Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 22
Simpsonfjölskyld- una þekkja allir enda hefur hún verið á skjánum í 34 ár. Það var heldur betur óvænt uppákoma á tískuvikunni í París um síðustu helgi þegar Balenciaga kynnti sumar- tískuna 2022. Það var engin önnur en Simpsonfjölskyld- an sem mætti til leiks. elin@frettabladid.is Gestir tískuvikunnar eru vanari því að fylgjast með frægum fyrirsætum á borð við Hadid-syst- urnar en teiknimyndapersónum. Balenciaga hafði útbúið móttök- una eins og um frumsýningu í Hollywood væri að ræða. Rauður dregill og rauðir veggir blöstu við gestum og módelum sem klæddust sumarfatnaði Balenciaga. Fyrir- sæturnar voru myndaðar um leið og þær gengu inn og sýndar á stórum skjá í salnum. Það var því ekki hefðbundin sviðsframkoma. Fyrirtækið hafði látið gera tíu mínútna Simpson-mynd þar sem Balenciaga var í aðalhlutverkinu með fjölskyldunni í Springfield. Í myndinni fær Marge Simpson að upplifa draum sinn um að klæðast Balenciaga. Ekki versnar það þegar íbúum í Springfield er boðið til Parísar til að taka þátt í tískusýningu fyrirtækisins. Við þekkjum persónurnar úr teikni- myndinni þegar þær koma fram á sviðið hver af annarri í glæsilegum klæðnaði frá Balenciaga. Áhorf- endur eru ekki af verri endanum, Kim Kardashian, Kanye West og Justin Bieber. Að auki má sjá Önnu Wintour, ritstjóra tískutímaritsins Vogue, sem lætur sig yfirleitt ekki vanta á tískusýningar þekktustu tískuhönnuða. Hönnuður Balenci- aga, Demna Gvasalia, sést einnig í myndinni. Simpsonfjölskylduna þekkja allir enda hefur hún verið á skjánum í 34 ár. Hönnuðurinn Gvasalia mun hafa verið ein- lægur aðdáandi allt frá barnsaldri en hann er ættaður frá fyrrum Sovétríkjunum. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Gvasalia fer aðrar og nýjar leiðir til að kynna hönnun sína. Simpson-myndin er stór- skemmtileg og það má horfa á hana á YouTube. ■ Homer Simpson tók yfir sviðið hjá Balenciaga Homer Simpson tekur sig vel út á sviðinu hjá Balenciaga í rauðri úlpu með sólgleraugu. Ritstjóri Vogue, Anne Wintour, er að sjálfsögðu með í „showinu“. Rapparinn Cardi B klæðist hér kápu og hatti frá Balenciaga. Kápan er skreytt með úrklippum blaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ritstjórinn Anna Wintour mætti líka í eigin persónu í kápu frá Balenciaga. Fyrirsætan Naomi Campell í dragt frá Balenciaga úr sumaratískunni. Fyrirsætur á rauða dreglinum í sumartísku Balenciaga fyrir 2022. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir: Ruth Bergsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími: 694-4103 / ruth@frettabladid.is Golfhermar Sérblað um golfherma kemur út laugardaginn 16. október. Í blaðinu gefst fyrirtækjum og klúbbum tækifæri til að koma á framfæri því sem þau bjóða upp á fyrir golfáhugamenn í vetur. Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 7. október 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.