Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 1
Eins og svart og hvítt Fjögur lönd Bræðurnir og poppararnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hafa ætíð verið mestu mátar. Þeir eiga tónlistina sameiginlega en eru ólíkir í útliti og fasi. Bræðurnir segja sögur hvor af öðrum; eins og þegar Friðrik stóð nakinn á sviði og þegar Jón átti fótum sínum fjör að launa undan litla bróður sem elti hann með belti á lofti. 14 23. MAÍ 2021SUNNUDAGUR Á toppnum Netapótek LyfjaversFrí heimsendingum land allt!* Ungmenni fráfjórum löndum íNorður-Atlants-hafi eru saman íbekk. 20 Alltaf ígóðu skapi Hin níræða Hulda Emils-dóttir hefur lifað tímanatvenna. Hún var ritariSveins Björnssonar forsetaog söngkona sem söng íeinkaklúbbum í Texas. 8 Þrjátíu ár liðin frá fræknum jeppa- leiðangri á Hvannadalshnjúk. 18 L A U G A R D A G U R 2 2. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 120. tölublað . 109. árgangur . Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLAPantaðu tíma á www.hekla.is/timabokanir Viðurkenndur þjónustuaðili Þjónustuskoðun HEKLU Tryggir betri endingu og viðheldur ábyrgð! ARNAR EGGERT SPÁIR Í SPILIN FYRIR ÚRSLITIN RANNSÓKNIR Á LOÐNUELDI HJÁ HAFRÓ VERÐMÆTI 14EUROVISION Í KVÖLD 42 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvíst er hvort ferðaþjónustan muni skila jafn mörgum störfum og áður þegar kórónuveirufaraldurinn er að baki. Sama má segja um verslunina. Gæti þetta haft töluverð áhrif á þróun atvinnuleysis og þrýst á til- færslu starfa milli atvinnugreina svo atvinnustig nái fyrri hæðum. Viðmælandi Morgunblaðsins í ferðaþjónustu kvaðst hafa fækkað starfsfólki úr 30 í 20 með innleiðingu snjalllausna og sjálfsafgreiðslu. Ólafur Torfason, stjórnarformað- ur Íslandshótela, segir fyrirtækið hafa skoðað slíka tækni. Hann segir aðspurður að hár rekstrarkostnaður þrýsti á slíka hagræðingu. „Hlutfall launa af tekjum er orðið hátt og þá þurfa menn að leita leiða til að svara því. Þetta er ein af þeim leiðum.“ Sjálfsafgreiðsla og snjallmenni CenterHótel Grandi verður opnað á Seljavegi í sumar. Kristófer Oli- versson, eigandi CenterHótelanna, segir snjalllausnir verða innleiddar á nýja hótelinu. Meðal annars muni gestir geta innritað sig sjálfir. Þá hafi fyrirtækið tekið í notkun snjallmenni til að svara tölvupósti og aðstoða viðskiptavini við bókanir. Nú þegar séu CenterHótelin að nota gervigreind við greiningu á mark- aðsaðstæðum, framboði og eftir- spurn og allri verðstýringu. Einnig sé mikill meirihluti bókana nú þegar sjálfvirkur. Jafnframt sé fyrirtækið að skoða möguleika á notkun þjarka. Til dæmis til að flytja þvott og fleira bæði innanhúss og milli hótela. Aukinn launakostnaður þrýsti mjög á hagræðingu í ferðaþjónustu. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, segir „rándýra kjarasamninga“ eiga þátt í fækkun verslunarstarfa. Atvinnulausum gæti fækkað í 14 þúsund í sumar ef ráðningarátak skilar væntum árangri. Óvissa um fjölda starfa - Ný tækni gæti fækkað störfum í verslun og ferðaþjónustu - Fyrir vikið gæti atvinnuleysi orðið meira eftir faraldurinn MAtvinnumál »2 og 20 Andrés Magnússon andres@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir kjöri á Alþingi í komandi þingkosningum í haust. Frá þessu greinir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Bragi segist kveðja stjórnmálin sáttur, þetta hafi verið ákaflega lærdómsríkur og áhuga- verður tími, en hann var fyrst kjör- inn á Alþingi árið 2009 og hefur því setið á þingi í 12 ár. Það þykir hon- um mjög mátulegur tími. Í viðtalinu kemur fram að honum þykir ekki nógu mikið traust vera á þingi og í þjóðmálaumræðu, sem nauðsynlegt sé að endurvekja. Það geti hins vegar verið örðugt, eins og hann þekki eftir viðskilnað við Framsóknarflokkinn. Þar á milli lifi enn særindi og minning um óheilindi sem erfitt sé að líta fram hjá. »18 Morgunblaðið/Eggert Hættir Gunnar Bragi Sveinsson ætl- ar að snúa sér að öðru í haust. Gunnar Bragi hættir á þingi í haust Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála felldi úr gildi rekstrarleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarks- lífmassa í Reyðarfirði. Kærandi veitingar leyfisins var fyrst Landssamband veiðifélaga, en síðar bættust við kærur frá Nátt- úruverndarsamtökum Íslands, Nátt- úruverndarsamtökunum Laxinn lifi og veiðifélögum Breiðdælinga, Hofs- ár, Sunnandalsár, Selár og Vestur- dalsár. Úrskurðaði nefndin að Matvæla- stofnun hefði ekki lagt álit Skipu- lagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum til grundvallar leyfinu þar sem Matvælastofnun skilyrti leyfið við lágmarksstærð seiða um 56 grömm í stað 200 gramma. „Kannaði Matvælastofnun ekki með fullnægjandi hætti hvort sú breyting gæti haft áhrif, en það var forsenda þess að stofnunin gæti tek- ið ákvörðun um að víkja frá eða breyta því skilyrði sem lagt var til af hálfu Skipulagsstofnunar,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þrír nefnd- armenn skrifa undir úrskurðinn en tveir nefndarmenn skiluðu séráliti. karitas@mbl.is Felldu leyfi Laxa ehf. úr gildi Margrét Tekla Arnfríðardóttir (t.v.) og Inga Lind Jóhannsdóttir (t.h.) léku listir sínar í gær á klifurvegg á Klambratúni. Á klifurveggnum eru grip fyrir hendur og fætur sem stelpurnar nýttu sér til þess að komast alla leið upp vegginn. Veðrið var gott og tilvalið til að nýta til útivistar. Veður verður sömuleiðis milt á höfuðborgar- svæðinu í dag þó ekki sé útlit fyrir að það verði jafn sólríkt og í gær. Morgunblaðið/Eggert Klifrað á Klambratúni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.