Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 55

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Eftir að ég gerðist íþrótta- fréttamaður hef ég reglulega fengið að heyra það fyrir skrif mín. Misjafnlega mikið auðvitað eins og gengur og gerist en það fylgir þessu. Það væri ekkert gaman að þessu ef allir væru sammála um allt, alltaf. Eins og ég hef áður komið inn á hér í Bakvarðadálkinum hef ég fengið símtöl þar sem ég hef svo gott sem fengið á lúð- urinn frá ósáttum lesendum, sem og í tölvupóstum þótt það hafi reyndar dregið aðeins úr því. Ég hef hins vegar einu sinni fengið alvöruhnefa á lúðurinn en það gerðist í Liverpool fyrir tæpum tuttugu árum. Ég var þar staddur til þess að fylgjast með mínum mönnum í Bítla- borginni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem andstæðingurinn var Celtic. Borgin var troðfull af stuðnings- mönnum skoska liðsins og þeir létu vel í sér heyra meðan á dvöl þeirra stóð. Einhvern veginn tókst mér að enda með nokkrum þeirra í lyftu á ónefndu hóteli í borginni. Þeir létu nokkur vel valin orð falla um mína menn eftir 2:0- tap Liverpool sem ég átti erfitt með að sitja undir. Unglingurinn í mér ákvað að svara þeim með þeim afleiðingum að ég fékk einn á lúðurinn. Bara einn samt. Þetta var ákveðin lexía fyrir mig, sem segir sig eflaust sjálft, enda haldið mig á mottunni síð- an. Ég tók áhugavert viðtal við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings í Reykjavík, um daginn sem birtist á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Þar talaði hann um að það væri stundum betra að halda bara kjafti. Orð að sönnu. Menn læra og lifa, þannig er það víst í þessu blessaða lífi. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is KR er í erfiðri stöðu í neðsta sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknatt- leik eftir leiki gærkvöldsins. KR fór í Stykkishólm og þar hafði Snæfell bet- ur 77:61 í afar mikilvægum leik í bar- áttunni um áframhaldandi sæti í efstu deild að ári. Snæfell er með sex stig og er því tveimur stigum fyrir ofan KR. Ljóst er að annað hvort þessara lið mun þurfa að falla niður um deild. KR-liðið getur enn bjargað sér en þarf þá að gera vel í síðustu umferðunum en KR á eftir að mæta Breiðabliki og Hauk- um á heimavelli og Fjölni á útivelli. Snæfell á eftir að mæta Skallagrími og Val á útivelli og Breiðabliki á heima- velli. Snæfelli nægir nú að vera með jafnmörg stig og KR, sem þarf því tvo sigra. Haiden Denise Palmer átti stór- brotinn leik fyrir Snæfell. Hún skoraði 39 stig og var með fína skotnýtingu. Tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal boltanum sex sinnum og hvíldi ekki eina einustu sekúndu. Anna Soffía Lárusdóttir lék einnig allar 40 mínúturnar hjá Snæfelli og skoraði 16 stig. Annika Holopainen skoraði 16 stig fyrir KR og tók 11 fráköst og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðablik kom geysilega á óvart í kvöld og vann Keflavík í Smáranum 73:66. Valskonur gátu aukið forskot sitt upp í fjögur stig tækist liðinu að vinna Skallagrím en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Keflavík og Haukar eru með 26 stig en Valur 28 stig. Haukar töpuðu einn- ig í kvöld. Fyrir Fjölni 73:65 í Graf- arvogi. Fjölnir er með 24 stig. Breiðablik er með 12 stig og með sigrinum á Keflavík sleit liðið sig end- anlega frá Snæfelli og KR. Iva Georgieva var stigahæst hjá Breiðabliki með 28 stig og Ísabella Ósk Sigurðardóttir tók 16 fráköst og skoraði auk þess 12 stig. Daniela Wal- len Morillo skoraði 19 stig fyrir Kefla- vík, tók 19 fráköst og stal boltanum sex sinnum. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Keflavík. Í leik Fjölnis og Hauka skoraði Ar- iel Hearn 29 stig fyrir Fjölni, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hún lék allar 40 mínúturnar. Landsliðs- konan Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Haukum með 19 stig og tók níu fráköst. Óvænt úrslit í Smáranum - Mikilvægur sigur hjá Snæfelli gegn KR - Keflavík og Haukar töpuðu Morgunblaðið/Eggert Í Dalhúsum Lina Pikciuté reynir skot en Lovísa Hennings er til varnar. Knattspyrnudeild ÍBV hefur rift samningi sínum við enska fram- herjann Gary Martin og greindi frá því á heimasíðu félagsins í gær. Martin sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann greindi frá málsatvikum. Segist hann hafa tekið mynd í búningsklefa liðsins og sent myndskeiðið á leikmenn liðsisn á Snapchat. Samherji Martins sem var á myndinni kærði sendinguna til lögreglunnar. Martin segist hafa leitað sátta en hvorki leikmaðurinn né stjórn ÍBV hafi haft áhuga á því að hans sögn. sport@mbl.is Martin kærður af liðsfélaga sínum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Kærður Gary Martin stendur í ströngu um þessar mundir. Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun leika með Sel- fossi í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, í sumar. Vísir greinir frá þessu í gær en Hólmfríður tilkynnti í síðasta mán- uði að knattspyrnuskórnir væru komnir á hilluna. Hólmfríður, sem er 36 ára gömul, hefur leikið með KR, ÍBV, Val og Selfossi og þá hefur hún einnig leik- ið með Valdsnes í Noregi, Fortuna Hjørring í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Philadelphia Independ- ence í Bandaríkjunum. Hólmfríður hætt við að hætta Morgunblaðið/Eggert Reynd Hólmfríður Magnúsdóttir ætlar að taka slaginn í sumar. Skíðamót Íslands í alpagreinum og skíðagöngu auk Snjóbrettamóts Ís- lands fer fram á Akureyri næstu þrjá daga. Ákvörðun um þetta var tekin með mjög stuttum fyrirvara eins og það var orðað í tilkynn- ingu frá Skíðasambandinu. Mótið hófst raunar í gærkvöldi með sprettgöngu venju samkvæmt en Skíðamót Íslands hefst gjarnan með þeirri grein. Fyrir utan sprettgönguna verð- ur keppnin afgreidd næstu tvo daga ef áætlarnir ganga eftir. Stórsvigið er á dagskrá í dag og svigið á morgun. Keppt verður í 10 og 15 kílómetra skíðagöngu í dag en á morgun verða 5 og 10 kílómetrar gengnir. Á snjóbrettum verður keppt í brettafimi í dag og í risastökki á morgun. Á ensku eru þessar greinar þekktar sem slopestyle og big air. Til stóð fyrr í mánuðinum að Skíðamót Íslands færi fram í Hlíð- arfjalli 22.-24. apríl, samhliða Andrésar Andar-leikunum. Unglingameistaramóti Íslands hefur hins vegar verið aflýst vegna heimsfaraldursins. Er það annað árið í röð sem mótið fellur niður. Mótið mun fara fram í Hlíðarfjalli Manchester City gerði frábæra ferð til Parísar þar sem það vann 2:1- sigur gegn heimamönnum í París Saint-Germain í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu í gær. Staðan hjá Man City er því ansi góð fyrir síðari leik liðanna í Man- chester næstkomandi þriðjudag, enda með samanlagða forystu og lið- ið búið að skora tvö útivallarmörk. Parísarliðið náði þó forystunni í gær þegar Marquinhos skoraði eftir und- irbúning Ángels Di María. Var staðan 1:0 að loknum fyrri hálfleik og City svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Kevin De Bruyne jafnaði á 64. mínútu þegar sending hans inn á teiginn sigldi alla leið í netið. Sigurmarkið skoraði Riyad Mahrez beint úr aukaspyrnu á 71. mínútu. gunnaregill@mbl.is AFP Fögnuður Riyad Mahrez var vel fagnað af samherjum sínum í gær. Manchester City á leið í úrslitaleikinn? Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ljóst er að karlalandsliðið í körfuknattleik á mjög erfitt verk- efni fyrir höndum í ágústmánuði þegar það tekur þátt í annarri umferð forkeppni heimsmeist- aramótsins. Liðið tryggði sér sæti þar með því að vinna sinn riðil í fyrstu um- ferðinni í vetur, eftir baráttu við Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. Nú bíða öllu sterkari andstæð- ingar en Ísland mætir Danmörku og Svartfjallalandi í einum af fjórum þriggja liða riðlum í ann- arri umferðinni. Tvö efstu liðin komast í sjálfa undankeppnina sem hefst síðar í haust. Svartfjallaland er í 26. sæti á heimslista FIBA, Ísland í 46. sæti og Danmörk í 56. sæti en það seg- ir lítið um styrkleika liðanna. Danir hafa oft verið með svipað lið og Íslendingar en nú virðast þeir mun sterkari. Danir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu hið sterka lið Litháen á útivelli, 80:76, í undankeppni EM á síðasta ári og töpuðu seinni leiknum með eins stig mun í febrúar. Þá unnu Danir sigur á Tékkum í sömu keppni. Svartfellingar sigruðu Þjóð- verja tvisvar og Breta einu sinni í sömu undankeppni og töpuðu með tveggja stiga mun fyrir öflugu liði Frakka. Sennilega getur Ísland notið liðsstyrks Martins Hermannsson- ar í þessum leikjum en sumarið er eini tíminn þar sem leikmenn liða í Euroleague eiga möguleika á að spila fyrir sín landslið. Mjög erfitt verkefni Íslands í ágúst Morgunblaðið/Kristinn Magnússon HM Martin Hermannsson gæti spil- að með landsliðinu í ágústmánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.