Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 59
sama hátt og við verðum vitni að
hruni einstaklingsins Ölmu og
væri jafnframt í fullkominni and-
stöðu við þessa hvítu sterilíseruðu
ganga réttargeðdeildarinnar,“ seg-
ir Kristín og tekur fram að hug-
myndir hennar, hvort heldur er í
kvikmyndum eða leikhúsi, kvikni
ávallt út frá hinu sjónræna.
Dauðastund að ná réttri töku
„Ég leita sjálf að öllum töku-
stöðum og finn lausnir út frá því.
Það sama gildir í leikhúsinu. Ég
get ekki farið að vinna í einhverri
sviðsmynd sem einhver annar hef-
ur ákveðið. Það kvikna myndir í
kringumstæðum og ég verð að elta
þær hugmyndir og í framhaldinu
kveikir ein hugmynd aðra. Allt er
breytingum undirorpið. Það er
ekkert, hvorki í kvikmyndum né
leikhúsi, klappað í marmara. Þetta
er allt lifandi, kvikt efni og
síbreytilegt. Það er það sem er
svo dásamlegt við sköpunina.
Þetta er eins og lífið. Við erum
stöðugt að skapa okkur og lífið,
eins og myndlistarmaður er stöð-
ugt að þróa mynd á ramma, alltaf
að bæta einhverjum nýjum lit við
og kannski fara í nýjar áttir sem
enginn sá fyrir.“
Talandi um leikhús þá hefur þú
verið virkur sviðsleikstjóri í gegn-
um tíðina. Hvernig horfa þessir
tveir miðlar við þér sem leik-
stjóra?
„Kvikmyndin og leikhúsið eru
gjörólíkir miðlar. Leikhúsið er lif-
andi miðill og hluti af helgiathöfn
sem krefst nærveru. Leikhúsið er
list augnabliksins og því eru engar
tvær sýningar eins,“ segir Kristín
og tekur fram að hún hvetji fólk
til að sjá leiksýningar oftar en
einu sinni með einhverju millibili
til að sjá hvernig þær þróast.
„Kvikmyndirnar aftur á móti eru
einhvers konar röð dauða-
mómenta. Það er alltaf ákveðin
dauðastund þegar þú ákveður á
setti að búið sé að ná réttu tök-
unni, sem verður eftir það ekki
breytt. Þó svo að okkur finnist
kvikmyndir einhvern veginn vera
raunverulegri og raunsærri en
leikhúsið, þá er kvikmyndin alltaf
ákveðinn draumur. Ég vísa nú
bara í Luis Buñuel í því sambandi.
Í kvikmyndasal fara áhorfendur út
úr sjálfum sér og varpa sér inn í
tálsýnina sem kvikmyndin er.
Kvikmyndin er draumsýn sem er
ekki til í raun, þó eða jafnvel
vegna þess að hún er gerð á mjög
raunverulegan hátt.“
Á félaga í hugmyndunum
Aðal leiksýninga þinna hefur
iðulega verið hversu sjónrænt
sterkar þær eru. Upplifir þú ein-
hver líkindi milli þess hvernig þú
vinnur sjónrænt fyrir leikhúsið
annars vegar og kvikmyndina hins
vegar?
„Mér finnst mjög spennandi að
fara á milli þessara tveggja miðla
af því hvað þeir eru ólíkir. Í leik-
húsi ferðu ekki auðveldlega milli
staða. Í leikhúsi verður þú því allt-
af að kjarna ákveðinn stað. Mér
finnst einmitt mjög spennandi að
vinna mig inn að kjarna verksins
til að finna þetta innra rými sem
er líka ytra rýmið. Þetta er staður
helgileiksins sem segir fullt eins
mikið um hvað leikritið er eins og
leiktextinn sjálfur.“
Hefði viljað gefa fólki meira
Sérðu fyrir þér að þú munir
gera fleiri kvikmyndir á ferlinum?
„Helstu leikstjórar heims hafa
verið að gera myndir jafnvel yfir
nírætt. Í huga mínum er ekki
þverfótandi fyrir hugmyndum að
nýjum kvikmyndum og nýjum
sviðsetningum. Ég nærist á þess-
um hugmyndum. Í allri auðmýkt
hefði ég gjarnan viljað gefa fólki
meira. Það var að minnsta kosti
minn draumur. En ég vissi það
líka fyrir fram þegar ég byrjaði í
kvikmyndum að ég myndi ekki fá
að gera óteljandi myndir.
Kringumstæður og umhverfið var
þannig. Ég sagði einhvern tímann
á einhverjum nefndarfundi hjá
kvikmyndasjóði að ég væri að
spekúlera í því að gera sjö myndir
um skilningarvitin og þá spurði
einn nefndarmanna: „Hvernig
heldur þú að þú getir gert það?“
Það var því ekki verið að hvetja
mann áfram. En til þess að geta
gert kvikmynd er nauðsynlegt að
finna framleiðanda sem hægt er
að treysta. Sigurður var einn slík-
ur en hann kaus að einbeita sér að
skáldskapnum eftir tvær kvik-
myndir okkar saman, ákvörðun
sem ég skildi djúpum skilningi,“
segir Kristín, eftirlifandi ekkja
Sigurðar Pálssonar skálds sem
lést haustið 2017.
Ég þrífst á sköpuninni
Þú hefur sjálf skrifað handritin
að kvikmyndum þínum. Hefur þér
aldrei dottið í hug að leikstýra
eigin leikriti á sviði?
