Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 48

Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 ✝ Þórunn Krist- björg Jóns- dóttir fæddist 28. maí 1932 í Gunn- hildargerði í Hró- arstungu. Hún lést 18. apríl 2021 á Landakoti Land- spítala. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Sigmundsson, f. 25. okt. 1898, d. 18. maí 1957, og Anna Ólafsdóttir, f. 29. ágúst 1902, d. 20. mars 1987. Systkini: Margrét, f. 30. maí 1927, d. 24. nóv. 1988. Guðrún Ingibjörg, f. 18. okt. 1928, d. 7. sept. 2020. Sigmundur Þráinn, f. 5. okt. 1930, d. 11. des. 2007. Ólafur Heiðar, f. 25. nóv. 1934, Sesselja Hildigunnur, f. 4. nóv. 1936, Soffía Hrafnhildur, f. 15. ágúst 1939, og Jóndóra El- ísabet, f. 25. maí 1947, d. 3. maí 2007. Sambýlismaður Þórunnar var Jóhann Karl Bjarnason, f. 19. júlí 1935, frá Skagaströnd, d. 14. sept. 2015. Jóhann var sonur hjónanna Rósu Páls- dóttur, f. 1. sept. 1911, d. 1. maí 2002, og Bjarna Jóhanns Jó- hannssonar, f. 22. nóv. 1900, d. 12. sept. 1971. Guðmundsson, f. 17.7. 2001, 3b. Jóhannes Logi Guðmundsson, f. 2.7. 2004, 3c. Karitas Kristbjörg Guðmundsdóttir, f. 5.2. 2009. 4. Jóna Gunnhildur Ragn- arsdóttir, f. 28.11. 1956. Eig- inmaður hennar er Ísak Jóhann Ólafsson, f. 18.2. 1950. Börn þeirra eru: 4a. Sigrún Ísaksdóttir, f. 5.4. 1981. Eig- inmaður hennar er Jóhann G. Harðarson, f. 25.10. 1978. 4b. Gunnhildur Jódís Ísaks- dóttir, f. 28.5. 1991. Eiginmaður hennar er Pálmi Þór Val- geirsson, f. 12.7. 1988. 4c. Íris Kamilla Ísaksdóttir, f. 23.11. 1994 Barnabarnabörn Þórunnar eru sjö talsins. Þórunn lauk námi frá hús- mæðraskólanum á Löngumýri og vann ýmis önnur störf eftir það. Árið 1964 fluttist hún til Reykjavíkur og hóf sambúð með Jóhanni K. Bjarnasyni. Eftir Þórunni liggja ófáar lopapeysurnar, en hún var mikil hannyrðakona og saumaði og prjónaði jöfnum höndum. Hún starfaði til fjölda ára sem bréfberi í Reykjavík. Útför Þórunnar fer fram frá Grafarvogskirkju 29. apríl 2021 kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu að- standendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á vefslóðinni: https://youtu.be/2SSHBv-bSKI Streymishlekk verður hægt að nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Börn Þórunnar eru: 1. Álfhildur S. Jóhannsdóttir, f 26.8. 1964, dagfor- eldri og nemi. Eig- inmaður hennar er Þórarinn Gunn- arsson, f. 17.9. 1964. Börn þeirra eru: 1a. Jóhann Gunnar Þórarinsson, f. 18.9. 1987. 1b. Daníel Ingi Þór- arinsson, f. 15.3. 1989. Sam- býliskona hans er Elsa Björk Einarsdóttir, f. 22.3. 1990. 1c. Edda Þórunn Þórarinsdóttir, f 20.9. 1996. Sambýlismaður hennar er Magnús Torfi Rún- arsson, f. 28.8. 1993. 2. Gunnar Þór Jóhannsson, f. 30.11. 1965, blikksmíðameist- ari. Eiginkona hans er Þóra Egilsdóttir, f. 26.1. 1968. Börn þeirra eru: 2a. Ragna Ísabel Gunnarsdóttir, f 19.10. 1993, 2b. Þórunn Glódís Gunn- arsdóttir, f. 24.1. 2000, 2c. Stef- án Þór Gunnarsson, f. 30.10. 2003. 3. Guðmundur Ingi Jóhanns- son, f. 30.7. 1973, blikksmiður. Unnusta hans er Kristjana Ósk Birgisdóttir, f. 4.11. 