Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 47
Ég votta Valgerði, börnum
hans og ættingjum öllum mína
dýpstu samúð. Hvíl í friði vinur og
hafðu þökk fyrir allt.
Grímur Þ. Valdimarsson.
Vinur minn heimsborgarinn
Kristófer Már Kristinsson var um
margt einstakur maður. Hann bjó
yfir miklum mannkostum, hjarta-
hlýr og glaðlyndur, góður eigin-
maður, fjölskyldufaðir og sam-
ferðamaður.
Sem ungur maður vann hann
eins og gengur ýmis störf m.a. við
múrverk og verkstjórn í unglinga-
vinnu. Síðar varð hann lærifaðir,
þingmaður, blaðamaður, fulltrúi
atvinnurekendasamtaka í Brussel
og leiðsögumaður.
Leiðir okkar lágu saman við
kynni þeirra Völu, hófst vinskapur
okkar þá strax og hefur varað æ
síðan.
Fljótlega eftir kynni okkar
fluttu þau Kristófer og Valgerður
til Brussel þar sem starfsvett-
vangur þeirra var um margra ára
skeið. Þangað komum við í heim-
sókn ýmist hluti fjölskyldu minnar
eða við hjónin ein sem og ég einn,
þangað var gott að koma, gest-
risni einstök og ávallt kátt á hjalla.
Þegar þau Valgerður og Krist-
ófer gengu í hjónaband var það
gert með stæl, boðið upp á golf í
Torquay á Englandi og brúðkaup
síðar um daginn með mikilli
veislu. Veittist mér sá heiður að
vera svaramaður Kristófers.
Er við hjón bjuggum á Reyk-
hólum kom Kristófer í heimsókn,
við ræddum þá landsins gagn og
nauðsynjar eins og svo oft fyrr og
síðar, m.a. um staðina okkar; ég
um minn Þorskafjörð, hann um
sinn Borgarfjörð. Þá kom í ljós
hinn duldi bóndi sem blundaði
með honum og hin djúpa virðing
fyrir landinu, umhverfinu og nátt-
úrunni, sótti hann sér þekkingu á
því sviði og lauk M.Sc.-prófi í um-
hverfis- og auðlindafræði frá Há-
skóla Íslands. Glöggt mátti sjá
áhuga hans í trjá- og blómarækt-
unarmanninum Kristófer á heimili
þeirra hjóna, sérstakt yrki af
birki, beint og fallegt, gaf hann
okkur hjónum sem nú prýðir
gangstíg sumarbústaðar okkar.
Árið 2002 var ég í námi í evr-
ópskum viðskiptarétti við laga-
deild háskólans í Lundi, fórum við
nokkur úr hópnum í námsferð til
Brussel, þar tók Kristófer á móti
okkur af sinni alkunnu gestrisni
og hélt fyrirlestur um EES og
EB-bandalagið. Síðar þegar við
vorum komin aftur til Lundar var
það mál manna að af öllum fyr-
irlestrunum sem við fengum hefði
Kristófer borið af, enskan lýtalaus
og þekkingin einstök.
Sama vitnisburð fékk ég hjá
vini mínum sem sótti nám hjá hon-
um í ferðamálafræðum, einstakur
og skemmtilegur fræðimaður er
talaði gott og fallegt mál.
Kristófer var snyrtimenni í
klæðaburði og fasi. Hann tjáði
mér einhverju sinni að ef hann
ætti leið um London á ferðum sín-
um þá gerði hann innkaup í Har-
rod’s.
Í samræðum okkar fann ég
glöggt hve vænt honum þótti um
fjölskyldu sína og hve stoltur hann
var af öllum börnunum sínum.
Við hittust fyrir rúmum mánuði
fyrir utan fiskbúð, báðir með
grímu, ákveðnir í að halda upp-
teknum hætti þar sem frá var
horfið og hittast og gleðjast í
haust þegar báðir væru fullbólu-
settir, grímulausir og hann kom-
inn með nýja augasteina, sem hon-
um var lofað að yrði í lok sumars.
