Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
FUNI dúnúlpa
Kr. 33.990.-
GRÍMSEY hanskar
Kr. 2.990.-
ASOLO Falcon
Kr. 29.990.-
HVÍTANES merino peysa
Kr. 13.990.-
HVÍTANES merino buxur
Kr. 11.990.-
MÍA tveggja laga regnjakki
Kr 18 990 -
RÖKKVI göngubuxur
Kr. 11.990.-
Þín útivist - þín ánægja
SALEWA Ultra Train 18 BP
Kr. 12.990.-
REY
göng
Kr. 9.990.
NISFJARA
ustafir
-
. . .
29. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.08
Sterlingspund 172.65
Kanadadalur 100.08
Dönsk króna 20.172
Norsk króna 14.991
Sænsk króna 14.791
Svissn. franki 135.9
Japanskt jen 1.146
SDR 178.24
Evra 150.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.5959
Hrávöruverð
Gull 1780.9 ($/únsa)
Ál 2388.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.76 ($/fatið) Brent
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Brúttó gjaldeyrisforði Seðlabanka
Íslands, sem nú stendur í 857
milljörðum króna, er vel yfir sam-
settu viðmiði Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins um ákjósanlega stærð
forðans að sögn Jóns Bjarka
Bentssonar aðalhagfræðings Ís-
landsbanka.
Jón Bjarki
birti í fyrrdag
úttekt á stöðu
gjaldeyrismála á
vef bankans.
Þar kemur
fram að Seðla-
bankinn hafi selt
jafnvirði 167
milljarða króna
úr gjaldeyris-
forða sínum frá
því kórónu-
kreppan skall á í því skyni að
skapa stöðugleika á gjaldeyris-
markaði og mæta eftirspurn inn-
lendra og erlendra aðila eftir
gjaldeyri. Þokkalegt jafnvægi ríkir
á gjaldeyrismarkaði um þessar
mundir og innflæði er líklegt til að
aukast þegar ferðaþjónustan kem-
ur undir sig fótum á nýjan leik,
eins og segir á vef bankans.
Aðgerðir dregið úr óvissu
Jón Bjarki segir í samtali við
Morgunblaðið að aðgerðir Seðla-
bankans síðan veirufaraldurinn
hófst hafi dregið úr óvissu og
skaða af kreppunni. Það sé partur
af þessari sögu hvað kreppan er að
spilast ólíkt fyrri kreppum. „Að-
gerðir Seðlabankans voru mögu-
legar vegna þeirrar sterku erlendu
stöðu sem var þegar faraldurinn
hófst. Þannig var þetta aldrei hér
áður fyrr. Ísland var svolítið eins
og korktappi í ólgusjó alþjóðlegra
fjármagnshreyfinga og við áttum
engan varasjóð að hlaupa í. Allt
var tekið að láni.“
Jón Bjarki segir aðspurður að
við mat á hve stór gjaldeyrisforð-
inn ætti að vera horfi AGS á
skammtímaskuldbindingar eða
skemmri tíma gjaldeyrisþörf í hag-
kerfinu. Til dæmis hversu stór
þriggja mánaða innflutningur á
vörum og þjónustu er. „Þeir horfa
á nokkrar stærðir við sitt mat og
miða við hvað getur valdið skyndi-
legri og mikilli gjaldeyrisþörf. Við-
mið þeirra er rétt rúmlega 500
milljarðar króna þannig að við er-
um nú með forða sem er nærri
170% af þeirri upphæð,“ segir Jón
Bjarki.
Traust mikilvægt
Hann segir að það sé eðlilegt og
nauðsynlegt ef Íslendingar ætli að
vera með sjálfstæða krónu til
framtíðar að traust ríki á peninga-
málunum og enginn umtalsverður
vafi leiki á því að Seðlabankinn
geti komið til bjargar ef skyndi-
legt áfall verður í hagkerfinu.
„Þannig að stærð forðans þarf að
taka mið af því.“
Verðbréfaeign erlendra aðila í
landinu er nú líklega nálægt 200
milljörðum. „Þó að það færi í einu
vetfangi getur Seðlabankinn reitt
fram gjaldeyri til að hreinsa þá
stöðu algjörlega út og átt nóg eft-
ir.“
Hann segir að það hjálpi til við
traust á krónunni að erlend staða
þjóðarbúsins sé almennt mjög góð.
„Ef Seðlabankinn ætti drjúgan
gjaldeyrisforða en aðrir aðilar inn-
anlands væru stórskuldugir er-
lendis væri staðan mun tvísýnni.
Sem betur fer er heildarefnahags-
reikningur þjóðarinnar gagnvart
umheiminum þannig að við eigum
um þriðjung af landsframleiðslu í
erlendum eignum umfram skuldir.
Þar af eiga lífeyrissjóðirnir um
34% af eignum sínum erlendis, eða
tæplega tvö þúsund milljarða
króna, mest í hlutabréfasjóðum.
