Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
M
eð grófri einföldun
mætti segja að
absúrdhöfundarnir hafi
komið aftur með skáld-
skapinn í leikhúsið. Eða réttara: að
menn eins og Beckett, Genet, Arra-
bal og Ionesco hafi komið skáldleg-
um myndum og líkingamáli fyrir á
miðju sviðinu, í stað þess að nota
það til skrauts eða höfundinum til
dýrðar og fagurkerum til fróunar.
Kona grefst smátt og smátt í sand-
haug. Vinnukonur stytta sér stundir
við að sviðsetja morð á húsmóður
sinni. Fjölskylda borðar dögurð á
vígvelli. Svið fyllist af stólum.
Stækkandi lík í næsta herbergi. Í
sofandalegri franskri smáborg byrja
íbúarnir að breytast í nashyrninga.
Einn af öðrum, án útskýringar.
Hvílík hugmynd! Nashyrning-
arnir er leikrit sem að formi og stíl
er eins og mjög spýtukallalegt hefð-
bundið raunsæisleikrit sem veit ekk-
ert hvort það er þjóðfélagssvip-
mynd, sálfræðilegt ástardrama eða
heldur mislukkuð og mjög gamal-
dags kómedía. En allt þetta er í
raun farartæki fyrir ótrúlega líf-
ræna og merkilega margræða hug-
leiðingu um mennskuna og mátt-
leysi skynseminnar.
Sérstaklega í tilfelli aðalpersón-
unnar Lárusar/Bérengers, sem
stendur í lok verks eftir sem síðasti
maðurinn, ekki bara vegna þess að
hann sé „mennskari“ en aðrir, held-
ur ekki síður vegna vangetu sinnar
við að ganga hvötum sínum á hönd
og samlagast hjörðinni, hvort sem
er til góðs eða ills. Lárus vill ekki
breytast í – getur ekki breyst í –
nashyrning. En það glittir vissulega
stundum í nashyrninginn í honum.
Einnig hann býr yfir frumstæðum
viðbrögðum hvatadýrsins. Eins og
við öll. Við erum öll í hjörð. Þess
vegna er þessi snjalla grunn-
hugmynd Ionescos svona áleitin,
svona frjó. Hún er opin og margræð.
Við vitum ekki fyrir hvað nashyrn-
ingafárið stendur. Við vitum ekki
einu sinni hvorri hjörðinni við
myndum tilheyra.
Það gengur náttúrlega ekki að
ljóstra því upp núna, í upphafi sýn-
ingartímabils sem hefur alla burði
til að verða langt og sigursælt,
hvernig hnút Benedikt Erlingsson
kýs að hnýta á túlkun sína í lokin.
Látum nægja að segja: það að gefa
því sterklega undir fótinn að allt fár-
ið sé ímyndun sjúks huga drykk-
felldrar aðalpersónunnar er afleit
hugmynd. Einfeldningsleg slaufa
sem ógildir hina skáldlegu marg-
ræðni verksins sem áhorfendur eiga
að fá að taka heim með sér. Sem
betur fer er hægt að túlka endinn á
aðra vegu, eða hreinlega gleyma
honum og skilja við Lárus þar sem
höfundurinn skildi við hann: Tryllt-
an af bræði yfir einsemd sinni, stað-
ráðinn í að gefast ekki upp, harmi
sleginn yfir að geta ekki verið eins
og allir hinir.
Önnur meinlaus en áberandi
skáldaleyfi tekur Benedikt sér.
Hann dregur leikhúsið sjálft inn í
túlkun sína, með návist og þátttöku
sviðsmanna og annars starfsfólks,
og gefur persónunum nöfn leikar-
anna sem fóru með hlutverkin í
íslenskri frumuppfærslu verksins
1961. En sem betur fer er Benedikt
ekki bara uppátækjasamur og frjór
sýningahöfundur, heldur eitursnjall
úrvinnslumaður leiktexta og túlk-
andi höfundarverka annarra. Í
krafti þeirra hæfileika leiðir hann
fram kosti Nashyrninganna og slétt-
ar yfir misfellur og breytir lang-
lokum Ionescos í ljúfmeti fyrir
andann.
Fyrsti þátturinn er til að mynda
hin versta þrautabraut frá höfund-
arins hendi. Þar fer ótal þýðingar-
lausum sögum fram og innihalds-
laust þvaðrið ætlar mann lifandi að
drepa. En með snjöllum úrfellingum
og uppbrotum, og frábærri nýtingu
rýmisins og leikhússins alls tekst
Benedikt og hans fólki að fanga
athyglina og stilla okkur inn á
aðferð sýningarinnar. Allar tækni-
þrautir varðandi nærveru hófdýr-
anna og umbreytingu fólks í þau eru
leystar af smekklegri fimi, ekki síst
með klókindum sem felast í smartri
en einfaldri leikmynd Barkar Jóns-
sonar og hljóðhönnun Kristjáns
Sigmundar Einarssonar.
Stærsta lykilatriðið í að koma
Nashyrningunum til skila er þó auð-
vitað framganga leikhópsins og ekki
síst sá stíll sem lagður er til grund-
vallar. Það er örugglega freistandi
að beita ýkjum og stílfærslu á svona
dæmisögulegan efnivið. Einnig væri
hægt að reyna að vinna út frá sál-
fræðilegum raunsæisgrunni sem
form verksins bendir til að sé þarna.
