Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 20
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Að eiga sér draum og koma honum í framkvæmd er afrek út af fyrir sig og öðrum hvatning til eftirbreytni. Gauja Hálfdánardóttir er ein þeirra sem létu drauminn rætast þegar hún stofnaði fyrirtækið MEMO Iceland sem hannar og selur silki- slæður. „Ég stofnaði MEMO Iceland árið 2014 með vinkonu minni. Það hafði lengi blundað í mér draumur um að eiga og reka mitt eigið fyrir- tæki og sá draumur rættist þegar hugmyndin með silkislæðurnar kviknaði,“ segir Gauja en hún er með BS í ferðamálafræði og master í mannauðsstjórnun og ákvað síðan að bæta við sig stjórnendamark- þjálfun árið 2018. „Hingað til hef ég starfað við nán- ast allt sem snýr að mannauðsmál- um og sinni fyrirtækinu í frítíma. Reynslan mín á vinnumarkaðnum nýtist vel í fyrirtækjarekstrinum því mannleg samskipti skipa þar stóran sess. Ég starfa í dag sem mannauðsráðgjafi á velferðarsviði hjá Reykjavíkurborg og kem þar að mjög fjölbreyttum verkefnum. Mér finnst gaman að vinna með fólk og aðstoða stjórnendur í sínu starfi. Því fer það mjög vel saman að vera bæði með mannauðsstjórnun og markþjálfun.“ Aðspurð segist Gauja alltaf hafa haft áhuga á hönnun og tísku og hugmyndina að hönnun ávallt blundað í henni. Er einhver saga bak við hönnun þína á slæðunum og ástríðu fyrir því sem þú ert að gera? „Já, eftir að löngunin kviknaði til að stofna fyrirtæki voru stöðugt að poppa upp hugmyndir í kollinum á mér. Það var svo árið 2013 þegar ég sá mynd af fallegum vasaklút á Pinterest með mynd af fjöllum og náttúru. Það sem greip strax augað var mynstrið og litirnir í nátt- úrunni á klútnum og ég sá um leið fyrir mér fallega silkislæðu með mynd af íslenskri náttúru. Við vinkonurnar vorum snöggar að taka ákvörðun um að kýla á þessa hugmynd og láta verða af þessu. Ég sá um hönnun, sölu og markaðsmál en hún um pantanir, bókhald og reikninga, sem voru mjög góð skipti. Þegar kom að því að finna myndir á slæðurnar, þá horfði ég annars vegar á þekkta og fallega ferðamannastaði en ekki síður mynstrin og litina. Ég leitaði ekki langt yfir skammt og fann tvær ljósmyndir í fjöl- skyldualbúminu, annars vegar af Veiðivötnum sem pabbi hafði tekið Silkislæður skreyttar íslenskri náttúru Gauja Hálf- dánardóttir segir að það hafi verið frábær tilfinning, eftir langt og strangt ferli, að fá fyrstu sýnishornin í hendurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Slæðurnar er hægt að nýta á margvís- legan hátt, eins og myndirnar sýna. Þessi fallega slæða sýnir vel norður- ljósin. Litirnir eru stórkostlegir. „Það sem greip strax augað var mynstrið og litirnir í náttúrunni á klútnum og ég sá um leið fyrir mér fallega silkislæðu með mynd af íslenskri náttúru,“ segir Gauja. Gauja er ánægð með hversu vel ís- lenskar konur hafa tekið slæðunum. og Jökulsárlóni sem frænka mín tók. Ég fékk leyfi frá þeim að nota myndirnar og þá þurfti að finna framleiðanda og fá prufur. Það var frábær tilfinning, eftir langt og strangt ferli, að fá fyrstu sýnis- hornin í hendurnar. Slæðurnar koma til okkar í plasti og mér fannst það alls ekki koma til greina að selja þær þannig. Ég lét því hanna svartar öskjur með silfurlógói og endurpakka slæð- unum í silkipappír. Með hverri slæðu fylgir jafnframt kort með myndinni og texta um staðinn á ensku og íslensku. Með þessum umbúðum fannst mér varan vera orðin fullkomin og tilbúin í sölu. Umbúðirnar gera silkislæðuna líka miklu fallegri og hentugri sem gjöf.