Vinátta þeirra hjóna Valgerðar
og Kristófers í garð fjölskyldu
okkar Steingerðar er okkur ómet-
anleg, sannir vinir jafnt í blíðu
sem stríðu. Minningin um hjarta-
hlýjan vin lifir. Við biðjum góðan
guð að blessa og styrkja Valgerði
og börnin öll.
Bjarni Pétur Magnússon.
Í dag kveðjum við kæran og
góðan vin, Kristófer Má, með
trega en miklu þakklæti fyrir
langan og góðan vinskap. Hrókur
alls fagnaðar er skyndilega horf-
inn af sjónarsviðinu og vont að
þurfa að sætta sig við að það sem
áður var svo sjálfsagt er ekki
lengur til staðar. Vinátta til rúm-
lega þrjátíu ára er að sjálfsögðu
eilíf því minningarnar eru ótelj-
andi. Á síðustu dögum höfum við
rifjað upp hvert minningarbrotið
af öðru og af nógu er að taka frá
síðustu áratugum. Það er merki
um skemmtilegan persónuleika
Kristó og hans persónutöfra að
flestar minningarnar löðuðu fram
bros og enduðu jafnvel með flissi,
eins og hann væri enn á staðnum
með sínar skemmtilegu sögur og
hnyttnu tilsvör.
Hjónin Kristó og Vala, sem
alltaf voru nefnd í sömu andránni,
tóku ungri fjölskyldu minni opn-
um örmum á erlendri grund og
gerðu aðlögunarferlið í nýju landi
allt miklu auðveldara og skemmti-
legra fyrir okkur. Það var ekki
fjölmennt í nýlendu Íslendinga í
Brussel í ársbyrjun 1991, en sér-
lega góðmennt. Haft var á orði að
ekki væri partífært nema að öll-
um íslenskum íbúum borgarinnar
væri boðið og þannig var það í
nokkurn tíma. Á þessum árum
varð til vinátta fólks á öllum aldri
sem bæði naut verunnar í útland-
inu og jafnframt samverunnar við
landa sína þegar tækifæri gáfust.
Þessi vinátta hefur vaxið og dafn-
að jafnt og þétt síðan þá.
Við nutum gestrisni Kristó og
Völu við ótal tækifæri og er höfð-
ingsskapur þeirra ekki bara eft-
irminnilegur heldur líka umtalað-
ur. Fínustu máltíðir voru
galdraðar fram af litlu eða engu
tilefni, félagsskapurinn var alltaf
fyrsta flokks og umræðuefnin
óþrjótandi. Við höfum notið lífsins
með Kristó og Völu um allar triss-
ur, í Brussel, á Spáni, í Berlín, í
Finnlandi og Móseldalnum og síð-
ast en ekki síst á Íslandi síðustu
árin. Kristó var fjölfróður um allt
milli himins og jarðar og hafði ein-
staklega gaman af því að miðla
fróðleik sínum. Hann var því sér-
lega vinsæll kennari og leiðsögu-
maður enda bæði áhugasamur og
orðheppinn. Við nutum svo sann-
arlega góðs af þessum hæfileikum
og áhugamálum Kristó þegar
hann og Vala buðu okkur í nokk-
urra daga ferð um Suðurland fyr-
ir nokkrum árum. Þekking hans á
jarðsögu Íslands var óþrjótandi
og seint þreyttist hann á að sýna
okkur landið og útskýra allt sem
fyrir augu bar.
Kristó hafði einstaklega fágað-
an og sérstæðan fatastíl og var
smekkmaður fram í fingurgóma.
Hann var sérlega reffilegur á
göngu um miðborgina með flott-
asta hatt sem völ var á og var
hann einn af örfáum séntilmönn-
um sem gengu með hatt í seinni
tíð. Ekki var hann síður flottur í
tauinu í útivistarleiðöngrum þar
sem hann skartaði hnébuxum og
háum ullarsokkum í gönguskón-
um. Þverslaufan var þó hans að-
alsmerki og hana vantaði aldrei,
hvort sem hann var á leiðinni í
miðborgargöngutúr eða fjallaleið-
angur.
