Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Mamma mín veiktist af krabbameini og hún hafði alltaf trúað mjög mikið á okkur systk- inin. odduraevar@frettabladid.is Margrét Friðriksdóttir segir að óbólusettir muni ekki láta neinn bilbug á sér finna í haust og ferðast eins og þá lystir. Fréttablaðið tók stöðuna á Margréti í ljósi þess að æ fleiri treysta sér nú að nýju til ferða- laga, þrátt fyrir að f lest lönd geri ríkar kröfur um ýmisleg vottorð og vesen. „Ég þekki nú marga sem eru óbólusettir og þeir eru ekki að láta þetta stoppa sig í ferðalög- unum,“ segir Margrét, sem sjálf kom nýverið heim úr fríi á Tenerife með dóttur sinni. Nokkrum dögum eftir að heim var komið fengu þær hins vegar sekt upp á hundrað þúsund krónur þar sem þær fóru ekki í skimun fyrir heimferð. Hún segir slíkt ólöglegt og brjóta gegn stjórnar skránni. Margrét segist hafa heyrt af óbólusettum ferðamönnum án skimunarvottorða sem hafi verið skóflað aftur heim. „Þetta er alla- vega stjórnarskrárbrot,“ segir hún. „Það er náttúrulega verið að mis- muna fólki út frá einhverri bólu- setningu sem stenst nú ekki einu sinni væntingar.“ Aðspurð hvort óbólusettir láti ekki slíkar kvaðir stöðva sig segir Margrét það af og frá. „Nei, þetta er nefnilega ekki hrædda fólkið. Hrædda fólkið eru þessir bólusettu og jafnvel þessir sem eru búnir að fara í þriðja skammtinn, og jafn- vel fjórða og fimmta og ganga um með grímur og svo framvegis. Það er hrædda fólkið.“ Ljóst sé að sífellt f leiri sæki í stuttar utanlandsferðir þrátt fyrir að sóttvarnayfirvöld hafi mælt gegn því að fólk ferðist til útlanda. „Það þýðir heldur ekki að lifa í ótta. Það veikir ónæmiskerfið að lifa í ótta og fólk ætti að huga að því líka.“ n Ferðast óhrædd og óbólusett Margrét Friðriksdóttir Sæþór Kristinsson er fulltrúi Íslands í tíundu seríu af raun- veruleikaþættinum Den store bagedyst í Danmörku, þar sem hann hefur búið síðan hann var sjö ára. Hann til- einkar sjónvarpsbaksturinn móður sinni, Kristínu Stein- grímsdóttur, sem lést í janúar úr krabbameini. odduraevar@frettabladid.is „Þetta er búið að vera klikkað,“ segir Sæþór léttur í bragði. Fyrsti þáttur- inn í seríunni var sýndur síðasta laugardag en upptökur hófust í apríl og segist Sæþór hafa bakað á svo til hverjum einasta degi. „Þetta var gríðarlega krefjandi,“ segir Sæþór. Hann segir móður sína Kristínu hafa bakað mikið. „Þegar ég var barn bakaði hún pönnukökur eða snúða á hverjum einasta sunnu- degi og þegar ég var lítill bakaði hún með okkur í eldhúsinu.“ Bakaði fyrir dóttur sína Sæþór viðurkennir þó að hann hafi ekki séð fyrir sér að verða einhvern daginn keppandi í slíkum þætti. „Þegar ég eignaðist dóttur mína, sem verður níu ára í janúar, vildi ég baka með henni og ég vildi geta bakað kökur fyrir hana á afmælinu sem gætu gert vini hennar öfund- sjúka,“ segir Sæþór. Þá hafi ekki verið aftur snúið. „Mamma mín veiktist af krabba- meini og hún hafði alltaf trúað mjög mikið á okkur systkinin. Ég á fimm systur og mamma hafði alltaf sagt við okkur að sama hvað við myndum taka okkur fyrir hendur, þá gætum við það og ættum að gera það.“ Maður lifir aðeins einu sinni Hún hafi minnt Sæþór á að hann lifi bara einu sinni og hvatt hann til að skrá sig, sem hann gerði í desember, mánuði fyrir fráfall hennar. „Og jarðarförin hennar fór fram fjórum dögum fyrir fyrstu prufurnar. Og hún var drif krafturinn og hvatti mig áfram, því ég vissi að hún myndi verða svekkt ef ég myndi ekki slá til, því hvað gæti verið það versta? Að fá nei! Sem gerðist svo ekki,“ segir Sæþór hughrifinn. Sæþór segir að þátttakan hafi því verið sér ákaflega þýðingarmikil. Tökurnar hófust í febrúar og getur Sæþór ekki sagt meira, þar sem fyrsti útsláttarþátturinn verður sýndur næsta laugardag. „Þannig að þetta er minn virð- ingarvottur við hana,“ segir Sæþór. Hann horfði á fyrsta þáttinn með fjölskyldu sinni síðasta laugardag og segist afar spenntur fyrir því að hún sjái framhaldið. n Bakar fyrir látna móður sína Þótt hann búi ekki við Nørregade er Sæþór býsna lunkinn bakari sem heyr tilfinningaríka keppni í dönsku sjónvarpi. MYND/AÐSEND Sæþóri er margt til lista lagt en hann starfar sem mann- auðsstjóri og CrossFit-þjálfari þegar hann er ekki að leika listir sínar við hrærivélina. 30 Lífið 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ HÄSTENS VERSLUN FAXAFENI 5, REYKJAVÍK 588 8477 VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.