Morgunblaðið - 23.04.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 23.04.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 ✝ Sigríður Vil- mundardóttir fæddist 2. nóv- ember 1924 á Lönd- um í Staðarhverfi í Grindavík. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi, Hellu, 8. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jónsdóttir og Vil- mundur Árnason, útvegs- bændur á Löndum. Sigríður var sjöunda í röð systkinanna, sem voru Guðvarður, Árni, Anna, Magnús, Borghildur, Guðni, Gísli, Erlendur, Eyjólfur, Eð- varð, Kristinn Jón og Hjálmar, þau eru öll látin. Dóttir Sigríðar og Júníusar Halldórs Valdimarssonar, f. 11. nóvember 1920, d. 7. apríl 1987, er: 1) Elsie, f. 5. ágúst 1945. Maki Runólfur Haraldsson, f. 26. október 1941. Þeirra dætur eru flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur vorið 1947 og vann þar ýmis störf. Sigríður og Ólaf- ur réðu sig árið 1951 sem ráðs- fólk til Skúla Thorarensen á Geldingalæk á Rangárvöllum. Árið 1953 flytja þau á nýbýlið Hjarðarbrekku, sem þau byggðu upp frá grunni. Sigríður var húsmóðir af gamla skól- anum, bakaði, prjónaði og saum- aði flest til heimilisins ásamt því að sinna bústörfum með Ólafi. Sigríður starfaði með kven- félaginu Unni, var um tíma for- maður þess og seinna gerð að heiðursfélaga. Sigríður og Ólaf- ur stunduðu búskap uns þau fluttu á Selfoss í nóvember 1999. Eftir andlát Ólafs bjó Sigríður ein í húsi þeirra fram að andláti. Útförin fer fram frá Odda- kirkju í dag, 23. apríl 2021, kl. 13. Streymt verður frá athöfn- inni á slóðinni: https://www.facebook.com/ groups/jardarforsigridarvilmund- ardottur Stytt slóð: https://tinyurl.com/wwdxarcw og útvarpað í nágrenni Odda- kirkju á tíðninni FM 103,5. Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Sigríður, Val- gerður Lára og Ólafía Ósk. Afkom- endur eru 17 tals- ins. Sigríður giftist 10. maí 1951 Ólafi Gíslasyni, f. 10. maí 1919, d. 22. janúar 2004. Börn þeirra eru: 2) Vilmundur Rúnar, f. 5. desem- ber 1951. Maki Helga Sigurðardóttir, f. 1. apríl 1951, þeirra börn eru: drengur, f. 1974, d. 1974, Ólafur, Árni og María. Barnabörnin eru 6. 3) Svala, f. 3. maí 1953. Maki Svav- ar Jóhannesson, f. 15. október 1961, synir þeirra eru: Sindri, f. 1993, d. 1993 og Styrmir. 4) Guð- rún Bára, f. 7. ágúst 1955. Maki Árni Snævar Magnússon, f. 27. janúar 1951, þeirra dóttir er: Hafrún Gróa. Barnabarnið er 1. Sigríður ólst upp á Löndum í Staðarhverfi í Grindavík. Hún Tárin blika í augum en bros færist á vanga þegar ég sest niður með penna og blað til að minnast þín, elsku mamma. Tilfinningin er svo skrítin að skreppa ekki í Grenigrundina til þín tvisvar eða þrisvar á dag. Síminn hringir aldr- ei meir og þú spyrð hvort ég sé á leiðinni af því þig vantar smá að- stoð. Öll kvöldin sem við eyddum við spjall og hlátur því alltaf var stutt í bros og smá grín. Nú er hláturinn þagnaður í Grenigrund- inni. Aldrei oftar heyri ég setn- inguna: „Ég er að fara í búð á morgun, hvað ætli mig vanti?“ Minnismiðinn þinn liggur enn á borðinu fyrir síðustu búðarferðina sem aldrei var farin. Já, þú sást ekki til að skrifa, sjónin þín hvarf. Það var það versta hjá þér að geta ekki gert neitt í höndunum; prjón- að, heklað, nú eða ráðið sudoku. Mörg kvöldin sátum við í Greni- grund og rifjuðum upp liðna daga og var gott að minnast þess sem á dagana hafði drifið, t.d. afans sem þú hafðir hjá þér fyrstu 10 árin. „Besti afi í heimi“ eða hann Þor- geir sem ætlaði að gefa þér gullskó þegar þú yrðir stór en þegar kom að skuldadögum var hann látinn. Oft var líka minnst á sunnudagasvuntuna sem þú náðir þér í á virkum degi til að geta dansað í uppi á hólnum og svo það löppin undan eldavélinni sem þú skírðir Sullu og notaðir sem dúkku. Oft var minnst á góða fólk- ið sem gaf þér hádegismat alla skólagönguna og