Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 1
1 9 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 1
Bakar í minningu
mömmu
Bond heilsar,
Craig kveður
Lífið ➤ 30 Lífið ➤ 28
Mmm ...
Safaríkar perur
eru bestar núna!
Pssst ...
það má líka
leika sér með
perurnar!
Krónan
mælir með!
Isavia og Icelandair telja að
björt spá um endurreisn far-
þegaflugs í Evrópu rætist ekki
að fullu hér, vegna strangra
aðgerða á landamærunum.
gar@frettabladid.is
FLUGMÁL „Það er gríðarlega mikil-
vægt fyrir Keflavíkurflugvöll, fyrir
Icelandair, fyrir Play og íslenskan
efnahag allan, að við stöndum
okkur jafn vel í endurreisninni og
áfangastaðir í kring um okkur,“
segir Guðmundur Daði Rúnarsson,
framkvæmdastjóri viðskipta og
þróunar hjá Isavia.
Ný spá Alþjóðaflugmálastofnun-
arinnar, IATA, gerir ráð fyrir því að
á næsta ári muni farþegaflug innan
Evrópu aukast um 75 prósent og
milli Norður-Ameríku og Evrópu
um 65 prósent frá tölum ársins 2019.
„Ef við eigum að ná sama ávinn-
ingi og önnur lönd í Evrópu þá verða
að vera sambærilegar aðgerðir á
landamærunum hér og eru þar,“
segir Guðmundur. Þar vegi mest
skimanir fyrir alla á landamær-
unum hér. Ekki sé eins þægilegt að
koma til Íslands og samkeppnis-
landanna.
„Ef löndin í kring um okkur verða
með mun léttari aðgerðir getum
við ekki ætlast til þess að ná sama
árangri. Við höfum alveg séð það
skýrt að harðar aðgerðir á landa-
mærum hafa áhrif á ferðavilja og á
orðspor Íslands sem áfangastaðar,“
segir Guðmundur.
Að sögn Guðmundar stefndi í
það í lok sumars að hingað myndu
fljúga nítján f lugfélög, en þau séu
nú komin niður í fimmtán. „Flug-
félög hafa verið að segja við okkur
að þau séu að hugsa um að hætta að
fljúga til Íslands vegna þess að það sé
minni ferðavilji og þau hafa fullyrt
við okkur að það sé út af aðgerðum
á landamærum.“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, segir ljóst að aukið flækju-
stig hafi neikvæð áhrif.
„Við skerum okkur úr miðað við
önnur Evrópuríki hvað varðar þessa
þætti og það hefur áhrif á eftir-
spurnina,“ segir Bogi. Samræmi í
aðgerðum milli landa og fyrirsjáan-
leiki skipti mjög miklu máli.
„Það er ágætis eftirspurn eftir
ferðum hingað núna en ef það verð-
ur þannig fram á næsta ár að það
verði f lóknara og dýrara að koma
hingað en annað, þá hefur það áhrif
á samkeppnishæfni Íslands sem
ferðamannalands,“ segir Bogi. n
Óttast að björt farþegaspá rætist ekki
Guðmundur
Daði Rúnarsson,
framkvæmda-
stjóri viðskipta
og þróunar hjá
Isavia
Raufarhólshelli var breytt í kvikmyndasal í fyrsta skipti í gærkvöldi en þá var myndin Labyrinth sýnd þar í iðrum jarðar. Myndin, sem skartar David Bowie heitnum í aðalhlutverki, er hluti af hinni
alþjóðlegu kvikmyndahátíð RIFF sem nú er haldin í átjánda skipti. Sátu 65 gestir innst í hellinum og nutu þessarar einstöku sýningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL Umfjöllun um
offitu sem sjúkdóm í Kveik á RÚV í
fyrrakvöld vakti misjöfn viðbrögð.
Sláandi munur er á landsbyggðinni
og höfuðborgarsvæðinu hvað varð-
ar fjölda barna í ofþyngd.
Brynja Þorgeirsdóttir, frétta-
maður á RÚV, segir fordóma skýra
að hluta hve umfjöllun um holda-
far og heilsu er viðkvæm. „Þetta er
hópur sem hefur orðið fyrir kerfis-
bundinni smánun og fordómum frá
upphafi vega,“ segir hún.
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, for-
maður Samtaka um líkamsvirðingu,
segist hafa saknað þess að ekki væri
fjallað um þyngdarhlutlausa nálgun
í Kveiksþættinum. SJÁ SÍÐU 4
Skiptar skoðanir
á þætti um offitu