Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 43
Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Sumarið er tíminn! Frábært úrval af sundfötum Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Vefverslun selena.is Þóra Kolbrá Siguðrardóttir thora@mbl.is Verkefnið hefur hlotið nafnið Allir grilla enda grill- mennska óformleg þjóðaríþrótt hér á landi. Verk- efnið er byggt á góðum grunni sem lagður var síð- asta sumar í samstarfi við Hagkaup en þá voru gefin út þrjú vegleg grillblöð með Morgunblaðinu ásamt tólf glæsilegum matreiðsluþáttum. Í sumar verður bætt um betur og verður nýr matreiðsluþáttur frum- sýndur í hverri viku. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmda- stjóra Hagkaups, er von á mikilli grillveislu í sumar. „Við í Hagkaup erum alltaf gríðarlega spennt á þess- um tímamótum því fram undan er svo skemmtilegt tímabil. Við erum búin að nota síðustu mánuði vel og munum á næstu vikum frumsýna ýmsar spennandi nýjungar, flottar steikur, nýja kryddlínu, kaldar grillsósur, nýtt og spennandi meðlæti svo eitthvað sé nefnt. Til að setja þetta allt í spennandi búning höfum við gert samkomulag við Matarvef mbl., sem mun sjá um að birta grilluppskrift vikunnar á fimmtudögum í allt sumar. Völundur Snær ætlar að sjá um elda- mennskuna og munu í kjölfarið birtast myndbönd af uppskriftunum, svo allir ættu að geta fengið góðar hugmyndir af grillmat fyrir helgina. Við ætlum að leggja okkur fram um að gera þetta vel. Við verðum bæði með einfalda rétti eins og ham- borgara og kjúklingavængi, en gerum svo stundum aðeins flóknari hluti eins og lambalæri eða nauta- steik. Þá munum við einnig sýna hugmyndir að spennandi meðlæti, kryddi, köldum sósum og fleiru sem gerir góðan grillmat enn betri. Við ríðum á vaðið með grillborgaranum okkar góða, sem allir verða að prófa. Hann er 30% fita og þegar menn hafa smakk- að hann verður ekki aftur snúið,“ segir Sigurður að lokum. Allir grilla í sumar Matarvefur mbl. ætlar í sumar að fara mikinn í samstarfi við Hagkaup. Af því tilefni hefur verið settur upp sérstakur grillvefur inni á mbl. auk þess sem framleiddir verða vikulega matreiðsluþættir þar sem galdraðir verða fram girnilegir réttir. Þessi uppskrift er með þeim einfald- ari en gæðahráefni er það sem trygg- ir útkomuna. Notast er við hamborg- ara með 30% fituinnihaldi sem gerir borgarann einstaklega mjúkan og góðan úr íslensku nautakjöti. Hagkaups-grillborgari með 30% fitu kartöflubrauð frá Myllunni Sweet Baby Ray’s Sweet & Spicy BBQ Sauce Stokes Burger Relish tómatar agúrkur rauðlaukur paprika maríbóostur í sneiðum beikon steikar- og grillkrydd frá Íslandsnauti ferskt salat Cavendish Crispy Classic-franskar Þessi gerð af hamborgurum kem- ur í þægilegum neytendaumbúðum. Þeir eru mjög þéttir og sumir vilja fletja þá út en það er algjörlega smekksatriði. Það var ekki gert hér. Kryddið borgarana með steikar- og grillkryddi. Skerið niður grænmetið. Setjið hamborgarann, beikonið, rauðlaukinn og paprikuna á grillið. Hamborgarinn er grillaður eftir smekk eða 3-5 mínútur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu. Grillið grænmetið þar til það eru komnar fallegar grillrendur í það. Setjið ostinn á borgarann. Á sama tíma er gott að setja brauðið ör- snöggt á grillið til að fá á það fallegar rendur. Takið af grillinu og setjið borg- arann saman. Með hamborgaranum eru hafðar franskar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að undirbúa borg- arann. Ekki skemmir fyrir að hafa frönskurnar lengur inni í ofninum og á hærri hita. Fylgist vel með þeim en þær verða sérlega stökkar og góðar. Grillaður úrvals- hamborgari með beikoni og frönskum Veisla fyrir bragðlaukana Borgararnir voru einstaklega vel heppnaðir og bragðgóðir. Það sem kom þó mest á óvart voru frönsku kartöflurnar en þær voru framúrskarandi góðar. Gott ráð varðandi borgarana Gott er að fletja þá út þegar bú- ið er að taka þá úr umbúð- unum. Þá annaðhvort létt með höndunum eða ef fólk vill frem- ur nota hamborgarapressu eða sambærilegt áhald. Þegar borgurunum er pakk- að þá pressast þeir þétt saman. Mörgum þykja þeir bestir þannig en það er auðvitað smekksatriði eins og gefur að skilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.