Það er mikill sjónarsviptir að
litríkum og skemmtilegum vini og
minningin um Kristó mun lifa
með okkur um ókomna tíð.
Hugur okkar Hannu er hjá
elsku Völu, og allri fjölskyldunni
sendum við einlægar og innilegar
samúðarkveðjur.
Bryndís Pálmarsdóttir.
Við byrjuðum að hittast í
kringum Bandalag jafnaðar-
manna. Stöku sinnum í hádeginu
á Hótel Holti í litlu herbergi sem
kallað var Gamli barinn. Þar var
hægt að leggja á ráðin um lands-
stjórnina í næði, grípa fram í, tala
hátt og stundum rífast, án þess að
aðrir heyrðu til. Við höfðum meira
að segja sérinngang. Það var
gaman frá upphafi.
Svo fluttum við okkur um set.
Var okkur úthýst? Nei, ekki beint.
Við vildum bara breyta til. Við
færðum okkur milli staða, urðum
prúðari og með tímanum breytt-
ust líka umræðuefnin. Landsmál-
in voru þó alltaf ofarlega á dag-
skránni. Það komu tímabil þegar
fundunum fækkaði. Stundum
skildu okkur að höf og lönd. En
allir komum við aftur, fyrsta
föstudag í mánuðum með r.
Fyrir einhverjum áratugum fór
Kristófer að leiðast flækingurinn.
Hann bauð hópnum þá heim á
Skúlagötuna og bjó okkur veislur.
En hann var ekki einungis kokk-
urinn. Hann varð á sinn hátt fund-
arstjórinn. Ekki þannig að hann
héldi röð og reglu á mælendaskrá
eða kæmi í veg fyrir að við gripum
sífellt fram í hver fyrir öðrum. Það
hefði enginn getað.
En Kristófer mótaði umræður
á þann milda hátt að hann fitjaði
upp á verðugum umræðuefnum
því fróður var hann.
Og hann skaut inn hnyttnum
athugasemdum því skemmtilegur
var hann.
Og hann átti alltaf falleg orð
handa hverjum okkar því hjarta-
hlýr var hann.
Á næstum fjórum áratugum
hefur fleira breyst en borðsalur-
inn. Það hefur líka kvarnast úr
hópnum. Fyrstur fór Eiríkur
Briem haustið 2018. Þá minnkaði
geislavirknin í andrúmsloftinu á
föstudagsfundunum því Eiríkur
var eitursnjall, skemmtilegur og
góður félagi. Og nú fer Kristófer
og þá lækkar mannkostavísitalan
aftur.
Við finnum okkur stað með
sæmilegri hljóðeinangrun og höf-
um áfram háværar skoðanir á öllu,
en framhaldið verður öðru vísi.
Við þökkum langa samfylgd og
sendum Valgerði og fjölskyldunni
samúðarkveðjur.
Árni Sigurbjörnsson, Garðar
Sverrisson, Guðmundur
Einarsson, Ólafur Jónsson,
Stefán Benediktsson,
0Þórður H. Ólafsson.
Leiðir okkar Kristófers lágu
fyrst saman fyrir meira en þrem-
ur áratugum í Brussel. Ég vann í
sendiráðinu gagnvart ESB en
hann var fréttaritari fyrst RÚV og
síðan Morgunblaðsins. Undirbún-
ingur og aðdragandi EES-við-
ræðna beindi kastljósi fjölmiðla að
sendiráðinu og Kristófer var þar
fastagestur. Hann var fastur fyrir
og fylginn sér en jafnframt varkár
og ábyrgur í umfjöllun og aldrei
vottaði fyrir löngun til þess að slá
sig til riddara með æsifréttum.
Hann stóð þar framar starfsbróð-
ur sínum sem nú vermir stól for-
sætisráðherra Bretlands. Hann
var vel tengdur og vinmargur og
hans tengslanet gat oft orðið
sendiráðinu að liði. Með okkur
tókst gott og náið samstarf sem
síðan þróaðist í djúpa og hlýja vin-
áttu við þau hjónin Kristó og Völu.
Minningar um ánægjustundir eru
margar, í heimahúsum, kaffihús-
um, við laufabrauðsbakstur og
ekki má gleyma eftirminnilegu
brúðkaupi þeirra hjóna í Bret-
landi. Það urðu fagnaðarfundir
með okkur þegar ég áratug síðar
sneri aftur til Brussel, þá sem
sendiherra. Þá hafði hann tekið að
sér forstöðu Evrópuskrifstofu at-
vinnulífsins. Þarfir atvinnulífs
hverju sinni er einn helsti aflvaki
starfsemi ESB og það var ekki
ónýtt fyrir mig sem fulltrúa skrif-
ræðis og stjórnvalda að geta ausið
af reynslubrunni Kristós. Auk
frjórrar og vekjandi umræðu var
enginn betri félagi á gleðistund. Á
ferð með Kristó varð hver farkost-
ur fyrsta farrými og hver stofa að
betri stofu. Þegar heim var komið
varð heimili Kristós og Völu æv-
inlega kærkominn áfangastaður
hvar sem ég var niðurkominn á
hnettinum.
Þau Kristó og Vala voru ekki
aðeins samhent og samvalin held-
ur sannir sálufélagar sem styrktu
hvort annað í lífi og starfi. Það var
mér einnig fagnaðarefni að fá að
fylgjast með börnum þeirra og
barnabörnum hasla sér völl, hvert
á sínum vettvangi. Þeim öllum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur héðan að austan.
Gunnar Snorri Gunnarsson.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
✝
Hildur Hansen
fæddist á
Akureyri 7. októ-
ber 1933. Hún lést
á Dalbæ á Dalvík
21. apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hans Her-
luf Hansen, f. 18.7.
1901, d. 4.5. 1936,
og kona hans Þur-
íður Jóna Magn-
úsdóttir, f. 2.9.
1906, d. 5.7. 1995, fósturfaðir
Hildar frá 1947 var Haraldur
Zophóniasson hagyrðingur, f.
4.9. 1906, d. 22.12. 1996. Systur
Hildar eru 1) Matthildur Han-
sen, f. 24.6. 1932, d. 25.3. 1966
2) Þóranna Hansen, f. 18.4.
1936, d. 7.10.2009. Maki Að-
alsteinn Grímsson, f. 1926, d.
2012. Barn þeirra er Hildur Að-
alsteinsdóttir, f. 1955, eig-
hennar er Ingvar Páll Jóhanns-
son, f. 1960. Þeirra börn eru 1)
Katrín Sif, f. 1985, eiginmaður
Snævar Örn Ólafsson, f. 1987,
og eiga þau einn son, Hrafnar
Loga, f. 2016. 2) Þórir, f. 1989
maki Berglind Rut Terrazas, f.
1992. Dóttir Júlía Líf, f. 2009.
Hildur hafði alla tíð fasta bú-
setu á Dalvík en árið 1959
fluttu þau Þórir í Bárugötu 10
þar sem þau bjuggu allt til ævi-
loka. Eftir hefðbundna skóla-
göngu á Dalvík og stutta skóla-
göngu í Menntaskólanum á
Akureyri vann Hildur ýmis
störf svo sem á Símstöðinni á
Dalvík, við síldarsöltun og
fleira en lengst af við fisk-
vinnslu í Frystihúsinu á Dalvík
þar sem hún hún naut þess að
vinna og endaði sína starfsævi
þar. Hún hafði gaman af handa-
vinnu, berjatínslu og bóklestri.
Útför Hildar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 29. apríl
2021, klukkan 13.30 að við-
staddri nánustu fjölskyldu.
inmaður Ólafur
Ágúst Baldursson,
f. 1954. Synir
þeirra eru 1) Að-
alsteinn, f. 1981.
Eiginkona Andrea
Pálína Helgadóttir,
f. 1978, börn þeirra
eru Hildur Helga,
Þórey Arna og
Ágúst Óli. 2) Andri
Þór, f. 1987, eig-
inkona Birgitta
Rós Björgvinsdóttir, f. 1983, d.
2018, dóttir Camilla Mist, f.
