Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 45

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 ✝ Guðmundur S. Steingrímsson fæddist í Hafn- arfirði 19. október 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 16. apríl 2021. Foreldrar hans voru Hallgerður Lára Andrésdóttir, f. 10.11. 1888, d. 9.11. 1980, og Steingrímur Steingrímsson, f. 30.9. 1884, d. 11.10. 1965. Systk- ini Guðmundar sammæðra voru Guðný Sæmundsdóttir, f. 23.4.1914, d. 29.5.1983, og Gísli Ásmundur Sæmundsson, f. 11.3. 1918, d. 3.12. 1932. Alsystkini Guðmundar voru Þuríður Stein- grímsdóttir, f. 18.10. 1924, d. 2.10. 1999, og Helga Steingríms- dóttir, f. 22.9. 1926, d. 5.5. 2016. Guðmundur ólst upp í Hafnarfirði, lengst af á Álfa- skeiði 26. Árið 1965 kvæntist Guð- mundur Sesselju Unni Guð- mundsdóttur, f. 29.3. 1930, d. 10.1. 2018. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Kjartan Guð- a) Unnar Þór, f. 27.8. 1981, unn- usta hans er Erla Björg Krist- jánsdóttir, f. 2.3. 1980. Dætur hans eru Elísabet Helga, f. 15.12. 2008 og Lilja Rut, f. 5.3. 2011. b) Helga Línberg, f. 10.8. 1988, c) Guðmundur Marteinn, f. 11.12. 1991, d) Alexander, f. 30.10. 1993. Árið 2001 kvæntist Guð- mundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Dröfn Benedikts- dóttur, f. 22.6. 1944. Guðmundur starfaði lengst af á skattstofu Reykjavíkur og stundaði hljóðfæraleik í um 70 ár. Hann var á unglingsaldri þegar hann kom fyrst fram með hafnfirsku hljómsveitinni Ung- um piltum. Hann varð síðar landskunnur trommuleikari í K.K. sextettnum og spilaði með Hauki Morthens, Ragnari Bjarnasyni, Borgarbandinu, Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Tríói Björns Thoroddsen auk fjölda annarra. Hann var einnig þekktur sem Papa Jazz, lék með fjölda djass- og danshljómsveita. Hann naut virðingar fyrir tón- list sína og framlag til íslenskrar djassmenningar og hlaut fyrir það ýmsar viðurkenningar. Árið 2018 var Guðmundur heiðraður af Félagi íslenskra hljómlist- armanna fyrir ævistarf sitt. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 29. apr- íl 2021, og hefst athöfnin kl. 13. mundsson, f. 14.11. 1948. Börn hans eru Magnús Rafn- ar, f. 12.2. 1970, og Ástríður Dóra, f. 13.6. 1974. Börn hennar eru a) Bjarni Geir, f. 7.2. 1994, b) Birna Sig- ríður, f. 15.1. 2004. 2) Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 7.7. 1954. Börn hennar eru: a) Unnar Miquel, f. 15.12. 1975, unnusta hans er Helena Svava Jónsdóttir, b) Carmen Lena, f. 7.11. 1978. Börn hennar eru Tanya Rán, f. 2004, og Ísak Breki, f. 2012. 3) Lára Guð- mundsdóttir, f. 20.6. 1956. Börn hennar eru: a) Dennis Halfdán, f. 22.9. 1978 og b) Nína Þóra, f. 8.3.1996. 4) Steingrímur Guð- mundsson, f. 4.1. 1958. Börn hans eru: a) Steinn, f. 5.5. 1983, eiginkona hans er Hanne Krage Carlsen. Barn þeirra er Sindri Jökull, f. 16.8. 2018, og b) Una Ösp, f. 24.4. 1992. 5) Helga Guð- mundsdóttir, f. 17.7. 