Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
Verðmætasköpun í
atvinnulífinu er nauð-
synleg til að tryggja
landsmönnum öllum
sæmandi lífeyri þegar
starfi á vinnumarkaði
lýkur. Þegar vel gengur
í atvinnulífinu eflast líf-
eyrissjóðir landsmanna
og geta þeirra til
greiðslu lífeyris eykst.
Það er allra hagur að
rekstrarskilyrði og af-
koma fyrirtækja sé góð. Þá batnar
hagur þeirra sem lífeyrinn þiggja, það
dregur úr kröfum á greiðslur úr rík-
issjóði og um leið þörf fyrir enda-
lausar skattahækkanir.
Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægustu
stofnanir vinnumarkaðarins. Þeim var
komið á með almennum kjarasamn-
ingum fyrir áratugum. Hlutverk
þeirra er að greiða sjóðfélögum lífeyri
þegar að því kemur að þeir draga sig í
hlé frá störfum sínum. Fyrirséð var að
ríkissjóður yrði ekki í stakk búinn til
að sinna þessu hlutverki nema með
óásættanlegri skattbyrði fyrir þá sem
enn væru að störfum og það gæti vald-
ið átökum milli kynslóða sem aldrei
yrðu til góðs. Lífeyrissjóðirnir gegna
einnig tryggingarhlutverki fyrir þá
sem lenda í áföllum og greiða makalíf-
eyri, barnalífeyri og örorkulífeyri.
Stjórn hvers lífeyrissjóðs skiptist að
jöfnu milli samningsað-
ila kjarasamninga sem
falla undir sjóðinn. Þetta
hefur reynst vel og vart
fallið blettur á samstarf
fulltrúa verkalýðsfélaga
og atvinnurekenda.
Skipanin tryggir jafn-
vægi og gegnsæi. Þeir
sem tilnefna í stjórn-
irnar skipta sér ekki af
afstöðu stjórnarmanna
til einstakra mála sem
eru til umfjöllunar enda
eiga þeir að vera sjálf-
stæðir í störfum sínum.
Augljós er sameiginlegur hagur at-
vinnurekenda og samtaka launafólks
af góðri ávöxtun og góðum lífeyri.
Skipulag við val stjórnarmanna hjá
báðum tilnefningaraðilum tryggir
jafnvægi milli kynja, þekkingu og
reynslu stjórnarmanna. Þeir fara í
gegnum umsóknarferli þar sem hæfni
þeirra er metin af óháðum aðilum.
Þegar hæfasti umsækjandinn er fund-
inn er tilnefningin staðfest í fjölmenn-
um fulltrúaráðum sjóðanna. Ferlið er
faglegt með virku aðhaldi frá fjölda
áhugafólks um hvern lífeyrissjóð.
Smám saman hefur lífeyrissjóð-
unum vaxið fiskur um hrygg, iðgjald
til þeirra hefur hækkað, þeir hafa
sameinast og eru vel í stakk búnir til
að sinna sínu hlutverki. Dregið hefur
úr vægi ellilífeyris sem greiddur er af
ríkinu eftir því sem sjóðirnir hafa
eflst. Fyrirsjáanlegt er að smám sam-
an fjölgi þeim sem öðlast hafa rétt til
lífeyris miðað við þá sem eru á vinnu-
markaði. Því er nauðsynlegt að lífeyr-
issjóðirnir haldi áfram að eflast og
ávöxtun þeirra sé góð og trygg. Þann-
ig standa þeir best undir hlutverki
sínu fyrir sjóðfélagana – fólkið í land-
inu.
Í myndinni sem fylgir greininni má
sjá hve ávöxtun sjóðanna skiptir
miklu máli fyrir fólk. Ef fjármunir
sjóðanna ávaxtast ekki nægir núver-
andi iðgjald til að greiða tæp 40% af
meðalævilaunum hvers sjóðfélaga eða
tæp 30% af launum við lok starfsfer-
ilsins. En ef raunávöxtun sjóðanna er
3,5% að jafnaði næst að greiða tæp
80% af meðalævilaunum sjóðfélaga
eða um 60% af lokalaunum. Í öllum
tilvikum er miðað við að sjóðfélagar
njóti greiðslu úr lífeyrissjóði að jafn-
aði í 16 ár frá starfslokum.