2002.
Þann 31.12. 1957 giftist Hild-
ur Þóri H. Stefánssyni, f. á Dal-
vík 23.5. 1924, d. 19.2. 2017,
foreldar hans voru Stefán
Rögnvaldsson og Rannveig
Jónsdóttir. Hildur og Þórir
eignuðust eina dóttur, Þórhildi
Örnu, f. 1962. Eiginmaður
Hún elsku amma okkar, Hild-
ur Hansen, lést þann 21. apríl
síðastliðinn.
Það er erfitt að finna nógu
góð orð til að lýsa því í einni
minningargrein hvernig kona
hún amma Hildur var. Við systk-
inin vorum þeirra forréttinda
aðnjótandi að alast upp í sama
húsi og hún og afi framan af og
fluttumst síðan bara í næsta hús
og það er óhætt að segja að að-
koma þeirra hjóna að uppeldi
okkar hafi verið töluverð.
Á meðan afi gerði sitt besta til
að hamra einhverju viti í kollinn
á okkur var amma alltaf eins og
hlýtt teppi og sá aldrei neitt at-
hugavert í okkar fari (eða horfði
alla vega vísvitandi fram hjá
því). Ef einhver reyndi að segja
eitthvað miður um hennar fólk
var hún fyrst til að taka upp fyr-
ir mann hanskann og neita að
hlusta á eitthvað misjafnt um
sitt fólk.
Þrátt fyrir að amma hafi ekki
látið mikið fyrir sér fara og væri
síðasta manneskjan til að trana
sér nokkurs staðar að var hún
alveg stórkostleg kona með
hjarta úr gulli. Þetta segir mað-
ur um fólk en við viljum meina
að hjartað í ömmu hafi verið
stærra en í öðrum. Það er í raun
synd að hún hafi aðeins átt tvö
ömmubörn því það var enda-
laust pláss í stóra gullhjartanu
hennar fyrir mikið fleiri. Það var
samt örþunn lína á milli þess að
vera amma og ömmusystir hjá
þeim systrum, henni og Þór-
önnu, svo hún átti alveg helling í
Rimasíðubræðrunum líka.
Amma dekraði okkur systk-
inin algjörlega úr hófi fram. Hún
hefði líklega aldrei sagt nei við
okkur ef við hefðum beðið hana
um eitthvað en þar sem hún var
svona ljúf og blíð og góð bárum
við allt of mikla virðingu fyrir
henni til að vera með einhverja
tilætlunarsemi.
Það er erfitt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að spjalla
meira við ömmu því hún var allt-
af til í að ræða við mann um for-
tíðina, framtíðina eða líðandi
stund og átti það líka til að
henda í einn og einn brandara
því amma var algjör húmoristi.
Á þessari kveðjustund óskum
við þess heitt og innilega að við
höfum náð að spegla alla ástina
sem amma veitti okkur til baka
til hennar. Með mikilli sorg og
hjartað fullt af þakklæti kveðj-
um við dásamlegu ömmu Hildi.
Við elskum þig.
Katrín Sif, Þórir
og fjölskyldur.
Ástkær móðursystir mín,
konan með gullhjartað Hildur
Hansen, lést á Dalbæ (Dalvík)
þann 21. apríl sl., síðasta vetr-
ardag. Hún hefur verið búin að
velja daginn, því það er langt
síðan hún tilkynnti mér að þetta
yrði hennar síðasti vetur.
Mig langar að skrifa langa og
mikla grein um þig, því það áttu
svo sannarlega skilið, en ég veit
þú hefðir ekki viljað að ég færi
að segja sögur af þér, þú varst
lítið fyrir að láta bera á þér. Þú
vannst þín góðverk hægt og
hljótt hvort sem það sneri að
mönnum eða dýrum, því dýrin
voru ekki minna virði en mann-
skepnan hjá þér.
Þú ein veist hvað ég sakna þín
mikið. Mér er efst í huga enda-
laust þakklæti fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, alveg frá
því ég var að frekjast við þig
sem smákrakki (sem var víst þó
nokkuð) og til dagsins í dag.
