Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Könnun meðal aðildarfyrirtækja
Samtaka arkitektastofa, Samark,
bendir til að umsvifin séu að aukast
eftir samdráttarskeið. Alls 26 stofur
eru innan Samark og bárust svör frá
17 þeirra í könnuninni sem gerð var
dagana 10. til 29. apríl.
Helstu niðurstöður má sjá á graf-
inu hér til hliðar. Telur nú rúmur
meirihluti stjórnenda að starfs-
mönnum muni fjölga og ríflega sjö af
hverjum tíu segja verkefnum hafa
fjölgað. Þá taldi rúmlega helmingur
aðspurðra að hagnaður í ár yrði
meiri eða talsvert meiri en í fyrra
sem hlutfall af veltu fyrirtækisins.
Minnihluti leitað verkefna ytra
Að auki voru fulltrúar arkitekta-
stofanna spurðir hvort stofan hefði
borið sig eftir verkum erlendis í ár.
Niðurstaðan var að 12% stofanna
höfðu leitað verkefna ytra.
Samark eiga aðild að Samtökum
iðnaðarins (SI) og halda síðarnefndu
samtökin utan um könnunina.
Fram kemur í greiningu SI að
velta arkitektastofa, miðað við sömu
mánuði árið áður, hafi aukist í janúar
og febrúar á þessu ári eftir samfelld-
an samdrátt frá ársbyrjun 2019.
Nemur aukningin 18% miðað við
sömu mánuði í fyrra en tölfræðin er
tekin saman af Hagstofunni.
Hagstofutölurnar eru sýndar á
neðri hluta grafsins hér fyrir ofan en
eins og sjá má hafa stofurnar verið
mjög næmar fyrir hagsveiflunni.
Eyrún Arnarsdóttir, viðskipta-
stjóri á mannvirkjasviði Samtaka
iðnaðarins, segir ánægjulegt að sjá
þessi merki um viðsnúning.
„Þetta gefur kannski ákveðnar
vísbendingar um stöðuna fram und-
an í byggingariðnaðinum. Það má
samt ekki líta fram hjá því að um-
fangið er enn lítið í sögulegu sam-
hengi. Við hjá SI teljum að hægt sé
að hraða þessum viðsnúningi með
því að einfalda umhverfi byggingar-
og skipulagsmála. Það er mikilvægt
að samræma afgreiðslu hjá sveitar-
félögunum og ljúka innleiðingu á raf-
rænum skilum og undirritun hönn-
unargagna. Við erum til dæmis að
sjá prentkostnað fara upp í nokkrar
milljónir í einstaka verkum,“ segir
Eyrún um skrifræðið í greininni.
Heilt yfir hafi afgreiðsluferlið í
skipulagsmálum verið tímafrekt.
Æskilegt væri að húsnæðis-,
bygginga- og skipulagsmálin væru á
höndum eins ráðuneytis. Með það í
huga sé fagnaðarefni að Sigurður
Ingi Jóhannsson samgönguráðherra
boði umbætur á því sviði.
Jón Ólafur Ólafsson, formaður
Samark, segir umsvifin að aukast á
ýmsum sviðum hjá arkitektum.
Blómstra við nýjar aðstæður
„Mörg verkefnin tengjast sveitar-
félögunum og opinberum verkefn-
um. Það er náttúrulega rífandi gang-
ur í íbúðabyggingum. Einn verktaki
hafði á orði að byggingariðnaðurinn
hefði verði í blóma við aðstæður sem
við þekktum ekki áður. Við höfum
enda gengið í gegnum kreppu vegna
kórónuveirufaraldursins. Bygging-
ariðnaðurinn hefur ekki dregist sam-
an með sama hætti og hann myndi
gera við eðlilegar aðstæður. Það er
svolítið sérstakt,“ segir Jón og bend-
ir á örvandi áhrif vaxtalækkana. Gott
hljóð sé í félagsmönnum Samark.
Bendir til viðsnúnings
Verkefnastaða og velta arkitektastofa samkvæmt könnun Samark
Hvað af eftirfarandi
á líklega við á
næstu
mánuðum?
Hvert eftirfarandi
lýsir upplifun þinni
á stöðunni á mark-
aðnum í dag?
Telur þú að hagn-
aður fyrirtækisins
árið 2021 sem hlut-
fall af veltu verði
meiri eða minni en
árið 2020?
80%
40%
0%
-40%
-80%
Heimild: SI
Starfsmönnum
mun fjölga
Fjöldi starfsmanna
stendur í stað
Verkefnum
hefur fjölgað
Hvorki fjölgað né fækkað
Verkefnum hefur fækkað
Talsvert meiri Meiri
Hvorki meiri né minni Minni
Velta í starfsemi arkitekta frá janúar 2009 til febrúar 2021
Breyting frá sömu mánuðum árinu áður, %
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
47% 23%
41%
6%
35%
12%
53% 71%
12%
- Könnun meðal arkitektastofa bendir til vaxandi bjartsýni meðal arkitekta
- Veltan hjá arkitektastofum jókst í ársbyrjun eftir tveggja ára samdráttarskeið
Eyrún
Arnarsdóttir
Jón Ólafur
Ólafsson
22. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.35
Sterlingspund 172.78
Kanadadalur 101.03
Dönsk króna 20.077
Norsk króna 14.67
Sænsk króna 14.664
Svissn. franki 135.84
Japanskt jen 1.123
SDR 176.55
Evra 149.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.3978
Hrávöruverð
Gull 1869.35 ($/únsa)
Ál 2402.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.63 ($/fatið) Brent
Vogabær ehf., sem m.a. framleiðir
hinar rómuðu Vogaídýfur, skilaði
545 þúsund króna hagnaði í fyrra
og jókst hann frá árinu 2019 þegar
hann nam 190 þúsund krónum.