gönguna á milli hverfa. Eins og hjá flestum var lífið ekki alltaf dans á rósum og fékk fjölskyldan á Löndum að finna fyrir því. Næstyngsta barnið dó þriggja ára og húsfreyjan missti heilsuna, en alltaf stóðuð þið sam- an og allir lögðust á eitt til að ekki þyrfti að sundra heimilinu. Þegar árin liðu og þið ákváðuð að yfirgefa Staðarhverfið fluttuð þið til Reykjavíkur, stutt stopp þar, svo var flutt austur á Rang- árvelli. Þar byggðuð þið pabbi ný- býlið Hjarðarbrekku, þar sem þið lifðuð og störfuðuð til ársins 1999. Í Hjarðarbrekku varst þú hin ís- lenska húsmóðir í sveit. Þú gekkst í störfin innan og utan húss. Oft var heimilið mannmargt og allt bakað heima, brauð, kökur, svo var sett í eina brúna lagtertu með hvítu kremi og vínartertu fyrir helgar. Fjósið og beljurnar okkar voru fastur punktur, alltaf mætt í mjaltir á réttum tíma. Margar góðar stundir áttum við þegar ver- ið var í fjósaverkunum. Rólegheit og yfirvegun kusanna var heillandi. Ekki má gleyma sauð- burðinum, það eru ófá lömbin sem þú hjálpaðir í heiminn. Garðurinn þinn í sveitinni var þitt stolt og yndi. Gleðin þegar ræktunin fór að skila sínu og skjólið myndaðist og fyrsta rifs- berjauppskeran kom. En oft hlóg- um við þegar við minntumst reyni- viðarins sem hvergi leið nógu vel í garðinum og var tekinn upp og gróðursettur á 4-5 mismunandi stöðum í garðinum. Elsku mamma, nú ertu farin að hitta pabba aftur eftir 17 ár. Þú stóðst þig eins og hetja þegar hann dó og allt í einu þurftir þú að hugsa um allt sem hann hafði séð um. Ég veit hann beið þín hinum megin á gamla Glað með Eitil sér við hlið og þið hélduð saman af stað út í gróandann. Takk, elsku mamma, fyrir allt, ég sakna þín endalaust. Þín dóttir, Bára. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Þetta er m.a. eitt af þeim ljóðum sem hún tengda- móðir mín valdi til að láta flytja við útförina sína. Það verður dálítið skrítið að kíkja ekki við í Greni- grundinni þegar leið liggur á Sel- foss og þiggja kaffibolla og aðrar góðgjörðir. Hún Sigga hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna. Fædd árið 1924 í litlu timburhúsi á Löndum í Staðarhverfi, Grinda- vík, sem að hluta til var byggt úr hinu fræga James Town-timbur- flutningaskipi, 37,6 fermetrar að gólffleti. Þar bjuggu foreldrar hennar og komu upp stórum barnahóp, hún var 7. í röðinni af 13 börnum þeirra Guðrúnar Jóns- dóttur og Vilmundar Árnasonar. Það hefur því stundum verið þröng á þingi, en samstaðan og samhjálpin fleyttu fjölskyldunni áfram. Lengstan hluta ævinnar bjó hún með manni sínum og börnum í Hjarðarbrekku á Rang- árvöllum.Hún vildi láta kalla sig „Siggu í Hjarðarbrekku“. Fyrir rétt tæpum 50 árum kom ég fyrst að Hjarðarbrekku með einkasyni hennar sem átti eftir að verða maðurinn minn. Frá fyrstu tíð tók hún mér opnum örmum. Við grín- uðumst stundum með það að ég væri „uppáhalds“-tengdadóttirin. Það er margs að minnast og geymi ég góðar minningar í huga mínum eftir 48 ára kynni. Hún hafði ein- staklega góða nærveru og var ávallt glæsileg og vel til fara. Sigga var hamhleypa til allra verka og mikil húsmóðir og handavinnukona, það eru ófá prjónuðu sjölin og rúmteppin sem hún útbjó svo listilega og gaf vin- um og vandamönnum eða þá dúk- arnir stórir og smáir sem hún prjónaði úr silkigarni. Ég er þess ekki megnug að fara ítarlega í gegnum lífshlaup hennar en síð- ustu skiptin sem ég hitti hana líða mér seint úr minni. Þó sjón og heyrn hefðu yfirgefið hana og erf- iðara reyndist að hafa ekki eitt- hvað á „prjónunum“ þá hafði hún andlegt atgervi til hinstu stundar. Hvíl í friði. Takk fyrir allt og allt. Helga Sigurðardóttir. Ég kveð nú hana ömmu mína, Sigríði Vilmundardóttur, sem lést 8. apríl síðastliðinn. Amma mín var ein af mínum uppáhaldsman- neskjum. Það er mjög sárt að sjá hana fara en þannig er lífið. Síðan