“ Augnablikið fangað í upplifun Gauja segir að heitið á vörumerki slæðanna, MEMO Iceland, sé tengt við minningar eða „memories“. „Okkur fannst það passa vel við þá hugmynd sem lá að baki hönnun- inni enda eru slæðurnar hugsaðar bæði sem minjagripir og fylgihlutir. Hugmyndin mín var að slæðurnar myndu fanga augnablikið sem ferðamaðurinn upplifði á Íslandi. Með því að kaupa sér slæðu þá væri viðkomandi bæði með minningu frá fallegum stað á Íslandi sem og glæsilegan fylgihlut sem hægt er að nota við ýmis tækifæri. Á þessum tíma var ekki mikið til af íslenskum minjagripum í verslunum. Ferðamönnum var að fjölga hratt og margar verslanir fyrir erlenda ferðamenn að opna. Ég setti mig fljótlega í samband við stærstu söluaðilana, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Það var virkilega ánægjulegt að finna hversu jákvæð viðbrögðin voru enda voru engar sambærilegar vörur til á þessum tíma. Fljótlega voru slæðurnar komnar í sölu í Saga Shop, Fríhöfninni og víðast hvar um landið.“ Jökulsárlón og Veiðivötn Fyrstu slæðurnar voru af Jökulsár- lóni og Veiðivötnum og seldust þær strax mjög vel að sögn Gauju. „Með tímanum bætti ég svo við fleiri týpum og hlýrri litum því ég áttaði mig á því að litirnir í Jökulsárlón- slæðunni eru kaldir og henta ekki öllum. Þegar ég sá ljósmynd hjá vin- konu minni af Landmannalaugum, með brúnum og gylltum litum, fékk ég leyfi til að nota hana á eina silkislæðu. Síðan þá hafa bæst við slæður með mynd af Seljalandsfossi og Skeiðarársandi, með gráum, brúnum og dröppuðum tónum og tvær með myndum af norður- ljósunum sem eru með þessum fjólubláu og grænu litum. Þær eru vinsælastar á meðal erlendra ferða- manna, sem kemur kannski ekki á óvart. Nú ættu allar konur að finna slæðu við sitt hæfi með litum sem fara þeim.“ Hvernig voru viðtökurnar á slæðunum? „Þær voru virkilega góðar. Eins og ég nefndi var hugmyndin upphaf- lega sú að hanna silkislæður sem íslenska minjagripi fyrir erlenda ferðamenn en fljótlega fann ég að áhugi íslenskra kvenna á slæðunum var mjög mikill og er enn. Þær hafa verið stór kúnna hópur og eru bæði að kaupa fyrir sjálfa sig en einnig mikið í gjafir. Mér þykir afskaplega vænt um það hvað íslenskar konur hafa verið hrifnar af slæðunum og mér hlýnar alltaf um hjartarætur að sjá konu með silkislæðu frá mér.“ Þegar kemur að vali að formum og myndum, er eitthvað sem heillar þig frekar en annað? „Já, þegar ég sé mynstur í nátt- úrunni með fallegum litum. Brúnir og bláir tónar saman heilla mig gjarnan og oftast sé ég mynstrið fyrir mér á silkislæðu. Þegar þú ert með slæðuna, þá sérðu ekki endi- lega að þetta sé ljósmynd heldur frekar bara fallegt mynstur á silki. Ég er ekki mikið fyrir skræpótt mynstur og ég viðurkenni það alveg að ég átti fyrst erfitt með gera slæðu með norðurljósamynd því mér fannst litirnir svo sterkir. En svo komu þær báðar svo vel út að ég sé ekki eftir því.“ Spennandi tímar fram undan Fyrir tveimur árum ákvað vin- kona Gauju að snúa sér að öðrum verkefnum og í dag á Gauja fyrir- tækið ein. „Mér finnst virkilega spennandi að velta fyrir mér meiri vöruþróun og er með ýmsar spenn- andi hugmyndir á teikniborðinu. Covid var erfiður tími fyrir þennan rekstur þar sem allir endursöluaðil- arnir okkar lokuðu verslunum sínum. En nú eru bjartari tímar fram undan og um þessar mundir er ég að setja mig í samband við verslanir og koma silkislæðunum aftur í hill- urnar. Nú er ferðamannastraumur- inn að fara aftur af stað og þá lifna verslanirnar við. Eins langar mig að leggja meiri áherslu á að selja silki- slæðurnar í tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. Ég nýtti Covid- tímann vel í að bæta vefverslunina memoiceland.is og þar hefur salan verið að aukast jafnt og þétt.“ ■ info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans og: • Seinkar öldrun húðarinnar • Dregur úr sýnilegum hrukkum og fínum línum í húðinni • Eykur rakastig og stinnleika húðarinnar • Lagfæra háræðaslitasvæði • Stuðlar að upptöku kalsíums og kalsíumuppbótar. Vítamín C: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- og ónæmiskerfisins • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og aukinni upptöku járns. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 4 kynningarblað A L LT 7. október 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.