Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 53

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 að fara fram! Í haust eru 30 ár síðan Ísland varð heimsmeistari í bridds sem var alveg magnað afrek og menn muna Bermúdaskálina frægu! Það er ekki spurning að bridds gerir lífið skemmtilegra.“ Fjölskylda Eiginkona Jafets er Hildur Her- móðsdóttir, kennari, bókmennta- fræðingur og fv. útgefandi, f. 25.7. 1950. Foreldrar hennar eru hjónin Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir, f. 20.8. 1920, d. 25.3. 2002, og Her- móður Guðmundsson, f. 3.5. 1915, d. 8.3. 1977. Þau voru bændur og með veiðiheimilisrekstur í Árnesi í Að- aldal. Börn Jafets og Hildar eru 1) Jó- hanna Sigurborg, f. 12.3. 1975, MBA, starfar hjá Össuri, gift Jóni Björg- vini Stefánssyni tölvunarfræðingi og þau eiga börnin Matthildi Maríu, nema í Versló, f. 1993, og Jafet Stef- án, f. 2016; 2) Ari Hermóður, MBA og veiðimaður, f. 16.4. 1982, kvæntur Sonju Wiium lögfræðingi, f. 24.1. 1986, og þau eiga Arney Tinnu, f. 2012, Katrínu Tönju, f. 2015, og Hildi Karenu, f. 2019, og 3) Sigríður Þóra, viðskiptafræðingur hjá Eignaum- sjón í Reykjavík, f. 22.1. 1991. Öll eiga þau heima í Reykjavík. Jafet á einn bróður, Magnús, f. 6.3. 1944, mjólkurfræðing og fv. forstjóra Mjólkursamsölunnar, sem býr í Reykjavík. Foreldrar Jafets Sigurðar eru hjónin Sigríður Jafetsdóttir, f. 5.11. 1916, d. 27.12. 1980, húsfreyja og þjónustukona, og Ólafur M. Magn- ússon, f. 22.9. 1920, d. 18.6. 1991, hús- gagnasmíðameistari, síðast móttöku- stjóri í Landsbankanum og hestamaður. Þau voru búsett í Reykjavík. Jafet S. Ólafsson Gróa Magnúsdóttir bóndi á Kjalarnesi Kristinn Ólafsson bóndi á Kjalarnesi Guðrún Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jafet Sigurðsson skipstjóri í Reykjavík Sigríður Jafetsdóttir húsfreyja og þjónustukona í Reykjavík Sigríður Jafetsdóttir húsfreyja á Seli í Reykjavík Sigurður Einarsson bóndi á Seli í Reykjavík Sigurborg Narfadóttir bóndi á Skógarströnd, f. á Kóngsbakka Kristján Jónsson bóndi á Skógarströnd Valgerður Kristjánsdóttir veðurathugunarmaður í Stykkishólmi Magnús Jónsson bóndi og verkamaður í Stykkishólmi Hólmfríður Sigurðardóttir bóndi á Skógarströnd Jón Magnússon bóndi á Skógarströnd Úr frændgarði Jafets S. Ólafssonar Ólafur M. Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. í Stykkishólmi en bjó í Reykjavík „HERTU ÞIG UPP, HERBERT. ÞAÐ OPNAR EFTIR FIMM MÍNÚTUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að sparka í haustlaufin saman. ÉG ER MJÖG LAGINN MEÐ VERKFÆRI! SEMÓTRÚLEGT NOKK ER RÉTT- NEFNT SÉRSTAKLEGA MEÐ ÞETTA LEMJI-TÓL! ÁÁÁÁÁÁÁ! BRAML! STATTU ÞIG EÐA FARÐU! ÉG SEGI PASS! „ÉG ER EKKI Í STUÐI FYRIR FELULEIK. ÞAÐ BREYTIR MANNI AÐ SITJA BAK VIÐ RIMLA.“ JÁRNAGA- GÖNG ÁSTAR- INNAR Á Boðnarmiði birtir Anton HelgiJónsson limru úr leikskóla lífsins og kallar hana „Léttir í leik- skólanum“: Nú birtist það blessaða vorið og burt fer úr nebbanum horið. Þá hljóðnar allt pex en hláturinn vex og hleypt verður fjöri í sporið. Ólafur Stefánsson skrifar: „Það eru víst farin að sjást dagblöð aftur þar sem eldra fólk kemur saman. Ég fékk kveðju gegn um þriðja að- ila frá Ísafold í Garðabæ, eftir að vísueymingi frá mér hafði komið í Blaðinu“: Þó förlist huga og fúni hold, finn ég ennþá braginn. Yrki ég um Ísafold oft um miðjan daginn. En þegar grænka grös í mold, og gengur flest í haginn, yrkja skal um Ísafold allan heila daginn. Eiríkur Jónsson segir að þessa vísu hafi Þorvaldur Pálmason kennari á Kleppjárnsreykjum kennt sér fyrir margt löngu og spyr: „Veit einhver hver höfund- urinn er?“ Nóttin er orðin niðadimm og nautnin á hæsta stigi klukkuna vantar korter í fimm og konan í sumarfríi. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Lagleysi“: Við raust kvað hinn rómsterki Bragi, raddböndin þandi sá gæi, hve rammfalskt hann söng um síðkvöldin löng var fáheyrt og fjarri lagi. Sævar Sigurgeirsson svarar: „Þetta ku hafa borist honum til eyrna svo hann aflagði sönginn og færði sig neðar á skaftið“: Hann elskaði línur í ljóði og las upp úr sögum og óði. Um bæ varð því fleygt og býsna lífseigt að best læsi karlinn í hljóði. Guðmundur Arnfinnsson: Á listum ei lengur hann Bragi lumar af neinu tagi hann þagnaður er og það líkar mér sá þrjótur hann var ekki í lagi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Ísafold, Braga og leikskóla lífsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.