amma kvaddi hef ég verið að velta mér upp úr gömlum minningum sem ég á um hana. Ég man hlý- lega eftir því þegar ég var lítill og við amma vorum að horfa á Bang- símon og þáttinn Hvíti Úlfur, sem sýndur var á Stöð tvö hér áður fyrr. Hún virtist aldrei verða þreytt á því að horfa með mér á þessa vitleysu og mér þótti mjög vænt um það. Í seinni tíð minnist ég þess að koma í kaffi til hennar þar sem við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Mér þótti alltaf óþarfi og smá fyndið hvað hún hafði mikið fyrir kaffitíman- um, þar sem hvorki ég né hún höfðum sérstaka ánægju af kræs- ingunum sem hún lagði fram. Við höfðum eiginlega bara áhuga á kaffinu. Elsku amma, nú þegar þú ert farin, þá er mjög erfitt að hugsa að ég muni aldrei aftur koma aftur í heimsókn til þín og hitta þig. Ég mun ekki koma til með að kíkja í heimsókn og drekka kaffi með þér og spjalla um hitt og þetta. Þú varst alltaf svo hlýleg og góð við mig og mér mun alltaf þykja vænt um þig. Þín verður sárt saknað, amma. Guð geymi þig. Þinn Styrmir. Sigríður Vilmundardóttir - Fleiri minningargreinar um Sigríði Vilmundar- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Pálmar Björg- vinsson er fæddur í Mið- húsum á Djúpavogi 29. júní 1949 og þar ólst hann upp í stórum systk- inahópi. Pálmar lést á gjörgæslu- deild Landspítal- ans við Hringbraut 3. apríl 2021. Foreldrar hans voru Halldór Björgvin Ív- arsson, f. 18. desember 1904, d. 7. desember 1988, og Þorgerð- ur Pétursdóttir, f. 2. ágúst 1913, d. 3. júlí 1997. Systkini Pálmars í réttri aldursröð eru: Una Stefanía, f. 1931, d. 1995, Anna Margrét Björgvins- dóttir, f. 1933, d. 1951, Haukur Björgvinsson, f. 1935, Fjóla Björgvinsdóttir, f. 1937, d. 2017, Ragna Björgvinsdóttir, f. kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 1972. Börn þeirra eru Jó- hann Fannar, f. 1991, barn Jó- hanns er Eyþór Atli, f. 2011, Freydís Ösp, f. 1996, og Viktor Daði, f. 2002. Sigrún Huld, búsett í Þor- lákshöfn, f. 1975. Er hún gift Guðmundi Hjartarsyni, f. 1973, börn þeirra eru Eiður Smári, f. 1999, Auðunn Ari, f. 2007, og Eyrún Saldís, f. 2009. Harpa Lind, f. 1979, d. 2019. Fyrir átti Sigrún tvo drengi, Jón Magnússon, f. 1960, og Ingvar Oddgeir Magnússon, f. 1963. Jón er kvæntur Kristínu Önnu Jónsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Drengur, f. 1984, d. 1984, Anna, f. 1986, Hrefna, f. 1986, barn hennar Baldur, f. 2020, Magnús, f. 1988, börn hans eru Jón Karel, f. 2010, og Rúnar Elí, f. 2013. Ingvar Oddgeir á þau Sunnu, f. 1981, barn hennar er Jón Guðni, f. 2017, Pétur Inga, f. 1986, Ernu Ósk, f. 1995, börn hennar eru Oliver Líndal, f. 2019, og Darri Líndal, f. 2020, og Helgu Rún, f. 1999. Ólst Pálmar upp á Djúpavogi í Miðhúsum með foreldrum og systkinum, hann byrjaði ungur að stunda sjómennsku á Djúpa- vogi þar sem hann reri á bát- um frá sínum heimabæ og einnig frá Hornafirði. Um tví- tugt lá leið hans til Reykjavík- ur. Árið 1969 kynntist hann Sig- rúnu og fóru þau fljótlega að búa saman í Skólagerði. Það var svo 20. maí árið 1972 sem þau gengu í hjónaband og árið 1972 eignuðust þau sitt fyrsta barn, Pálmar Ægi. Árið 1975 fæddist svo Sigrún Huld og ár- ið 1976 keyptu þau sína fyrstu íbúð í Kjarrhólma 18. Harpa Lind fæddist síðan árið 1979 og lá svo leið fjölskyldunnar til Þorlákshafnar í maímánuði ár- ið 1981 þegar þau keyptu í Eyjahrauni. Þá reri Pálmar á báti sem var í eigu Glettings sem var gerður út frá Þorláks- höfn. Það var fátt sem Pálmar gat ekki gert. Hann var lista- smiður eins og sést vel á sum- arbústað þeirra hjóna sem hann byggði sjálfur árið 1995 en hann er staðsettur í Gríms- nesi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 1938, d. 2018, Berta Björgvins- dóttir, f. 1939, Ívar Björgvinsson, f. 1941, Björk Björg- vinsdóttir, f. 1942, d. 2018, Pétur