Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 64

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 gr o æ . x cm. . r. . r. SófarTAX FREE AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDA- STÓLUM, SÓFABORÐUM, MOTTUM, PÚÐUM OG ÁBREIÐUM* LÝKUR 3. MAÍ *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 20% AF SUMARVÖRUM LÝKUR 3. MAÍ Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 20.000 EÐA MEIRA GILDIR TIL OG MEÐ 3. MAÍ FLOGAN vagn á hjólum. FSC gúmmíviður og grind úr svörtum galvaníseruðum málmi. 92x52x78 cm. 57.900 kr. NÚ 46.320kr. Á Kjarvalsstöðum hefur verið sett upp sýningin Eilíf endurkoma, með verkum eftir Jóhannes S. Kjarval í samtali við verk samtímalistamanna. Á fimmtudögum er opið til kvölds á mörgum söfnum og í kvöld kl. 20 verða þrír sýnenda, Egill Sæbjörnsson og félagar Gjörn- ingaklúbbsins, þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jóns- dóttir, með leiðsögn á sýningunni. Fyrr í dag, kl. 17, verður sýningarstjóri sýningar Ragnars Axelssonar – RAX í Hafnarhúsinu, Einar Geir Ingvarsson, einnig með leiðsögn og er aðgangur ókeypis á báða viðburði. Leiðsögn um sýningarnar Eilíf endurkoma og með verkum RAX FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valsmenn verða Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir baráttu við Breiðablik, KR og FH, ef spá íþróttadeildar Morgunblaðsins, mbl.is og K100 gengur eftir. Í blaðinu í dag er fjallað um þessi fjögur lið sem spáð er fjórum efstu sætunum og þar með liggur fyrir heildarspáin fyrir Pepsi Max-deildina en hún hefst annað kvöld með viðureign Vals og ÍA á Hlíðarenda. »55 Íslandsmeisturunum spáð sigri ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enginn hefur rannsakað ofnæmi á Íslandi meira og lengur en Davíð Gíslason ofnæmislæknir. Hann var fyrsti íslenski sérfræðingurinn í of- næmissjúkdómum, hóf störf á Vífils- staðaspítala 1977 og stofnaði þá göngudeild í ofnæmissjúkdómum. Hann var einn af stofnendum Læknasetursins og er þar enn að, rúmlega áttræður. „Þegar ég byrj- aði vann ég einn dag á stofu í viku og þá var yfirleitt ekki mikil bið eftir viðtali en biðin hefur aldrei verið eins löng og núna, verið er að bóka tíma hjá mér í lok september.“ Eins og útskýrt er á malid.is er of- næmi „óeðlileg svörun líkamans við ýmsum efnum, t.d. ryki, frjódufti og dýrahárum“. Sérsvið Davíðs er of- næmi þar sem fólk myndar mótefni fyrir einhverju í umhverfinu og hættir að geta þolað það. Búskapur talinn verndandi Tvær fræðigreinar um hey- sjúkdóma á Íslandi, annars vegar eftir Davíð, Einar G. Pétursson og Tryggva Ásmundsson, og hins vegar eftir Davíð, Tryggva og Þórarin Gíslason, hafa birst í Læknablaðinu á líðandi ári. Þótt sjúkdómar tengdir heyryki hafi þekkst lengi hófust rannsóknir á þeim ekki fyrr en 1981 og þá að frumkvæði bændasamtak- anna. Í rannsókninni fundust 19 teg- undir af mítlum í heyinu og í ljós kom að flest ofnæmi á meðal bænda og fjölskyldna þeirra var vegna þeirra. „Heysjúkdómar eru þó flókn- ari en þetta,“ leggur Davíð áherslu á. Sennilega hafi ofnæmi fyrir hey- mítlum verið sjaldgæft fyrr en á síð- ustu öld, en heysótt með mæði, hósta og hitaköstum, berkjubólga og lungnaþemba verið algengustu ein- kennin á öldum áður og valdið miklu heilsutjóni. Grasfrjó, hár hunda og katta hafi haft minna vægi í sveit- unum en á Reykjavíkursvæðinu. „Á seinni árum höfum við áttað okkur á því að ef einstaklingur er mikið út- settur sem barn til dæmis fyrir hundum fær hann síður ofnæmi fyrir hundum,“ segir Davíð. „Kettir valda miklu meiri einkennum en hundar.“ Hann bætir við að hjá fólki á aldr- inum 20 til 40 ára séu sennilega um 8% með ofnæmi fyrir hundum, um 12% fyrir köttum og um 20% fyrir gróðri. Þessar tölur séu þó ekki ná- kvæmar. Ofnæmi sé minna til sveita en í bæjum og borgum, jafnt hér- lendis sem erlendis, og búskapur sé talinn vera verndandi. Góð staða miðað við önnur lönd Ofnæmi jókst á Íslandi upp úr 1960 og 10-15 árum fyrr á megin- landi Evrópu, að sögn Davíðs. Það hafi haldið áfram að aukast mjög mikið fram yfir aldamótin 2000 en ekki sé vitað hvort aukningin hafi haldið áfram undanfarin ár. Ástæð- ur ofnæmis séu fyrst og fremst stærra húsnæði, meira hreinlæti og fámennari fjölskyldur. „Um 40% meiri hætta er á að einbirni fái of- næmi en fimmta eða sjötta barn í fjölskyldu,“ segir hann. Eins sé ekki heppilegt að börn fái sýklalyf mjög ung með tilliti til ofnæmis og fæðu- ofnæmi hafi aukist mjög mikið. Davíð vekur athygli á að í saman- burði við önnur lönd hafi Ísland komið vel út úr rannsóknum eins og til dæmis Evrópurannsóknunum Lungu og heilsa, þar sem Þórarinn Gíslason hafi farið fyrir íslenska hlutanum, og EuroPrevall, stórri al- þjóðlegri rannsókn á fæðuofnæmi, þar sem Davíð, Sigurveig Þ. Sigurð- ardóttir og Michael Clausen sáu um íslenska hluta rannsóknarinnar. Of- næmi sé með algengustu sjúkdóm- um, einkum hjá börnum og ungu fólki. „Líklega eru vel yfir 30% íbúa með ofnæmi, en í þessum rann- sóknum hefur ofnæmi verið minnst á Íslandi og mest í enskumælandi löndum,“ segir hann. „Lífið er varðað tilviljunum,“ seg- ir Davíð um sérhæfingu sína. „Ég var starfandi við Centrallasarettet í Eskilstuna í Svíþjóð og var að ljúka námi í almennum lyflækningum. Ég var farinn að velta fyrir mér undir- grein í lyflækningum, enda væri það eina leiðin til að geta fengið starf á Landspítalanum eftir heimkomuna. Ég var á vakt fyrri hluta nætur og þegar hlé varð á móttöku bráðveikra sjúklinga gekk ég inn í skrifstofu yfirlæknisins í leit að áhugaverðu lesefni. Þá varð fyrir mér lítil bók um astma. Hún var skrifuð af fjórum læknum á Allergologiska kliniken, Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg. Ég vissi að enginn læknir á Ís- landi hafði sérþekkingu á ofnæmis- sjúkdómum og skrifaði yfir- lækninum næsta dag og fékk stöðu við deildina.“ Aldrei lengri bið eftir tíma hjá ofnæmislækni - Davíð Gíslason man tímana tvenna og getur ekki hætt Morgunblaðið/Eggert Að störfum Davíð Gíslason er önnum kafinn í Læknasetrinu Mjódd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.