Það eru því sameiginlegir hags-
munir allra að ávöxtun fjármuna líf-
eyrissjóðanna sé góð og örugg. Nauð-
synleg ávöxtun næst ekki einungis
með kaupum á ríkisskuldabréfum og
fjármögnun á fasteignakaupum sjóð-
félaga. Þar verða að koma til verðbréf
og eignarhlutar sem bundin eru í at-
vinnulífinu – fjölbreyttum fyr-
irtækjum innanlands og utan. Með
þátttöku í alls kyns atvinnurekstri –
iðnaði, fjármálafyrirtækjum, ferða-
þjónustu, orkufyrirtækjum, sjávar-
útvegi, heilbrigðisgeiranum, rekstri
innviða og þjónustu – geta lífeyr-
issjóðirnir náð að tryggja almenningi
sæmandi lífeyri þannig að sem fæstir
þurfi að búa við fjárhagsáhyggjur
þegar þátttöku á vinnumarkaði lýkur.
Það eru því mikilvægir hagsmunir
fyrir alla að vel gangi í atvinnulífinu,
að fyrirtækin sæki fram, stundi rann-
sóknir og nýsköpun, efli markaðssókn
og fjárfesti skynsamlega til að efla
rekstur sinn. Lífeyrissjóðirnir hvorki
mega né geta fórnað hagsmunum
sjóðfélaga með því að fylgja pólitískri
leiðsögn utanaðkomandi. Sjóðirnir
verða að meta vandlega hvar fé
þeirra er best fyrir komið, nálgast
mál faglega og af yfirvegun. Horfa
þarf til langs tíma og forðast að taka
mið af aðstæðum til skamms tíma.
Þannig gagnast sjóðirnir félögum sín-
um best.
Eftir Halldór Benja-
mín Þorbergsson »Nauðsynlegt er að
lífeyrissjóðirnir
haldi áfram að eflast og
að ávöxtun þeirra sé góð
og trygg. Þannig standa
þeir best undir hlutverki
sínu fyrir sjóðfélagana –
fólkið í landinu.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Verðmætasköpun fyrirtækja ræður lífeyri landsmanna
Fyrir skömmu kom
út á vegum landbún-
aðarráðuneytisins
skýrsla um landbún-
aðarstefnu fyrir Ísland
sem ber heitið Ræktum
Ísland. Í skýrslu þess-
ari kveður við miklu
skynsamlegri tón en
landsmenn hafa átt að
venjast í opinberum
gögnum um landbún-
aðarmál. Fyrir það framtak ber að
þakka höfundunum þeim Birni
Bjarnasyni og Hlédísi H. Sveins-
dóttur og öðrum þeim sem komu að
gerð skýrslunnar.
Lakari starfsskilyrði en erlendis
Í skýrslunni er meðal annars það
nýnæmi að horft er til starfsskilyrða
íslensks landbúnaðar í alþjóðlegu
samhengi. Vakin er athygli á því að í
Evrópusambandinu nýtur landbún-
aðurinn í veigamiklum atriðum betri
starfsskilyrða en hér á Íslandi. Í sjálf-
um grunnlögum Evrópusambands-
ins, frá Rómarsáttmálanum 1957 til
Lissabon-samningsins 2007, fær
landbúnaður sérstakan sess og er
undanskilinn almennum
reglum sambandsins um
ríkisstuðning, markaðs-
leiðsögn og samkeppni.
Hvað samkeppnismál
snertir er þetta hógvær-
lega orðað í skýrslu
Björns og Hlédísar (bls.
59):
„… bæði í Noregi og
Evrópusambandinu eru
almennari og rýmri
ákvæði í löggjöf sem
víkja til hliðar ákvæðum
samkeppnislaga ef þau
standa í vegi fyrir framkvæmd land-
búnaðarstefnu stjórnvalda.“
Þessi orð er ekki sögð að tilefnis-
lausu. Framkvæmd samkeppnislaga,
en vel að merkja ekki lögin sjálf, hefur
verið með þeim hætti að erfitt hefur
verið fyrir íslensk fyrirtæki að ná
þeirri stærðarhagkvæmni sem sjálf-
sögð þykir erlendis. Þetta hefur bitnað
á landbúnaðnum ekki síður en öðrum
atvinnuvegum.
Mikil framleiðniaukning
í mjólkurvinnslu
Árið 2004 sýndi Alþingi þá framsýni
að gera lagabreytingu sem heimilaði
sameiningu og samstarf mjólkur-
vinnslustöðva þrátt fyrir ákvæði sam-
keppnislaga (lög nr. 44/2005). Með
þessari lagabreytingu voru starfsskil-
yrði mjólkurvinnslunnar færð nær
því sem gengur og gerist í Evrópu. Í
framhaldi af lagabreytingunni hefur
orðið mikil framleiðniaukning í mjólk-
urvinnslu og bilið milli vinnslukostn-
aðar hér á landi og erlendis þrengst
að sama skapi. Það er hafið yfir allan
vafa að án þessarar lagabreytingar
hefði þessi ávinningur sem mælist
verulegt hlutfall af framleiðsluverð-
mæti í mjólkurvinnslu á hverju ári
ekki getað átt sér stað.
Kjötvinnslan í landinu er á margan
hátt í svipaðri stöðu og mjólkur-
vinnslan var um síðustu aldamót.
Vinnslustöðvar eru margar og smáar
og vinnslukostnaður því óþarflega
hár. Útreikningar sem gerðir hafa
verið benda til að verði þessum stöðv-
um leyfð samvinna og sameiningar
muni taka við hliðstætt skeið fram-
leiðniaukningar og orðið hefur í
mjólkurvinnslunni. Vinnslukostnaður
muni lækka stórlega sem getur bæði
þýtt hærra afurðaverð til bænda og
lægra verð til neytenda. Með sam-
vinnu og sameiningu munu jafnframt
verða til sterkari rekstrareiningar
sem verða betur til þess fallnar að
haga rekstri sínum þannig að mark-
miðum nýrrar landbúnaðarstefnu,
t.d. varðandi kolefnisjöfnun, verði
náð. Af þessum ástæðum hafa stjórn-
völd hugleitt að greiða fyrir þessu
framfaraskrefi með því að veita kjöt-
vinnslunni undanþágu frá almennum
samkeppnisreglum.
Afstaða Samkeppniseftirlitsins
Nú bregður hins vegar svo við að
Samkeppniseftirlitið, sem samkvæmt
1. grein laga sinna á að vinna að hag-
kvæmri nýtingu framleiðsluþátta
þjóðfélagsins og samkeppnisumhverfi
til hagsbóta fyrir neytendur, hefur
snúist gegn þessu ótvíræða framfara-
skrefi. Rök Samkeppniseftirlitsins
virðast vera þau að sé þessi hagræð-
ing í kjötvinnslu leyfð muni fyrir-
tækin fá sterkari markaðsstöðu sem
þau gætu hugsanlega misnotað. Sam-
keppniseftirlitið virðist hafa gleymt
því að það er ekki hlutverk þess að
hindra að fyrirtæki landsmanna nái
framleiðsluhagkvæmni. Þvert á móti.
Til að lækka vöruverð og bæta hag
neytenda á Samkeppniseftirlitið að
stuðla að því eftir megni að fram-
leiðsluhagkvæmni sé sem mest þann-
ig að vöruverð geti verið sem lægst.
Öðlist fyrirtæki við það sterka mark-
aðsstöðu er það hins vegar verkefni
Samkeppniseftirlitsins að sjá til þess
að það misnoti hana ekki.
Leyfum íslenskum
landbúnaði að eflast
Íslenskur landbúnaður býr við vax-
andi samkeppni erlendis frá einkum
frá Evrópusambandinu vegna við-
skiptasamninga við það. Starfsskil-
yrði innlends landbúnaðar eru í
mörgu lakari en keppinautanna í Evr-
ópusambandinu. Þessi óhagstæðu
starfsskilyrði eru að talsverðu leyti af-
leiðingar af innlendum stjórnvalds-
ákvörðunum. Vanhugsuð framkvæmd
samkeppnislaga er hluti af þessari
mismunun. Afar mikilvægt er að
stjórnvöld beri gæfu til að fara að
ábendingum þeim sem fram komu í
skýrslu þeirra Björns Bjarnasonar og
Hlédísar Sveinsdóttur og tryggi ís-
lenskum landbúnaði samkeppnisskil-
yrði a.m.k. til jafns við það sem geng-
ur og gerist í Evrópusambandinu.
Hættum að hindra framfarir í landbúnaði
Eftir Ragnar
Árnason » Starfsskilyrði inn-
lends landbúnaðar
eru í mörgu lakari en
keppinautanna í Evr-
ópusambandinu.
Ragnar Árnason
Höfundur er prófessor emeritus.
Með stofnun Mat-
vælasjóðs í fyrra vorum
við í krafti nýsköpunar
og þróunar að hvetja til
aukinnar verðmæta-
sköpunar í íslenskri
matvælaframleiðslu.
Það hefur sjaldan verið
eins brýnt og nú enda
lykilatriði í kjölfar Co-
vid-faraldursins að okk-
ur takist að auka verð-
mætasköpun um allt land. Nú hefur
verið opnað fyrr aðra úthlutun sjóðs-
ins og ég er sannfærður um að sjóð-
urinn geti orðið mikilvægur liður í
þeirri efnahagslegu við-
spyrnu sem fram undan
er.
Verkefni vítt og
breitt um landið
Matvælasjóður út-
hlutaði í fyrsta skipti í
desember sl. og fengu
þá 62 verkefni vítt og
breitt um landið styrk
að fjárhæð 480 millj-
ónir. Það var enda ein
af lykiláherslum mínum
við stofnun sjóðsins að
hann myndi styrkja verkefni um allt
land og að stuðningur við mat-
vælaframleiðslu yrði sem næst upp-
runa hennar.
Við Margrét Hólm Valsdóttir, for-
maður Matvælasjóðs, opnuðum í síð-
ustu viku fyrir umsófknir í aðra út-
hlutun Matvælasjóðs og er
umsóknarfrestur til 6. júní nk. Sjóð-
urinn mun fá 250 milljóna króna við-
bótarframlag á þessu ári og er heild-
arúthlutunarfé sjóðsins alls 630
milljónir króna. Þessi fjárveiting er
liður í áherslu okkar um að styrkja á
landsvísu enn frekar þróun og ný-
sköpun við framleiðslu og vinnslu ís-
lenskra matvæla og hliðarafurða
þeirra úr landbúnaðar- og sjávaraf-
urðum.
Markmið sjóðsins er að ná til verk-
efna á öllum stigum, allt frá hug-
myndum til markaðssetningar og
hagnýtra rannsókna. Sjóðurinn hefur
fjóra flokka, sem eru:
- Bára styrkir verkefni á hug-
myndastigi. Styrkur úr Báru fleytir
hugmynd yfir í verkefni.
- Kelda styrkir rannsóknaverk-
efni sem miða að því að skapa nýja
þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem
komin eru af hugmyndastigi en eru
þó ekki tilbúin til markaðssetningar,
en leiða af sér afurð.
- Fjársjóður styrkir sókn á
markað. Fjársjóður er samansafn
verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki
til að koma sínum verðmætum á
framfæri.
Fjárfest í framtíðinni
Staðreyndin er sú að íslenska
þjóðin þarf að auka útflutnings-
verðmæti um einn milljarð á viku
næstu tuttugu árin, vilji hún halda
uppi sömu lífskjörum. Styrkir Mat-
vælasjóðs eru því um leið skýr skila-
boð; stjórnvöld eru að fjárfesta í
framtíðinni. Fjárfesta í aukinni verð-
mætasköpun. Við erum að hvetja til
aukinnar verðmætasköpunar í ís-
lenskri matvælaframleiðslu í nútíð
en ekki síður framtíð til hagsbóta
fyrir allt samfélagið.
Eftir Kristján Þór
Júlíusson » Styrkir Matvæla-
sjóðs eru því um leið
skýr skilaboð; stjórn-
völd eru að fjárfesta í
framtíðinni. Fjárfesta í
aukinni verðmæta-
sköpun.
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra.
Aukin verðmætasköpun í
matvælaframleiðslu um allt land