Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 35
seigju, jákvæðni og æðruleysi
tókstu á við þá erfiðleika sem lífið
færði þér.
Ég er svo stolt af þér og af
þeirri sterku konu sem úr þér
varð. Þú eignaðist yndislega
kraftaverkadóttur með manni úr
gulli – sem mun standa við bakið á
dóttur ykkar líkt og þú hefðir vilj-
að gera sjálf.
Með tárin í augunum kyssi ég
þig á ennið og kveð þig í hinsta
sinn, elsku vinkona mín. Ég mun
ævilangt geyma heilan fjársjóð af
minningum og sögum af okkar
vináttu í hjarta mínu.
E-in tvö það voru – Edda og
Eva.
Þín æskuvinkona,
Eva Hillerz.
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja elsku Eddu Þöll. Við verð-
um ævinlega þakklátar fyrir dag-
inn sem Edda skipti yfir í ung-
lingadeildina í Langholtsskóla.
Vinkvennahópurinn var fullkomn-
aður með þessari einlægu, bros-
mildu, hreinskilnu, jákvæðu,
hjálpsömu og ævintýragjörnu
stelpu.
Eftir því sem leið á unglings-
árin kom töffarinn alltaf betur í
ljós. Edda var ekkert að tvínóna
við hlutina, hún sagði sína skoðun
sama hvað og var ekkert að skafa
utan af hlutunum. Okkur datt ým-
islegt í hug og ævintýrin sem við
lentum í á okkar menntaskólaár-
um eru óteljandi. Eftirminnileg-
ust er þó án efa Mallorca-ferðin
okkar en einnig óteljandi rúntar á
fleygiferð um borgina á Yarisnum
hennar Eddu. Þær minningar
verða vel geymdar hjá okkur alla
tíð.
Árin liðu og það leið ögn lengra
á milli hittinga hjá okkur en alltaf
áttum við dásamlegar stundir.
Svo kom dagurinn sem hún
kynnti okkur stolt fyrir Halla.
Þau gerðu allt saman og það fór
ekki milli mála að Edda okkar var
í bestu mögulegu höndum. Þau
hreinlega smullu saman líkt og
þau hefðu alltaf verið hjón.
Þau áttu allt lífið fram undan.
Móðurhlutverkið var Eddu í blóð
borið og það erfiða ferli sem tók
við hefði líklega fengið marga til
að gefast upp en það kom ekki til
greina hjá Eddu og Halla. Þvílík-
ur dýrðardagur það var þegar
vagninn í aukaherberginu var
tekinn í notkun. Edda var dásam-
leg móðir og voru þær mæðgur
alltaf í fínasta pússi eins og þeim
einum var lagið. Edda kunni svo
sannarlega að halda heimili enda
húsmæðraskólagengin. Móttök-
urnar á Langholtsveginum og síð-
ar Tangabryggjunni voru eins
höfðinglegar og þær gerast.
Verkefnin sem litla fjölskyldan
tókst á við fyrsta eina og hálfa ár
Heru Lindar voru mikil þolraun
og meira en nýbakaðir foreldrar
ættu að þola. Edda missti aldrei
móðinn og tókst á við krabbaslag-
inn af miklu æðruleysi, hörku og
þrautseigju. Það er aðdáunarvert
hversu opin hún var með allt ferlið
og við verðum ævinlega þakklátar
fyrir að hafa fengið að fylgjast
með á þennan hátt. Hún er hetjan
okkar og verður alltaf.
Enga okkar óraði fyrir því þeg-
ar við drukkum kaffi saman á sól-
ríkum degi síðasta sumar að það
væri í síðasta skipti sem við fimm
hittumst. En staðsetningin var
viðeigandi, á kaffihúsi í Laugar-
dalnum, nokkra metra frá Laug-
arásveginum þar sem við áttum
ótal eftirminnilegar stundir í
gegnum tíðina. Það var alltaf svo
notalegt að koma í heimsókn,
stoppa aðeins í eldhúsinu og
spjalla við Heru, kíkja þar næst
yfir í stofuna þar sem Haukur var
oftar en ekki að hlusta á góða tón-
list, áður en leiðin lá svo loks upp í
herbergið hennar Eddu þar sem
við spjölluðum og slúðruðum út í
hið óendanlega.
Elsku Edda kenndi okkur hvað
vináttan er dýrmæt og við munum
gera allt til að rækta hana um
ókomna tíð og halda minningu
Eddu á lífi. Hennar verður sárt
saknað. Við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur til Halla, Heru
Lindar, Heru og fjölskyldu.
Erla María, Margrét,
Rebekka og Sandra.
Elsku Edda mín. Ég man svo
vel hvar við hittumst fyrst og
hvernig það kom til. Við kynnt-
umst í Lúxemborg þar sem við
vorum au-pair hjá íslenskum fjöl-
skyldum. Kvöldið sem þú komst
út kom þín fjölskylda í mat til
minnar. Þú komst inn stórglæsi-
leg eins og þú varst alltaf, skæl-
brosandi, og sagðir: „Hæ, ég heiti
Edda.“
Þú þurftir að hafa svo mikið
fyrir lífinu en þú kvartaðir aldrei.
Þú leist á veikindi þín sem verk-
efni sem þyrfti að leysa og það
kom aldrei neitt annað til greina
hjá þér en að sigrast á því. Það var
aðdáunarvert að sjá hvað þú varst
jákvæð, sterk og bjartsýn í bar-
áttunni við brjóstakrabbann. Í
haust skálaðir þú í Moët, enn sem
oftar, til að fagna krabbameins-
leysi. Í febrúar síðastliðnum kom
enn eitt höggið á þig, meinvörp í
heilahimnu var það heillin.
Ég fékk að vera hjá þér á spít-
alanum eitt laugardagskvöld í
byrjun mars meðan þú varst í
geislum. Við fengum okkur sushi
og þú sagðir að næst myndum við
fá okkur hvítvín með. Við spjöll-
uðum um allt og ekkert, gamla
drauga og framtíðina. Það var svo
gott að tala við þig, þú varst svo
ráðagóð og raunsæ. Eitt skipti
þegar ég var á krossgötum í lífinu
talaði ég við þig og var að velta
fyrir mér hvað þér fyndist um
ákvarðanir mínar og þú sagðir við
mig: „Hugrún, ef þú ert ánægð þá
er ég ánægð.“
Þú varst með eindæmum
traust og skilningsrík vinkona. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og fyrir vináttu
okkar. Ég hef alltaf litið upp til
þín og þá helst til þeirra mann-
kosta sem þú hafðir að geyma og
ekki síst fyrir þitt einstaka hand-
bragð. Þú kunnir allt, gast allt og
það voru aldrei nein vandamál í
þínum huga, þú gerðir bara það
sem þurfti að gera og það var allt
svo vel gert hjá þér. Þú varst mikil
smekkmanneskja og náðir að
gera allt svo huggulegt.
Margar góðar minningar ylja
og hughreysta í mikilli sorg. Við
eigum eftir að deila fallegum
minningum um þig með litlu Heru
Lind. Ég kveð þig með trega og
söknuði elsku vinkona og veit að
þú tekur á móti okkur með Moët
þegar okkar tími kemur.
Elsku Haraldur, Hera Lind og
fjölskylda, ég votta ykkur mína
innilegustu samúð.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Þín
Hugrún.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ég kynntist
Birnu fyrir tæpum
tuttugu árum þegar
ég byrjaði að vinna á
Heilbrigðisstofnuninni. Við unn-
um saman í nokkur ár og voru það
forréttindi fyrir mig, blauta á bak
við eyrun, að fá að læra af henni.
Hún var skarpgreind, umhyggju-
söm, ákveðin og hreinskilin og var
bæði lærdómsríkt og gaman að
vinna með henni. Í gegnum sam-
eiginlegt áhugamál, ástríðu eða
áráttu, allt eftir því hvernig á það
er litið, tókst með okkur mikill vin-
skapur en hún var einstaklega
mikill kattavinur. Við áttum yfir-
Birna Gréta
Halldórsdóttir
✝
Birna Gréta
Halldórsdóttir
fæddist 3. nóv-
ember 1947. Hún
lést 28. apríl 2021.
Birna var jarð-
sungin 14. maí
2021.
leitt svipaðan fjölda
af köttum og við
eyddum ófáum
stundum yfir kaffi-
bolla og bakkelsi í að
ræða um þessa
hnoðra okkar. Fyrir
um áratug síðan tók
hún að sér tvær kis-
ur fyrir mig og gaf
þeim yndislegt
heimili í sveitinni
sem var stútfullt af
ást, rjóma og rækjum. Það var
alltaf gaman að ræða um menn og
málefni við Birnu en hún var mik-
ill húmoristi með sterkar og
ákveðnar skoðanir á stjórnmálum
og fótbolta og fór ekki á milli mála
hvar hjarta hennar lá í þeim efn-
um. Hún var einstök manneskja
sem fór sína eigin leið í lífinu og er
ég afar þakklát fyrir vináttu og
samfylgd í gegnum árin.
Hvíl í friði elsku Birna.
María Reynisdóttir.
Við fráfall kærrar
frænku minnar,
Brynhildar Jónu
Hallgrímsdóttur,
Bimu, hvarflar hugurinn aftur um
eina sjö áratugi til æskustöðva
okkar að Víkingavatni í Keldu-
hverfi. Við fæddumst á sama hóln-
um, vorum leiksystur og tilheyrð-
um hvor sínum systkinahópnum
sem samanstóð af um 15 frænd-
systkinum, fæddum á rúmum 15
árum. Þetta var glaður og góður
hópur og oft líf og fjör í tuskunum;
nábýli var mikið, nánast hlaupið á
milli á náttfötunum og feður okkar
svo mikið skyldir að engin hugtök
ná að tjá á einföldu máli þann
margþætta skyldleika.
Segja má að við höfum leikið
okkur frá morgni til kvölds. Á
vetrum voru snjókarlar og snjó-
hús byggð af miklum móð, sleðar,
skíði og skautar alltaf innan seil-
ingar, spiluðum á spil, fórum í
óteljandi innileiki og síðast en ekki
síst lásum við heil býsn. Þegar
voraði voru bátar settir út á vatn,
silunganet lögð, egg tínd í hólm-
unum og hugað að hreiðrum mó-
fugla uppi í Veggjum og út með
vatni. Á sumrin tóku við hinir
ýmsu bolta- og útileikir, róið út á
vatn, hugað að hornsílum, synt og
buslað í vatninu og „búin“ okkar
út um allt. Þegar leið að hausti
lagði öll strollan af stað í berjamó,
en þar þurfti að gæta sín á gján-
um. Þá var hlaupið út um alla hóla
í hlutverkaleikjum, oft í tunglskin-
inu á kvöldin. Ekki má gleyma
norðurljósakvöldunum þegar þau
í sinni stórbrotnu dýrð, auk þess
að dansa á himinhvelfingunni,
spegluðust á vatnsfletinum, en á
Brynhildur Jóna
Hallgrímsdóttir
✝
Brynhildur
Jóna Hall-
grímsdóttir (Bima)
fæddist 16. janúar
1947. Hún lést 2.
maí 2021.
Útför Bimu fór
fram 7. maí 2021.
það undur störðum
við hljóð.
Bima var yndis-
legur leikfélagi eins
og öll hennar frá-
bæru systkini; hún
var glaðsinna, ljúf og
skemmtileg og alltaf
til í smá prakkara-
strik. Skugga bar á
áhyggjuleysi æsku-
áranna þegar hún og
fjölskylda hennar
þurfti að flytjast búferlum, en sem
betur fór aðeins til næsta bæjar, í
Sultir, þar sem þau systkin hafa
nú gert sér víðfrægan sælu- og
sumardvalarreit.
Bima óx úr grasi og varð falleg
og kostum prýdd kona, eignaðist
ung að árum góðan lífsförunaut,
hann Umma sinn, Guðmund H.
Eiríksson. Þau voru bæði listfeng
og smekkvís svo af bar. Hvar sem
þau komu sér fyrir var sem töfra-
sprota hefði verið lostið á allt
þeirra umhverfi. Að njóta gest-
risni þeirra hjóna voru forréttindi,
þar beið manns veisla í víðum
skilningi: heimilið íðilsmekklegt,
sýning fágætra hannyrða og
bragðlaukar brýndir til hins ýtr-
asta á margvíslegum krásum.
Börnin urðu þrjú, öll hvert öðru
elskuverðara.
Uppistaða í lífsstarfi Bimu varð
með ýmsum hætti umönnun aldr-
aðra, en við þá iðju nutu frábærir
eðliskostir hennar sín til fullnustu
og þar var áreiðanlega enginn
svikinn í hennar umsjá, þvílíkri
natni og nærfærni sem hún bjó yf-
ir. Þessir eiginleikar komu fram
hjá henni barnungri þá er hún
lagði sig fram um að sinna sér-
staklega aldraðri og blindri
ömmusystur sinni er til heimilis
var hjá foreldrum hennar.
Bima frænka mín var sönn ynd-
ismanneskja. Að henni genginni
er djúp eftirsjá. Eiginmanni,
börnum og fjölskyldum þeirra er
hér vottuð einlæg hluttekning.
Ragna Sigrún Sveinsdóttir.
Hún bar þig í heiminn
og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði
og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er skjól þitt,
þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Innilegar samúðarkveðjur til
allra ættingja og vina Sifjar sem
við höfum þekkt og sungið með í
yfir 30 ár, til Daníels sem var
augasteinn mömmu sinnar og til
Lindu systur hennar sem var
henni svo kær.
Sif var falleg sál og falleg
kona. Röddin hennar björt.
Jafnbjört er minningin um góða
vinkonu og félaga.
Hvíl í friði elsku Sif og takk
fyrir samfylgdina.
Klara, Valgerður
og Arnþrúður.
Elsku Sifin mín, þetta var nú
ekki það sem við ætluðum að
gera þetta vorið. Við ætluðum
að gera eitthvað allt annað, eins
og að fara til Köben, fara í bú-
stað, grilla og skrafla. Í staðinn
erum við að kveðjast. Sif var
félagslynd og leið vel í góðra
vina hópi. Hún var listakona,
tók silfursmíðanámskeið og bjó
til einstaklega fallega módelsilf-
urskartgripi og var með þetta
næma auga fyrir smáatriðum.
Hvort sem það voru skartgripir,
bútasaumur eða kjólasaumur
lét hún ekkert frá sér nema vel
yfirfarið.
Sif var með fallega og bjarta
söngrödd og var hluti af Dóm-
kórnum í mörg ár. Þar leið
henni vel og hún átti þar góða
vini. Það sem hún var þakklát
og hrærð eftir söng þeirra fyrir
utan stofuna hennar á líknar-
deildinni nokkrum dögum fyrir
andlátið. Hún lifnaði öll við og
söng með hverju einasta lagi.
Sif Melsteð
✝
Sif Melsteð
fæddist 9. nóv-
ember 1965. Hún
lést 10. maí 2021.
Útför Sifjar fór
fram 20. maí 2021.
Þetta var henni
mikils virði. Hún
hélt mikið upp á ís-
lensk sönglög, en
hún var líka spennt
fyrir því að takast á
við klassísk verk,
sem Dómkórinn
hefur flutt svo
glæsilega við ýmis
tækifæri. Þrátt fyr-
ir að vera mikill
klassíker í sér var
hún laumurokkari og elskaði að
dansa. Hún kom oft til mín og
borðaði kvöldmat með okkur
Huldu og svo var skraflið tekið
fram. Þetta voru gæðastundir
og ég held mikið upp á þær. Ég
var með gestabók og stundum
þegar hún skrifaði í hana sagði
hún: „Nei þetta gengur ekki, ég
er þrisvar á sömu blaðsíðu, áttu
enga vini?“ Og hló svo dillandi
hlátri.
Talandi um hlátur. Sif var létt
í lund og hló mikið, oftast að
sjálfri sér og sá spaugilegar hlið-
ar hversdagsleikans. Stríðni var
henni í blóð borin en það var
aldrei rætið, maður sá í fallegu
brúnu augunum hennar kímnina
sem kraumaði undir. Það var æv-
intýri að fara með Sif í bíó. Hún
sá svo margt sem aðrir sáu ekki
og hló á þeim stöðum þar sem
enginn annar hló. Þá brást ekki
að salurinn var farinn að hlæja
þegar hún hló, svo smitandi var
hlátur hennar.
Sif var mikill dýravinur og
hændi að sér ketti og hunda og
ekki fannst henni leiðinlegt þeg-
ar við fórum með Daníel í sauð-
burð til Stebba bróður og hún
vílaði ekki fyrir sér að fara og
taka til hendinni. Hún dekraði
hunda frænda sinna og talaði við
þá eins og þeir skildu allt sem
hún sagði, og kannski hafa þeir
gert það! Einnig elskaði hún
börn og sýndi þeim mikla at-
hygli. Hún fylgdist með uppvexti
frændsystkina sinna með einlæg-
um áhuga og vildi þeim veg allan
sem bestan.
Augasteinninn hennar var
auðvitað Daníel, sem var henni
allt. Augu hennar tindruðu af
stolti þegar hún talaði um dreng-
inn sinn og hún hafði mikla trú á
honum. Við sem eftir erum mun-
um halda áfram að hafa mikla
trú á Daníel og vera ofurstolt af
honum. Sif var einnig ómetanleg
stoð og stytta móður sinnar og
tengslin sterk á milli þeirra. Hún
vildi rækta fjölskylduböndin og
ég veit að lambaferðirnar á vorin
voru henni og Daníel mikils virði.
Ég votta elsku Daníel syni
hennar, Þórunni móður Sifjar,
pabba, systkinum og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Minningin lifir.
Berglind og Hulda Rún.
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát