Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 2

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það er óhætt að segja að snekkjan hafi vakið óskipta athygli,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafna- samlags Norðurlands, og bætir við: „Þetta er okkar gos.“ Seglsnekkjan A hefur undan- farnar rúmlega tvær vikur lónað ut- an við Akureyri, einkum við Krossanesvíkina en í byrjun vik- unnar færði hún sig inn á Pollinn og lá undir Vaðlaheiðinni á móts við Akureyri. Pétur segir alltaf gaman að hafa falleg fley á Pollinum og deilir þeirri skoðun eflaust með fjölmörg- um öðrum bæjarbúum og nær- sveitamönnum sem hafa verið dug- legir að taka myndir af snekkjunni og pósta á samfélagsmiðlum. Snekkjan er aftur komin á „fornar slóðir“ við Krossanes. Möstrin um 100 metra há Snekkjan A er í hópi þeirra stærstu í heimi og það er ástæða þess að hún hefur að mestu haldið sig norðan við bæinn, fyrirferðin er það mikil að ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti truflað flug- umferð. Snekkjan er 142 metra löng og möstrin, sem eru þrjú, ná um 100 metra hæð. Það eru einmitt þau sem hugsanlega gætu valdið flugvélum truflun. Eigandinn er rússneskur auðjöf- ur, Andrei Melnichenko, sjöundi ríkasti Rússinn samkvæmt við- skiptaritinu Forbes. Önnur snekkja í hans eigu, sem einnig heitir A og gengur undir nafninu vélsnekkjan A, sigldi inn til Akureyrar árið 2016 og lá um skeið á Pollinum þar sem hún vakti einnig mikla athygli. Pétur taldi að ekki væri fararsnið á áhöfn snekkjunnar A í bráð, en hafði ekki upplýsingar um hversu lengi til viðbótar hún yrði við höfuð- stað Norðurlands. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Seglsnekkjan A hefur undanfarið verið utan við Akureyri. Hún er í eigu rússnesks auðjöfurs. „Þetta er okkar gos“ - Seglsnekkjan A enn við Akureyri - Færði sig á Pollinn en aftur komin við Krossanes - Í eigu rússnesks auðjöfurs Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi ríkislög- reglustjóra en úrbætur innan lögregl- unnar, ákæru- valdsins og dómskerfisins eru á meðal þeirra. Þá verður ráðist í fræðslu og for- varnir fyrir ólíka aldurshópa og að- stoð bætt til þess að koma málum fórnarlamba í skýran farveg. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stíga- móta, fagnar breytingunum og segir þær tímabærar. Aðgerðirnar koma beint í kjölfar umfjöllunar um mið- ilinn Only Fans þar sem ungt fólk sel- ur kynferðislegt efni en notendur þess hafa skýrt frá því að efnið sé sent áfram án þeirra leyfis. „Only Fans sýnir okkur hvað veru- leiki okkar er orðinn að miklu leyti stafrænn. Öll umræðan sem tengist ofbeldi getur ekki verið með örlitla klausu aftast þar sem minnst er á stafrænt kynferðisofbeldi,“ segir Steinunn. Tillögurnar koma frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem sett var á fót í maí 2020 af Ásmundi Einari Daðasyni fé- lags- og barnamálaráðherra og Ás- laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dóms- málaráðherra. Teymið er skipað þeim Eygló Harðardóttur og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og hefur María Rún Bjarnadóttir lög- fræðingur verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglu- stjóra. Fræðsla og forvarnir eru ein mikil- vægasta aðgerðin að þeirra mati og ráðist verður í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður beint sérstaklega að gerend- um. Þá verður haft samstarf við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni en þátttaka lögreglu í forvarnastarfi verður einnig aukin. Lögreglufólk fær þjálfun í að rannsaka stafræn brot Að mati aðgerðateymisins hafa kærur og dómsmál sem snúa að staf- rænu ofbeldi og kynferðislegri frið- helgi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfisins eða rann- sókn þeirra tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðateymið laga með því að þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla staf- rænna gagna. Þá verður verklag og viðmið um öflun, form og framsetn- ingu stafrænna sönnunargagna end- urskoðað auk þess sem samstarf við erlenda samstarfsaðila verður aukið. Að lokum verður upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt of- beldi bætt, meðal annars með því að kynna lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega frið- helgi einstaklinga. Fagnar átaki lögreglunnar - Aðgerðir gegn stafrænu kynferðis- ofbeldi - Lögreglan fái betri þjálfun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átak Unnið gegn kynferðisofbeldi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir „Menn telja greinilega að eldgosið standi í langan tíma og geti orðið að- dráttarafl í líkingu við Bláa lónið,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, tals- maður landeigenda að Hrauni í Grindavík. Eldgosið í Geldingadöl- um er í landi umræddrar jarðar og hafa eigendum hennar, sem eru á þriðja tuginn, á síðustu vikum borist allmargar fyrirspurnir um hvort hún kunni að vera föl. „Fyrirspurnir hafa komið í gegn- um fasteignasala og frá Íslendingum sem halda spilunum fast að sér og hafa ekki mörg orð um hugmyndir sínar. Að mér hefur læðst sá grunur að sumir hafi stærri fjárfesta að baki,“ segir Sigurður við mbl.is. Hann segir viðræður um kaup engu flugi hafa náð en hugmyndir um verð séu á svipuðu róli og fokheld lúxusíbúð kostar. Þar vísar Sigurður öðrum þræði til fréttar í Morgun- blaðinu í dag um að ásett verð á fok- heldri eign í fjölbýlishúsi á Austur- höfn í Reykjavík sé um 500 milljónir króna. Hugmyndir Hraunsfólks um verð séu aðrar og meiri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Vefmyndavél mbl.is Geldingadalir Kraftur í eldgosi, sem einhverjir vilja eignast. Freistar fjárfesta - Eldgosajörð vekur áhuga - Margir spyrja um Hraun - Verði aðdráttarafl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.