1962, sam- býlismaður hennar er Kristinn Ingibergsson. Börn hennar eru: Ég kynntist Guðmundi Stein- grímssyni fyrst í Ósló, en þangað höfðum við flogið til að taka þátt í Heimsmóti lýðræðissinnaðrar æsku og stúdenta í Helskinki sumarið 1961. Ég í hópi kátra fé- laga úr Æskulýðsfylkingunni. Hann sem trommari í hljómsveit Hauks Morthens, og var það menningarframlag okkar Íslend- inga til Heimsmótsins. Þarna voru ýmsir djassmeistarar sem seinna öðluðust heimsfrægð, eins og Archie Shepp í banda- rísku sveitinni og John Tchicai í þeirri dönsku. Er mótinu lauk var haldið til Leningrad, þar sem hljómsveitin kom fram í sjón- varpi og vakti bæði umtal og hrifningu. Gaman væri að kanna hvort því efni hafi verið haldið til haga, en íslenska sjónvarpið hef- ur varðveitt marga djassþætti með Guðmundi Steingrímssyni trommandi í hópi okkar bestu djassleikara og sér í lagi vil ég nefna Eins konar jass, þar sem Gunnar Ormslev, Viðar Alfreðs- son, Carl Möller og Árni Schev- ing léku með Guðmundi. Hann var flestum flinkari við að koma djasstónlist að í sjónvarpi, út- varpi og víðar. Því var því engin furða að hann yrði sá möndull sem allt snerist um er Jazzvakn- ing var stofnuð í Hafnarfirði 1975, en hann vildi ekki vera í forystu. Það voru ungu strák- arnir, eins og Jónatan Garðars- son, sem tóku slíkt að sér og er Jónatan enn í stjórn. Þó kom að því að Guðmundur tók að sér vandasamasta hlutverkið í Jazz- vakningu. Gerðist gjaldkeri þeg- ar félagið rambaði á barmi gjal- þrots og kom því á réttan kjöl. „Eigum við ekki að halda styrkt- artónleika strákar?“ spurði hann oft og sat síðan við trommurnar og nafni hans Ingólfsson við pí- anóið og sviðið fullt af landsins fínustu djassleikurum. Guð- mundur stakk aldrei upp á sjálf- um sér sem trommara er Jazz- vakning fékk erlenda heimsmeistara til að leika með Íslendingum, en stóðst þó ekki mátið þegar sjálfur meistari Toots Thilemans kom til lands- ins, einn með munnhörpuna og gítarinn, og skipaði hrynsveitina ásamt Guðmundi Ingólfssyni og Árna Scheving. Það voru margar eftirminni- legar stundir yfir bókhaldinu eft- ir Jazzvakningartónleika. Út- krotuð umslög og minnismiðar Guðmundar; en þegar upp var staðið skeikaði aldrei krónu! Árni Matthíasson tók að sér að rita endurminningar Guðmund- ar, Papa Jazz, er út komu 2009 og er merkt framlag til íslenskr- ar djasssögu, sem Guðmundur var samofinn allt frá því Gunnar Ormslev flutti til Íslands 1946 og tók að spila með Guðmundi og fleirum í Hafnarfirði. Ég held það megi fullyrða að Guðmundur hafi verið fyrsti íslenski tromm- arinn sem stóð á mörkum swingsins og eftirstríðsdjassins. Bein lína frá Jóhannesi Eggerts- syni og Guðmundi R. Einarssyni til nafna hans Steingrímssonar og Guðjóns Inga Sigurðssonar og síðan til Péturs Östlunds og Alfreðs Alfreðssonar. Guðmundur varð fyrir áhrif- um úr ýmsum áttum, en eina fyrirmynd átti hann sem stóð öll- um öðrum ofar, trommarann Buddy Rich. Þeir voru þó ólíkir menn, Buddy grófur og ofsa- fenginn í skapi, en Guðmundur hvers manns hugljúfi og hjálp- arhella. Jazzvakning sendir börnum hans og eftirlifandi eig- inkonu, Helgu D. Benediktsdótt- ur, innilegar samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Síminn hringir. „Er æfing í kvöld?