Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 27. apríl 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 269,59 Þorskur, slægður 289,91 Ýsa, óslægð 278,30 Ýsa, slægð 249,93 Ufsi, óslægður 68,49 Ufsi, slægður 107,79 Gullkarfi 133,65 Langa, óslægð 123,80 Langa, slægð 69,45 Keila, óslægð 34,96 Keila, slægð 93,36 Steinbítur, óslægður 35,21 Steinbítur, slægður 48,57 Skötuselur, slægður 402,32 Grálúða, slægð 499,56 Skarkoli, óslægður 98,08 Skarkoli, slægður 265,22 Þykkvalúra, slægð 590,04 Langlúra, óslægð 194,95 Langlúra, slægð 232,00 Sandkoli, óslægður 139,00 Sandkoli, slægður 155,00 Skrápflúra, óslægð 10,00 Bleikja, flök 1.441,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 882,70 Hlýri, slægður 51,01 Hrogn/þorskur 194,00 Lúða, óslægð 600,00 Lúða, slægð 630,41 Lýsa, óslægð 63,93 Lýsa, slægð 76,25 Rauðmagi, óslægður 1,01 Skata, óslægð 54,00 Skata, slægð 50,61 Tindaskata, óslægð 10,57 Undirmálsýsa, óslægð 141,55 Undirmálsýsa, slægð 157,00 Undirmálsþorskur, óslægður 143,73 Undirmálsþorskur, slægður 193,23 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Sjómannasambandið vonar að hægt verði að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna fyrir sjómanna- daginn, 6. júní næstkomandi. Samn- ingar sjómanna við Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi hafa verið lausir frá 1. desember 2019. Valmundur Valmundsson, for- maður sambandsins, segir það efst á baugi í kröfum sjómanna að afli sem seldur er skyldum aðilum á svoköll- uðu verðlagsstofuverði hækki. Í dag miðast fiskverð að jafnaði við 80% af vegnu meðalverði á grundvelli magns síðastliðinna þriggja mánaða á innlendum fisk- markaði, að frádregnum 5% kostn- aði við skilaverð markaðar. Krafa sjómanna er að þetta hlut- fall hækki eða að allur afli verði seld- ur á markaði. „Síðan er uppsjávarfiskurinn al- veg sérstök umræða, það blasir við að þar ríkir mikið vantraust á milli manna,“ segir Valmundur. Þá hafa lífeyrisréttindi sjómanna verið í brennidepli en sjómenn, einir stétta, eru með 12% iðgjald í lífeyr- issjóð á meðan 15,5% gildir á al- mennum vinnumarkaði. Loðnan verið gerð upp Greint hefur verið frá því að nokkrar útgerðir hygðust greiða leiðréttingu á aflahlut eftir vel heppnaða loðnuvertíð í vetur en Fé- lag skipstjórnarmanna taldi fyrsta verð varlega áætlað. Að sögn Val- mundar hefur uppgjör á loðnu- vertíðinni farið fram hjá þeim sem því lofuðu þó að hægt sé að rífast um verð fram og til baka. „Allavega stóðu menn við það sem þeir sögðu, þeir sem fengust til að segja að þeir myndu gera upp afurðaverðið eftir á. Það hefur gengið eftir enda seldist allt einn, tveir og þrír,“ segir Val- mundur. Hann segir að enn sem komið er virðist ekki hafa verið vilji til að grípa til aðgerða þó að samningar hafi verið lausir í lengri tíma. „En auðvitað kemur að því að menn fái nóg af því að vera samn- ingslausir í mörg ár,“ segir Val- mundur. Kjaradeila SFS og Sjómanna- sambandsins er komin á borð ríkis- sáttasemjara þar sem er fundað einu sinni í viku, stundum oftar. Val- mundur segir fjölda krafna báðum megin við borðið en viðræður séu í raun skammt á veg komnar. Fjórir eða fimm fundir hafa verið haldnir með ríkissáttasemjara. „Við einsettum okkur að klára þetta fyrir sjómannadaginn, ég er nú ekki viss um að það klárist en hver veit.“ Þá segir Valmundur að ýmsar kröfur hafi komið fram hjá SFS en taktlausast þykir honum að gera kröfu um að sjómenn taki þátt í að greiða veiðigjöld og önnur opinber gjöld. „Kröfurnar sem mest fara í taug- arnar á okkur, ef svo má segja, er að þeir vilja að við förum að borga með þeim í auðlindagjöldum og kolefnis- gjöldum og öllu slíku, að það verði tekið af hlutnum okkar líka. Menn verða að átta sig á því að áð- ur en veiðigjald er reiknað er ýmis- legt dregið frá, þar á meðal laun sjó- manna. Ef við færum að greiða með þeim veiðigjöldin, þá lækkar hlut- urinn okkar og þar með það sem dregið er frá reiknigrunninum svo að veiðigjöld hækka. Sem er ekki eitthvað sem útgerðin vill. Kannski er þeim sama ef við borgum þetta fyrir þá, ég veit það ekki.“ Þá bendir Valmundur á að samn- ingar Sjómannasambandsins eru lausir við sambátaeigendur og hafa verið í mörg ár. Vonast eftir kjarasamn- ingi fyrir sjómannadaginn - Kjaradeilur eru komnar á borð ríkissáttasemjara Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Strandveiðar hefjast á mánudag- inn. Heimilt er að veiða á tíma- bilinu maí, júní, júlí og ágúst á handfæri allt að 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa eða samtals 11.100 lestir af óslægðum botn- fiski. Nú ber 1. maí upp á laug- ardag og verður fyrsti dagur strandveiða því ekki fyrr en 3. maí, þar sem ekki er leyfilegt að róa á strandveiðum föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Sem fyrr verður leyfi til veið- anna bundið skilyrðum sem lúta að leyfilegum heildarafla á dag, 650 þorskígildum, og hámarks- lengd veiðiferðar er 14 klukku- stundir á sólarhring. Áfram verð- ur hverjum strandveiðibáti heimilt að stunda veiðar 12 daga innan hvers mánaðar. Opnað var fyrir umsóknir um strandveiðar á vef Fiskistofu 21. apríl síðastliðinn. Árið 2020 voru alls 677 bátar með leyfi til strandveiða sem var aukning um 48 leyfi á milli ára. Samkvæmt ársskýrslu Fiski- stofu komu 42 mál á borð hennar tengd strandveiðum, það er vegna gruns um eða brota á lögum og reglum sem gilda um veiðar, um- gengni um nytjastofna og með- ferð afla. Við álagningu vegna afla um- fram leyfilegt magn á strandveið- um er lagt á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem er um- fram 650 þorskígildiskíló í veiði- ferð. Tilkynningar um álagningu vegna strandveiða á árinu 2020 voru alls 1.295 og fjölgaði um 132 frá 2019. Nam upphæð gjaldsins sem lagt var á 42,9 milljónum króna, sem er hækkun á milli ára um 1,1 milljón króna. Skiptist álagningin þannig: Í maí var fjöldi álagninga 315 að upphæð 8.604.058 krónur. Í júní var fjöldi álagninga 330 að upp- hæð 9.532.667 krónur. Í júlí var fjöldi álagninga 401 að upphæð 16.254.482 krónur og í ágúst var fjöldi álagninga 249 og nam 8.552.567 krónum. Meðalálagning á hvern bát í mánuði var 33.161 króna. Trilla Björn Hólmsteinsson siglir í höfn á Raufarhöfn á blíðviðrisdegi. Strandveiðar hefj- ast á mánudaginn - Álagning 42,9 milljónir árið 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.