Morgunblaðið - 23.04.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 23.04.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 _ Handknattleiksmaðurinn Arnór Freyr Stefánsson spilar ekki meira með Aftureldingu á tímabilinu en von- ast var til að hann myndi snúa aftur í síðustu deildarleikina. Markvörðurinn meiddist á hné í lok febrúar og tók ekki þátt í síðustu leikjum Mosfellinga áður en Íslandsmótinu var frestað vegna hertra sóttvarna. Gunnar Magn- ússon, þjálfari Aftureldingar, greindi frá þessu í samtali við handbolta.is. Arnór hefur komið við sögu í 13 leikj- um til þessa en ásamt honum eru markmennirnir Bjarki Snær Jónsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson í leik- mannahópi liðsins. _ Knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibra- himovic verður áfram í herbúðum AC Milan á næstu leiktíð og mun því fagna fertugsafmæli sínu sem leikmaður í efstu deild á Ítalíu. Miðillinn Goal greinir frá því að Zlatan hafi samþykkt eins árs framlengingu á samningi en hann hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum fyrir liðið í vetur. Svíinn, sem sneri á dögunum aftur í sænska landsliðið, verður fertugur í október. _ Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp- fyrra mark AGF í 2:0-heimasigri á Randers í úrslitakeppni dönsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu í gær. Sig- urinn var sá fyrsti hjá AGF í úr- slitakeppninni en liðið situr í 3. sæti riðilsins af sex. Íslendingurinn var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 84. mínúturnar en hann lagði upp opn- unarmark leiksins strax á sjöundu mínútu, átti fyrirgjöf frá vinstri sem Albert Gronbæk skoraði úr með skalla. Alexander Ammitzboll skoraði svo annað markið í uppbótartíma eftir að Jón Dagur var farinn af velli. AGF er sem fyrr segir í 3. sæti með 42 stig en sex umferðir eru eftir af tíma- bilinu. Eitt ogannað Leicester nældi í langþráð og mik- ilvæg þrjú stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð er liðið lagði West Brom að velli, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Leicester er í þriðja sæti, nú með fjögurra stiga forystu á Chelsea og West Ham í fjórða og fimmta sæti. Sex umferðir eru eftir af deild- inni. Leicester tryggði sér sinn fyrsta úrslitaleik í enska bikarnum síðan 1969 um síðustu helgi er liðið vann sigur á Southampton í undanúrslit- unum á Wembley en þar áður voru lærisveinar Brendans Rodgers bún- ir að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Þau töp, gegn Manchester City og West Ham, hafa eflaust minnt stuðningsmenn Leicester á hvað gerðist á síðustu leiktíð en þá missti liðið af Meistaradeildarsæti í loka- umferðinni eftir að hafa verið meðal efstu liða allan veturinn. Jamie Vardy og félagar sýndu þó í gær að þeir ætla að forðast endurtekningu á slíku í sumar. Vardy kom heima- mönnum yfir snemma leiks og mörk frá Jonny Evans og Kelechi Ihea- nacho innsigluðu svo öruggan sigur gegn lánlausu liði West Brom sem er að öllum líkindum á leiðinni niður. West Brom var reyndar búið að vinna tvo í röð, gegn Chelsea og Southampton, fyrir leikinn í gær- kvöldi. Þrátt fyrir það er liðið í 19. sæti, átta stigum frá Burnley og öruggu sæti þegar aðeins sex um- ferðir eru eftir. Sam Allardyce og hans menn þurfa á litlu kraftaverki að halda í þeim leikjum sem eftir eru. Meistaradeildarsætið í augsýn - West Brom þarf á kraftaverki að halda til að bjarga sér frá falli AFP Sjaldgæft Jonny Evans, annar frá hægri, skoraði sitt fyrsta mark í vetur. Íslandsmeistarinn Valgarð Rein- hardsson er úr leik á Evrópumótinu í áhaldafimleikum en hann meiddist á ökkla á fyrsta áhaldi í undan- úrslitunum í gær. Martin Bjarni Guðmundsson og Jónas Ingi Þór- isson kepptu báðir á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki og kláruðu sína fjölþraut með ágæt- isárangri. Martin endaði í 61. sæti og Jónas í 63. sæti af 152 kepp- endum. Jón Sigurður Gunnarsson keppti í hringjum og endaði í 49. sæti en átta efstu á hverju áhaldi fóru áfram í úrslit. Meiddist á ökkla á fyrsta áhaldi Ljósmynd/FSÍ Meiddur Valgarð Reinhardsson varð að draga sig úr keppni. Elvar Már Friðriksson er einn at- kvæðamesti leikmaðurinn í efstu deildinni í körfuknattleiknum í Litháen á sínu fyrsta tímabili í deildinni. Eins og fram kom í blaðinu í gær átti Elvar magnaðan leik á miðvikudag og hitti úr öllum skotunum. Skoraði hann 33 stig og fékk 51 í framlag. Elvar er hæstur allra þegar kem- ur að framlagi í vetur en á bak við hana er heildarframmistaða í leikj- um. Elvar er einnig með flestar stoðsendingar og þriðji í stiga- skorun að meðaltali. kris@mbl.is Elvar Már einn sá atkvæðamesti Ljósmynd/Sveinn Helgason Litháen Elvar Már Friðriksson er einn sá atkvæðamesti í deildinni. Olísdeild karla Grótta – KA........................................... 33:37 Fram – FH............................................ 30:34 Staðan: Haukar 15 12 1 2 426:362 25 FH 16 10 3 3 475:435 23 Afturelding 15 9 1 5 392:389 19 ÍBV 15 8 1 6 435:413 17 KA 15 6 5 4 400:384 17 Valur 15 8 1 6 437:410 17 Selfoss 15 7 2 6 386:375 16 Fram 15 7 2 6 387:383 16 Stjarnan 15 7 2 6 413:402 16 Grótta 16 3 4 9 402:421 10 Þór Ak. 15 3 0 12 343:412 6 ÍR 15 0 0 15 349:459 0 Þýskaland Flensburg – Ludwigshafen................ 35:29 - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. Melsungen – Kiel ................................. 26:32 - Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Balingen – Essen ................................. 31:28 - Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen. Hannover-Burgdorf – Wetzlar ........... 25:24 Nordhorn – Minden ............................. 20:22 Staða efstu liða: Flensburg 44, Kiel 43, RN Löwen 40, Magdeburg 38, Göppingen 34, Füchse Berlín 29, Wetzlar 28, Bergischer 27, Mel- sungen 25, Leipzig 25, Lemgo 24. Sviss Bikarkeppnin, undanúrslit: Bern – Kadetten .................................. 20:27 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. .$0-!)49, Geysilega óvænt úrslit urðu í öðr- um leik Fjölnis og Skautafélags Akureyrar í úrslitarimmunni um sigurinn á Íslandsmóti kvenna í ís- hokkí í Egilshöllinni í gærkvöldi. Fjölnir vann eftir framlengdan leik og vítakeppni. Jafnaði Fjölnir þar með 1:1 í úrslitunum og munu liðin mætast í oddaleik á Akureyri um titilinn. Fer leikurinn fram annað kvöld og hefst klukkan 21. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 3:3 en í framlenging- unni varði Andrea Jóhannesdóttir öll þrjú víti SA og Laura Murphy skoraði úr víti fyrir Fjölni. Sveiflurnar á milli leikja voru gífurlegar því SA vann fyrsta leikinn á Akureyri 13:1. Fjölnir komst þrívegis yfir í leiknum. Laura Murphy skoraði fyrsta markið strax á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur en Berglind Leifs- dóttir var snögg að jafna eftir stoðsendingu frá Teresu Snorra- dóttur. Laura Murphy skoraði aft- ur fyrir Fjölni en Sunna Björg- vinsdóttir jafnaði eftir stoðsendingu frá Jónínu Guð- bjartsdóttur. Staðan var 2:2 að loknum fyrsta leikhluta og stóð þannig fram í þriðja leikhluta. Þá kom Sigrún Árnadóttir Fjölni í 3:2 en Hilma Bergsdóttir jafnaði eftir und- irbúning Berglindar Leifsdóttur þegar þrettán mínútur voru eftir. Andrea varði víti frá Kolbrúnu Garðarsdóttur, Sunnu Björgvins- dóttur og Sögu Sigurðardóttur. Birta Þorbjörnsdóttir markvörður SA varði víti frá Kristínu Inga- dóttur. sport@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Á vaktinni Andrea Jóhannesdóttir í marki Fjölnis í leik liðanna í Egilshöllinni í gær en hún réð úrslitum í vítakeppninni. Andrea lokaði markinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.