“ Papa Jazz vissi vel að það var æfing, en hann hringdi oft til að stappa í okkur stálinu og halda okkur við efnið. Við sem æfðum saman vorum upp- haflega í harmónikunámi hjá Karli Jónatanssyni sem skipaði okkur í sveit og gaf okkur nafnið Smárinn, líklegast af því við vor- um fjögur talsins og meirihlutinn Kópavogsbúar. Þegar Karl sleppti af okkur hendinni hafði Papa komið til skjalanna og tók við kefli leiðtogans. Við vorum hrærð og feimin í fyrstu, að þessi lifandi goðsögn nennti að „hanga“ með okkur en við fund- um það strax að hér var kominn grundvöllur til frekara sam- starfs. „Þið verðið „Combo“ Smári og spilum latin“ sagði hann og glotti. Þetta kom líka rækilega fram í taktinum hvar sem hann kom honum fyrir. Stundum var talið of hratt í og þá stóð ekki á okkar manni að bjóða upp á hraðan polka (þegar við ætluðum að vera í ræl eða vínarkruss) og þá var fjör. En fjörið var ekkert minna í kaffi- pásunni þar sem við nutum þess að hlusta á sögur Papa Jazz enda af nógu að taka. Oftast sagði hann ævintýri úr „brans- anum“ sem hann skreytti með kímni, látbragði, grettum og búkhljóðum sem gerðu sögurn- ar enn betri. Stríðni, grín og hlátur varð oft til þess að drukkið var heldur meira af kaffi en til stóð. Þetta varð þó ekki til þess að draga úr okkur þróttinn á tónlistarsviðinu. Papa var mikill fagmaður og mjög fylginn sér þegar honum fannst að eitthvað mæti betur fara í samspilinu og sagði þá gjarnan af glettni: „Neiiiii, ég segi bara svona – þið ráðið þessu auðvit- að.“ Við gengum vasklega fram undir forystu Papa Jazz og skil- uðum því sem við ávallt ætl- uðum okkur. Það er ekki síst honum að þakka að okkur tókst að gefa út hljómdisk sem varð- veitir minninguna um þessa gleði alla, ekki síst aukaefni frá æfingum okkar við hljóðupptök- ur. Þá brá hann oft á leik með óborganlegum trommuspuna. Við í Combo Smára spiluðum með honum í síðasta sinn á 90 ára afmælinu hans sem var eft- irminnilegt. Um leið og við þökkum fyrir félagsskapinn og leiðsögnina sendum við Helgu konu hans og aðstandendum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Fh. Combo Smára. Eyrún, Guðný og Ólafur. Guðmundur S. Steingrímsson ✝ Ólafía Kristín Sigurðardóttir fæddist 11. mars 1957 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 16. apríl 2021. For- eldrar hennar voru Þórunn Ragna Tómasdóttir, f. 14. ágúst 1938, d. 18. mars 2000, og Sigurður St. Björnsson, f. 28. nóvember 1936. Alsystkini hennar voru Jón- ína Guðrún Sigurðardóttir, f. 2. júní 2958, og Björn Tómas Sig- urðsson, f. 5. ágúst 1960. Sam- mæðra var Rúnar Gunnarsson, f. 2. nóvember 1966, d. 21. júní 2005. Samfeðra systur voru Díana Linda Sigurðardóttir, f. 25. september 1971, og Mary Björk Sigurðardóttir, f. 10. júní 1973. Guðjón Ragnar Kemp, f. 22. mars 1991, d. 5. júní 1991. Ólafía Kristín, eða Lúlla eins og hún var alltaf kölluð, bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík. Hún fluttist síðan með fjöl- skyldu sinni til Sauðárkróks þegar Tómas Guðmundsson, afi hennar, og Ólafía Guðbjörns- dóttir, amma hennar, keyptu Hótel Mælifell. Lúlla bjó á Sauðárkróki til æviloka. Á Sauðárkróki starfaði hún við ýmis störf. Hún var dag- mamma um margra ára bil. Hún starfaði einnig hjá Kaup- félagi Skagfirðinga, hjá Bún- aðarbanka Íslands, Kaupþingi banka og Arion banka. Síðustu ár starfaði hún hjá Vélaverk- stæði KS. Útför Lúllu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 29. apríl 2021, klukkan 14. Vegna aðstæðna verða einungis nán- asta fjölskylda og vinir við- stödd. Streymt verður á slóð- inni: https://www.youtube.com/ watch?v=-hzQqQdkHb8 Streymishlekk verður hægt að nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/ Ólafía giftist 2. ágúst 1975 Lúðvík R. Kemp, f. 22. desember 1953. Foreldrar hans eru Friðgeir Kemp, f. 29. apríl 1917, d. 2. sept- ember 2007, og El- ísabet G. Kemp, f. 4. mars 1929. Börn Ólafíu og Lúðvíks: 1) Sigrún Elsa Kemp, f. 27. júlí 1974, d. 27. júlí 1974. 