Benedikt er nær þeirri hlið en hinni
fyrrnefndu, sem betur fer, en virðir
samt algerlega ýktan og gervilegan
blæinn sem Ionesco setur á auka-
persónurnar. Flinkir týpugerðar-
menn eins og Pálmi Gestsson
(Baldvin/Papillon), Örn Árnason
(Bessi/Botard), Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir (Rökfræðingur) og
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
(Emilía/Húsmóðir) teikna skýrar og
smáfyndnar fígúrur af öryggi. Öllu
nær raunsæinu eru síðan Ilmur
Stefánsdóttir (Herdís/Daisy),
Arnmundur Ernst Backman (Rúrik/
Dudard) og Hilmir Snær Guðnason
(Róbert/Jean), en samleikur þeirra
Guðjóns Davíðs Karlssonar (Lárus/
Bérenger) er hreint stórkostlegur,
bæði í upphafi og í atriðinu þeirra
þegar fólk er byrjað að ganga hinni
nýju „tísku“ á hönd.
En hvað sem öðru líður er þetta
sýningin hans Guðjóns Davíðs. Það
dugir engin grínaktug stílfærsla eða
útspekúleruð fjarlægð til að skila
hinum margbrotna og mótsagna-
kennda Lárusi þannig að hann dragi
áhorfendur með sér inn í ólíkindin.
Lárus þarf að vera okkar maður.
Þetta lukkast og fyrir vikið lukkast
sýningin.
Fleiri leikendur koma lítillega við
sögu og rétt er að nefna Siobhán
Antoinette Henry fyrir snöfurmann-
legan flutning hennar á skoplega
nákvæmum sviðslýsingum Ionescos,
og samleik við meðleikara sína sem
stilla sér upp samkvæmt fyrir-
mælum. Svona nokkurn veginn.
Tónlist Davíðs Þórs Jónssonar og
flutningur hennar hjá Flemming
Viðari Valmundssyni er mögnuð. Í
höndum Flemmings framkallar
nikkan bæði klisjufranska stemn-
ingu og óræða martröð þegar það á
við. Búningar Filippíu I. Elísdóttur
undirstrika líka bæði stað og stund,
en gera það á sjálfstæðan hátt. Lýs-
ing Björns Bergsteins Guðmunds-
sonar vinnur vel með öðrum útlits-
þáttum. Þýðing Guðrúnar
Vilmundardóttur lét vel í eyrum.
Það getur brugðið til beggja vona
með óumdeilda nútímaklassík á borð
við Nashyrningana, eins og dæmin
sanna. Ekki síst absúrdverkin, sem
oftar en ekki draga það versta fram
í túlkendum sem telja ólíkindi texta
og atburða gefa þeim sjálfdæmi og
frítt spil í úrvinnslunni. Í öllum aðal-
atriðum hefur Benedikt Erlingsson
og hans fólk leitað í leikritinu sjálfu
og axlað þá ábyrgð að koma því
skýrt og skemmtilega til skila. Og
það tekst. Áleitin og skáldleg sýn
Ionescos brýtur sér enn og aftur leið
inn í huga áhorfandans. Hvort hann
setur hana í samhengi við farsóttir,
fasisma, kvenfrelsi eða slaufanir
þegar heim er komið er hans mál.
Það eina sem þarf er að áhorfandinn
reki enn einu sinni upp undrunar-
ópið: Hvað á þetta eiginlega að
þýða?! Það tekst þeim Ionesco,
Benedikt, Guðjóni og félögum svo
sannarlega að framkalla.
Dýrið gengur laust
Ljósmynd/Jorri
Okkar maður „En hvað sem öðru líður er þetta sýningin hans Guðjóns Davíðs. […] Lárus þarf að vera okkar maður.
Þetta lukkast og fyrir vikið lukkast sýningin,“ segir í leikdómi um uppfærslu Þjóðleikhússins á Nashyrningunum.
Þjóðleikhúsið
Nashyrningarnir bbbbn
Eftir Eugène Ionesco. Íslensk þýðing:
Guðrún Vilmundardóttir. Leikstjórn:
Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Börkur
Jónsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds-
son. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Hljóð-
hönnun: Kristján Sigmundur Einarsson.
Leikarar: Arnmundur Ernst Backman,
Guðjón Davíð Karlsson, Hákon Jóhann-
esson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmir
Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir,
Pálmi Gestsson, Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir, Siobhán Antoinette Henry, Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir og Örn Árna-
son. Hljóðfæraleikari: Flemming Viðar
Valmundsson. Köttur: Rúfus. Aðrir þátt-
takendur í sýningunni: Anna Kristín Vil-
hjálmsdóttir, Elísa Sif Hermannsdóttir,
Harpa Líf Hallgrímsdóttir, Herdís Hlíf
Þorvaldsdóttir, Högni Sigurþórsson,
Lena Birgisdóttir, Valdimar Róbert
Fransson, Valur Hreggviðsson og Vigdís
Hafliðadóttir. Frumsýning á Stóra sviði
Þjóðleikhússins fimmtudaginn 22. apríl
og föstudaginn 23. apríl 2021. Rýnt í
seinni frumsýninguna.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
06.03.–19.09.2021
Sigurhans Vignir
Hið þögla en göfuga mál
www.borgarsogusafn.is
Síðdegisþátturinn á k100
ALLA VIRKA DAGA FR
Með loga bergmann og sig
Á 16-18
ga gunnar