Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 14
Tilkoma klæðinga
leiddi til þess að unnt
var að leggja bundið
slitlag á þrefalt til
fjórfalt lengri kafla en
annars hefði verið.
Þeim fækkar sem aldir voru upp
við að vegakerfið á Íslandi væri
nær allt malarvegir. Fyrir 40-45
árum voru nánast allir vegir malar-
vegir og bundið slitlag var einungis
innanbæjar og í nágrenni höfuð-
borgarinnar. Átakið um að koma
bundnu slitlagi á vegakerfið hófst
fyrir alvöru og af krafti upp úr 1980,
þegar þróaðar höfðu verið ódýrari
leiðir en áður, svokallaðar vegklæð-
ingar. Á fyrstu árum þess áratugar
var mikið lagt af klæðingum og sum
árin skiptu kílómetrarnir hund-
ruðum sem fengu bundið slitlag.
Nú er svo komið að um 5.800 km
af tæplega 13.000 km vegakerfi eru
lagðir bundnu slitlagi á landinu öllu.
Tölurnar segja þó ekki alla söguna
því um 97 prósent af öllum akstri
fara fram á bundnu slitlagi, enda
tekur forgangsröðun framkvæmda
mikið tillit til umferðarþunga. Eigi
að síður eru mörg verk óunnin í
þessu efni, enda eru ennþá 500 km
af malarvegum í stofnveganetinu og
stór hluti tengi- og héraðsvega eru
malarvegir.
Með aukinni umferð hefur Vega-
gerðin lagt sífellt f leiri kílómetra af
malbiki, sem er mun dýrara og end-
ingarbetra en klæðing. Mestur hluti
bundinna slitlaga á vegakerfinu er
þó ennþá lagður klæðingu. Nú er
svo komið að malbik hefur verið
lagt til Reykjanesbæjar, austur að
Þjórsá og upp í Borgarnes, auk þess
sem malbikað hefur verið í nágrenni
Akureyrar og á fyrsta kafla Biskups-
tungnabrautar. Hér er það umferð-
arþunginn sem mestu ræður en því
meiri sem umferðin er þeim mun
hagkvæmara verður að leggja mal-
bik í stað klæðingar.
Tilkoma klæðinga leiddi til þess
að unnt var að leggja bundið slitlag
á þrefalt til fjórfalt lengri kafla en
annars hefði verið, þar sem kostn-
aðurinn er miklu lægri. Klæðingin
hentar vel á fáfarnari vegi og hefur
gert kleift að fara mun hraðar í
þessar framkvæmdir en annars
hefði verið.
Vegagerðin fjallaði um bundin
slitlög á ráðstefnunni Bundin slitlög
– betri vegir, í Hörpu 14. september
síðastliðinn. Fjallað var um málefn-
ið frá mörgum áhugaverðum sjónar-
hornum og einnig með erlendum
augum en gestafyrirlesarar komu
frá Hollandi, Norður-Írlandi og Sví-
þjóð. Hægt er að horfa á upptöku af
ráðstefnunni og nálgast glærur fyr-
irlesara á vefsíðu Vegagerðarinnar,
vegagerdin.is. n
Bundið slitlag – bylting vegakerfisins
Trúarlíf okkar Íslendinga er fjöl-
skrúðugt og með þeim innf lytj-
endum sem bæst hafa í hóp nýrra
Íslendinga verður flóran enn blóm-
legri. Fjölmenning kallar á nýjar
leiðir til að skilja og miðla trúararf-
leifð og með nokkurri einföldun má
segja að það séu tvær leiðir færar í
þeim efnum. Önnur leiðin er að
fela hið trúarlega, á grundvelli þess
að ekki skuli halda á lofti því sem
aðgreinir okkur, og hin er að fagna
fjölbreytileika trúarhefða.
Ríkissjónvarpið hefur þar viða-
miklu hlutverki að gegna og RÚV
sker sig úr í samanburði við Norð-
urlöndin þegar kemur að miðlun á
trúarmenningu á Íslandi. Útvarps-
guðsþjónustur eru dýrmæt hefð
sem standa ber vörð um, en saman-
borið við Norðurlöndin gætir þar
fábreytni. Á Norðurlöndum fá fjöl-
breytt trúfélög sýndar samkomur
í útvarpi og sjónvarpi. Opinberir
miðlar í nágrannalöndum okkar
sinna allir því hlutverki að sjón-
varpa frá guðsþjónustum.
Danska ríkisútvarpið starfrækir
svokallaða „DR kirken“, þar sem
eru sjónvarpsútsendingar frá guðs-
þjónustum dönsku kirkjunnar.
Sænska sjónvarpið SVT f lakkar á
milli kirkna á sunnudagsmorgnum
og hefur í upphafi stutta umfjöllun
um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð
og prest. Lögð er áhersla á að sýna
sem f lestar kirkjur og greina frá
sögu þeirra og munum. Reglulega er
leitað til safnaða á borð við Hjálp-
ræðisherinn og sent út frá samkom-
um þeirra. Norska ríkissjónvarpið
NRK sendir út guðsþjónustur frá
kirkjum landsins og er með stutta
umfjöllun um takt kirkjuársins og
kirkjur landsins í upphafi, líkt og í
Svíþjóð, og Finnar hafa útsendingar
á YLE frá guðsþjónustum á sænsku
og finnsku.
Jafnvel Færeyingar með sitt litla
opinbera sjónvarp KFV sýna viku-
legar sjónvarpsútsendingar frá guðs-
þjónustum í mismunandi kirkjum.
