Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 33
Við kveðjum í dag
Þuríði Gísladóttur
frænku mína frá
Lindakirkju í Kópa-
vogi. Hún var vafa-
laust hvíldinni fegin
eftir langvarandi veikindi sem
gengu nærri henni. Hin síðari ár
voru samtöl okkar í önnum dag-
anna færri en áður svo sem vill
verða. En vináttan var til staðar allt
frá barnæskuárum. Til viðbótar
veikindum hennar hamlaði Covid-
faraldurinn öllum samskiptum en
hún naut hjúkrunar á Landakoti
þar sem hún átti sína síðustu daga.
Þegar Jóna Unnur Ágústsdóttir
móðir Þuríðar varð einstæð móðir í
Reykjavík með hana kornunga
nutu þær þess að fjölskyldan var
samhent. Þær fluttu fljótlega vest-
ur í Mávahlíð í Fróðárhreppi til for-
eldra Jónu, þeirra Þuríðar Þor-
steinsdóttur og Ágústs Ólasonar,
sem bjuggu miklu myndarbúi með
sonum sínum. Í Mávahlíð vildi Þur-
Þuríður Gísladóttir
✝
Þuríður Gísla-
dóttir fæddist
28. ágúst 1946. Hún
lést 5. maí 2021. Út-
för Þuríðar fór
fram 20. maí 2021.
íður vera og þar var
móðir hennar viss um
að væri hennar besta
skjól á meðan hún
hóf aftur vinnu í
Reykjavík. Á þeim
árum var ekki auð-
velt fyrir einstæðar
mæður að framfleyta
sér í höfuðborginni.
Því þótti fjölskyld-
unni eðlilegt að Þur-
íður væri áfram í
Mávahlíð þar sem hún steig sín
fyrstu skref inn í lífið við bestu að-
stæður hjá afa sínum, ömmu og
móðursystkinum. Við systkinin á
Borg í Ólafsvík vorum tíðir gestir í
Mávahlíð og nutum þess að vera
með Þuríði frænku okkar. Öll þau
samskipti í sveitinni leiddu til vin-
áttu frændsystkinanna. Eftir að
móðir Þuríðar flutti til Hellissands
með seinni eiginmanni sínum,
Rögnvaldi Ólafssyni, forstjóra
Hraðfrystihúss Hellissands, eign-
aðist Þuríður nýtt heimili þar og
gekk í skóla á Hellissandi. Hún var
samt mikið í Mávahlíð hjá ömmu og
afa sem voru hennar stoð og stytta
alla tíð. Þuríður var góð frænka og
vinur vina sinna og sérlega námfús
og hafði góð áhrif á okkur strákana
frændur sína sem hún umgekkst
og voru á svipuðum aldri. Á hennar
uppvaxtarárum var ekki mikið
námsframboð fyrir unglinga á
Snæfellsnesi. Enginn framhalds-
skóli var á Hellissandi og raunar
ekki á Snæfellsnesi fyrr en Mið-
skólinn var stofnaður í Stykkis-
hólmi og þangað fór hún til náms
og dvaldi í heimavistinni í Stykk-
ishólmi og lauk landsprófi þar með
góðum árangri. Þuríður hafði ríka
þjónustulund og því átti það vel við
hana að stunda verslunarstörf sem
hún gerði lengst af. Hún vann m.a. í
Nóatúnsversluninni og Melabúð-
inni þar sem öflugir Sandarar réðu
ríkjum sem eigendur þeirra versl-
ana. Við Þuríður áttum það sam-
eiginlegt eftir að við fórum að vera í
Reykjavík að eiga gott skjól hjá
móðursystur okkar henni Hólm-
fríði Ágústsdóttur og þar var ekki í
kot vísað hvort sem það var á
Grettisgötunni eða á Grýtubakka
og ég veit að samband þeirra Þur-
íðar og Hólmfríðar var náið alla tíð.
Þuríður og eiginmaður hennar Jón
Magnússon voru einstaklega hepp-
in með börnin sín þrjú sem nú hafa
séð á eftir báðum foreldrum sínum.
Með þessum línum vil ég minnast
frænku minnar með þakklæti og
votta börnum hennar og fjölskyld-
um þeirra samúð okkar Hallgerð-
ar.
Sturla Böðvarsson.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
✝
Hannes
Ágústsson
fæddist á Patreks-
firði 21. september
1928. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða, Pat-
reksfirði, 10. maí
2021. Foreldrar
hans voru Ágúst
Jónsson, f. 1904, d.
1989, og Anna Sig-
ríður Jóhann-
esdóttir, f. 1903, d. 1993.
Hannes ólst upp á Patreksfirði
hjá móður sinni og móð-
ursystrum, Elínu og Ólafíu
Þórnýju. Systkini hans eru:
Agnes Ágústsdóttir, f. 1926, d.
1998; Jóhannes Árnason, f.
1935, d. 1989, maki Sigrún
Sigurjónsdóttir, f. 1938; Herdís
Heiðdal, f. 1939, maki Magnús
Ólafsson, f. 1942, d. 2003;
Haukur Heiðdal, f. 1941, maki
María Haraldsdóttir, f. 1939;
Elín Heiðdal, f. 1942, d. 2019.
Einnig ólst upp á heimilinu
dóttir Agnesar, Elín Herdís
Þorkelsdóttir, f. 1946, maki
Ólafur Pétursson, f. 1945.
Hannes kvæntist Jóhönnu
Guðbjörgu Pétursdóttur frá
Skriðnafelli, f. 26. mars 1929,
eftir að Jóhanna lést langt um
aldur fram 1991. .
Skólaganga Hannesar var
með hefðbundnum hætti þess
tíma og eftir að henni lauk þá
varð hans fyrsta launaða starf
sem sendill í Vatneyrarbúð á
Patreksfirði. Fljótlega leitaði
hugur hans til sjómennsku og
var hann nokkur ár á „Freyj-
unni“ hjá Gísla Snæbjörnssyni
og síðar á togaranum Gylfa
frá Patreksfirði. Um miðjan 6.
áratuginn hætti hann sjó-
mennsku og fór til starfa í
landi og réð hann sig til Hrað-
frystihúss Patreksjarðar og
var þar í „tækjunum“. Upp úr
1970 var hann svo ráðinn
gjaldkeri frystihússins, sem
síðar varð Oddi hf., og var þar
til starfsloka kringum aldamót.
Hannes var félagslyndur og
ötull í starfi félags aldraðra í
Vesturbyggð og var þar í
stjórn félagsins sem gjaldkeri
á meðan heilsan leyfði. Hann
fór í allar ferðir félagsins, hér-
lendis og erlendis.
Útför Hannesar fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju laug-
ardaginn 22. maí kl. 14 og
verður athöfninni streymt á:
http://bit.ly/patreks-
fjardarkirkja
Hlekk á streymið má einnig
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
d. 17. feb. 1991,
11. júní 1960. For-
eldrar hennar
voru Valgerður
Jónsdóttir og Pét-
ur Bjarnason.
Börn þeirra: 1)
Valgerður Lára, f.
8. október 1959,
hún var í sambúð
með Rolf Tenden.
Börn þeirra: a)
Hanna Tenden, f.
1991, maki Jasper Jansen. b)
Torleif Tenden, f. 1993, maki
Ingrid Maurset. 2) Sigurður
Pétur Hannesson, f. 3. mars
1961, maki Guðrún Eggerts-
dóttir, f. 1959. Börn Sigurðar
Péturs og fv. maka, Hjördísar
Báru Gestsdóttur, f. 1970: a)
Rebekka Þurý Pétursdóttir, f.
1998, maki Kári Þór Arn-
arsson. b) Hannes Már Pét-
ursson, f. 2004.
Hannes og Jóhanna hófu bú-
skap í „Grýtu“ við Mikladals-
veg á Patreksfirði og bjuggu
þar í sambýli við móður Hann-
esar og móðursystur fram til
1973, er þau keyptu sér íbúð í
nýbyggðu fjölbýlishúsi að Böl-
um 4 þar sem þau bjuggu alla
tíð. Hannes hélt heimili einn
Elsku afi. Þú sem gafst okkur
besta faðmlag í heimi og notaðir
alltaf axlabönd. Þú varst okkur
frábær fyrirmynd og kenndir
okkur að gera það besta úr öllum
aðstæðum. Þú varst alltaf til
staðar, jafnvel þótt við byggjum í
Noregi, þú varst bara eitt símtal í
burtu. Alltaf fengum við send ís-
lensk páskaegg fyrir páskana, þú
passaðir upp á að finna afmæl-
isgjafir við hæfi og svo fylgdi allt-
af „smá“ innlegg á bankareikn-
ingana okkar á afmælisdaginn.