1977. Börn Guðmundar eru: 3a. Einir Ingi Elsku mamma mín, þá er ferða- lagið hafið og þú tekst á við ný verkefni og áskoranir á nýjum slóðum. Alltaf er jafn sárt að kveðja af því að það er svo endanlegt. Þú varst hvíldinni fegin og ert nú laus við verkina sem hrjáðu þig síðustu mánuðina. Þegar ég hugsa til baka sé ég þig fyrir mér bakandi, með sauma- vélina á borðinu og prjónandi fal- legu lopapeysurnar sem þú stund- um reiddir fram á einum degi. Þvílíkur snillingur sem þú varst í höndunum. Allt þetta gerðir þú ásamt því að hugsa um heimilið, vinna og vera ávallt til staðar fyrir okkur systkinin. Til dæmis þegar hrekkjusvínin í götunni voru að stríða okkur þá varst þú ekki lengi að lesa þeim pistilinn. Þú varst kletturinn í lífi okkar og verndaðir okkur svo vel. Þú hafðir ákveðnar skoðanir og stóðst fast á þínu eins og t.d. varð- andi pólitíkina. Það var oft glatt á hjalla í eld- húsinu í Sörlaskjólinu og þá sér- staklega þegar þú spáðir í bolla fyrir þá, sem það vildu. Alltaf var eitthvað til með kaffinu og mikið sagðir þú skemmtilega frá mönn- um og málefnum. Já, mamma mín. Þú hafðir svo sannarlega góðan húmor. Öllum leið vel í návist þinni og stundum þegar fólk ætlaði rétt að kíkja inn þá dróst heimsóknin á langinn og áður en gestirnir vissu af var innlitið orðið lengra en upp- haflega til stóð. Öll ferðalögin sem við fórum í sem krakkar með þér og pabba voru frábær. Þá var farangrinum pakkað saman upp á topp á bílnum og síðan lagt af stað í ferðalag. Við heimsóttum ömmu og aðra ætt- ingja og síðar meir var farið í Gunnhildargerði. Þar naustu þín vel enda ólst þú þar upp og sveitin þín var þér svo kær. Þú sagðir okk- ur sögur um fólkið sem ólst upp með mér og hvernig lífið var þegar þú varst barn og unglingur. Þú hafðir svo einstaka frásagnargáfu og áttir auðvelt með að fá fólk til að hlusta á þig. Ekki má gleyma öll- um ferðunum í berjamó þar sem fötur voru fylltar af berjum á hin- um ýmsu stöðum. Síðan var farið heim og sultað. Þú hafðir endalaust gaman af því að lesa og gátum við oft spjall- að endalaust um bækurnar sem við lásum. Þú varst ótrúlega næm, skynj- aðir mikið, fannst og hafðir mikinn áhuga á bókum um dulræn mál- efni. Þegar upp er staðið þá varstu mín hetja og verndarengill. Ég er þakklát fyrir að þú varst mamma mín og allar fjölmörgu góðu stund- irnar sem við áttum saman. Sér- staklega síðustu árin. En þá er komið að kveðjustund elsku mamma. Ég veit að þú leikur á als oddi í sumarlandinu og ég bið að heilsa pabba. Ég á fjársjóð sem eru minningarnar um þig og þær geymi ég í hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt elsku múttan mín. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elska þig. Þín dóttir Álfhildur S. Jóhannsdóttir Elsku mamma mín, nú ert þú farin frá okkur og söknuðurinn stendur eftir. Ég veit að þú ert örugglega komin á góðan stað þar sem þér líður vel eftir erfiða sjúkrahúslegu síðustu mánuði. Þú ert án efa hvíldinni fegin. Lífið er ekki alltaf dans á rós- um og þú fékkst svo sannarlega að hafa fyrir því en samt varst þú alltaf svo jákvæð og bjartsýn á líf- ið. Uppgjöf var ekki til í þínum bókum. Þú hafðir sterkar skoðan- ir á lífinu og fórst eftir þeim skoð- unum. Þá varst þú höfðingi heim að sækja, sérstaklega á sunnu- dögum, stórsteikur og eftirréttir sem við fjölskyldan fengum að njóta í áratugi. Ég tel mig einstaklega heppinn að hafa átt þig að sem móður, þú varst alltaf tilbúin til að leiðbeina mér hvort sem var í æsku eða á fullorðinsárum mínum. Þú hvattir mig alltaf áfram og stóðst vörð um velferð mína. Ég veit að ég á eftir að sakna þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman, t.d. ferðalögin aust- ur í Gunnhildargerði og góðar og innihaldsríkar samræður um lífið og tilveruna. Þú talaðir oft um sumarlandið, þar sem öllum líður vel að lokinni jarðvist. Ég trúi og treysti því að það verði þinn áfangastaður í framtíð- inni. Einlægar þakkir fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir mig. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þinn sonur, Gunnar Þór. Elsku Þórunn, þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að kveðja þig en ég veit að hvíldin var þér kærkomin eins og staðan var orðin. Þú varst stór hluti af mínu lífi, tókst vel á móti mér þegar ég kom í fjöl- skylduna fyrir þrjátíu og fimm ár- um. Það var alla tíð matur á sunnu- dögum hjá þér, þú varst snillingur að elda góðan mat og oft gerði ég nákvæmlega það sem þú sagðir mér að gera en ekki varð maturinn eins góður og hjá þér. Þú gerðir besta slátur í heimi og gafst okkur fullan poka til þess að eiga yfir vet- urinn. Þú varst alltaf svo dugleg, vannst á mörgum stöðum, saumað- ir, prjónaðir, alltaf á fullu spani, eins og þú sagðir við mig: „Ég var talin liðleg og létt á fæti en samt svolítið stríðin.“ Þú varst ávallt til staðar fyrir mig og börnin mín, alltaf tilbúin að hjálpa. Þér fannst gaman að ferðast og hefðir viljað ferðast meira til út- landa en lést nægja að ferðast um Ísland á bílnum þínum sem þér þótti svo vænt um. Við fórum saman á hverju ári á æskuheimilið þitt, Gunnhildar- gerði, þar sem við áttum góðar stundir saman, síðustu árin hefur þú ekki komist þangað og það er allt öðruvísi að vera þar án þín, vantar svo mikið. Þú hafðir mjög gaman af góðum félagsskap og gast spjallað mikið, sérstaklega hafðir þú gaman af að tala um gamla tíma og kunnir frá mörgu að segja. Þú hafðir líka mjög gaman af að lesa góðar bækur, last margar á viku og gast endursagt allt sem gerðist í bókunum. Þú lánaðir mér einu sinni bók um sumarlandið. Þú vildir endilega að ég læsi hana, en þegar ég fór að lesa bókina sá ég að ég þyrfti ekki að lesa hana af því að þú varst búin að segja frá hverju smáatriði í bókinni. Þú varst ákveðin en vildir öllum vel, gjafmild en passaðir alltaf að gera ekki upp á milli, allir áttu að fá sama. Ef einhver var að þræta átt- irðu til að segja þessa frábæru setningu: „Þú ert ekki betri nema þú gerir betur,“ og hef ég reynt að fara eftir því. Þú nýttir líka hlutina vel. Ef maður gaf þér eitthvað gat það ver- ið uppi í skáp í tvö til þrjú ár, af því að hinn hluturinn var ekki alveg bú- inn. Við áttum góðar stundir saman á fimmtudögum þegar ég kom með mat, fyrst hamborgara en svo smakkaðir þú Hlöllabát og þér fannst hann svo góður að við borð- uðum Hlöllabát á fimmtudögum í nokkra mánuði, og eiga því Hlölla- bátar ávallt eftir að minna mig á þig. Ég á eftir að sakna þess að hitt- ast og borða Hlöllabát saman. En nú ertu komin í sumarlandið, sumarlandið sem þú talaðir alltaf svo mikið um. Þú hafðir trú á því að mennirnir fengju verkefni þar svo ég er viss um að þú ert upptekin í verkefnum þarna uppi, þeysist kannski líka um á honum Neista, hestinum þínum sem þér þótti svo vænt um, en horfir samt öðru hverju niður til okkar og fylgist með. Takk fyrir allt og allt elsku Þórunn Þín tengdadóttir, Þóra Egilsdóttir. Í dag kveð ég þig með söknuði og upp í hugann koma minningar um þá sterku og góðu konu sem þú varst. Ég hitti þig fyrst fyrir rúm- um 37 árum síðan þegar ég kom með henni Álfhildi dóttur þinni í sunnudagsmat í Sörlaskjólinu. Þú varst í eldhúsinu að hræra í pottum og passa upp á að væri nægur