Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 10
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vinna þarf markvisst að því að dreifa ferðamönnum betur um landið en í síðustu uppsveiflu, nú þegar hillir undir að ferðaþjónustan fari af stað á nýjan leik. Þetta er mat Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, fram- kvæmdastjóra Circle Air, en fyrir- tækið stendur í ströngu þessa dagana við að ferja áhugasama í útsýnisflugi yfir gosstöðvarnar á Reykjanesi. Þorvaldur Lúðvík, sem er gestur Dagmála á mbl.is í dag, segir að með betri dreifingu ferðamanna megi koma í veg fyrir óæskileg efnahags- leg áhrif af uppganginum og einnig komast hjá neikvæðri umfjöllun um offjölgun ferðamanna. „Ég held að við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar í næstu skref- um hvernig landkynningunni verður háttað út úr kófinu. Við sáum það […] að dreifing ferðamanna um landið var að verða jafnari og meiri, en eðli máls samkvæmt hamlar það jafnara álagi á landið og frekari dreifingu ferða- manna að þeir hafa eingöngu einn flugvöll til að koma inn í landið á.“ Segir Þorvaldur að rannsóknir á ferðahegðun sýni að 90% fólks ferðist ekki í meira en 150 kílómetra radíus út frá komustað og því útiloki ein gátt inn í landið að hægt sé að ná fram meiri dreifingu. Staðbundin bóla Telur Þorvaldur að þessi staða hafi á síðustu árum valdið því að til hafi orðið „staðbundin hagvaxtarbóla“ í fjárfestingu ferðaþjónstunnar. Áhrif- in af fjölgun ferðamanna komi hins vegar seinna fram eftir því sem lengra dregur frá suðvesturhorninu og fjárfestingin í innviðum á þeim svæðum sé því nokkrum árum á eftir í hagsveiflunni. Þegar komi að þeim fjárfestingum séu bankar gjarnan búnir að lána mikið í sambærilega uppbyggingu og áhættudreifing valdi því að ekki fáist lánsfé til uppbygg- ingarinnar á landsbyggðinni. Þorvaldur Lúðvík segir að af þess- um sökum sé mikilvægt að byggja upp millilandaflug á aðra velli en Keflavík og nefnir Akureyrarflugvöll sérstaklega í því tilliti. Markaður sé fyrir slíkri þjónustu enda vilji stór hluti þeirra ferðamanna sem ákveða að sækja landið heim öðru sinni eða oftar hefja ferðalagið á nýjum slóð- um. Slík nálgun á uppbyggingu ferða- þjónustunnar dragi einnig úr hætt- unni á því að fólk upplifi átroðning ferðamanna á suðvesturhorninu og Suðurlandi. Jafna þarf fjárfestingu í ferðaþjónustu um landið - Læra þarf af síðustu uppsveiflu í ferðaþjónustunni - Bólumyndun er varhugaverð á suðvesturhorninu Morgunblaðið/Dagmál Uppbygging Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur trú á því að bjart sé fram undan fyrir íslenskri ferðaþjónustu en tryggja þurfi betri dreifingu ferðamanna um landið en verið hefur. Læra þurfi af mistökum fyrri uppsveiflu. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Aukaársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021 verður haldinn þriðjudaginn 1. júní, kl 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð. Fundurinn verður einnig rafrænn og eru sjóðfélagar hvattir til þátttöku með þeim hætti. Upplýsingar um dagskrá og framkvæmd fundarins, m.a. varðandi þátttöku í rafrænum fundi, verða birtar á vef sjóðsins, www.live.is. Dagskrá fundarins • Samþykktarbreytingar • Önnur mál Reykjavík, 21. apríl 2021 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Aukaársfundur 2021 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu vera orðið allt að 80% þar sem það er hæst. Innleiðing á sjálfsafgreiðslu- kössum í matvöruverslunum Haga hófst í júní 2018 þegar fyrstu kass- arnir litu dagsins ljós í verslun Bón- uss á Smáratorgi en að sögn Finns heyra biðraðir nú nánast sögunni til í matvöruverslunum Haga. „Viðskiptavinir okkar hafa tekið þessari bættu þjónustu ákaflega vel, en um er að ræða töluverða einföld- un á innkaupaleiðangrinum, sem hlýtur ávallt að vera okkar mark- mið,“ segir Finnur. Sú fyrsta sett upp árið 2007 Krónan setti upp fyrsta sjálfs- afgreiðslukassann árið 2007 í versluninni á Bíldshöfða. Það var svo í mars 2018 sem Krónan setti upp núverandi kynslóð af sjálfsafgreiðslukössum í Krón- unni Nóatúni og var þeim fjölgað hratt í kjölfarið hjá keðjunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu vera orðið um það bil 70% að meðaltali í versl- unum Krónunnar. „Í nokkrum versl- unum okkar erum við einungis með sjálfsafgreiðslu en þar er auðvitað alltaf starfsfólk við kassana til að að- stoða viðskiptavini,“ segir Ásta. Að jafnaði um 50% Gunnar Egill Sigurðsson, for- stöðumaður verslunarsviðs hjá Sam- kaupum, segir hlutfall sjálfs- afgreiðslu vera orðið um 50% að jafnaði í verslunum Samkaupa. Hlutfallið sé hæst í verslun Krambúðarinnar í Háskólanum í Reykjavík, eða 85%. Sjálfvirknin hafi hraðað afgreiðslu mikið. Sjálfsafgreiðsla allt að 85% af sölunni Morgunblaðið/Eggert Hraði Sjálfsafgreiðsla í Krónunni. - Hröð umskipti í afgreiðslu mat- vöruverslana Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég veit að Danir hafa skilning á mikilvægi handritanna fyrir íslenska þjóðarsál, tungumál okkar og sjálfs- mynd. Við mun- um auðvitað standa við okkar skuldbindingar og virða gerða sáttmála,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Sveinn Einars- son, leikstjóri og rithöfundur, gagnrýndi í grein í Morgunblaðinu á þriðjudag hugmyndir sem Lilja hef- ur talað fyrir um að óska eftir því að fleiri íslensk handrit verði varðveitt hér á landi í stað Kaupmannahafnar. Kvaðst hann ekki telja það „sæmi- legt“ að upphefja nýjar kröfur í þá veru. „Í samskiptum mínum við dönsk yfirvöld hefur aukinni samvinnu og samtali um framtíðarsýn handrit- anna ávallt verið vel tekið,“ segir Lilja ennfremur við Morgunblaðið og bætir við að hún hafi til þessa fengið góð viðbrögð við umræddum þreifingum: „Tímarnir eru breyttir frá því samkomulagið var gert, og með aukinni áherslu á tungumálið okkar og menningararfinn síðustu árin hefur umræðan um handritin verið kröftug og jákvæð. Þjóðin er stolt af þessum fjársjóði og stjórn- völdum ber skylda til að auka veg og virðingu handritanna. Það gerum við með því að miðla þeim, rannsaka og vera óhrædd við að ræða framtíð þeirra.“ Segir atvikum ranglega lýst Í grein sinni gagnrýnir Sveinn einnig að á vef utanríkisráðuneyt- isins sé að finna grein þar sem vitn- að er til viðtals við Bent A. Koch, rit- stjóra og stuðningsmann Íslands í málinu, um tilurð komu handritanna fyrir 50 árum. Segir Sveinn máls- atvik hafa verið allt öðruvísi en Koch lýsi þeim og fer fram á að ráðuneytið fjarlægi umrædda grein eða leiðrétti hana. „Umrædd grein er byggð á skrif- legum heimildum sem vísað er til í greininni,“ segir Sveinn H. Guð- marsson, upplýsingafulltrúi utanrík- isráðuneytisins. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda athuga- semdum Sveins Einarssonar til haga í greininni en engin ástæða sé til að draga hana til baka. Taka ábendingum af velvilja „Við tökum öllum ábendingum af velvilja og skoðum ávallt hvort eitt- hvað megi betur fara í því sem við sendum frá okkur. Eins hvetjum við fólk til að hafa beint samband við okkur með athugasemdir sínar,“ segir Sveinn. Hann segir að umrædd grein hafi birst á vef sem settur var upp í tengslum við 80 ára afmæli utanrík- isþjónustunnar og aldarafmæli sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn á síðasta ári. „Þessi vefur vakti veru- lega athygli og jákvæða enda er þarna mikið af fróðlegu efni. Við hvetjum fólk til að kynna sér það.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tímamót Helge Larsen, mennta- málaráðherra Dana, færði Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyjarbók árið 1971. Viðbrögð Dana hafi verið góð - Lilja bregst við gagnrýni Sveins Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.