Ríkissjónvarpið hefur skyldum að
gegna við að sinna miðlun á trúar-
og menningararfi þjóðarinnar.
Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með
sjónvarpsútsendingum frá kirkjum
landsins, þar sem færi saman helgi-
hald og fræðsla um kirkjur til sjávar
og sveita. Það er óhætt að fullyrða að
RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva
á Norðurlöndum þegar kemur að
útsendingum frá helgihaldi og það
er áhugavert að spyrja hvað liggur
þar að baki? Um er að ræða ódýrt
sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum
er unnið í samstarfi við heima-
menn.
Fríkirkjan í Reykjavík hefur
árlega fengið úthlutað einni
útvarpsguðsþjónustu í kringum
afmæli safnaðarins og í ár var jafn-
vel þeirri tímasetningu hnikað í
óþökk safnaðarins. Það færi vel á því
að þriðja stærsta trúfélag landsins
fengi meira rými í Ríkisútvarpinu.
Fríkirkjan tók upp og framleiddi
til sýningar útvarpsguðsþjónustuna
þann 26. september síðastliðinn og
sinnti þarmeð skyldu sem RÚV ætti
með réttu að rækja. Þar má heyra
og sjá jazzaða sálma, barnakórinn
við Tjörnina, magnaðan einsöng
og hugleiðingu frá formanni Píeta-
samtakanna.
„Útvarpsguðsþjónustan sem sást“
er sýnd á þeim netmiðlum sem Frí-
kirkjan í Reykjavík hefur yfir að
ráða. n
Útvarpsguðsþjónustan sem sást
Magnús Valur
Jóhannsson
framkvæmdastjóri
mannvirkjasviðs
Vegagerðarinnar
Dr. Sigurvin
Lárus Jónsson
prestur við
Fríkirkjuna í
Reykjavík
Ristil- og endaþarmskrabbamein
er þriðja algengasta krabbameinið
í heiminum og er einnig með þriðju
hæstu dánartíðnina. Þetta er mikið
heilsufarsvandamál og því hafa
næstum öll Evrópulöndin tekið
upp reglubundna skimun fyrir
ristil- og endaþarmskrabbameini.
Flest landanna nota FIT-skimunar-
próf sem skima eftir duldu blóði
í hægðum, ef blóð greinist við
skimun þá fer fólk í ristilspeglun í
frekari rannsókn. FIT-skimunin er
einföld og er hægt að framkvæma
hana heima.
Tilgangur krabbameinsskimana
er að greina krabbamein á frum-
stigi/forstigi og þannig lækka
nýgengi sjúkdómsins sem skimað
er fyrir, auka líkur á lækningu og
lækka dánartíðni. Í einföldu máli
þá segir þetta okkur að því fyrr sem
við finnum krabbamein, því auð-
veldari verður meðferðin og mun
meiri líkur á bata.
Langur tími getur liðið frá því að
ristilkrabbameinsfrumur myndast
í kirtilæxli (sepum) þar til einkenni
koma fram og því er skimun nauð-
synleg.
Landlæknir gaf út tilmæli árið
2001 sem mæla með skimun fyrir
ristil- og endaþarmskrabbameini
fyrir alla einstaklinga 50 ára og
eldri, með leit að blóði í hægðum.
Árið 2008 skipaði heilbrigðisráð-
herra ráðgjafarhóp sem átti að meta
þörfina fyrir reglubundna skimun;
niðurstöðurnar voru skýrar: Það
væri kostnaðarhagkvæmt og að
skimunin drægi úr dánartíðni.
Landlæknisembættið sendi erindi
til ráðherra árið 2015 og óskaði eftir
því að tilmælum ráðgjafarhópsins
yrði framfylgt og undirbúnings-
vinna er hafin samkvæmt Land-
læknisembættinu. Stefnt var að
því að hefja reglubundna skimun
snemma árs 2018, en hún er ekki
enn hafin í dag.
Það er oft erfitt að fá fjármagn til
að hefja svona verkefni. Það getur
spilað inn í hve lengi við erum að sjá
árangur af skimunum. Það er kostn-
aðarsamt að hefja slík verkefni en
ágóðinn kemur ekki í ljós fyrr en
mörgum árum síðar. Þeir sem settu
verkefnið á laggirnar eru þá jafnvel
ekki lengur við völd til að uppskera
árangur erfiðisins, en þar sem þetta
er stórt lýðheilsumál ætti þetta að
vera á forgangslista og mun skila
hagnaði eins og rannsóknir sýna.
Ég vann á almennri skurðdeild
í langan tíma og hef séð með eigin
augum hversu mikill munur það er
að meðhöndla fólk á fyrri stigum
krabbameins samanborið við á
seinni stigum. Þetta eru ekki bara
tölur á blaði heldur alvöru fólk sem
er að ganga í gegnum erfið veikindi.
Mér finnst það samfélagsleg skylda
að hefja þessa skimun sem fyrst og
þetta á að vera forgangsmál fyrir
lýðheilsu landsmanna.
Eftir hverju er verið að bíða? n
Eftir hverju erum við
að bíða?
Helga María
Guðmundsdóttir
B.Sc. í hjúkrunar
fræði, MA í
fjölmiðlafræði og
nemi í viðbótar
diplóma í lýð
heilsuvísindum
OTINsn11av
PRDf�IIIDNALS
•
HH Workwear
regnjakkar fást hjá Rubix.
Verð á Gale: kr. 16.114,-
Þægilegir og 100% vatnsheldir.
Neoprene stroff við úlnið.
Vatnsheldur símavasi.
is.rubix.com | Dalvegur 32a
14 Skoðun 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