Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.10.2021, Qupperneq 10
Hæsti tindur Dyngjufjalla er Þorvaldstindur sem gnæfir 1.516 metra hár á norðanverðu hálendinu. Þorvalds­ tindur er afar fáfarinn en hann er nefndur í höfuðið á Þorvaldi Thoroddsen (1855­1921), einum frægasta jarð­ og náttúrufræðingi Íslendinga fyrr og síðar, en þann 28. september síðastliðinn voru 100 ár frá andláti hans. Þorvaldur var hraustmenni og mikill ferðagarpur sem ferðaðist ríðandi um landið vítt og breitt í fjölda rann­ sóknarleiðangra. Varð hann heimsfrægur fyrir rann­ sóknir sínar en hann ritaði fjölda vísindaritgerða og bóka sem margar teljast tímamótaverk. Má þar nefna Lýsingu Íslands, Ferðabók, Landfræðisögu Íslands, Landskjálfta á Íslandi og Oversigt over de islandske Vulkaners Historie en einnig gaf hann út jarðfræðikort af Íslandi. Það var í rannsóknarferð í Öskju sumarið 1876 sem Þorvaldur heillaðist af hálendi Íslands. Leiðangrinum stýrði danski jarðfræðingurinn Fredrik Johnstrup og var tilgangurinn að rannsaka umbrotin árið áður þar sem gríðarlegt sprengigos varð í Víti og 8 ferkílómetra stórt og 220 metra djúpt Öskjuvatn varð til. Það var engin lognmolla í kringum Þorvald frekar en Öskjusvæðið sem tindur hans vakir yfir, en frá andláti hans hafa orðið þar nokkur eldgos og sumarið 2014 varð þar stærsta berg­ skrið frá landnámi. Tilvalið er að hefja göngu á Þorvaldstind frá bílastæð­ inu við Vikraborgir. Haldið er suður að Víti, meðfram Bátshrauni og síðan upp brekkur austan Öskjuvatns. Þar er fylgt fjallgarði að Þorvaldstindi beint suður af vatninu. Brekkurnar eru aðallega laus vikur og því mikilvægt að halda sig frá ótraustum brúnum sem snúa að vatninu. Hátindinn prýða tignarleg ókleif björg en meðfram þeim sést vel yfir Öskju og sést nánast beint ofan í heiðblátt Öskjuvatn. Í suðri sést vel í Vatnajökul og Kverkfjöll, í vestri Trölladyngju og norðan hennar Kollóttudyngju og Herðubreið, en lengra í austur Snæfell. Af Þorvaldstindi má halda göngunni áfram til vesturs og ganga þannig í kringum Öskjuvatn, en hringurinn frá Vikraborgum er samtals í kringum 25 kílómetrar. Annar valkostur, og 7 kílómetrum lengri er að hefja gönguna í skála Ferða­ félags Akureyrar í Drekagili og er þá fyrst gengið yfir norðanverð Dyngjufjöll að áðurnefndum hrygg að Þor­ valdstindi. Í göngu á Þorvaldstind er tilvalið að minnast garpsins sem þessi tilkomumikli tindur er nefndur eftir, en verðugri bautastein er varla hægt að hugsa sér um einn mesta vísindamann okkar Íslendinga. n Í suðri sést vel í Vatnajökul og Kverk- fjöll, í vestri Trölladyngju og norðan hennar Kollóttudyngju og Herðu- breið, en lengra í austur Snæfell. Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi XXXXXX FRÉTTABLAÐIÐFÓKUS Á HJARTA LANDSINS 7. október 2021 FIMMTUDAGUR Þorvaldstindur gnæfir yfir sunnanverðu Öskjuvatni en það varð til við eldsumbrot í Öskju sum- arið 1875. Hér er horft í vesturátt að tindinum en norðan hans er eyjan Askur. MYND/TG Efsta hluta Þorvaldstinds prýða tignarleg en illkleif björg sem best er að láta eiga sig, enda mikil hætta á grjót- hruni. MYND/TG Þorvaldstindur séður úr vestri frá Mývetninga- hrauni. MYND/TG Bautasteinn vísindarisa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.