mat- ur á eldhúsborðinu fyrir þá sem við það sátu. Þegar þú hafðir lokið við mat- reiðsluna var eftirrétturinn borinn fram og síðan sest að spjalli, oftast við eldhúsborðið, þar sem dægur- málin voru krufin til mergjar. Stjórnmálin voru ofarlega á baugi en þar vorum við alla tíð á öndverð- um meiði en gátum samt rökrætt þau fram og til baka. Bílamálin voru þér líka hugleikin en þú varst sannkölluð bílakona. Þú varst vel að þér um bílategundir, bilanatíðni og flest það sem kom að bílum svona almennt. Bílasögurnar voru margar og skemmtilegar og ég minnist þess þegar þú lentir í smá- vægilegu umferðaróhappi þegar þú varst að skutla Álfhildi dóttur þinni á sitt fyrsta stefnumót við mig. Þú kipptir þér ekki mikið upp við óhappið en hafðir á orði að það væri örugglega fyrirboði um að stefnu- mótið ætti eftir að leiða eitthvað af sér. Það er síðan ekki hægt að minn- ast sunnudaganna án þess að nefna kaffibollana sem fengu að hvíla á hvolfi á miðstöðvarofninum í eld- húsinu. Þrátt fyrir að kvenfólkið væri kannski ekki mikið fyrir kaffi létu þær sig hafa það að drekka nokkra sopa til þess að fá þig til rýna í þá og fræða sig um framtíð- ina. Þú last heilu veislurnar, brúð- kaupin og barnsfæðingarnar upp úr þessum bollum og gott ef að það varð síðan ekki allt að veruleika. Að minnsta kosti sumt af því. Þarna varstu ansi snjöll og sýndir og sannaðir að þú varst alla tíð vel inni í daglegu lífi barnanna þinna. Síðan þá eru sunnudagarnir orðnir vel á annað þúsund en þessir dagar voru þér mikilvægir. Þá fékkstu alla fjölskylduna að borð- inu og smátt og smátt bættist í hóp- inn. Tengdabörnin, barnabörnin og undir það síðasta barnabarnabörn- in. Virðing mín fyrir þér sem sterkri, hjálpsamri og afburðadug- legri konu er takmarkalaus. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en vinn- andi eða gerandi eitthvað fyrir aðra. Þú starfaðir lengst af sem bréfberi hjá póstinum og þegar þeim vinnudegi var lokið tóku við ræstingar á kvöldin. Ég man alltaf eftir því þegar ég hitti þig í Ármúl- anum þar sem þú varst að bera út komin fast að sjötugu. Á þeim tíma var engum rafskutlum fyrir að fara hjá póstinum heldur aðeins þessir tveir jafnfljótu og póstburðarpok- inn á öxlinni. Þú lifðir fjölbreyttu og áhuga- verðu lífi en þegar heilsan fór að gefa sig ákvaðstu að taka því rólega og eyddir dögunum heima við það sem þig langaði að gera. Bókalest- ur skipaði þar stóran sess og hef ég ekki tölu á öllum bókunum sem við færðum þér. Núna ertu komin í sumarlandið, sem þú last og talaðir um af sannfæringu. Það var enginn efi í þínum huga um að sumarlandið væri til. Þar hefur tengdapabbi tek- ið á móti þér opnum örmum og þar mun þér líða vel. Minningin um þig mun lifa um ókomna tíð. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Þórarinn Gunnarsson. Elsku amma, nú ert þú komin á góðan og fallegan stað umvafin friði og ljósi. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og við mun- um geyma allar dýrmætu minning- arnar sem við áttum með þér. Við áttum yndislegar stundir saman en þær minnisstæðustu eru í Gunn- hildargerði með þér og afa í sveita- sælunni. Þú varst alltaf í eldhúsinu að huga að matnum á meðan afi var að veiða. Það var svo yndislegt að kíkja til þín í sunnudagsmatinn og spjalla um lífið og tilveruna og rifja upp gamla og góða tíma. Það eru forréttindi að hafa átt svona ynd- islega ömmu. Hvíldu í friði, elsku