Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Í SÍÐASTA SKIPTI, RUNÓLFUR, ÉG ER
SVARAMAÐURINN OG ÞÚ ERT BRÚÐGUMINN.
VIÐ GETUM EKKI SKIPT UM STAÐ!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlaupa maraþon
fyrir góðgerðar-
samtökin hennar
TILBÚIN Í
ÆFINGAR?
VIÐ SKULUM BYRJA
Á NOKKRUM
ÖNDUNARÆFINGUM
ÉGÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ ÞÚ HAFIR EKKI
KVEIKT Í KASTALANUM TIL AÐ RÆNA ÞESSU!
ÉG TRÚI
ÞVÍ EKKI AÐ
ÞÚ HAFIR
SKOÐUN Á
ÞESSU!
VEISTU HVERSU ERFITT ÞAÐ VÆRI
AÐ NÁ REYKJARLYKT ÚR FÖTUM
DROTTNINGARINNAR?
ÞEF
VOF
F!
„VEISTU, ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ STOPPA
VIÐ HVERN BRUNAHANA.“
HUNDAÞJÁLFUN
Hrauni, og Guðríður Guðjónsdóttir,
f. 7.10. 1931, d. 20.9. 2002, húsfreyja.
Þau bjuggu í Reykjavík. Fyrrver-
andi sambýliskona Þrastar er Íris
Guðmundsdóttir, f. 11.1. 1962.
Börn Þrastar og Írisar eru 1) Silja
Lind Þrastardóttir, f. 3.5. 1982, vinn-
ur á kaffihúsi, býr í Reykjavík. Maki:
Hafþór Páll Bryndísarson. Börn
þeirra eru Vilborg Elín, f. 2009,
Brynhildur Íris, f. 2013, og Hafrún
Björg, f. 2016; 2) Pálína Margrét
Þrastardóttir, f. 6.3. 1993, skrif-
stofumaður og býr í Kópavogi: Maki:
Aðalsteinn Arnór Sigurpálsson.
Börn þeirra eru Rúrik Leó, f. 2017,
og Ylfa Mardís, f. 2020; 3) Vilborg
Kristín Þrastardóttir, f. 26.2. 1995,
vinnur hjá Aur, býr í Reykjavík; 4)
Guðmundur Leó Þrastarson, f. 11.7.
1997, vinnur á bílasölu, býr í Reykja-
vík. Dóttir Þrastar og Helgu er 5)
María Þrastardóttir, f. 29.6. 2005.
Stjúpdætur Þrastar og dætur Helgu
eru Guðríður Hlín Geirsdóttir, f. 1.4.
1987, forstöðumaður Muggsstofu á
Bíldudal, hún á tvo stráka, og Sól-
veig Magnea Guðjónsdóttir, f. 15.1.
1995, náttúrufræðingur á Hafrann-
sóknastofnun. Maki: Jorid Tase.
Systkini Þrastar: Jón Rúnar
Gunnarsson, f. 22.2. 1954, d. 8.10.
2012, kaupmaður og leikari á Bíldu-
dal; Fríða Björk Gunnarsdóttir, f.
27.2 1956, leikskólakennari á Álfta-
nesi, býr í Kópavogi; Valdimar
Smári Gunnarsson, f. 8.7. 1958,
framkvæmdastjóri UMSK, býr í
Reykjavík; Svanur Kolbeinn Gunn-
arsson, f. 27.2. 1964, fiskifræðingur,
býr í Reykjavík, og Unnsteinn Vík-
ingur Gunnarsson, f. 31.12. 1966,
framkvæmdastjóri Arnarlax, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Þrastar: Hjónin Vil-
borg Kristín Jónsdóttir, f. 8.12. 1931,
ljósmóðir og Gunnar Knútur Valdi-
marsson, f. 3.11. 1924, d. 20.6. 2010,
vörubílstjóri, flugvallarvörður, fjár-
bóndi og bíóstjóri. Þau bjuggu á
Bíldudal, en Vilborg dvelur nú á
Patreksfirði.
Þröstur Leó
Gunnarsson
Mikkelína Jensdóttir
húsfreyja í Bolungarvík
Guðjón Gíslason
bóndi og sjómaður í Bolungarvík
Guðrún Jóna Bjarney Guðjónsdóttir
húsfreyja á Vindheimum og Fífustöðum
Jón Bjarni Ólafsson
bóndi á Vindheimum í Tálknafirði
og Fífustöðum í Arnarfirði
Vilborg Kristín Jónsdóttir
ljósmóðir á Bíldudal
Jóna Gísladóttir
húsfreyja á Vindheimum
Ólafur Kolbeinsson
bóndi á Vindheimum
Guðbjörg Kristín Guðmundsdóttir
húskona í Auðkúluhr. og húsfreyja á Þingeyri
Bjarni Bjarnason
húsmaður víða í Auðkúluhr.
og á Þingeyri
Jónfríður Bjarnadóttir
húsfreyja á Bíldudal
Valdimar Bjarnason
fiskverkamaður og fjárbóndi á Bíldudal
Ingibjörg Vilborg Ásbjörnsdóttir
húsfreyja á Auðkúlu
Bjarni Sigurðsson
bóndi á Auðkúlu í Arnarfirði
Úr frændgarði Þrastar Leós Gunnarssonar
Gunnar Knútur Valdimarsson
flugvallarvörður og bíóstjóri á Bíldudal
Um helgina fjölgaði þeim semgreindust með Covid og
spurður hvort von væri á hertum
aðgerðum svaraði Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir, að hann væri
með hönd á byssunni en ekki búinn
að draga hana upp. Helgi Ingólfs-
son orti á Boðnarmiði:
Um kúrekanna byggð og ból
beitt skal pestin hörku’ á ný.
Er aðalstrætið signir sól
sériff tekur gikkinn í.
Síðan bætti Helgi við:
Ef helst sú pörupilta vá
pestin verður fljót inn,
og skrambi miklu skiptir þá
að skjóta sig ekki’ í fótinn.
„Vorbrigði“ segir Ólafur Stef-
ánsson og yrkir:
Það var um páska að pikkað fannst
mér og barið,
í prýðisveðri, rólegt var skýjafarið.
Svo rauk hann upp, rétt svo að næmi
ég svarið:
hér ráfaði vorið um garða, – búið og
farið.
Indriða á Fjalli þykir vora seint:
Ekki gengur allt í haginn.
Alveg komið nóg.
Sumarmála miðjan daginn
mokar niður snjó.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Sjálfstæðingur“:
Bjartur var baráttuglaður
og blés á allt samvinnuþvaður,
ei studdist við staf
og standandi svaf,
enda sannur sjálfstæðismaður.
Það var í fréttum RÚV að héraðs-
dómur Reykjaness hefði gert rækt-
anda að afhenda viðskiptavini sín-
um hund sem hann var með í
pössun. Halldór Guðlaugsson orti:
Ákaft skelfur aftur grund
er það núna vegna þess
að konur berjast hart um hund
í Héraðsdómi Reykjaness.
Friðrik Steingrímsson gefur holl
ráð:
Ýmsra líf er ansi hart
oft þó hrjái saklaus pest,
þegar skitu verður vart
vinsamlegast farð’í test.
Áætlanir um að stofna „of-
urdeild“ knattspyrnuliða hafa vak-
ið sterk viðbrögð. Kristján H. Theó-
dórsson tekur djúpt í árinni:
Auraglýja og græðgin hörð,
gjörðum þeirra ræður.
„Ofurdeild“ um alla jörð,
aðeins nokkrar hræður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af byssugikk,
ofurdeild og veðurfari