Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 07.10.2021, Qupperneq 26
1391 Birgitta Birgisdóttir tekin í dýrlingatölu. 1828 Konungur gefur út úrskurð um að kirkjudyr skuli opnast út. 1893 Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan stofnað. 1920 Konur fá að útskrifast með prófgráður frá Oxford- háskóla. 1949 Austur-Þýskaland stofnað. 1954 Minjasafn Reykjavíkur stofnað. Síðar er því skipt í Árbæjarsafn og Borgarskjalasafn. 1989 Fyrstu fjöldamótmælin gegn stjórn Austur-Þýska- lands hefjast í Plauen. 1992 Flóðljós á Laugardalsvelli í Reykjavík tekin í notkun. 1998 South Park-þátturinn „Chef Aid“ er sendur út, þar sem Chewbacca-vörninni er lýst. 2001 Stríðið í Afganistan hefst. 2003 Arnold Schwarzenegger kjörinn fylkisstjóri Kali- forníu. 2008 Íslenska fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur Landsbanka Íslands. 2008 Rússland býðst til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu upp á fjóra milljarða evra. 2008 Davíð Oddsson segir í Kastljósi: „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna.“ 2013 Stöð 3 hefur göngu sína á Íslandi. Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News var upprunalega búin til af fjölmiðlarisanum Rupert Murdoch, sem réð fyrr- verandi yfirmann á NBC-sjónvarpsstöðinni, Roger Ailes, sem forstjóra. Útsendingar hófust á þessum degi árið 1996. Þá náði stöðin til um sautján milljóna áhorfenda. Nú nær stöðin til yfir 100 milljóna heimila í Bandaríkj- unum. Sjónvarpsstöðin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi og fyrir að ýta undir íhaldssam- ar stjórnmálaskoðanir. Þá hefur stöðin hlotið gagnrýni fyrir að hygla Repúblikanaflokknum þar í landi. Fjöldi yfirmanna og annarra starfsmanna sjónvarpsstöðvarinnar hefur neitað þessum ásökunum opinberlega í gegnum tíðina. Árið 2008 safnaðist hópur fólks saman fyrir utan skrif- stofur Fox til þess að mótmæla fréttaflutningi stöðvarinnar sem hópurinn taldi yfirfullan af rasisma, meðal annars í garð Barack Obama, sem þá var að bjóða sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Stöðin hafði þá ítrekað tengt Obama við hryðjuverk og gert grín að húðlit hans. Hópurinn, sem samanstóð af um 150 manns, afhenti forsvarsmönnum Fox undirskriftalista frá um sex hundruð þúsund manns sem allir mótmæltu fréttaflutningi stöðvar- innar. n Þetta gerðist: 7. október 1996 Sjónvarpsstöðin Fox News hóf göngu sína Fréttamaðurinn Bill Hemmer les fréttir í myndveri Fox-stöðvar- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Merkisatburðir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Heiðbjört Erla Árnadóttir Þórðarsveig 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 11. október kl. 13. Magnús Magnússon Tuna Hauge Sigrún Gísladóttir Flosi Jónsson Jóhannes Helgi Gíslason barnabörn og systkini. Ástkær móðir okkar, Ólöf Inga Klemenzdóttir Naustabryggju 15, lést föstudaginn 10. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn og Hrafnhildur Inga Halldórsdætur Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar hjartkæra Jóns Sigurðssonar fyrrverandi skólastjóra, sem lést 10. september síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans og HERU, sérhæfðrar líknarheimaþjónustu, fyrir samhug, aðstoð við aðstandendur og einstaka umönnun. Sigrún Jóhannesdóttir Óli Jón Jónsson Ágústa Kristófersdóttir Snorri Jónsson Bára Ósk Einarsdóttir Kristín Emilsdóttir Helgi Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Valgeir Ingvarsson garðyrkjumaður, Borgarheiði 41, Hveragerði, lést 2. október á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju, föstudaginn 8. október kl. 14. Lilja Guðmundsdóttir Símon Arnar Pálsson Guðrún Guðmundsdóttir Össur Emil Friðgeirsson Björn Guðmundsson Sigríður Magnúsdóttir afabörn og langafabörn. Glímusambandið hefur þurft að verja glímuna sem séríslenska íþrótt. Nú er hún komin í sér- stakan hóp með laufabrauðinu, brúnuðu kartöflunum og hand- ritunum, sem viðurkennd menn- ingararfleifð Íslendinga. kristinnpall@frettabladid.is Íslenska glíman hefur hlotið viðurkenn- ingu Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNESCO) sem sérstakur hluti af af menningararfleifð Íslendinga. „Þetta er viðurkenning af hálfu UNESCO á Íslandi á að íslensk glíma sé hluti af þjóðarhefð landsins og auðvitað langar okkur að fara lengra með þetta. Við teljum glímuna vera í stakk búna til þess,“ segir Svana Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Glímusambandsins. Hún segir viðurkenninguna færa glímunni ákveðna viðurkenningu, vernd og samþykki og opna um leið aðra glugga til framtíðar. Íslandsglíman er elsta íþróttamót landsins, sem hefur verið keppt á frá 1906 ef undanskilin eru fimm ár þegar fyrri heimsstyrjöldin gekk yfir. Á heimasíðu UNESCO á Íslandi kemur fram að menningarleg fyrirbæri á listan- um séu menningarminjar sem hafi sér- stakt varðveislugildi. Hægt er að senda inn umsóknir og hefur fólk meðal ann- ars sótt um að laufabrauð, slátur, þjóð- dansar, ljóð, tröll og brúnaðar kartöflur komist á listann. Svana segir viðurkenningu UNESCO mikils virði fyrir glímuna. „Þetta er um leið ákveðin kynning fyrir íþróttina, að vera þarna inni, og samþykki á okkar starfi. Við erum að berjast við fólk sem er að reyna að eigna sér þessa íþrótt eða breyta því sem er í okkar eigu. Þessi glíma sem við erum að æfa og keppa í er alíslensk frá grunni. Þetta er eitt af skrefunum sem við erum að taka til þess að taka íþróttina okkar til baka,“ segir Svana sem tekur undir að glíman sé ekki jafn sýnileg og oft áður. „Íþróttin er því miður orðin örlítið falin, því starfið er í fullum gangi og mörg mót á hverju ári. Við erum auð- vitað að berjast við aðrar íþróttir og afþreyingu,“ segir Svana og tekur undir að með þessu sé verið að undirstrika að íslensk glíma sé þjóðaríþrótt Íslendinga. „Við tölum alltaf um þetta sem íþrótt þjóðarinnar, enda er hvergi annars staðar keppt í þessari íþrótt. Það er hægt að rekja sögu glímunnar alveg aftur til landnáms og þetta er sennilega ein af elstu íþróttunum sem þekkjast.“ n UNESCO viðurkennir glímu sem íslenska þjóðararfleifð Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkennir íslenska glímu sem hluta af þjóðarhefð. MYND/GLÍMUSAMBAND ÍSLANDS Viðurkenningin veitir vernd og opnar möguleika. MYND/GLÍMUSAMBAND ÍSLANDS. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.