði að ég myndi ekki hitta þig aftur. Leið- in heim var erfið. En sjálfstæðið er mikilvægt, þú varst alla tíð sjálfstæð og vildir sjá um þig sjálf, ekki vera upp á aðra kom- in. Ég veit því að þú kvaddir þetta líf sátt, þú réðst ferðinni. Við sem eftir erum getum ekki annað en verið sátt með þér, þó svo við syrgjum sannarlega, þá eigum við svo mikið af minn- ingum til að ylja okkur við og vera þakklát fyrir. Ég veit þú saknaðir líka afa, nú eruð þið sameinuð, elsku afi minn og amma mín. Þegar ég var lítil stelpa var ég sannfærð um að þetta litla lag væri um ykkur, og sann- arlega langaði mig að fljúga til ykkar og lenda á túninu heima á Mallandi. Sá lendinguna mynd- rænt fyrir mér þegar lagið var sungið, geri það enn. Afi minn og amma mín úti á Bakka búa. Þau eru mér svo þæg og fín, þangað vil ég fljúga. (Höf. ók.) Takk fyrir allt sem þú gafst mér elsku amma mín, sakna þín alltaf. Þín nafna, Árný. Elsku langamma okkar Takk fyrir öll knúsin og sög- urnar. Tímann á Mallandi. Fyrir að leyfa okkur að veiða í vötn- unum þínum og velja rekavið úr fjörunni. Við höfum öll klifrað á hnyðjunni í garðinum okkar margoft. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Knúsaðu langafa frá okkur. Ásbjörg Nína, Ísak Nói og Ýmir Míó. Árný Sigurlína Ragnarsdóttir - Fleiri minningargreinar um Árnýju Sigurlínu Ragn- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.