Við áttum saman óteljandi
stundir, sumar sorglegar eins og
þegar Þóranna systir þín lést á
afmælisdaginn þinn. Samheldn-
ari systur held ég hljóti að vera
vandfundnar og missir þinn (og
minn) var mikill.
Gleðistundirnar voru líka
margar. Ferðalög áttu hug ykk-
ar allan og fóruð þið systur
stundum nokkrar ferðir til út-
landa á ári. Alltaf var jafn gam-
an hjá ykkur og fljótlega þegar
heim var komið var farið að
skipuleggja þá næstu.
Elsku Didda eins og ég kall-
aði þig alltaf, það er komið að
leiðarlokum að sinni, takk fyrir
að vera þú, takk fyrir að hugga
mig þegar mamma og pabbi
féllu frá, takk fyrir hvað þú
varst alltaf góð við strákana
mína Alla, Andra Þór og Óla,
barnabörnin mín þrjú og allt
sem þú gerðir fyrir pabba minn.
Elsku Didda, Guð geymi þig.
Stillt var geðið, glatt og rótt,
í geisla – rauðum –bjarma
á mjúkum beði hægt og hljótt
hneig í dauðans arma.
(Haraldur Zophoníasson)
Elsku Tóta og fjölskylda,
sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur.
Hildur (Didda) og
Ólafur (Óli).
Elsku Didda okkar.
Aldrei man ég þá stund að þú
hafir ekki sýnt mér og öllum
þeim sem mér við koma einstaka
hlýju. Á öllum tímabilum lífs
míns varstu tilbúin að sýna mér
þolinmæði, áhuga og hvatningu.
Sömu orð skrifaði ég fyrir 12
árum síðan þegar amma Þór-
anna lést óvænt. Orðin eiga jafn
vel við í þetta skiptið, ég var jú
svo lánsamur að alast upp í ná-
vígi við ykkur Tóta, og átti þar
með í reynd viðbótarsett af afa
og ömmu.
Hildur Hansen bjó yfir mann-
kostum sem raunverulega eiga
sér enga hliðstæðu. Hún var,
eins og Katrín frænka mín orð-
aði svo óaðfinnanlega, með
stærra hjarta en allir hinir.
Þetta stóra sterka gullhjarta
varð líklega til þess að Didda
lifði lengst af eldri kynslóð fjöl-
skyldunnar, sem þýðir að hún
fylgdi okkur í gegnum öll þau
áföll sem yfir dundu þegar aðrir
fjölskyldumeðlimir kvöddu okk-
ur hérna megin.
Didda bjó yfir kærleika og
auðmýkt út í lífið sem glataðist
meðal yngri kynslóða fyrir
margt löngu. Hennar skilyrðis-
lausa ást á sínu fólki endur-
speglaðist í öllum hennar at-
höfnum, aðgerðum og samtölum
sem ég get greint og talið. Gildir
þá einu hvort um var að ræða
margra klukkustunda setu með
mér í bílum sem smákrakki eða
þegar þú hýstir mig á neðri hæð-
inni tvö sumur í kringum alda-
mótin.
Börnin mín fóru heldur ekki
varhluta af þinni manngæsku,
hjartahlýju og gjafmildi. Í öllum
þeim tilfellum sem veisluhöld
voru í farvatninu var fyrsta
spurning iðulega hvort Didda
kæmi ekki örugglega.
Það er huggun harmi gegn að
þú taldir sjálf að jarðnesk tilvist
þín hefði nú þegar þjónað sínum
tilgangi. Þú staldraðir við nógu
lengi til að öll þín nánasta fjöl-
skylda næði að hitta þig á loka-
sprettinum, og ekki var annað
að sjá en þú skiljir sátt við þessa
hlið veruleikans.
Það tekur mig þungt að þurfa
að horfast í augu við tilveru sem
inniheldur ekki þína fordæma-
lausu hlýju og velvilja. Mín var
lukkan að njóta þinnar nærveru
í hartnær 40 ár.
Guð geymi þig, elsku Didda.
Aðalsteinn Ólafsson.
Hildur Hansen
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512