Hinn hlutinn er að stórum hluta
forði Seðlabankans og svo beinar
fjárfestingar aðila eins og sjávar-
útvegsfyrirtækja. Eignirnar eru
drjúgar og mun meiri en skuld-
irnar, sem hjálpar mikið til. Maður
getur horft til þess að það eru fáir
innlendir aðilar að fara að lenda í
kröggum gagnvart erlendum lán-
ardrottnum, því skuldirnar eru
orðnar svo hóflegar. Á sama tíma
eru horfur á að fjármagnstekjur,
og í fyllingu tímans söluandvirði af
þessari miklu hlutabréfaeign
lífeyrissjóðanna, skapi flæði inn í
landið á móti mögulegu útflæði
gjaldeyris í framtíðinni. Þannig að
heilt yfir er erlenda staðan svo
traust að það minnkar þörfina á
heljarstórum gjaldeyrisvaraforða.“
Vonir bundnar við vísitölur
Verðbréfaeign erlendra aðila
hér á landi er nú í sögulegu lág-
marki eins og Jón Bjarki útskýrir
en hann bindur vonir við að aðild
íslenskra hlutabréfa að erlendu
MSCI-hlutabréfavísitölunni fyrir
vaxtarmarkaði í næsta mánuði
muni auka erlenda fjárfestingu
vísitölusjóða hér á landi. „Það
gætu orðið einhver innflæðisáhrif
af þessu.“
Jón Bjarki segir að endingu að
þjóðin sé að uppskera eins og hún
sáði. „Í raun er kreppan núna eins
og álagspróf á hagkerfið með
þennan litla sjálfstæða gjaldmiðil.
Nú er að koma í ljós að allt virkar
eins og það átti að gera. Hér hefur
verið vel að verki staðið.“
Jón Bjarki segir spurður um
helstu hættumerki að hann óttist
helst að gamla sagan endurtaki
sig; að landið missi frá sér sam-
keppnishæfnina gagnvart útlönd-
um. Það geti gerst ef launahækk-
anir verða viðvarandi miklar og
verðbólga fari á skrið.
Gjaldeyrisforðinn vel yfir viðmiði
Gjaldeyrir
» Hreinn gjaldeyrisforði SÍ
nam 4,7 milljörðum evra, jafn-
virði nærri 640 ma. kr., í árs-
byrjun 2020.
» Hlutfall erlendra eigna af
heildareignum lífeyrissjóða er
34%.
» Hrein nýfjárfesting neikvæð
um 57 ma.kr. 2020 og um 58
ma.kr. á 1. fjórðungi þessa árs.
» Skýrist af tveimur stórum
hreyfingum erlendra aðila.
- Seðlabankinn hefur selt 167 ma.kr. úr gjaldeyrisforða sínum frá því kórónukreppan skall á - Hjálpar
til við traust á krónunni að erlend staða þjóðarbúsins er góð - Kreppan eins og álagspróf á hagkerfið
Jón Bjarki
Bentsson
Gjaldeyrisviðskipti lífeyrissjóða
15
10
5
0
-5
-10
2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: Íslandsbanki
Milljarðar kr.
Kaup Sala Hrein gjaldeyriskaup
Fjármagnsútflæði og viðbrögðSeðlabankans
210
205
200
195
190
185
180
175
2020 2021Heimild: Íslandsbanki
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars
Áætlað flæði,milljarðar kr. Gengisvísitala krónu
Reglubundin gjaldeyrissala SBÍ
Inngrip SBÍ (hrein gjaldeyrissala)
Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða
Hreint útflæði vegna nýfjárfestingar
Lækkun CBI 2016 á milli mánaða
30
20
10
0
-10
-20
-30
-40
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Tölvurisinn Apple gefur notendum
iPhone-síma nú kost á því að koma í
veg fyrir að auglýsendur fylgi þeim
eftir í netheimum, skrái athafnir
þeirra, noti eða selji þær upplýsingar
í markaðsskyni.
Aðrir netrisar hafa brugðist mis-
jafnlega vel við, Google virðist kæra
sig kollótt og hyggst beita öðrum að-
ferðum við að koma auglýsingum fyr-
ir „réttar“ sjónir, en stjórnendur
Facebook eru ekki hressir.
Þessi breyting er gerð með nýrri
útgáfu af stýrikerfi iPhone-síma frá
Apple, sem út kom í upphafi vikunn-
ar. Það virkar á alla nýlegri síma
Apple (iPhone 6S og nýrri), en ætla
má að þeir muni velflestir uppfærast
af því á næstu tveimur vikum.
Breytingin felst í því að ef snjall-
forrit fylgjast með ferðum og aðgerð-
um notenda á netinu, þá sprettur upp
gluggi á símanum, sem spyr hvort
notandinn vilji leyfa slíka rakningu.
Góðar ástæður geta verið til þess
að leyfa slíkt, t.d. vilji fólk fá tilboð
eftir því hvar það er statt eða ámóta.
Hins vegar hefur raunin verið sú að
mörg forrit ganga allt of langt í slíkri
rakningu, safna meiri upplýsingum
en nauðsynlegt er og hafa mörg
reynst fara afar frjálslega með þær,
selja áfram til markaðsstarfs, svo not-
endur geta haft af því ama, án þess að
vita af hvaða völdum.
Flestir líta á þessa hugbúnaðar-
uppfærslu sem mikilvægan áfanga í
persónuvernd á netinu, en fyrirtæki í
auglýsingageiranum hafa mörg
áhyggjur af því að velflestir notendur
muni loka á rakninguna, sem geti
ónýtt marksæknar auglýsingar.
Apple aftrar aug-
lýsingarakningu
- Ný útgáfa iOS truflar Facebook