2) Sigurður Kemp, f. 19. mars 1978, d. 20. mars 1978. 3) Friðgeir Kemp, f. 28. mars 1978, búsettur í Hafn- arfirði, maki Hulda Há- konardóttir, f. 5. janúar 1980, börn þeirra eru: Rósa Kristín Kemp, f. 29. desember 2003, Hákon Kemp, f. 5. júlí 2010, og Lúðvík Kemp, f. 5. júlí 2010. 4) Rúdolf Kemp, f. 1. desember 1986, d. 1. desember 1986. 5) Mikið er sárt að sitja hér og skrifa til þín okkar hinstu kveðju. Þú varst einstök mann- eskja sem gafst af þér svo mikla umhyggju og kærleik. Svo hjartahlý og góð að allir tóku eftir sem þig hittu. Þótt þú værir ekki há í loftinu þá vafðir þú um okkur þínum risa- stóru kærleiksörmum alla tíð. Þú varst einstaklega barn- góð. Þessa nutu börnin okkar og vinir þeirra með óteljandi skemmtilegum samverustund- um og heimsóknum hjá Lúllu ömmu og Lúlla afa á Sauðár- króki. Allir voru alltaf vel- komnir í heimsókn á Skagfirð- ingabrautina til ykkar. Þegar þangað var komið voru alltaf uppbúin rúm, búið að kaupa inn allar vörurnar úr Kaup- félagi Skagfirðinga, baka kök- ur og jólamatur í öll mál. Þetta eru allt yndislegar minningar sem við reynum að hlýja okkur við. Við hefðum viljað hafa þig hjá okkur svo miklu lengur. Það er ósanngjarnt að þú hafir ekki fengið tækifæri til þess að vera hér lengur og njóta lífsins og horfa á barnabörnin vaxa úr grasi. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur og ógleymanlegar og góðar minningar. Þú barðist eins og ljón við krabbameinið í mörg ár. Flest okkar hefðu fyrir löngu verið búin að leggja árar í bát. En ekki þú. Þú tókst hverri áskor- uninni af æðruleysi og gafst aldrei upp. Nú hefur þú fengið hvílu í draumalandinu hjá öllu þínu fólki og hinum börnunum sem þú misstir og saknaðir svo sárt. Við munum passa barna- börnin fyrir þig og halda minn- ingu einstakrar manneskju, Lúllu ömmu, lifandi um ókomin ár. Við elskum þig. Þinn sonur og tengdadóttir, Friðgeir og Hulda. Elsku Lúlla amma okkar. Við söknum þín svo mikið. Takk fyrir allt og að vera alltaf svona góð við okkur. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson) Þínir ömmustrákar, Lúðvík og Hákon. Elsku amma, engin orð fá því lýst hvað ég mun sakna þín mikið. Þú varst svo góð og ynd- isleg sál sem var alltaf svo góð við alla. Það var alltaf svo gam- an að koma í heimsókn til ömmu og afa, baka pönnukökur, gera búðing og spila á spil. Þegar þú komst í heimsókn fórum við saman á „ömmurúnt“, fórum í búðir, fengum okkur að borða og svo fékk ég að velja mér dót. Þetta eru minningar sem ég mun aldrei gleyma. Það er svo erfitt að kveðja þig, þú varast með svo mikinn lífsvilja, þú gafst aldrei upp. Minning þín mun lifa með mér að eilífu. Dreymi þig vel og fal- lega og Guð veri með þér. Ég mun elska þig að eilífu, Rósa Kristín. Föstudaginn 15. apríl síðast- liðinn fæ ég hringingu frá Lúð- vík Kemp þar sem hann tilkynti mér að kona hans Ólafía Kristín Sigurðardóttir hefði andast þá um nóttina. Ólafía Kristín var alltaf köll- uð Lúlla. Lúlla var systurdóttir mín. Við