Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Elsku afi Magn- ús. Mikið á ég eftir að sakna heimsókna þinna til okkar fjöl- skyldunnar á Háteigsveginum og til mín í vinnuna. Þú komst til mín bara rúmri viku áður en þú kvadd- ir. Þú þurftir smá aðstoð með sím- ann. Þú hafðir verið duglegur að heimsækja mig þangað á síðustu mánuðum og þá með ýmsar fyr- irspurnir varðandi símann. Þú virtist svo hress og hraustur og varst eldklár eins og alltaf. Afi, þú varst svo fróður um margt, allt fram á síðasta dag. Ég gat alltaf leitað til þín og fengið ráð um hvernig ég gæti leyst af hendi hin ýmsu verkefni. Alltaf varst þú afskaplega góð- ur og gjafmildur. Þú gerðir það sem þú gast til að hjálpa þeim sem á stuðningi þurftu að halda og lagðir mikið upp úr því að vera sanngjarn. Mér hlýnaði um hjartaræturnar í desember þegar ég heyrði hvað þú hafðir gert fyrir leigjendur að íbúð sem þú átt í Reykjavík. Leigjendurnir sem höfðu reynst þér vel og alltaf greitt á réttum tíma. Ekki fannst þér sanngjarnt að fjölskyldan þyrfti að þola hávaða og ónæði vegna viðgerða á húsinu hluta af leigutímanum. Þess vegna Magnús Sigurðsson ✝ Magnús Sig- urðsson, fædd- ist 17. desember 1947. Hann lést 25. apríl 2021. Útför Magnúsar fór fram 20. maí 2021. ákvaðstu að færa þeim óvænta jóla- gjöf, sem var eins mánaðar leiga. Fjöl- skyldan var svo af- skaplega þakklát og tók á móti þér opn- um örmum og bauð þér að taka þátt í jólahaldi með þeim. Þú mættir síðan heim á Háteigsveg- inn með jólaköku frá þeim. Ég vildi að ég gæti sagt þér hversu stoltur ég er af að hafa átt þig fyrir afa. Megir þú hvíla í friði elsku afi. Þinn Gunnar Ágúst Thoroddsen. Það var sárt að heyra af andláti elsku fyrrverandi mágs míns sem varð bráðkvaddur á heimili sínu langt um aldur fram. Margar voru þær ánægjustundirnar sem ég varði í gegnum árin með Magga mági mínum, Öggu (Rakel) systur minni og elsku Ásu og Sigga. Fyrst hitti ég Magga þegar hann kom ungur og öflugur með systur minni vestur á Núp. Þegar þau bjuggu í Austurbrún, þá var ferm- ingarferðin mín heimsókn til þeirra. Ég saknaði þeirra mikið þegar þau fluttu til Kaliforníu og ásetti mér að komast til þeirra eins fljótt og ég gæti. Ég tók frí frá námi í Verzlunarskólanum í einn vetur svo ég gæti heimsótt Magga, Öggu og Ásu. Það þurfti að undirbúa þessa ferð vel, því þá þurfti vegabréfsáritun til Amer- íku, takmarkað mátti taka með af gjaldeyri og engin voru banka- kortin. Maggi skipulagði ferðir í Disneyland, Universal Studio, ströndina á Santa Barbara, bíltúr um Beverly Hills, heimsókn í UCLA, bíóferðir, og aðrar skemmtiferðir um helgar. Ég lærði að borða mat sem þá var framandi fyrir íslenska sveita- stelpu, taco, nachos, hamborgara og pizzu, mat sem borinn var fram án hnífapara á veitingastað. Ekki má gleyma „donuts“ sem við Maggi laumuðumst oft til að kaupa okkur. Í Kaliforníu var séð um mig og dekrað við mig og margar áttum við skemmtistund- irnar saman í námi og leik. Ég var sett á enskunámskeið og tennis- námskeið. Það voru gleðitíðindi þegar fjölskyldan flutti aftur til Ís- lands. Heimsóknirnar í Garða- bæinn voru mér mikils virði þar sem egg og beikon að hætti Magga, á sunnudagsmorgnum, varð fastur liður í tilverunni. Alla tíð mætti Maggi mér og mínum með einstakri hlýju, hugulsemi og hjálpsemi. Þegar dóttir mín var skírð kom ekki annað til greina en að Maggi yrði hennar annar skírn- arvottur. Ég minnist Magga með hlýhug og þakklæti fyrir að hafa fengið að verja dýrmætum tíma með fjölskyldunni á táningsárun- um. Elsku Ása, Siggi, Gunnar Ágúst og öll fjölskyldan, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Blessuð sé minning elsku mágs míns. Viktoría Valdimarsdóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja góðan vin til nærri sex áratuga svo skyndilega. Það er sárt að gamlir draumar sem við áttum sameig- inlega og voru innan sjónmáls verða ekki að veruleika. Það er sárt að missa það akkeri að geta alltaf leitað ráða hjá vininum góða, þegar mikið liggur við. Hans ráð brugðust mér aldrei. Sárast er þó að hann skyldi ekki fá notið fleiri elliára með fjölskyldu og vinum. Það hvarflaði ekki að mér, þeg- ar Maggi hringdi í mig að kvöldi sumardagsins fyrsta, að það væri í síðasta skipti sem ég heyrði í hon- um. Dagana áður höfðum við hist oft. Fórum m.a. tvisvar í sumarbú- stað hans og