Velta félagsins jókst einnig mikið
og nam rétt rúmum milljarði
króna, samanborið við 831 milljón á
fyrra ári. Kostnaðarverð seldra
vara hélst hins vegar í hendur við
tekjuaukninguna, nam milljarði og
jókst um 174 milljónir frá fyrra ári.
Eignir Vogabæjar námu 116 millj-
ónum í lok síðasta árs og höfðu
aukist óverulega. Skuldir félagsins
höfðu hins vegar lækkað. Námu
þær 43 milljónum króna sam-
anborið við tæplega 46 milljónir í
árslok 2019.
Vogabær er dótturfélag Kaup-
félags Skagfirðinga. Hjá félaginu
starfa, samkvæmt heimasíðu þess,
10 manns. ses@mbl.is
Ídýfur og
fleira fyrir
milljarð
- Hagnaður Voga-
bæjar hálf milljón
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, segir verslun hafa heilt yfir
gengið vel hér á landi í kórónuveiru-
faraldrinum.
Ferðalög til út-
landa hafi nær
lagst af og kaup-
máttur sé þrátt
fyrir allt sterkur.
Sama máli gegni
ekki um verslanir
sem beina sjónum
sínum að erlend-
um ferðamönn-
um. Þær hafi af
augljósum ástæð-
um átt í miklum erfiðleikum eins og
ferðaþjónustan almennt. Þegar
ástandið verði aftur það sem kalla
megi eðlilegt muni auknar utanferðir
Íslendinga hafa í för með sér að
stærri hluti ráðstöfunartekna muni
renna í önnur hagkerfi. Sem sagt að
staðan verði aftur svipuð og hún var
fyrir faraldurinn.
Leiðir til meira atvinnuleysis
Hvað snertir atvinnuleysi meðal
verslunarfólks sé það hærra en ella
vegna launahækkana sem ekki hafi
verið innistæða fyrir. Samkvæmt
áætlun Hagstofunnar starfi 25-30
þús. manns nú við verslun á Íslandi.
„Það sem faraldurinn hefur líka
leitt af sér, og það var fyrirséð óháð
faraldrinum, er að hinir rándýru
kjarasamingar sem gerðir voru 2019,
sem engin innistæða var fyrir, ýttu
mjög á fyrirtækin til að hagræða
eins og þeim er mögulega unnt. Af-
leiðingin er sú að atvinnustigið verð-
ur ekki eins og það var. Það er hafið
yfir vafa,“ segir Andrés. Greining á
fækkun starfa í verslun á Íslandi hafi
ekki farið fram.
Fækkaði úr 30 í 20
Fulltrúi ferðaþjónustufyrirtækis
sem Morgunblaðið ræddi við sagðist
hafa haft um 30 starfsmenn fyrir far-
aldurinn. Með hagræðingu og snjall-
væðingu hefði þeim verið fækkað í
20, eða um þriðjung á rúmu ári.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, sagði ekki hafa farið fram
mat á áhrifum snjallvæðingar á
fjölda starfa í ferðaþjónustu.
Ólafur Torfason, stjórnarformað-
ur Íslandshótela, segir aðspurður að
fyrirtækið hafi haft til skoðunar að
innleiða snjalllausnir í rekstri ein-
hverra hótela sinna. Hvenær af því
verður sé ekki ákveðið.
„Við vitum af hótelum úti í heimi
sem eru mikið í snjalllausnum. Við
vitum líka um hótelrekendur á Ís-
landi sem eru að skoða slíkar lausnir.
Það er erfitt að gera þetta nema að
hótelið sé tiltölulega einfalt að allri
gerð,“ segir Ólafur. Hár rekstrar-
kostnaður þrýsti á slíka hagræðingu.
„Hlutfall launa af tekjum er orðið
hátt og þá þurfa menn að leita leiða
til að svara því. Þetta er ein af þeim
leiðum,“ segir Ólafur.
Færri störf verða í
versluninni en áður
- SVÞ nefnir „rándýra kjarasamninga“
Andrés
Magnússon
« Origo lækkaði um 1,1% í Kauphöll
Íslands í gær en viðskipti með bréf fé-
lagsins voru afar takmörkuð, aðeins
104 þúsund krónur. Þá voru engin
viðskipti með bréf Skeljungs. Mesta
hækkun varð á bréfum Brims sem
skilaði uppgjöri eftir lokun markaða á
fimmtudag. Hækkuðu bréf félagsins
um 2,5% í 225 milljóna króna við-
skiptum. Þá hækkuðu bréf Festar um
ríflega 2% í ríflega 950 milljóna við-
skiptum. Bréf Arion banka hækkuðu
um rúm 1,9% í ríflega 975 milljóna
króna viðskiptum.
Aðeins eitt félag lækk-
aði í Kauphöllinni
STUTT
Allt um
sjávarútveg