Morgunblaðið - 22.05.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 22.05.2021, Síða 44
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tónlistarhátíðin Músíktilraunir verður haldin í 38. sinn nú um helgina, en þá keppa 45 hljómsveitir víða að af landinu um þátttöku- rétt í úrslitum tilraunanna sem haldin verða um næstu helgi. Keppnin verður haldin í Hörpu, líkt og undanfarin ár, og vegna Cov- id-faraldursins verður takmarkaður fjöldi miða í boði. Músíktilraunir voru fyrst haldnar í nóv- ember 1982, en þá stóðu Tónabær, sem var tónleikasalur og félagsmiðstöð í Skaftahlíð, og SATT, samtök tónlistarmanna, fyrir fjög- urra kvölda hljómsveitakeppni sem lyktaði með maraþontónleikum. Eins og getið er verða tilraunirnar í ár þær 38. í sögunni, en keppni féll niður vegna verkfalls kennara 1984 og svo á síðasta ári vegna Covid-19. Að því sögðu má geta þess að flestar sveitanna sem skráðu sig til leiks í fyrra verða með í ár, margar þó með ýmsum mannabreyt- ingum. Fjögur undankvöld Undankvöld tilraunanna verða fjögur. Í dag keppa hljómsveitirnar Continue, Demo, Fógeti, Grafnár, Keikó, Konráð Óskar, Little Menace, Rós, Salamandra og Tær. Keppnin hefst kl. 16 til að koma til móts við þá sem ætla í Evróvisjónpartí, en hin undankvöldin hefst keppni kl. 19.30. Á morgun, sunnudag, kl. 19.30 keppa 7.9.13, Aría, Buttercups, Krownest, LÍM- BANDIÐ, Oddweird, Píparkorn, Rúnar Breki, Sleem, The Parasols og Tötrar. Mánudagskvöldið eru það Atli, Ballados, Cosmic Onion, Dóra og Döðlurnar, E.C., Dopamine Machine, Eilíf sjálfsfróun, Karma Brigade, Lamine Flow, Ólafur Kram, YoYo69 og Ælupestó sem koma fram. Síðasta undanúrslitakvöldið verður svo á þriðjudagskvöld, en þá keppa Benedikt, El Royale, Fjórir sveitastrákar, Ingo is an art- ist, Jengah, Kisimja, Merkúr, Mersier, Ólaf- ur, Sindri og Andri, Skullcrusher og Æsa. Verðlaunafjöld Verðlaun á Músíktilraunum eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig veitt verðlaun fyrir hljóðfæraslátt, söng og íslenska texta og „rafheili“ Músíktilrauna fær viðurkenningu. Hljómsveit fólksins er valin í símakosningu. Hljómsveitirnar sem komast í úrslit eiga þess kost að taka þátt í svonefndum Hita- kassa, en það er nýliðanámskeið í hljóm- sveitaiðju sem haldið er í samvinnu við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit áfram í úrslit og dómnefnd eina, en dómnefnd getur svo bætt í úrslit hljóm- sveitum úr undankeppninni sýnist henni svo. Á úrslitakvöldi velur dómnefnd vinnings- sveitir. Dómnefndina 2021 skipa ofanritaður og Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Hrafnkell Örn Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Ragnheiður Eiríks- dóttir og Steinunn Sigþrúðardóttir Jóns- dóttir. Sigurvegarar og stjörnur Sigursveitir Músíktilrauna hafa margar náð langt, sumar heimshylli, til að mynda Greifarnir, Stuðkompaníið, Infusoria, sem breyttist í Sororicide, Kolrassa Krókríðandi, Maus, Botnleðja, Mínus, 110 Rottweiler hundar, sem urðu síðar XXX Rottweiler hundar, Mammút, Jakobínarína, Agent Fresco, Bróðir Svartúlfs, sem varð Úlfur Úlf- ur, Of Monsters and Men og Vök. Einnig hafa liðsmenn tilraunahljómsveita vakið athygli einir síns liðs eða með öðrum hljómsveitum og nægir þar að nefna Jón Þór Birgisson, Jónsa í Sigur Rós, sem keppti tvisvar með hljómsveitinni Bee Spiders, Auði, eða Auðun Lúthersson, sem keppti ým- ist sem söngvari, gítarleikari, trommuleikari eða tölvuþór með Sound of Seclusion 2009, með 3000 miles & above árið 2010, „Hæ Vektor Hekltor!“ 2011, með Tuttugu 2014 og með C A L I C U T 2015. Annað þekkt nafn úr Músíktilraunum er Daði Freyr Pétursson, sem sigraði með RetRoBot 2012 og var þá líka valinn rafheili tilraunanna, en er nú þekktastur sem Gagnamagnsforingi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigursveit Blóðmör sigraði í Músíktilraunum 2019 með blöndu af pönki og þungarokki. Ljósmynd/Músíktilraunir Þungarokk Merkúr var stofnuð 2017 til að endurlífga tónlistarsenuna í Vestmannaeyjum. Angist Grafnár spilar tónlist þar sem umfjöllunarefnið er sálarangist lituð af lífi í íslensku strjálbýli, eins og sveitin lýsir því. Kássa Little Menace snýr aftur með tónlist sem sveitarmenn lýsa sem svo að ólíkir tónlistarsmekkir komi saman í kássu til að gera hávaða. Tónlistartilraunahátíðin mikla - Músíktilraunir hefjast í kvöld - 45 hljómsveitir keppa á fjórum kvöldum um sæti í úrslitum Poppklassík Sóley Anna Benónýsdóttir og Nikolaus Weissgerber kalla sig Buttercups og spila einfalda poppmúsík með klassísku ívafi. Rappjazz Rúnar Breki Rúnarsson er rappari, söngvari og gítarleikari og lýsir tónlist sinni sem tilraunarkenndu rappi, neo-soul og jazz með einhverjum öðrum áhrifum inn á milli. Draumur Tónlist Ingveldar Þóru Samúels- dóttir, Ingo is an Artist, er einlægt og draumkennt ferðalag um hugleiðingar henn- ar og tilfinningar, jafnt flóknar sem hvers- dagslegar. Englagubb Cosmic Onion frá Reykjavík spil- ar að mestu leyti instrumental tónlist „sem englar og/eða fjölvíddaverur munu háma í sig og kasta upp svo henni rignir yfir okkur“. Blæbrigði Salamandra byrjaði sem tvíeyki en er nú orðin tríó. Tónlistin er sambland raf- tónlistar og akústískra elementa og er inn- blástur sóttur í hina ýmsu stíla. Óreiða Kvintettinn Ólafur Kram lýsir tónlist sinni sem skipulagðri óreiðu með súrrealíska texta og draumkennda hljóma sem rauða þræði í lagasmíðunum. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.