Björgvinsson, f. 1944, Stúlka Björg- vinsdóttir, f. 1945, d. 1945, Hrafnhild- ur Björgvinsdóttir, f. 1947, Anna Mar- grét Björgvinsdóttir, f. 1951. Þann 20. maí 1972 kvæntist Pálmar Sigrúnu G. Guðmunds- dóttur, f. 1942, frá Stíflu í V- Landeyjum. Foreldrar hennar voru Guðlaug Ingvarsdóttir, f. 1923, d. 1979, frá Stíflu í V- Landeyjum, og Guðmundur Pétursson, f. 1917, d. 2002, frá Hellissandi. Pálmar og Sigrún eignuðust þrjú börn: Pálmar Ægir, bú- settur í Noregi, f. 1972, og er Elsku hjartans pabbi minn. Aldrei óraði mig fyrir að þú fengir ekki lengri tíma með okk- ur. Ég veit að sérhvern dag á ég eftir að hugsa til þín og ég veit líka að elsku Harpa Lind litla systan mín og þitt yngsta barn hefur tekið vel á móti þér. Ég ætlaði heldur ekki í þetta verkefni sem okkur var falið núna að missa þig frá okkur, eftir mjög snarpa en erfiða baráttu í þínum veikindum, ég sagði við þig þegar við fórum suður til að hitta lækn- inn þinn fimmtudaginn 25. mars að þetta væri sko verkefni sem við ætluðum að tækla saman. En oftar en ekki ráða örlögin og varstu tekinn allt of fljótt frá okk- ur en elsku pabbi, það er svo margt sem ég er þakklát fyrir, mest fyrir að hafa átt þig fyrir pabba, svo bestur og blíðastur og líka fyrir hve frábær vinur þú varst, ég gat alltaf leitað til þín og mömmu alveg sama hve málið var smátt eða risastórt, þú varst góð- ur vinur, frábær tengdapabbi og veit ég að Gummi á eftir að sakna þín mikið, þið áttuð ekki sjaldan bátspjall saman, þú sagðir svo oft ef Gummi veit það ekki þá veit það enginn. Ég er þakklát fyrir helgina sem við áttum saman uppi í bústað í mars. Við systkinin vorum svo ótrúlega lánsöm að ferðast mikið með ykkur mömmu hérna innanlands, krúsa um klak- ann á gulum Bronco með bleika tjaldið, ferðanna sem voru farnar í Miðhús á Djúpavogi til ömmu og afa, hitta Ívar og Pétur bræður þína og fjölskyldurnar þeirra, fara niður í Tríton með afa, rölta fjöruborðið, læra að fleyta kerl- ingar og sjá aflann hjá Ívari þeg- ar hann kom í land á Möggunni. Með tárum og trega þarf ég að kveðja þig en efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt þig að, eins mikinn klett og þú varst, staðfastur og einlægur, en ég er lánsöm að fá að hafa mömmu hjá okkur. Þangað til næst, þín dóttir Sigrún Huld. Pálmar Björgvinsson Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Lúlla, Skagfirðingabraut 8, Sauðárkróki, lést föstudaginn 16. apríl. Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 29. apríl klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://www.youtube.com/watch?v=-hzQqQdkHb8 Lúðvík R. Kemp Friðgeir Kemp Hulda Hákonardóttir Sigurður St. Björnsson Rakel Sigurðardóttir Elísabet G. Kemp Rósa Kristín Kemp Lúðvík Kemp Hákon Kemp Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON frá Akranesi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. apríl. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi verður hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Guðlaug Jónsdóttir Helga María Hallgrímsdóttir Andreas Gollenstede Ingunn Hallgrímsdóttir Hlynur Jónsson Stefanía Ellingsen Jesper Holdt Jensen Tatiana Hallgrímsdóttir Kristinn Bjarnason Rakel María Eggertsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR KARLSDÓTTIR, Básbryggju 51, Reykjavík, lést á Landspítalanum 19. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Úlfur Þór Ragnarsson Karl Ágúst Úlfsson Ágústa Skúladóttir Inga Úlfsdóttir Ragnar S. Ragnarsson Linda Rán Úlfsdóttir Sigurður Ingi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, ESTER ZOPHONÍASDÓTTIR, Sílatjörn 14, Selfossi, áður til heimilis að Ásavegi 16, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 18. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ástþór E. Ísleifsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.