Hanna keypti sinn fyrsta bíl fyrir
þessar uppsöfnuðu afmælisgjafir.
Við hittumst alltaf á hverju
sumri, annaðhvort komst þú til
okkar í Stryn eða við komum í
heimsókn til Íslands. Við eigum
yndislegar minningar um þessar
heimsóknir á báða bóga. Þú hafð-
ir gaman af því að spila og kennd-
ir okkur mörg spil sem við spilum
ennþá í dag, þú kenndir okkur
líka mannganginn. Þú tókst þátt í
leikjunum, sast þolinmóður
bundinn við stólinn þegar Torleif
hafði handtekið þig í „löggu og
bófa“ og barst heim með þér allar
skeljarnar sem Hanna tíndi á
ströndinni.
Þrátt fyrir að þú hafir ekki tal-
að norsku og við takmarkaða ís-
lensku var aldrei vandamál að
eiga samskipti okkar á milli. Við
skildum hvert annað. Við minn-
umst þess ekki að hafa séð þig
skipta skapi, jafnvel þótt eitt eða
tvö pútt hafi farið forgörðum.
Okkur þótti vænt um allar
hefðirnar sem við áttum saman,
t.d. þegar þú fórst með okkur í
„Patróborgara“ og Egils-appels-
ín á bensínstöðinni á Patró þegar
við komum í heimsókn. Takk fyr-
ir allt.
Hvíl í friði, afi.
Hanna og Torleif.
Elsku afi okkar á Patró var
alltaf rólegasti, kurteisasti og
þrjóskasti maðurinn á svæðinu.
Enginn hlustaði betur á babblið í
okkur systkinunum og sýndi okk-
ur eins mikla þolinmæði. Við afi
spiluðum í hvert einasta sinn sem
við hittumst, enda var hann klók-
ur spilakall og kenndi okkur flest
þau spil sem við kunnum í dag.
Við fórum vestur til afa yfir sjó-
mannadagshelgina á hverju ári
alla okkar æsku, og var oft haldið
upp á afmælisdag Rebekku þar,
enda fædd á sjómannadeginum
góða. Við fengum oftar en ekki að
verja heilu sumrinu í sveitasæl-
unni hjá afa á Patró. Þegar afi
kom í bæinn til okkar var mikil
gleði heima. Við fengum nefni-
lega ekki að hitta afann okkar
eins oft og við vildum, það voru
vissulega allnokkrir kílómetrarn-
ir á milli okkar, en alltaf var það
eins og maður hafði séð hann
daginn áður. Hann var svo hlýr
og góður og var sko ekki lengi að
taka upp spilastokkinn.
Afi kenndi okkur líka að pútta
en hann var alls ekki slæmur
púttari þegar hann var upp á sitt
besta. Við munum minnast afa
míns með hlýjum hug og sakna
hans mikið. Hann var einstakur
maður sem kenndi okkur ekki
bara að spila og pútta heldur var
hann okkur fyrirmynd og kenndi
okkur meðal annars þakklæti,
hófsemi og góðvild.
Við hittumst aftur einn daginn
elsku afi okkar og við biðjum vel
að heilsa ömmu.
Þín afabörn
Rebekka Þurý og Hannes.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku Hanni okkar. Þær urðu
margar Patróferðirnar og eftir-
minnilegar, bæði ferðalagið sem
tók heila eilífð að okkur fannst –
hvað voru þessir firðir eiginlega
margir? - og svo himnaríkið sem
tók við hjá ykkur Hönnu þegar
við hlupum upp tröppurnar á Böl-
unum, rykug upp fyrir haus eftir
400 km+ á malarvegum. Bílferð-
in var fljót að gleymast, heima-
bökuð vínarbrauð og kleinur á
boðstólum og setið fram undir
kvöld við spjall og spilamennsku,
og svo var auðvitað boðið upp á
kvöldkaffi svo enginn færi svang-
ur í háttinn. Fjöllin og fjörðurinn
voru rauð, bleik og appelsínugul í
sólsetrinu, allt í senn, þegar síð-
asta vínarbrauðið rann niður hjá
okkur krökkunum. Yndislegar
minningar, andrúmsloftið hlýlegt
og hin einstaklega notalega nær-
vera þeirra hjóna var næstum
áþreifanleg. Þarna fengu borgar-
börnin að kynnast Patró og um-
hverfi, máttu leika sér eins og
þau mest máttu en þó var mjög
vel passað upp á að enginn yrði
svangur.
Það var Hanna mikið áfall að
missa Hönnu rétt rúmlega sex-
tuga að aldri og hélt hann einn
heimili upp frá því. Hann viðhélt
heimilishaldinu í þeim anda sem
þau hjón höfðu gert, myndar-
skapur, gestrisni og hlýleg nær-
vera í fyrirrúmi og alltaf var svo
gott að koma í heimsókn til hans.
Hann tók m.a. upp á því að fara
að prjóna lopapeysur og nutum
við systkini, makar og fleiri ætt-
ingjar og vinir góðs af því áhuga-
máli. Hanni var mjög félagslynd-
ur og var virkur í félagsstarfinu í
bænum. Sérstaklega hafði hann
gaman af spilamennsku og var
lunkinn við hana. Það var líka
gaman að spila við hann, þrátt
fyrir að maður tapaði nú oftast,
því oftar en ekki stóð hann uppi
sem sigurvegari þrátt fyrir að
hafa fengið verri spil í upphafi.
Við vottum Völlu, Sigga Pétri
og fjölskyldum innilega samúð.
Minningin lifir um góðan dreng.
Ingibjörg Magnúsdóttir og
Ólafur Magnússon.
Hannes Ágústsson
Elsku mamma,
góða og fallega kona.
Nú ertu farin frá
okkur, skilin við.
Hvert ferðu? Hvert ætlarðu að
fara? Nú er 10. maí 2021, Día og
Natalie komu til landsins alla leið
frá Bretlandi til að óska þér góðrar
ferðar. Hvert ferðu mamma?
Mamma, þú ert besta vinkona
mín. Ég ætlaði að gefa þér inni-
skóna en þá var það of seint. Ég
veit ekki af hverju ég græt, ég græt
þig mamma. Það var engin logn-
Jóna Kjartansdóttir
✝
Jóna Kjart-
ansdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
júní 1935. Hún lést
á Vífilsstöðum 25.
apríl 2021. Útförin
var gerð 10. maí
2021.
molla í kringum þig
mamma. Þú hefur yf-
irgefið okkur og farið
í ferðalag til fyrir-
heitna landsins, lands
okkar allra. Við sökn-
um mikið – hittumst
síðar besta mamma í
heimi.
Mamma, ertu vakandi
mamma mín?
Mamma, ég vil koma til
þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og
kór.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draumum
þig.
En datt þá fram úr og það truflaði mig.
Þú varst drottning í hárri höll.
Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn, hún var svo stór-
fengleg.
Tröllin þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar.
Fiðlurnar mennskir menn,
á mandolín ég.
Allir mændum við upp til þín.
Eins og blóm þegar sólin skín.
En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fjótt í mitt.
En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann
valt.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og
kór.
Mamma er farin, hún er lögð af
stað.
Þín dóttir,
Hrafnhildur.
Við vorum að
flytja inn í nýtt hús í
þorpinu – verða hluti
af Holtsgötugenginu.
Það sem þótti meira eftirsóknar-
vert: húsið var við hliðina á Döggu
og Gauja. Slíkum nágrönum fylgir
ekki bara góð rútína, hljóð og ná-
grannavarsla – heldur hrein lífs-
gæði í formi gleði, kærleika og
hlýju. Væntumþykju. Ekkert lýsir
henni betur en innflutningsgjöfin
frá þeim: snúrur í snúrustaurana –
uppsettar með hundruð marglitra
þvottaklemma. Gaui setti upp.
Fjölskyldan kemur heim og heim-
urinn hlýnar – lítið kærleiksverk.
Svo mildilega lesið í aðstæður. Fal-
leg, nýtileg og fullkomin gjöf. Það
eru litlu hversdagssögurnar sem
segja hver við erum: í mínum huga
lýsir þessi saga Gauja og Döggu.
Kannski þarf ekki að segja meira.
Gaui vermdi veröldina.
Sjá, dagarnir líða, í leiðslu vér hlustum
á laufið, sem hrynur um aldanna skóg
og leggst yfir stofnana sterku,
sem stormur og dauði til jarðar sló.
Guðjón M.
Kjartansson
✝
Guðjón Mar-
teinn Kjart-
ansson fæddist 21.
apríl 1954. Hann
lést 6. maí 2021.
Útför Guðjóns
fór fram 15. maí
2021.
En þó að þeim visni
hvert bjarkarblað
þá blómgast oss önnur í
þeirra stað.
Því áfram skal haldið og
aldrei þagnar
hin eilífa hrynjandi lífs-
ins,
sem ymur um aldanna
skóg.
Ég gæti sagt sög-
una af hetjunni sem
gekk út í hamfarir
sem eru óskiljanlegar – út í veð-
urofsa og fannfergisflóð sem
þurrkar út líf. Helvítisástand sem
eyðir fjölskyldum og skilur eftir sig
holur í hjartanu. Byrjaði að grafa
eftir lífi – í aðstæðum sem þurrka
út allt líf fór Gaui út og leitaði að lífi,
til að verma.
Ég gæti sagt sögu af einu af
mörgum samtölum okkar á skrif-
stofunni. Gaui kom aldrei til að
biðja um eitthvað – þoka einhverj-
um persónulegum málum áfram.
Hann kom til að ræða þorpið –
fjórðunginn, landið og heiminn.
Þarna ræddum við snjóflóðið. Ég
hafði ekki séð heljarmenni gráta
áður. Kannski þýðir ekkert að
reyna að botna í svona atburði –
heldur taka nýrri veröld af auð-
mýkt og áhuga. Finna sér stað,
hlutverk og verkefni í heimi sem er
allur annar. Þessu samtali gleymi
ég aldrei. Ég grét sjálfur þegar ég
sagði síðar upp vinnunni minni –
þarna á sömu skrifstofu. Hvíldi ögn
rólegri í sjálfum mér þar sem ég
hafði séð fyrirmynd gera það. Gaui
vermdi mína veröld.
Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft.
Lát lindirnar hníga í dimman sjó.
Því eitt sinn vor kynslíð skal eignast
í aldanna skóg sitt bergmál þó.
Ó, megi það hljóma sem heilagt ljóð,
er himninum blessar vort land og þjóð
og nýrri og fegurri veröld vísar
á veg hinna eilífu stjarna,
er skín yfir aldanna skóg.
Ég gæti sagt söguna af því þeg-
ar við Milla, þá nýflutt í þorpið, ung
með barn á leiðinni – spennt en óör-
ugg á nýjum stað, tókum fyrst á
móti hjartahlýju og birtu þeirra
hjóna. Drengurinn okkar fæddist,
við komum heim og það var bankað
létt á dyrnar. Þar stóðu þau með
fána til að draga að húni fyrir fram-
tíðinni og litlu fjölskyldunni okkar.
Íslenskur fáni til að draga að húni
þegar verma þarf veröldina. Allt í
einu áttum við hlýtt heimili. Fáni
sem fylgdi okkur suður. Fáni sem
fylgir okkur veg fjölskyldunnar.
Það eru hversdagssögurnar sem
segja til um hver við erum. Gaui
vermdi veröldina með sínum sög-
um. Alla daga. Hefur þá ekki einn
maður lifað til fulls?
Dagga, Ester, Sölvi og litla
Hrefna, heimurinn er enn aftur all-
ur annar. Okkar er ykkar.
Guð geymi Gauja á vegi hinna ei-
lífu stjarna – vegi allra vega um
aldanna skóg.
Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft.
(Tómas Guðmundsson)
Pétur, Milla og börnin.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGI ÁSBJÖRN BJARNASON
mjólkurfræðingur,
Garðavegi 15, Hvammstanga,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 13. maí.
Útförin mun fara fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. maí
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana óskum við eftir því að þeir
sem hyggjast mæta sendi tölvupóst á netfangið
eyruni@heima.is. Streymt verður frá útförinni á slóðinni:
promynd.is/Ingi. Hlekk má nálgast á mbl.is/andlat.
Sigríður Karlsdóttir
Ragnar Karl Ingason Emilía Petra Jóhannsdóttir
Eygló Ingadóttir Gunnsteinn Ólafsson
Eyrún Ingadóttir Árni Björn Valdimarsson
Þórhildur Ingadóttir Okezie Nzeakor
barnabörn og barnabarnabörn