amma, við kveðjum þig með mikl- um söknuði. Sigrún, Gunnhildur og Íris. Elsku besta amma mín. Orð fá því ekki lýst hve sorgin er mikil þessa dagana. Það eina sem fer í gegnum huga minn í sorginni er hversu frábærlega sterk og góð kona þú varst. Þú stóðst alltaf með þínu fólki og passaðir upp á okkur öll. Þú passaðir að við borðuðum nóg þegar við vorum í heimsókn og þér stóð sko heldur betur ekki á sama ef ég borðaði of lítið, og sagðir að maður þyrfti næringu til þess að vaxa. Þú gafst okkur barnabörnun- um svo alltaf pening fyrir ís eftir sunnudagsmatinn og við hlupum út í búðina rétt hjá og komum heim með bros á vör og hugsuðum hvað við værum heppin að eiga svona góða ömmu. Amma, þú varst ein- faldlega einstök á alla vegu og ég veit ekki hvernig lífið mitt heldur áfram án þín. Án allra okkar sam- tala um lífið og tilveruna, gæða- stunda saman í stofunni og inni í herbergi hjá þér, Gunnhildagerðis- stundanna, þegar þú kenndir mér alvörueldamennsku og svo ótal- margt fleira. Þú gerðir allt best, og það er klárt mál. Þú gafst bestu ráðin, bestu hlýjuna og gerðir þá allra bestu kjúklingasósu sem ég hef á ævi minni smakkað. Ég mun seint gleyma einni ný- legri minningu sem við áttum, þeg- ar þú þurftir aðstoð við að skipta um mold í blómapottunum þínum, og við mamma vorum að hjálpa þér. Þú baðst mig um aðstoð og ég græjaði þetta fyrir þig, með aðstoð mömmu, á engri stundu. Þú varst ekkert smá hissa en jafnframt ánægð að ég gerði þetta fyrir þig, og ekkert smá stolt af mér fyrir að gera þetta svona vel. Þegar ég sá hversu glaða þetta litla verk gerði þig, stækkaði hjartað mitt um tvær stærðir. Ég hef alltaf viljað standa mig vel fyrir þig og gera vel svo ég geti orðið næstum því eins og þú þegar ég verð eldri, því amma, þú ert einfaldlega ein af mínum allra helstu fyrirmyndum og ég hef alltaf litið upp til þín. En það er svo skrítið hvað lífið tekur og lífið gefur og af hverju þessir hlutir gerast. Maður spyr sig alltaf, hver er tilgangurinn með þessu öllu? Af hverju þarf amma að fara og hvert er hún að fara? Spurningarnar eru óteljandi og svörin eru örfá. Eitt veit ég fyrir víst, og það er að eins mikil og sorg- in er og hjartað er tómt, þá veit ég fyrir víst að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú ert með afa og þið fylgist með okkur frá einhverjum frábærum stað og við horfum upp til stjarnanna og hugsum til ykkar. Þú verður ávallt hluti af mér, og hvert skref sem ég tek í þessu lífi mun vera þér að þakka. Amma, ég sakna þín meira en orð fá lýst og ég mun ávallt elska þig og hugsa til þín. Ég bið að heilsa afa í Sumar- landinu og vona að hann passi vel upp á þig. Takk fyrir að vera til og vera besta amma í heimi. Þangað til næst amma. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigríður Dúa) Þitt barnabarn, Edda Þórunn Þórarinsdóttir. Þórunn Kristbjörg Jónsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu HELGU HALBLAUB, Vesturbergi 75, fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 4. maí klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana verður streymt frá athöfninni. Slóðin á streymi er https://www. skjaskot.is/helga. Streymishlekk má finna á:https://www.mbl.is/andlat Bjarni Hannesson Elfar Bjarnason Anna Laxdal Þórólfsdóttir Vignir Bjarnason Lyanne Ridderhof Skúli Bjarnason Sigrún Ingadóttir Aron Bjarnason Elísabet Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.