Fréttablaðið - 07.10.2021, Page 8
Viðmælendur Markaðarins
telja að fyrirtækin muni nýta
sér fyrirtækjaskuldabréfa-
markaðinn til fjármögnunar
í meiri mæli á komandi miss-
erum.
magdalena@frettabladid.is
Á undanförnum árum hefur fyrir-
t æk ja sk u ld abréf a ma rk aðnu m
vaxið fiskur um hrygg en þó ekki
jafn hratt og margir höfðu vonað.
Umfangið hefur nánast staðið í
stað frá áramótum en viðmælendur
Markaðarins eru sannfærðir um að
hann muni vaxa allhratt á komandi
misserum.
Magnús Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar á Íslandi, segir að
það séu vonbrigði að ekki hafi orðið
meiri vöxtur á þessum markaði en
raun ber vitni. „Það sem slær mig er
að stærðin hefur nokkurn veginn
staðið í stað þegar maður lítur á
umfang fyrirtækjaskuldabréfa í
Kauphöllinni núna og síðan um
áramótin eða fyrir ári, þótt það hafi
verið örlítill vöxtur frá áramótum.
Þetta er svipuð þróun og við sjáum
í útlánum bankanna,“ segir Magnús
og bætir við að hann hafi átt von á
að sjá meiri færslu frá bönkunum
yfir í markaðsfjármögnun.
Steingrímur Finnsson, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
hjá Fossum mörkuðum, segir að
fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn
hafi þroskast umtalsvert á undan-
förnum árum.
„Við verðum að líta til þess í
þessari umræðu hversu fábrotinn
íslenskur verðbréfamarkaður var
lengi vel eftir 2008 og í mörg ár
voru afar fá félög skráð á markað
og skuldabréfamarkaðurinn var
meira og minna nýttur af ríkinu og
örfáum sveitarfélögum. Þannig að
ef við tökum tillit til þess þá sjáum
við að hann hefur sannarlega tekið
stakkaskiptum,“ segir Steingrímur
og bætir við að þróunin hafi verið
í takt við væntingar. „Það er mikil
gróska á markaðnum og hún mun
færast í aukana.“
Þeir kveðast báðir vera mjög
bjartsýnir á það að fyrirtækja-
skuldabréfamarkaðurinn muni
þróast enn frekar á komandi árum.
Magnús segir að með sterku hag-
kerfi skapist grundvöllur fyrir frek-
ari þróun markaðarins. „Við erum
með sterkt hagkerfi, og undirstöð-
urnar í hagkerfinu eru svo miklu
sterkari en áður, þannig að ég tel
líklegt að fjárfestar horfi til fjöl-
breyttari kosta á skuldabréfamark-
aði, ekki einungis ríkistryggðra og
eignatryggðra bréfa.“
Steingrímur tekur í sama streng
og segir að fyrirtækjaskuldabréfa-
markaðurinn muni koma til með
að taka stórt stökk á komandi árum.
„Ég tel einsýnt að f leiri fyrirtæki,
sveitarfélög og viðlíka aðilar muni
sjá sér hag í að nýta sér markaðinn
til fjármögnunar, enda jarðvegur-
inn frjór í þeim efnum, “ segir hann
og bætir við að það hafi skipti miklu
máli fyrir grósku markaðarins að
ekki sé um að ræða einsleitar útgáf-
ur. „Markaðurinn grundvallaðist
lengi vel að mestu á tiltölulega ein-
sleitum verðtryggðum útgáfum til
handa stofnanafjárfestum. En nú er
svo komið að markaðurinn býður
upp á ýmiss konar útgáfur miðaðar
að mismunandi fjárfestahópum.
Einnig hafa verið stigin stór skref í
útgáfu grænna og sjálfbærra skulda-
bréfa sem hafa hlotið mjög góðar
viðtökur á markaði.“
Magnús tekur undir að áherslan á
grænar og sjálfbærar útgáfur muni
koma til með að hafa jákvæð áhrif
á markaðinn. „Ef við lítum til þess-
ara grænu bréfa eða sjálfbæru bréfa
sérstaklega þá liggja þar sérstök
tækifæri því þar liggur svo mikill
áhugi í dag og þar erum við með
ónotuð tækifæri gagnvart erlendu
fjárfestunum. Ýmis fyrirtæki eins
og til dæmis í orku- og fasteignageir-
anum eru í góðri stöðu til að nýta
sér græna fjármögnun. Við höfum
verið að sjá töluverðan vöxt í sjálf-
bæru bréfunum.“
Steingrímur bætir við að Ísland
sé eftirbátur annarra þjóða ef litið
er til þróunar á fyrirtækjaskulda-
bréfamarkaði en telur að fljótt verði
breyting þar á.
„Ísland er eitt af þróuðustu ríkjum
heims með tiltölulega vanþróaðan
fjármagnsmarkað. Ef við horfum á
hið alþjóðlega umhverfi hefur svo-
kallað skuggabankakerfi og mark-
aðsfjármögnun orðið mun stærri
farvegur við miðlun fjármagns í
hagkerfinu á undanförnum áratug.
Ísland er eftirbátur í þeim efnum og
er markaðurinn að mínu mati um
fimm til sjö árum á eftir þeirri þróun
sem orðið hefur á erlendri grundu.
