Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 ✝ Elísabeth Ósk Ellerup fædd- ist 14. mars 1950 á Seyðisfirði. Hún lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 20. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Johan Gerhard Ellerup, lyfjafræðingur og lyfsali í Keflavík, f. 8. janúar 1904, d. 23. janúar 1980, og Astri Forberg Ell- erup húsmóðir, f. 24. maí 1910, d. 7. mars 1974. Systkini Elísabethar: Olav F. Ellerup f. 30. apríl 1933, d. 22. febrúar 2021, maki Anna Lárusdóttir, Fróði Ellerup f. 17. febrúar 1935, maki Jó- hanna Kristín Ellerup, og Gísli Ellerup, f. 8. janúar 1943, maki Sigrún Reynarsdóttir. Eiginmaður Elísabethar var Borgþór Ómar Pétursson og síðar menntaði hún sig sem lyfjatæknir. Á yngri árum starfaði Libbý hjá föður sínum í Apóteki Keflavíkur, síðar starfaði hún í Apóteki Horna- fjarðar og Laugarnesapóteki. Hún flutti til Hafnarfjarðar ár- ið 1978 þar sem hún og Borg- þór héldu heimili. Borgþór gekk Jóhanni syni hennar í föðurstað, en Libbý eignaðist hann í fyrra hjónabandi með Heimi Skarphéðinssyni. Um tíma bjuggu þau Borgþór á Djúpavogi og á Höfn í Horna- firði þar sem Borgþór starfaði sem framkvæmdastjóri frysti- hússins Búlandstinds og Stemmu hf. Lengst af starfaði Libbý hjá Sælgætisgerðinni Drift sf. við framleiðslu á App- olo- og Krumma-lakkrís, en það voru tengdaforeldrar hennar sem stofnuðu fyrir- tækið árið 1965. Útför Elísabethar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 29. apríl 2021, klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/tp6yPbNV49U Hægt verður að nálgast streymishlekk á: https://www.mbl.is/andlat framkvæmda- stjóri, f. 24. febr- úar 1949, d. 19. júní 2003. Synir þeirra eru: 1) Jó- hann Óskar, f. 29. maí 1974, maki Arnfríður Kristín Arnardóttir, f. 11. maí 1976, synir þeirra eru a) Ás- geir Örn, f. 28. desember 2001, unnusta Sigrún Vernharðs- dóttir, f. 12. apríl 2001, b) Borgþór Ómar, f. 30. maí 2005, og c) Arnar Freyr, f. 27. mars 2011. 2) Stefán Þór, f. 8. apríl 1980, maki Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, f. 5. desember 1981, dætur þeirra eru a) Aðalheiður Dís, f. 5. nóvember 2005, b) Elísabet Rós, f. 14. júní 2008, og c) Laufey Ósk, f. 20. mars 2010. Libbý ólst upp í Keflavík, hún gekk í Húsmæðraskólann Elsku mamma mín, hjarta mitt er brostið. Ég á svo erfitt með að koma orðum á blað og ímynda mér tilveruna án þín. Ég er þess svo þakklátur og heppinn að hafa átt þig fyrir mömmu. Þú varst alltaf til stað- ar fyrir okkur bræður og klett- urinn okkar. Holdi klætt krafta- verk. Blessunarlega hef ég getað varið með þér meiri tíma undanfarið ár og hefur það gefið mér óendanlega mikið. Ég sakna nú þegar vikulegu búð- arferðanna okkar og samtölun- um okkar þegar ég gekk frá í ís- skápinn fyrir þig á Sólvangsveginum. Á Sólvangs- vegi leið þér vel og þú varst ánægð. Þar náðirðu á stuttum tíma að heilla alla með jákvæðni og léttlyndi sem einkenndi þig. Það er með ólíkindum hvað þú lifðir lífinu af miklu æðruleysi, aldrei man ég eftir að hafa heyrt þig kvarta yfir einu né neinu al- veg sama hvernig heilsan var. Alltaf gat ég leitað til þín. Skil- yrðislaus ást þín og umhyggja hefur leiðbeint mér í mínu for- eldrahlutverki. Fyrstu minning- ar mínar af þér eru úr Keflavík þar sem þú náðir í mig á leik- skólann og við löbbuðum heim á Mávabraut. Eru þessar minn- ingar sveipaðar ljóma af ofur- konunni henni mömmu minni sem gat allt. Ég á svo margar minningar af okkur saman sem ylja mér. Einna vænst þykir mér sú stund þegar ég og Arn- fríður sögðum þér og pabba við eldhúsborðið á Vesturvangi að þið væruð að verða afi og amma, gleðin var svo einlæg og aldrei hef ég séð eins yndisleg gleði- svipbrigði. Þú varst svo fé- lagslynd og einkenndist allt þitt líf af því að þú umkringdir þig fólki sem þér þótti vænt um, bæði fjölskyldu og vinum. Snemma eftir að við bræður urðum eldri komu þú og pabbi á þeim sið að við öll borðuðum saman á föstudögum. Eftir að pabbi dó hélstu þessu áfram og svo tókum við bræður við og fengum þig til okkar. Þessi hefð hefur gert fjölskylduna sam- rýndari og passað upp á að næsta kynslóð þekkist innbyrðis og eru vinir. Barnabörnin elska þig svo mikið og munu þau alla ævi muna eftir ömmu Libbý. Uppáhaldsstaðurinn þeirra á Vesturvanginum var sleikjó- skápurinn og litli frystirinn með ísnum. Aldrei var farið til ömmu Libbýjar án þess að kíkja á þessa tvo staði en að sjálfsögðu ekki nema með þínu leyfi. Ég veit að hann pabbi er bú- inn að taka á móti þér og þið er- uð að bralla eitthvað saman. Ég hefði svo mikið viljað hafa þig hjá mér lengur en er svo þakklátur fyrir tímann sem ég átti með þér. Þinn Jóhann Óskar. Elsku Libbý hitti ég í fyrsta skiptið þegar ég gekk 16 ára inn í Lakkrísgerðina að leita mér að sumarstarfi. Hún gortaði sig oft af því að hafa, í samráði við elsku Dídí tengdamóður sína, í raun ráðið mig í vinnu hjá þeim og þar með átt þátt í því að koma mér í fjölskylduna. Mér þótti alltaf mjög vænt um hvað hún var stolt af því. Þegar ég og Stebbi byrj- uðum saman tók hún mér með enn opnari örmum og náðu hún og Ómar heitinn strax að láta mér líða eins og ég hefði aldrei verið annað en hluti af fjölskyld- unni. Elsku Libbý, sem vildi allt fyrir mann gera og hafði einstakt lag á því að vera ljúf á meðan hún sagði manni kímin að halda kjafti. Það var alltaf gaman í kringum hana því hún hafði húmor fyrir öllu, meira að segja því að þurfa að drattast með súr- efniskút (Gest) með sér í mörg ár. Mikið sem ég mun sakna þessa húmors og þess hversu mikið maður fann oft fyrir vænt- umþykju hennar. Elsku Libbý mín, hvíl í friði, þín verður sárt saknað en minn- ing þín mun lifa áfram í okkur öllum. Þín tengdadóttir, Gunnhildur. Elsku Libbý mín, það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Kveðju- stundin var falleg, þú kvaddir við klukknahljóm frá Hallgríms- kirkju, við vorum hjá þér og héldum í höndina þína eins og þér fannst svo gott þegar þú varst veik á spítalanum. Ég var bara 14 ára stelpuskott þegar ég hóf að venja komur mínar á heimilið ykkar Ómars. Þú tókst mér strax vel og áður en ég vissi af var ég orðin ein af fjölskyldunni og farin að skipta mér af. Þér fannst nú stundum nóg um afskiptasemina og fékk ég stundum að heyra að ég væri með nefið ofan í öllu. En ég tók því ekkert nærri mér enda veit ég að þér þótti vænt um það að ég passaði upp á þig og hjálpaði þér, sérstaklega eftir að Ómar dó. Þú hringdir alltaf fyrst í mig og baðst mig að græja eitthvað fyrir þig því það væri svo gott að biðja mig um aðstoð, ég væri miklu betri í þessu en strákarnir. Þegar ég kom til þín á spítalann núna í apríl og sagði við þig að ég væri komin til að skipta mér af, þá brostirðu og sagðir já fínt, ekki veitir af. Ég vissi að þú vild- ir ekkert annað en að ég myndi skipta mér af þér. Það var mín lukka að kynnast honum Jóa mínum og fá ykkur sem tengdaforeldra, þið voruð einstök og alltaf til staðar fyrir okkur. Samband ykkar Jóa var einstakt og hann komst upp með að segja og gera hluti sem aðrir hefðu ekki komist upp með. Fjöl- skyldan var mjög náin og það var alltaf líf og fjör á heimilinu, ef spilafélagarnir voru ekki að spila eða í mat, þá voru vinir Stebba að horfa á leik eða einhverjir vin- ir Jóa að brasa í bílskúrnum. Við gátum setið endalaust við eld- húsborðið og spjallað um heima og geima. Heimilið var öllum op- ið og allir alltaf velkomnir. Þið Ómar voruð höfðingjar heim að sækja og ykkur leið best ef nóg var af fólki í kringum ykkur. Síðustu árin var heilsan orðin slæm, en þrátt fyrir erfið veik- indi kvartaðir þú aldrei, þú varst alltaf jákvæð og stutt í brosið. Þú sigraðir hverja áskorunina á fæt- ur annarri og barnabörnin voru farin að halda að þú hefðir ein- hverja ofurkrafta, sérstaklega eftir að þú sigraðir Covid. Meira að segja læknarnir og hjúkrun- arfræðingarnir á lungnadeildinni áttu ekki til orð yfir þrautseigj- una og baráttuviljann. Þú varst aldeilis ekki tilbúin að yfirgefa þennan heim strax. Þú áttir nefnilega eftir að sigra nokkrar spurningakeppnir og pub quiz í dagdvölinni á Sólvangi. Þú varst nú ekkert lítið montin af frammi- stöðunni í hinum ýmsu keppnum þar. Við erum svo þakklát fyrir að þú hafir fundið þig í dagdvöl- inni því félagsskapurinn á Sól- vangi gerði þig svo glaða og gaf þér orku. Barnabörnin eiga eftir að sakna þess að hafa ömmu Libbý hjá sér. Þau elskuðu þig og ósk- uðu einskis annars en að þú myndir ná þér af veikindunum. Elsku Libbý mín, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín mun lifa með okkur. Arnfríður. Elsku amma okkar, við munum alltaf muna eftir því hversu góð þú varst við okk- ur þótt þér þætti stundum smá hávaði í okkur. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín og það var alltaf hægt að treysta á að þú ættir eitthvað gott handa okkur. Og ef það var ekki til þeg- ar við komum þá var það örugg- lega til næst þegar við komum. Við elskum þig og munum allar sakna þín ofboðslega mikið. Þú verður alltaf í hjarta okk- ar. Þínar sonardætur, Aðalheiður Dís, Elísabet Rós og Laufey Ósk. Þannig týnist tíminn. Við kveðjum hér konu sem hefur verið hluti af okkar lífi í áratugi. Borgþór, vinur okkar, kynnti fyrir okkur kærustuna sína árið 1976. Hún hét Elísa- beth Ósk Ellerup, kölluð Libbý. Hún var lagleg, broshýr apótek- aramær úr Keflavík, norsk í aðra ættina og dönsk í hina. Eins og margir þaðan hafði hún yndi af íslenskri dægurtónlist, Hljómar og BÓ voru auðvitað hátt skrif- aðir. Við höfum átt margar góðar stundir með þeim hjónum í gegn- um tíðina, farið í sumarbústaða- ferðir, eytt saman áramótum, spilað borðspil með drengjunum svo eitthvað sé nefnt. Þau hjónin flökkuðu með okk- ur ótal ferðir vítt og breitt um landið ásamt börnum, meðan þau höfðu vilja til að fara með. Við minnumst ógleymanlegra ferða yfir Sprengisand, Kjöl, Gæsa- vatnaleið, á Arnarvatnsheiði svo eitthvað sé nefnt auk árvissra ferða í Veiðivötn. Þó Libbý væri ekki vön þessu baksi þá lét hún sig hafa það og vandist því að keyra vegarslóða, yfir óbrúaðar ár og sofa í tjaldi í úrhellisrign- ingu og hávaðaroki svo að keyra varð yfir tjaldskörina þannig að tjöldin fykju ekki. Veðrið var reyndar það vont að gangna- menn treystu sér ekki út. Aldrei þessu vant þá var grillið í lág- marki. Auðvitað bognuðu tjald- súlur og þurfti samvinnu til að taka niður tjöld. En Libbý tók þessu með jafnaðargeði líkt og hún gerði við góðlátlegri stríðni. En ef henni ofbauð þá átti hún til að brosa, segja „haha“ og reka út sér tunguna um leið, sem þýddi nú trúi ég ekki lengur og þú hef- ur farið yfir strikið. Í þessum ferðum fengu bæði hún og synir hennar sína fyrstu fiska. Veiðarnar áttu reyndar ekki hug hennar og bar hún við ofnæmi fyrir fiski. Auðvitað stríddum við henni á þessu, sögðum að þetta væri bara af- sökun fyrir því að henni þætti hann vondur. Bridgehópurinn sem Borgþór var í (TVB16) ferðaðist víða er- lendis ásamt mökum. Farið var til Barcelona, Parísar, Rómar, London og fleiri staða. Eftir að Borgþór andaðist fór hún með okkur hjónum skemmtilega ferð til London og Rhodos og hélt auðvitað áfram að mæta í veislur og boð hjá hópnum eftir því sem tilefni gáfust. Eitt sinn klippti Sigga saman myndir úr ferðum og partíum og passaði upp á að allar myndir af Libbý væru af henni reykjandi. Libby var ekki sátt en henni var sagt að þá yrði hún að hætta ef hún vildi öðruvísi myndir. Sá tími var ekki kominn en henni tókst þó að hætta á undan okkur hjónum. Eftir að Borgþór og Libbý fluttu suður og settust að í Hafn- arfirði, eftir búsetu á Austur- landi, þá var oftast spilað þar enda voru þau hjónin miklir gestgjafar og héldu vel utan um vinahópinn með þorrablótum, matarboðum og skemmtilegum uppákomum. Hún vildi hafa reglu á hlutun- um og þegar við reyndum að setja í uppþvottavélina eftir mat- inn þá raðaði hún gjarnan aftur í vélina, þetta var ekki rétt gert. Libbý naut þess að eiga góða að: bræður, eiginmann, syni og tengdadætur sem hafa reynst henni afar vel í gegnum árin. Eftir að halla fór undan fæti hafa þau öll veitt henni stuðning ásamt barnabörnunum sem hafa bæst í hópinn. Við vottum ykkur öllum sam- úð vegna fráfalls Libbýjar. Já, svona líður tíminn. Libbý, þú færir Borgþóri kveðju okkar og við hittumst þegar þar að kemur í sumarland- inu og höldum áfram að gera skemmtilega hluti. Sigríður B. Sigurjóns- dóttir og Páll Hjaltason (Sigga og Palli). Elísabeth Ósk Ellerup Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, Laugarvegi 46, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 1. maí klukkan 14. Guðný Þórhildur Sölvadóttir Sverrir Jónsson Guðrún Ásgerður Sölvadóttir Ásgeir Ingvar Sölvason Erla Gunnlaugsdóttir Guðni Margeir Sölvason Júlía Birna Birgisdóttir Sölvi Sölvason Sigríður Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu okkur sýnda við fráfall okkar kæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR JÓNU ÍSLEIFSDÓTTUR, Hvolsvelli. Kærar þakkir fyrir alla þá aðstoð og umhyggju sem hún naut og var henni svo mikils virði. Guðríður Björk Pálmadóttir Ingibjörg Pálmadóttir Haraldur Sturlaugsson Ísólfur Gylfi Pálmason Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ástkær móðir okkar, systir, amma og tengdamóðir, HEIÐA HREIÐARSDÓTTIR frá Raufarhöfn, lést föstudaginn 16. apríl í Stokkhólmi. Hún verður jarðsungin föstudaginn 7. maí á Skogskyrkogården í Stokkhólmi kl. 10. Katrín Klein Kristófer Klein Natalie Van Der Veen Nicole Van Der Veen Helena Hreiðarsdóttir Hrönn Hreiðarsdóttir Halla Hreiðarsdóttir Frey Onryd tengdasynir og barnabörn Að eilífu elskuð og saknað. Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON rafverktaki, Hlíðargötu 38, Fáskrúðsfirði, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum Fáskrúðsfirði föstudaginn 23. apríl. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 3. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Útförinni verður streymt á youtubesíðu Grafarvogskirkju. Dóra Gunnarsdóttir Gunnar Vignir Guðmundsson Hugrún Ingimarsdóttir Birna Guðmundsdóttir Kristján Jónsson Kristín Guðmundsdóttir Guðlaugur Björn Birgisson Jóhanna Vigdís Guðmundsd. Marteinn Már Guðgeirsson barnabörn og langafabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.