Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Tökum forystu Opnara, frjálsara og betra Ísland Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4. – 5. júní. Friðjón Friðjónsson í 4. sæti STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ófáir stangveiðimenn kjósa að mæta vorinu við eitthvert eftirlætisvatnið. Sjá þar farfuglana streyma að, fyrstu grænu nálarnar pota sér upp úr sinugulum sverði, brum opnast á kjarrinu og, ef lífið leikur við þá, upplifa fyrstu silungatökur ársins. Þeir sem reyndu fyrir sér í vorveiði á sjóbirtingi veiddu víða ágætlega í apríl og framan af maí. Erfiðara virðist hafa verið í vatnaveiði víða í maí enda hefur legið í endalausum norðanáttum og kuldum, oft með til- heyrandi næturfrosti, en við slíkar aðstæður lifnar lífið rólega í vötn- unum. Á því eru þó undantekningar. Eitt hinna vinsælu vorveiðivatna er Hlíðarvatn í Selvogi og þar hefst veiðin 1. maí ár hvert, á vegum fimm veiðifélaga sem samtals fara með 14 dagsstangir. Hvort sem ástæðan er jarðskjálftahrinurnar síðla vetrar og snemma í vor eða að tignarlegur strókurinn frá eldgosinu í Geldinga- dölum sem rís vestan við vatnið örvi áhuga bleikjanna, eins og einhverjir gárungar hafa velt fyrir sér, þá er víst að veiðin í vatninu það sem af er mánaði hefur verið gríðarlega góð. Bleikjan er þekkt fyrir að vera dynt- ótt, tekur stundum ekkert heilu dag- ana, eða af kappi í stuttan tíma og hættir svo. En í vor hafa margir veiðimenn við vatnið lent í því að bleikjur taka og taka, og tökunni ætlar bara ekkert að linna. Undirritaður er einn unnenda Hlíðarvatns og þar hef ég kosið undanfarna tvo áratugi að mæta vorinu þegar það kemur til landsins. Oft hef ég veitt vel, stundum verr, eins og gengur. En í meira en sjötíu veiðiferðum í vatnið, nær eingöngu í maímánuði, hef ég aldrei fengið jafn margar tökur og í vor. Ekki bara í einni veiðiferð nú heldur alla þrjá dagana sem ég hef verið við vatnið. Fyrstu daga maímánaðar var fín meðalveiði, má sjá í veiðibókum tveggja félaganna sem stunda vatn- ið. En svo datt þessi ævintýralega taka í gang. Sem dæmi um lífið þá hefur þótt gott hjá veiðifélaginu Ár- bliki, með tvær dagsstangir, að sumarveiðin hafi náð 600 bleikjum. Þann 18. maí höfðu þegar verið skráðar 280 þar í bók. Og í nokkra daga hafði hver veiðimaður verið að fá 20 til 40 fiska á dag, fiska frá „pönnustærð“ – svona 33 cm – og stærri. Í veiðibókum Ármanna og Árbliks voru stærstu bleikjur 62 cm og allnokkrar um 53 til 55 cm. Undirritaður hefur veitt hóflega en samt fært um 90 fiska til bókar. Hóf- semi er vitaskuld dyggð við veiðar og hefur um helmingur bleikjanna fengið að synda aftur út í vatnið – aðrar hafa glatt fólk víða við matar- borð. Þessi einstaka tökugleði hlýtur að vera undantekning en gaman er það meðan á því stendur. Fyrstu laxar ljósmyndaðir Nú er rétt rúm vika í að byrjað verði að kasta fyrir laxa í fyrstu án- um og lax er þegar mættur í ein- hverjar. Vika er til að mynda síðan fyrstu nýrenningarnir voru mynd- aðir á Lækjarbreiðu í Laxá í Kjós. Leigutakar hafa verið önnum kafnir við að undirbúa veiðihúsin fyrir sum- arið og þeir sem blaðamaður hefur heyrt í bera sig vel hvað sölu lax- veiðileyfa varðar. Eftir hið erfiða sumar í fyrra, þegar fjöldi erlendra veiðimanna komst ekki til landsins vegna veirufaraldursins, segja leigu- takar nú undantekningalítið veiði- leyfin vera uppseld. Og von er á bólusettum veiðimönnum víða að. Þá er bara að hafa áhyggjur af því hvort lax skili sér í einhverju magni – og hvort rigni. Ekki mun veita af. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðigleði Birgir Snæbjörn Birgisson háfar eina af þeim bleikjum sem tóku flugur hans í Hlíðarvatni í Selvogi en veiðin þar hefur verið mjög góð. Bleikjan afar tökuglöð undir gosstróknum - Margir upplifa aflahrotur í Selvogi - Styttist í laxveiðina Ljósverk eftir Ólaf Elíasson í turni Hallgrímskirkju, sem borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtu- dag að taka þátt í að fjármagna, er enn á hugmyndastigi og í þróun, að sögn Sigríðar Hjálmarsdóttur, fram- kvæmdastjóra kirkjunnar. Sigríður segir að verkið muni styrkja turn kirkjunnar enn frekar sem áfangastað. Um 1-1,5 milljónir ferðamanna koma í kirkjuna árlega. Þar af hafa 260-320 þúsund lagt leið sína upp í turninn gegn greiðslu. Tekjur kirkjunnar af ferðafólki síð- ustu ár hafa verið árlega í kringum 300 milljónir. Hugmyndaverk Ólafs og stúdíós hans í Berlín tengir saman turnhæð- irnar tvær og klukkuportið. Þá verð- ur sérstakri ljóseiningu komið fyrir sem myndar ljósbrot/regnboga í um 500 metra radíus við kirkjuna. Til- lögur Ólafs að verkinu eru trún- aðargagn þar til listamaðurinn af- léttir þeim trúnaði. 100 milljónir á ári í viðgerðir Í fundargerð borgarráðs segir að hlutur borgarinnar í kostnaðinum nemi 20 milljónum króna, á móti styrk ríkisins og annarra aðila auk tekna af aðgangseyri. Heildarkostn- aður við verkið er áætlaður 110 milljónir króna og deilast styrkirnir niður á nokkur ár. Sigríður segir kirkjuna vera mjög þakkláta fyrir alla þá styrki sem hún hefur fengið. „Við munum nýta þessa styrki að hluta til í nauðsynlegt viðhald til þess að undirbúa turninn fyrir verk- ið. Hann hefur í raun og veru aldrei verið almennilega kláraður,“ segir Sigríður. Hún segir að þetta viðhald muni að öllum líkindum standa fram á næsta ár og í framhaldinu verði listaverkinu komið fyrir. Viðhald á kirkjunni kostaði 120 milljónir árið 2019 en kostar að jafnaði um 100 milljónir á ári að því er kemur fram í greinargerð kirkjunnar sem send var til Reykjavíkurborgar. Þar kem- ur enn fremur fram að lang- tímaskuld Hallgrímskirkju vegna viðgerða á turninum nam 100 millj- ónum í árslok 2019. urdur@mbl.is Ljósverk í kirkjuturni í þróun - Kostnaður við listaverkið nemur 110 milljónum króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja Ljósverkið mun mynda regnboga í 500 metra radíus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.