Ég tel ljóst að skuldabréfamarkað-
urinn muni verða enn raunhæfari
kostur við fjármögnun fyrirtækja,
sveitarfélaga og annarra útgefenda –
og þegar fram líða stundir fýsilegasti
valmöguleikinn sem þessum aðilum
mun bjóðast.“ n
Horfa fram á vöxt í útgáfu
fyrirtækjaskuldabréfa
Steingrímur Finnsson segir að fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn hafi
þroskast umtalsvert á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Magnús Harðar-
son, forstjóri
Kauphallarinnar
á Íslandi
Laugardaginn 9. október frá 10:00 til 16:00
á Grand Hótel - Gullteigur
Dagskrá:
10:00 - 10:15 Opnun - Dóra Ingvadóttir formaður GÍ
10:15 - 10:25 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
10:25 - 10:50 Barnagigt - Og hvað svo? - Judith Amalía
Guðmundsdóttir, barnagigtarlæknir, Sólrún W.
Kamban, barnahjúkrunarfræðingur, Zinajda A.
Licina, félagsráðgjafi og Drífa Björk
Guðmundsdóttir, sálfræðingur
10:55 - 11:20 Barnagigt - Nýleg íslensk rannsókn, hreyfing
og verkir - Judith Amalía Guðmundsdóttir,
barnagigtarlæknir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir,
lektor í sjúkraþjálfun HÍ
11:25 - 11:40 Kaffihlé
11:40 - 11:45 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
11:45 - 12:10 Barnagigt - Nýleg íslensk rannsókn, líðan,
lífsgæði og upplifun af heilbrigðisþjónustu
- Sólrún W. Kamban, barnahjúkrunarfræðingur
og Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur
12:15 - 13:05 Matarhlé
13:05 - 13:10 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
13:10 - 13:35 Slitgigt - Stóraukin þekking, en hvenær er von á
læknandi lyfjum? Helgi Jónsson, prófessor og
gigtarlæknir
13:40 - 14:05 Hefur lífstíll áhrif á iktsýki - Sædís Sævarsdóttir,
gigtarlæknir
14:10 - 14:25 Kaffihlé
14:25 - 14:30 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
14:30 - 14:55 Líftæknilyfjameðferð á Íslandi, hvað er nýtt
- Gerður Gröndal gigtarlæknir
15:00 - 15:25 Skóli og barn – Fríða Kristín Magnúsdóttir, móðir
15:30 - 15:45 Samantekt- Emil Thoroddsen,
framkvæmdarstjóri GÍ
15:45 Málþingi slitið - Dóra Ingvadóttir formaður GÍ
Hægt verður að fylgjast með dagskránni á Facebooksíðu
Gigtarfélagsins.
Gigtarfélag Íslands - 45 ára
Málþing - Gigtarsjúkdómar
frá bernsku til efri ára
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
helgivifill@frettabladid.is
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðarins (SI), segir að
stýrivaxtahækkun Seðlabankans
í gær um 0,25 prósent, eða alls í 1,5
prósent, hafi verið viðbúin. Verð-
bólga, sem sé 4,4 prósent, hafi verið
þrálát að undanförnu og verðbólgu-
væntingar yfir 2,5 prósenta mark-
miði bankans. Verðhækkun íbúða
hafi stuðlað að aukinni verðbólgu.
„Horft fram hjá húsnæðislið er
verðbólga nánast við markmið
Seðlabankans. Það sýnir að stýri-
vaxtahækkunin nú er til að bregðast
við hækkunum á íbúðaverði,“ segir
hann.
Ingólfur segir að verðhækkun
íbúða megi annars rekja til þess að
framboðsskortur hrjái íbúðamark-
aðinn á sama tíma og eftirspurn sé
mikil. Sögulega lágir vextir hafa,
ásamt vaxandi kaupmætti launa,
leitt til aukinnar eftirspurnar. Hins
vegar sé vandinn sá að framboð af
íbúðum sé tiltölulega lítið. „Hill-
urnar fyrir nýjar íbúðir eru tómar.
Lítið framboð af lóðum af hálfu
sveitarfélaga takmarkar fram-
boðið. Afleiðingin er hækkun verðs
íbúða, aukin verðbólga og hærri
vextir. Afborganir lána heimilanna
hækka og kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna rýrnar. Veldur þetta óróleika
á vinnumarkaði en ljóst er að íbúða-
málin verða stór þáttur í komandi
kjaraviðræðum. Afleiðingarnar eru
því alvarlegar,“ segir hann.
Ingólfur bendir á að Samtök
iðnaðarins hafa á síðustu misserum
bent á hættumerkin. Samdrátt í
íbúðum á fyrstu byggingarstigum í
talningu SI mátti greina árið 2018.
Vöruðu samtökin strax þá við þeirri
þróun. „Í fyrra var samdrátturinn
orðinn það mikill að íbúðir á þess-
um byggingarstigum voru orðnar
sögulega mjög fáar. Er þetta að koma
fram í framboðsskorti nú. Staðan
var fyrirséð. Athafnir sveitarfélaga
fylgdu ekki varnaðarorðum. Því eru
vextir hækkaðir nú,“ segir Ingólfur.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði í gær þegar stýrivaxtahækkun
var kynnt að Seðlabankinn teldi að
hækkanir á fasteignaverði væru
tímabundnar. Rannveig Sigurðar-
dóttir aðstoðarseðlabankastjóri
sagði að búið væri að „toga í ýmsar
bremsur“. Stýrivextir hefðu verið
hækkaðir, veðlánahlutföll aukin og
komið á hámarki á greiðslubyrði
kaupenda. Hún sagði einnig að von
væri á auknu framboði af íbúðum. n
Vextir hækkuðu eftir að sveitarfélög
fylgdu ekki varnaðarorðum
Ingólfur Bender,
aðalhagfræð-
ingur Samtaka
iðnaðarins
8 Fréttir 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR