Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 26

Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Eldra fólk man ef- laust vel eftir herská- um slagorðum sósíal- ismans sem ómuðu nánast alla síðustu öld. Sósíalisminn lofaði fal- legum vorkvöldum og sanngirni fyrir alla sem hljómaði auðvitað vel en skildi mikið til eftir sig sviðna jörð. Ég get ímyndað mér að þeir sem eftir því muna séu í dag varir um sig þegar þær gamalkunnu upphrópanir heyrast aftur. Sósíalisminn er svo sem ágætur fyrir það að hann er fyrirsjáanlegur og lýtur alltaf sömu lögmálum. En hann sér aðeins eina leið, sína leið. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér og þarf því sjaldnast að spyrja nokkurn mann. Ég ber um margt hlýhug til verka- lýðshreyfingarinnar og margs af því sem hún hefur komið áleiðis og þykist skilja það rétt- læti sem þar er barist fyrir. Ég er líka hlynnt samningsfrelsi og al- mennt því að fólk beri eigin hag fyrir brjósti. En ég aðhyllist líka sanngirni og það að fólk fari ekki fram úr sér í baráttu fyrir málstað. Dularfullur leið- angur stéttarfélags Alþýðusamband Íslands reynir nú í erindisrekstri fyrir eitt aðildarfé- laga sinna að knésetja nýtt flugfélag. Þá skiptir litlu máli þótt starfsfólk flugfélagsins hafi enga aðkomu að sambandinu. Það skiptir heldur ekki máli þótt starfsfólkið virðist, sam- kvæmt fréttum, hafa samið um hærri laun innan eigin stéttarfélags en fé- lagsfólk Alþýðusambandsins. Þá virðist engu máli skipta að flug- félagið bjóði dýrmæta samkeppni á markaði og geti því haft umtalsverð áhrif á kjör fólks. Ég verð að viðurkenna að ég skil eiginlega ekkert í þessari vegferð. Eftirlaunum fólks á ekki að beita í pólitískum tilgangi Tilefni þessa pistils er samt annað og alvarlegra. Í atlögu sinni að því að kæfa flugfélagið í fæðingu í stað þess að ræða um hlutina af einhverri yf- irvegun hvetur sambandið lífeyr- issjóði til að sniðganga félagið. Þetta er nýjasta tilraunin, en aðeins ein af mörgum, til að beita eftirlaunum fólks í pólitískum tilgangi. Verkalýðsfélög eiga ekki lífeyrissjóðina Lífeyrissjóðirnir eru eignir fólks- ins sem hefur greitt í þá með ævi- starfi sínu. Þeirra einu skyldur eru gagnvart sjóðfélögum sínum, að tryggja þeim ávöxtun og öruggan líf- eyri. Ef lífeyrissjóðir ætla að breyta fjáfestingastefnu sinni á það aldrei að gerast nema í skýru umboði sjóð- félaga, sem eru þeir einu sem stjórn- ir lífeyrissjóða eiga að svara til. Verkalýðsfélög eiga nefnilega ekki lífeyrissjóðina, ekki einu sinni þá sem heita svipuðum nöfnum og verka- lýðsfélögin. Mikill fjöldi fólks er á eftirlaunum og sá fjöldi mun stóraukast á næstu árum. Vegna betri innviða okkar ágæta samfélags lifir fólk blessunar- lega lengur og við betri heilsu en áð- ur. Kynslóðirnar sem nú eru að fær- ast á efri ár byggðu upp samfélagið okkar. Þetta er fólk sem hefur skilað sínu og á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að lífeyrir þess sé notaður sem skiptimynt í valdabar- áttu stéttarfélaga. Fæstir eftir- launaþegar eru það vel stæðir að þeir láti sér slíkt í léttu rúmi liggja að sér forspurðum. Það er alveg ástæða til að ítreka þetta nú í aðdraganda kosninga þeg- ar forystufólk stórra verkalýðsfélaga og flokks sem vill endurreisa sósíal- ismann talar sífellt um lífeyri eft- irlaunaþega líkt og um sé að ræða herfang sem beita eigi sem vopni í byltingu alþýðunnar. Ég held nefni- lega að alþýðan vilji bara eiga eft- irlaunin sín sjálf. Lífeyrissjóðir eru eign þeirra sem greiddu í þá Eftir Hildi Sverrisdóttur Hildur Sverrisdóttir »Fólk sem hefur skilað sínu á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að lífeyrir þess sé notaður sem skiptimynt í valda- baráttu stéttarfélaga. Höfundur er varaþingmaður, aðstoð- armaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. hildur.sverrisdottir@anr.is Millimál í fernu VÍTAMÍN &STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is http://gattin.os.is/web/index.html https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/orkusjodur/Orkusjodur.is https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/orkusjodur/ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2021 Átak ríkisstjórnar, fjármagnað af ANR og UAR ráðuneytum ásamt Orkusjóði. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 320 m.kr. Verkefnastyrkir. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði við kaup á tækjum og búnaði honum tengdum. 1. Verkefni sem minnka verulega eða skipta alveg út jarðefnaeldsneyti í framleiðslugreinum, matvælaiðnaði og sjávarútvegi, t.d. olíunotkun í þurrkurum, í dísilvélum eða við bræðslu. 2. Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla (t.d. vetni) og/eða orkugeymsla. 3. Stuðningur við kaup á flutningabílum sem nota vistvænt eldsneyti eða til uppbyggingar innviða sem stuðla að notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir slík farartæki. 4. Stuðningur við kaup á vinnuvélum sem nota vistvæna orku. Innviðastyrkir. Styrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði tækis og búnaðar honum tengdum. 1. Uppsetning hleðslustöðva (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnisfótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Umsóknafrestur er til 30. júní 2021 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkus ofnunar: gatt n.os.is „Vá! Fannstu þenn- an?“ Jóna glaðvakn- aði við jarðskjálft- ann en Gunnar rumskaði ekki. Hún beið eftir fleirum, þeir komu ekki. Klukkan var hálftvö. Ró Gunnars rask- aðist reyndar aðeins við vá-ið í Jónu, hann fór fram úr að pissa. Hann sagði ekki orð, fór aftur undir sængina er hann kom til baka og steinsofnaði. Hún gat ekki sofnað strax og fór að hugsa um örlæti Jónasar í þeirra garð með eftirlaunasamninginn. Hann gjörbreytir fjárhagsstöðunni hjá þeim þegar Gunnar hættir að vinna. Hann hafði ekki stórar áhyggjur af ellinni frekar en fyrri daginn. Þetta er einkennilegt hvernig lögfræðingar skilja lög, fór hún að hugsa. Í almannatryggingalög- unum eru orðskýringar í 11 liðum, þriðjungur orðskýringanna fjallar um tekjutegundir. Í níunda lið eru atvinnutekjur og í tíunda lið lífeyr- issjóðstekjur. Engin orðskýring eða orðalag er í lögunum um eftir- laun, atvinnuleysisbætur eða aðrar atvinnutengdar launatekjur sem eru endurgjald fyrir atvinnuþátt- töku og njóta 100 þúsund króna frítekjumarks. Reyndar hvergi minnst á lífeyrissjóðs- tekjur nema í orðskýr- ingum. Leikmaður getur ekki áttað sig á því sem löglærðir virðast lesa úr þeim; að með því að nefna lífeyrissjóðstekjur í ein- um lið orðskýringa, þá geti þær ekki verið at- vinnutekjur, þótt þær séu jafn atvinnutengdar og eftirlaun og atvinnuleys- isbætur. Hvernig ætli þeir túlki stefgjaldatekjur til ljóð- og tónskálda? Tekjur af stefgjöldum eru ekki nefndar í orðskýringunum. Þær atvinnutengdu tekjur bera 22% fjármagnstekjuskatt en njóta einskis frádráttar í tekjuskatts- lögum. Ætli það eigi einnig við um ellilaunafrítekjumarkið? Hver veit? Listmálari málar listaverk á fimmtugsaldri sem hann selur eftir að hann verður ellilífeyrisþegi hjá Tryggingastofnun. Eftirlaunasjóð- urinn hans er þannig í gömlum óseldum málverkum. Hann hlýtur að fá þær tekjur réttilega metnar til frítekjumarks atvinnutekna fyrst það er engin orðskýring um listmálaraeftirlaun í lögunum! Jóna sneri sér á hina hliðina, lagaði koddann og sveif að sinni úr heimi ellilaunanna. Tómas Láruson, hliðarsjálf ellilífeyrisþega. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ljóðskáld, tónskáld, list- málarar og frítekjumarkið Tómas Láruson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.