„Nei, aldrei hefur sú hugsun
flögrað að mér. Kannski af því ég
var gift leikskáldi og setti á svið
verk hans. Mér fannst það full-
komið fyrirkomulag. Mér datt
bara aldrei í hug að skrifa fyrir
leikhús þar eð verk Sigurðar voru
þau bestu, en hver veit nema ég
geri það. Það er þó heilt lífsstarf
að verða gott leikritaskáld. Úr því
að þú minnist á þetta þá fæðist
kannski einhver hugmynd,“ segir
Kristín kímin og tekur fram að
hún sé að minnsta kosti ekki sest í
helgan stein. „Mér finnst ég hafa
þrek og löngun og gleði af því að
vinna áfram í leikhúsinu – og þess
vegna kvikmyndum líka ef hag-
stæðar kringumstæður skapast.
Ég er til í hvað sem er. Ég þrífst
á sköpuninni.“
Konur skynja tímann öðruvísi
Að lokum er ekki úr vegi að
spyrja hvort þú sjáir einhverja
breytingu til batnaðar frá því þú
fluttir eldheita þakkarræði þína
þegar þú tókst við heiðurs-
verðlaunum Eddunnar árið 2013?
Í ræðunni gerðir þú rýran hlut
kvenna í kvikmyndum að umtals-
efni og minntir á að slíkur ójöfn-
uður hamlaði ekki bara eðlilegri
framþróun greinarinnar heldur
samfélagsins alls. Þú kallaðir eftir
því að konur fengju að segja fleiri
sögur og að sögur kvenna væru
sagðar. Alma er ótvírætt kvenna-
saga og á nýliðnum árum hafa til
dæmis bæði Silja Hauksdóttir og
Ísold Uggadóttir sagt sterkar
kvennasögur í myndum sínum.
Heldur þú að ræða þín hafi haft
jákvæð áhrif á kvikmyndabrans-
ann hérlendis?
„Ég get ekki varist því að
tengja þær breytingar sem orðið
hafa í bransanum a.m.k. að ein-
hverju leyti við ræðuna. Ég man
eftir þessum tveimur ungu konum
á hátíðinni þegar ég flutti þessa
hvatningarræðu. Hópur kvenna í
kvikmyndabransanum mætti á
verðlaunaafhendinguna klæddar í
jakkaföt og sumar með gerviskegg
til að vekja athygli á rýrum hlut
kvenna í bransanum. Skilaboðin
voru skýr: Þurfum við að vera
eins og karlar til að fá inngöngu
inn í kvikmyndasamfélagið?
Ég vissi að ég yrði í beinni út-
sendingu og hefði forseta Íslands
sem lífvörð á sviðinu þannig að
enginn gæti stoppað mig í miðri
ræðu. Ég ákvað því að láta bara
vaða,“ segir Kristín og rifjar upp
að ræðan hafi valdið ákveðnu upp-
námi hjá sumum. „En í framhald-
inu fékk ég fjölda tölvupósta frá
konum hvaðanæva á landinu sem
mér þótti ótrúlega vænt um og
langar að nota tækifærið hér til að
þakka fyrir þessa fallegu pósta.
Konurnar þökkuðu mér fyrir ræð-
una og höfðu margar orð á því
hversu mikilvægt það væri að kon-
ur fengju tækifæri til að sjá á
hvíta tjaldinu sögur kvenna út frá
forsendum kvenna, en ekki bara
með augum karla,“ segir Kristín
og tekur fram að myndmálið sjálft
segi sitt um upplifun og hvernig
konur sjá heiminn.
„Sem dæmi er magnað að sjá
hvernig konur skynja tímann með
öðrum hætti en karlmenn og eru
einnig miklu óhræddari við að
brjóta upp línulega frásagnar-
formið,“ segir Kristín og vísar í
því samhengi til heimildarþátt-
anna Women Make Film: A New
Road Movie Through Cinema frá
2018 sem Mark Cousins gerði, en
þættirnir, sem eru samtals 14
klukkustundir í spilun, spanna 13
áratugi og fimm heimsálfur í við-
leitni sinni til að skrásetja hvernig
konur hafa nýtt kvikmyndamið-
ilinn sem listform í gegnum tíðina.
„Mark Cousins skoðaði kvik-
myndagerð kvenna frá upphafi og
komst að því að það eru til myndir
eftir þúsundir kvenna sem enginn
hefur heyrt minnst á eða nokkur
man eftir. Hann tekur til með-
höndlunar 183 konur og þar á
meðal eru snilldarverk sem standa
upp úr í kvikmyndasögunni. Ég
horfði á þessa þætti þegar þeir
voru sýndir í sænska ríkissjón-
varpinu og skora á RÚV að sýna
þá hérlendis,“ segir Kristín að
lokum.
Kvóti Ölmu er ætlað að taka við útgerðinni sem er á hausnum. Hins vegar eru menn sem ásælast kvótann, „þannig
að þetta eru mjög þekktar kringumstæður sem ég nota í þessu tilviki“, segir höfundur og leikstjóri Ölmu.
Alma Snæfríður Ingvarsdóttir „er sérstaklega næm stúlka og upprennandi
stórleikkona“, segir leikstjórinn um Snæfríði sem leikur titilhlutverkið.
Jafnræði Kristbjörg Kjeld og Emmanuelle Riva „eiga saman dásamlegar
senur í myndinni“, segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri Ölmu.
»
Aðalatriðið er að
hafa ætíð meðferðis
lyklakippu með þúsund
lyklum sem opnað geta
fyrir manni möguleika
og hjálpað til við að
finna lausnir.
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
VARANLEG
Laser háreyðing
•Öflug og áhrifarík háreyðing
• Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
Kostir okkar háreyðingalaser
umframönnur lasertæki:
. Auðveldara er að losna við ljósari og fíngerðari hár.
. Hægt er að losna við hár ámilli augabrúna og í kringumaugabrúnir.
. Hægt er að losna við hár inni í eyrumog nefi