Kristrúnar til að und- irbúa afhendingu vegna sölu. Þá gafst tóm til að spjalla um gamla tímann og liðnar stundir. Margt skemmtilegt skrafað og Maggi lék á als oddi. Hann rifjaði upp lax- veiðiferðir, snókerkvöld með tengdapabba og margt fleira. Maggi var snjall veiðimaður. Hann var mjög hófsamur og bar mikla virðingu fyrir náttúrunni. Hans metnaður í veiðinni var ekki að fá sem flesta fiska, heldur að njóta útiverunnar, náttúrunnar og félagsskaparins. Ég get fullyrt að hann gladdist meir yfir fiskum veiðifélaganna en eigin fiskum enda var hann fullur hjálpsemi og ráðlegginga til að veiðifélaginn veiddi ekki minna en hann. Ég veit mörg dæmi þess að Maggi opnaði eitt af fluguboxum sínum og valdi flugu sem hann rétti síðan veiði- manni með orðunum: „Prófaðu þessa.“ Oftar en ekki gaf flugan lax. Til er skemmtileg frásögn af slíku atviki sem Dennis nokkur Taylor, amerískur blaðamaður, sem hitti okkur Magga við Norð- urá, segir frá í laxveiðibók sinni. Mér er í fersku minni þegar ég hitti Magga vin minn fyrst. Ég var á fyrsta vetri í MR og vinur hans, sem var með mér í bekk, kynnti okkur. Þar með var stofnað til ára- tuga vináttu. Sumarið eftir kynnt- ist ein systra minna, Rakel, hon- um og varð síðar eiginkona hans. Eðlilega urðu samskipti okkar Magga meiri eftir að hann varð mágur minn. Hann kom vestur að Núpi með fjölskylduna þegar Ása var á öðru ári og dvaldi sumar- langt. Við stunduðum þá hand- færaveiðar lungann úr sumrinu. Hann talaði oft um að þetta sumar væri eitt það skemmtilegasta sem hann hefði lifað. Veturinn eftir sátum við mörg kvöld og skoðuð- um skipaskrána í sjómannaalm- anakinu og hlustuðum á Claus Wunderlich Hammond-leikara af hljómplötum. Síðan kom að því að Maggi fór til BNA í nám í hagfræði. Við hjónin, ásamt vinahjónum okkar, heimsóttum fjölskylduna í Kali- forníu 1978. Hann var þá búinn að skipuleggja mikið prógramm til að við mættum njóta dvalarinnar sem best. Hann var óþreytandi að aka með okkur um allt og sýna okkur m.a. Universal Studios, Disneyland, Las Vegas og margt fleira og ekki má gleyma ferð til Mexíkó. Að leiðarlokum þökkum við Ína Magga fyrir ævarandi tryggð og vináttu. Elsku Kristrún, Ása, Sacha, Siggi, Regína, Gunnar Ágúst og Marlena, innilegar sam- úðarkveðjur sendum við ykkur. Kristinn Valdimarsson. Í dag kveðjum við skólabróður okkar úr Menntaskólanum í Reykjavík, Magnús Sigurðsson hagfræðing. Við hittumst haustið 1965 í fyrsta sinn sem hópur í Þrúðvangi, sem var hjáleiga MR við Laufásveginn, merkileg bygg- ing með sögu, sem hafði áhrif á okkur óharðnaða unglingana sem þó töldu sig menn með mönnum, sumir meira að segja í jakkafötum og vatnsgreiddir. Við vorum rúmlega tveir tugir menntaskólastráka, vorum að hefja nám á öðru ári og komum úr nokkrum bekkjum og ólíkum átt- um og þekktumst þess vegna til- tölulega lítið. Lífið var rétt að byrja og vinabönd að myndast. Þessi þrjú ár sem við vorum sam- an í MR höfðu mikil áhrif á okkur alla. Magnús var einn af okkur. Magnús var afar jákvæður og nærgætinn í allri sinni framgöngu með góðlátlegan húmor og eftir- minnilegan hlátur. Hann varð strax mikilvægur hlekkur í hópn- um. Hann hafði nokkra sérstöðu því hann hafði aðgang að amerísk- um kagga, sem nýttist okkur stundum til ferða, m.a. á sveitaböll fyrir austan fjall. Maggi var öruggur og ábúðarfullur bílstjóri sem ekki leyfði neina vitleysu. Þrúðvangur varð aðsetur okkar í tvö ár, þetta fallega hús sem heit- ir eftir híbýlum þrumuguðsins Þórs og var bústaður skáldjöfurs- ins Einars Benediktssonar. Þar var þröng á þingi. Hjá sumum okkar örlaði á því að skemmti- legra hefði verið að vistast á höf- uðbólinu sjálfu, Menntaskólahús- inu glæsilega við Lækjargötuna þar sem flest skólasystkinanna voru og því fjörugast lífið. En í fá- menninu kynntumst við vel. Síðasta veturinn fluttum við af Laufásveginum yfir í MR við Lækjargötuna. En fjölmennið þar breytti engu um þann vinskap sem hafði myndast. Að stúdents- prófunum loknum vorið 1968 héldu menn síðan hver í sína átt- ina og lífið fór á fulla ferð. Tengsl- in dofnuðu og sum rofnuðu. En Magnús var alltaf viðkunnanlegi skólabróðirinn sem við höfðum verið svo lánsamir að eignast. Við sendum fjölskyldu Magn- úsar okkar einlægu samúðar- kveðjur. Bekkjarbræður úr 6-T í MR 1968, Guðmundur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.