Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 38
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
V
erulegar breytingar á
vinnutíma vaktavinnufólks
hjá ríki og sveitarfélögum
taka gildi 1. maí eftir
vandasaman og flókinn undirbúning.
Alls eru um 7.300 starfsmenn í
vaktavinnu hjá ríkinu. Fram kom í
máli Bjarna Benediktssonar fjár-
mála- og efnahagsráðherra á Alþingi
í vikunni að stytting vinnuskyldu
vaktavinnufólks myndi að öðru
óbreyttu mynda mönnunargat sem
gæti orðið allt að 780 stöðugildi. Hins
vegar væri gert ráð fyrir að þetta gat
mætti manna að mestu með breyt-
ingum á starfshlutföllum vakta-
vinnufólks í hlutastarfi.
Áhrif styttingarinnar úr 40 tím-
um í 36 eða jafnvel niður í 32 stundir
verða mismikil eftir stofnunum. Á
sumum er flest vaktavinnufólk í
100% starfi og þar þarf að ráða nýtt
fólk til að fylla upp í mönnunargatið.
Á öðrum er fjöldi starfsmanna í
hlutastörfum og munu margir bæta
við sig starfshlutfalli. Vaktavinnufólk
er um þriðjungur ríkisstarfsmanna,
langflestir við störf í heilbrigðisþjón-
ustu og í löggæslu.
3.000 í vaktavinnu á LSH
Stærsti hópurinn er á Landspít-
alanum og mun breytingin hafa áhrif
þegar vinnutími um 3.000 vakta-
vinnustarfsmanna fer úr 40 stunda
vinnuskyldu jafnvel niður í allt að 32
tíma að sögn Gunnars Ágústs Bein-
teinssonar, framkvæmdastjóra
mannauðsmála. Hann segir þetta
verkefni „Betri vinnutími“ sennilega
vera mestu byltingu á íslenskum
vinnumarkaði í 40 ár. „Verkefnið hef-
ur reynst gríðarlega viðamikið og
margs hefur þurft að gæta við aðlög-
un vakta- og vinnufyrirkomulags að
breyttum vaktakafla kjarasamninga
þannig að ekki verði röskun á okkar
viðkvæmu þjónustu. Mannauðsfólk
og stjórnendur spítalans hafa kapp-
samlega unnið að undirbúningi verk-
efnisins frá upphafi þess og það er
útilokað annað en að það trufli starf-
semi okkar að einhverju leyti, en við
lítum á þetta sem jákvætt framfara-
skref,“ segir hann.
Gunnar segir stjórnendur spít-
alans hafa staðið í ströngu að raða
saman vöktum og gefa út nýjar
vaktaáætlanir fyrir breytt vinnu-
fyrirkomulag og það hafi gengið
mjög vel. Þá sé launamyndun vakta-
vinnustarfsmanna að breytast í
grundvallaratriðum þar sem nýir
launamyndandi þættir koma inn, aðr-
ir breytast og enn aðrir detta út.
„Áskorunin sem stjórnendur
spítalans hafa staðið frammi fyrir er
að mönnunargat mun myndast í kjöl-
far þessara breytinga en þó hafa
hækkanir á starfshlutfalli núverandi
starfsmanna farið fram úr vonum og
von er á að einhverjir starfsmenn
muni áfram óska eftir auknu starfs-
hlutfalli eftir að vinnutímabreyting-
arnar taka gildi. Þá munu verða
ráðnir inn nýir starfsmenn fljótlega.
Eins og staðan hjá okkur er í dag
vantar um 120 stöðugildi til þess að
loka ætluðu mönnunargati en rétt er
að geta þess að heildarfjöldi stöðu-
gilda vaktavinnumanna er um 2.200 á
Landspítala,“ segir hann í skriflegu
svari.
Spurður hvort breytingin muni
hafa áhrif á skurðaðgerðir segir hann
enn unnið að útfærslu verkefnisins á
skurðstofum og því liggi möguleg
áhrif ekki fyrir.
Engin skerðing á þjónustu
Hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu starfa nær allir lögreglu-
menn á 100% vöktum og hefur breyt-
ingin mest áhrif í almennu deildinni
og umferðardeild. Ásgeir Þór Ás-
geirsson yfirlögregluþjónn segir
verkefnið á almennu deildinni, sem
er fjölmennust, í sjálfu sér ekki
tæknilega erfitt. Lögreglumenn eru
með valkvætt vaktakerfi og með
þessum breytingum gæti vöktum
hvers og eins fækkað um tvær eða
þrjár í mánuði. Gert er ráð fyrir að
ráða þurfi 16 nýja lögreglumenn á al-
mennu deildinni vegna vinnutíma-
breytinganna og viðbótarráðningar
starfsmanna hjá embættinu eru alls
23 eða 24.
„Við erum með allt klárt og það
eina sem fólk mun mögulega sjá 1.
maí eru nokkur ný andlit sem við er-
um búin að ráða. Það á ekki að verða
nein þjónustuskerðing, alla vega mið-
að við þær forsendur sem við miðum
við,“ segir Ásgeir en þær forsendur
byggjast m.a. á að nægir fjármunir
fáist til verkefnisins.
13 mínútur hjá slökkviliðinu
Hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins eru vinnutímabreyting-
arnar innleiddar í tveimur áföngum á
þessu og næsta ári. Stéttarfélag
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
samdi um það á sínum tíma að sögn
Jóns Viðars Matthíassonar slökkvi-
liðsstjóra. 1. maí næstkomandi verð-
ur stytting vinnuvikunnar 13 mín-
útur fyrir hverja vakt en breytingin í
heild verður svo innleidd að ári.
„Við erum búin að leysa þetta
með því að fjölga hjá okkur mönn-
um,“ segir hann en 14 manns hafa
fengið fastráðningu hjá slökkviliðinu
í tengslum við þessar breytingar.
Slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn hafa líka samið um lengingu
sumarorlofs í 240 stundir eða sex vik-
ur í stað orlofs, sem var mislangt eft-
ir aldri. Því þarf einnig að ráða eitt-
hvað fleiri sumarstarfsmenn.
Mönnunargat áskor-
un fyrir stjórnendur
Morgunblaðið/Eggert
Landspítali Vinnutími 3.000 vaktavinnustarfsmanna styttist 1. maí.
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Spenna ríkirnú í Frakk-landi eftir að
25 fyrrverandi
hershöfðingjar í
franska hernum
undirrituðu opið bréf til stjórn-
valda um helgina, þar sem var-
að var við því að „borgarastyrj-
öld“ væri handan við hornið
vegna ásóknar íslamista í land-
inu. Fjöldi manns hefur síðan
lýst yfir stuðningi við bréfið og
voru sumir þeirra núverandi
hermenn. Hefur varnarmála-
ráðherrann sagt að „vissulega
verði afleiðingar“ af stuðnings-
yfirlýsingunni fyrir starfandi
hermenn, þar sem þeir séu að
brjóta lög með yfirlýsingu
sinni.
Þótti tímasetning bréfsins
ekki síst athyglisverð, en á
mánudaginn voru sextíu ár liðin
frá lokum valdaránstilraunar,
þar sem franskir hershöfð-
ingjar reyndu að neyða Charles
de Gaulle, þáverandi Frakk-
landsforseta, til þess að draga
ekki franskt herlið frá Alsír.
Vakti ekki síður athygli að í
bréfinu var vikið að því að
mögulega þyrftu þeir sem nú
væru enn við skyldustörf að
grípa í taumana til að verja
„menningarleg gildi Frakka“.
Bréfið kemur á vondum tíma
fyrir Emmanuel Macron
Frakklandsforseta, en Frakkar
eru enn að jafna sig á atviki í
síðustu viku, þar
sem hryðjuverka-
maður ættaður frá
Túnis myrti lög-
reglukonu, en einn-
ig ákváðu dóm-
stólar nýverið að öðrum slíkum,
sem myrti konu af gyðinga-
ættum, yrði ekki gerð refsing,
þar sem sá hefði verið undir
áhrifum kannabisefna. Þá hefur
hann sjálfur verið í eldlínunni
vegna ummæla sinna eftir að
franskur skólakennari var
myrtur í fyrra fyrir að sýna um-
deildar teikningar af Múhameð
spámanni.
Marine Le Pen, sem sumir
telja að gæti á ný orðið helsti
keppinautur Macrons um for-
setastólinn, fagnaði framtaki
hershöfðingjanna fyrrverandi
og bauð þeim að styðja sig opin-
berlega í forsetakapphlaupinu
sem nú er að hefjast.
Nær engar líkur eru taldar á
því að franski herinn muni
reyna að skipta sér af frönskum
innanríkismálum, þrátt fyrir
opna bréfið. Bréfið sýnir hins
vegar að í Frakklandi ríkir mik-
il ólga og hætta er á að upp úr
sjóði. Macron, sem sakaður er
um linkind gagnvart hryðju-
verka- og ofbeldismönnum,
þarf að íhuga vandlega hvernig
hann hyggst taka á þessari
ólgu. Það verður ekki gert með
því einu að fordæma hershöfð-
ingjana fyrrverandi.
Afmæli valdaráns-
tilraunar markað
með opnu bréfi}
Frakkland á suðupunkti
Hildur Sverris-dóttir vara-
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík skrifaði
í vikunni athyglis-
verða grein hér í
blaðið. Hún vildi að
fólki væri gert það auðveldara
að eignast börn en steinar ekki
lagðir í götu þeirra sem vildu
og þyrftu að leita sértækra úr-
ræða í þeim efnum.
Í grein Hildar segir: „Af ill-
skiljanlegum ástæðum er sem
dæmi lagt bann við því að gefa
tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé
heimilt að gefa sæði og egg.