ólumst upp á Lauga- teig 30 í Laugarnesinu í Reykjavík fyrstu árin. Það var mikið lagt á hana í þessari jarðvist og þau bæði, misstu þau fjögur börn í fæð- ingu eða stuttu eftir hana. Þau eiga þó einn son sem heitir Friðgeir Kemp og er hann gift- ur Huldu Hákonardóttur og eiga þau þrjú falleg börn, stór- glæsilega unga stúlku sem heit- ir Rósa Kristín og tvíburana Lúðvík og Hákon. Lúlla var hvers manns hugljúfi, vildi öll- um vel og var alltaf reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd á meðan heilsan leyfði. Ekki má gleyma eiginmanni hennar sem stóð eins og klettur við bakið á Lúllu í öllum hennar veikind- um. Hún fékk krabbamein fyrir mörgum árum og héldu allir að hún hefði komist yfir það, en mörgum árum seinna tók krabbameinið sig upp að nýu og herjaði á hana síðustu árin með enn meiri þunga og hafði sigur að lokum. Við Elsa minn- umst hennar með þökk í hjarta og biðjum algóðan Guð að um- vefja hana eins miklum krist- altærum kærleika og hægt er og taki vel á móti henni í sum- arlandinu þar sem hún hittir öll börnin sín sem komin eru þangað langt fyrir aldur fram. Við kveðjum nú Lúllu með söknuði og kærleika, einnig biðjum við algóðan Guð að halda vel utan um þá feðga Lúðvík Kemp og Friðgeir Kemp í þeirra sorg. Missir þeirra er mikill og við sam- hryggjumst þeim og fjölskyldu Friðgeirs innilega. Elsa Elíasdóttir og Guðmundur Tómasson. Í dag kveðjum við góða vin- konu, Ólafíu Kristínu eða Lúllu eins og hún var alltaf kölluð. Við kynntumst um 1984 þegar við fluttum í sömu blokk sama dag og vinskapurinn varð strax mikill, við vorum alltaf eins og ein fjölskylda, samgangurinn var mikill og börnin okkar léku sér mikið saman, Friðgeir og Hrefna. Síðan eignuðumst við fleiri börn og vorum við svo heppin að Lúlla gerðist dag- mamma um tíma og passaði fyrir okkur, það var aldrei vandamál hjá börnunum okkar, ef eitthvað kom upp á og við ekki til staðar var alltaf leitað til Lúllu, eins var það ef mér datt í hug að prjóna sokka og þegar kom að hælnum bað ég hana að hjálpa mér en ég lærði aldrei að prjóna hælinn því það var alltaf svo gaman hjá okkur og mikið hlegið og hún búin að prjóna hann áður en við vissum af, það var margt sem við bröll- uðum saman á þessum tíma. Hún var alltaf svo ljúf, hlý og traust. En nú er baráttunni við krabbameinið lokið og ég veit Lúlla mín að þú ert hjá litlu englunum þínum. Hvíl þú í friði elsku Lúlla og takk fyrir allt. Lúðvík, Friðgeir og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðj- ur. Efemía. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Í dag kveðjum við elsku Lúllu sem við fjölskyldan vor- um svo lánsöm að kynnast. Lúlla var einstök manneskja, vildi alltaf allt fyrir alla gera, var heil í gegn, með dásamlega smitandi hlátur og góðsemin skein af henni. Lúlla var stolt af fjölskyldunni sinni og þá sér- staklega barnabörnunum sem hún kallaði alltaf ljósin sín. Við sem vorum svo heppin að vera ferðafélagar hennar Lúllu í lífinu erum ríkari fyrir vikið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Lúlli, Friðgeir, Hulda, Rósa Kristín, Hákon og Lúðvík, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Berglind, Óli, Sunneva Lind og Kristófer Fannar. Ólafía Kristín Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.