Fólk sem vill fara í tækni-
frjóvgun skal sömuleiðis vera
skráð í staðfesta sambúð. Við
skilnað verður að eyðileggja
fósturvísi jafnvel þótt ein-
staklingarnir vilji samt eignast
barnið eða fyrir liggi samþykki
beggja aðila fyrir því að annað
þeirra nýti fósturvísinn. Eins
má nefna að ef par telur full-
reynt að eignast barn sjálft,
sem oft gerist á síðustu metr-
um frjósemisaldurs, gera ætt-
leiðingarreglur þeim ekki auð-
veldara fyrir. Par verður þá að
hafa verið gift í þrjú ár eða
skráð í staðfesta sambúð í
fimm ár, þá tekur
við líffræðilegt þak
þar sem fólk má
ekki hafa náð 45
ára aldri til að
mega ættleiða – né
reyndar vera í yfir-
þyngd.
Allt þetta er eflaust, eða var,
hægt að rökstyðja út frá ýms-
um ástæðum líkt og flest. En
ég er ósammála því að þessar
reglur þurfi.“
Augljóst má vera að mjög
stjórnlynt fólk hefur stofnað til
slíkra reglna og komið þeim í
gegn. Til að mynda er ljóst að
fólk hefur gjarnan leitað allra
leiða og þar með talið utan-
aðkomandi hjálpar til að eign-
ast börn með hefðbundnum
hætti. Þegar það virðist full-
reynt getur tekið við umþótt-
unartími um að leita annarra
leiða við fjölskyldumyndun. Á
meðan gengur klukkan. Regl-
an um 45 ára takmörk þess að
fólk megi ættleiða börn er því
mjög íþyngjandi og í rauninni
óeðlileg og grein varaþing-
mannsins sýnir að full ástæða
er til að skoða fleiri hömlur í
samræmi við breyttan tíðar-
anda og önnur skilyrði en áður
var.
Augljóst er að þær
reglur sem Hildur
Sverrisdóttir gerir
athugsasemdir við
eiga vart við lengur}
Staðnaðar reglur
S
trandveiðivertíð ársins hefst nk.
mánudag, 3. maí. Búast má við að
ríflega 700 bátar rói í sumar. Hver
bátur má vera með fjórar hand-
færarúllur og stunda veiðar frá
mánudegi til og með fimmtudegi í viku
hverri, annaðhvort þar til veiðitímabilinu lýk-
ur í lok ágúst eða fyrr ef svo fer að heildar-
aflaheimildapottur strandveiðiflotans veiðist
upp. Í ár er lagt upp með að hann verði 10
þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa
og 100 tonn af gullkarfa; alls 11.100 tonn af
óslægðum botnfiski.
Öllum sem fylgjast með sjávarútvegi og
mannlífi í sjávarbyggðum landsins er löngu
orðið ljóst að strandveiðarnar eru mikil lyfti-
stöng. Þær skapa mikilvægar tekjur sem
hríslast um hagkerfi landsbyggðarinnar.
Mikil umsvif eru kringum þessar veiðar, ekki bara að
því er varðar veiðar og vinnslu, heldur einnig kringum
ýmsa þjónustu við bátana og þá sem róa. Trilluflotinn
skilar fersku hráefni á land sem aflað er með kyrrstæðu
veiðarfæri á einn vistvænasta hátt sem hugsast getur.
Það er alveg sama hvernig á er litið, strandveiðarnar
eru afar jákvæðar fyrir þjóðarbúið og mannlífið í þessu
landi.
Flokkur fólksins vill stórefla strandveiðar. Strax í
sumar ætti að tryggja að flotinn fái að veiða óáreittur
12 daga í mánuði þessa fjóra mánuði sem ætlaðir eru til
strandveiða, óháð því hvort aflaþaki sé náð áður en dag-
arnir hafi verið notaðir. Það skiptir nákvæm-
lega engu máli fyrir velferð þorskstofnsins
þó farið sé eitthvað yfir 10 þúsund tonna
markið í þorski í strandveiðum.
Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að
sjómönnum sem það kjósa verði leyft að
stunda handfæraveiðar að eigin vild hér við
land í atvinnuskyni. Þó samt með vissum
reglum, svo sem að fjórar rúllur verði á
hverjum báti að hámarki og að sá sem rói
bátnum sé jafnframt þinglýstur eigandi hans
að fullu.
Handfæraveiðar munu aldrei setja þorsk-
stofninn í neina hættu. Náttúran sjálf, það er
veður, fiskgengd og fleiri þættir, dugar til að
takmarka þessar veiðar. Þó að þetta frelsi
yrði innleitt þá fer því fjarri að menn myndu
hópast á handfæraveiðar í þúsundatali. Það
kostar mikla fyrirhöfn og fjármagn að eignast fullbúinn
bát og reka hann. Þeir sem stunda veiðarnar verða að
hafa tilskilin réttindi. Ávinningur af þessu frelsi er hins
vegar augljós fyrir þjóðarbú sem glímir við mikið at-
vinnuleysi og þarf á næstu árum á öllum sínum mögu-
leikum að halda til að greiða ógrynni skulda sem hlaðist
hafa upp í faraldrinum. Boltinn er hjá stjórnvöldum
sem endranær. Sjósóknarviljann skortir sannarlega
ekki hjá trillukörlunum okkar. Nýtum mannauðinn og
tækifærin okkur öllum til hagsældar.
Inga
Sæland
Pistill
Gefum frelsi til handfæraveiða
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen